Færsluflokkur: Bloggar
31.1.2012 | 14:15
Bentu á þann sem að þér þykir bestur ... biskup!
Sigríður vill verða biskup 18. 1. 2012
Kristján Valur vill verða biskup 19. 1. 2012
Sigurður Árni vill verða biskup 20. 1. 2012
Þórir Jökull vill verða biskup 25. 1. 2012
Hrókur vill verða biskup 29. 1. 2012
Agnes vill verða biskup 29. 1. 2012
Þórhallur vill verða biskup 31. 1. 2012
Þarna er um sex alvöru framboð að ræða, en eflaust á þetta fólk það sameiginlegt að vera hrókar alls fagnaðarerindis, eða hvað?
Ef þú mættir kjósa biskup þjóðkirkjunnar, hver af þessum frambjóðendum hlyti atkvæði þitt?
Þú getur tekið þátt í könnunninni hér á síðunni!
(þau sem eru með kosningarétt mega að sjálfsögðu líka greiða atkvæði í þessari skoðanakönnun).
Til gamans; við erum nokkuð mörg, t.d. allir guðfræðingar með embættisgengi sem mættum bjóða okkur fram en EKKI kjósa! ;-)
Bætt við 18:30
Enginn verður óbarinn biskup!
![]() |
Þórhallur gefur kost á sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.1.2012 | 09:36
Góður dagur ;-) ....
Ég hlakka til þessa dags, á von á nokkrum framhaldskonum í hópnum mínum KMK (Kjörþyngd með kærleika) og svo fer dagurinn í að plana næstu daga, þar sem ég er að byrja með ný námskeið. -
Ég var með kynningarfund í gærkvöldi um hugleiðslu og slökun, og á því starfi sem ég er að vinna, sem felst aðallega í því að leiðsegja fólki inn að kjarna sjálfs sín, já merkilegt nokk! ..
Það komu nokkrar ungar konur, og ég spurði þær í restina hvort þær væru sáttar við það sem þær hefðu upplifað, en ég fór með þær í hugleiðslu líka. Ein svaraði að þetta væri betra en hún hefði átt von á, sem hlýtur að vera góð einkunn. Þó að maður eigi ekki að þrífast á því sem aðrir segja, verð ég að vita hvort ég er að gera rétt fyrir aðra, hvort það það sem ég er að deila er að hitta í mark eða ekki!
Samvera og samvinna, bæði með öðrum og sjálfum sér er lykilatriði. Sundrung skapar vandamálin.
Í kvöld er svo vikuleg sýning í kvikmyndaklúbbnum Deus Ex Cinema, og hlakka ég alltaf til að mæta á þau kvöld, því að sú samvera er alltaf góð og nærandi. Skemmtilegt og frjótt fólk - og stundum kalla ég þetta "nördaklúbbinn" minn. Ég er sjálf hálfgerður nörd, eða kannski blanda af nörd og ljósku, en ég held reyndar að við séum það flest. Við erum stórgáfuð á sumum sviðum en ferlega vitlaus á öðrum. Þess vegna er samvinnan enn mikilvægari, til að við getum unnið hvert annað upp!
Ég fékk þá flugu í hausinn í gærkvöldi þegar ég var að keyra heim frá Lausninni, að mig langaði í kall.
Prestakall sko, helst út á landi á einhverjum sætum stað. Ég er hrifin af sveitinni og ég er hrifin af gömlum kirkjum - og svo ELSKA ég fólk. Ég held ég sé mjög heppin, því það er eðlislægt. Sumt fólk finnst mér erfitt að umgangast, fólk sem fókusar á neikvæða hluti, það vekur upp neikvæðnina í mér og mér er það ekki hollt. Það er því nauðsynlegt að setja slíku fólki mörk.
Ég horfði á samtal í morgun á milli Neale Donald Walsch og Eckhart Tolle, og það er ekki annað hægt en að vera "inspired" eftir slíkt. Þessi ótrúlega uppspretta sem við eigum öll innra með okkur, og þurfum bara að leyfa að flæða.
Stærsta hindrun í lífinu erum við sjálf, - þegar okkur skortir trú, trú á lífið og okkur sjálf. Það er ekkert skrítið að þessar hindranir séu fyrir hendi, okkur er kennt að setja upp hindranir frá unga aldri og við erum heilaþvegin (óvart) að við séum ekki nóg, löt, frek, við eigum að skammast okkar o.s.frv.
Jón Gnarr talaði um það í Kastljósi að sú breyting hefði orðið á að borgarstjórn talaði ekki illa um annað fólk. Ég veit það breytir ekki skattaálögum og breytir ekki söltunar-eða sandmálum í borginni, en við skulum ekki vanmeta hversu mikilvægt það er að tala ekki illa um fólk, og jafnframt mikilvægi þess að tala fallega um og við fólk.
Margir þurfa bara að fá að heyra að þeir séu fallegir þegar þeir brosa. Þeir þurfa ekki 20 tíma hjá sálfræðingi. BROS ÞEIRRA þarf bara athygli.
ATHYGLI er lykilorð í mannlegum samskiptum. Það veit ég þó ég hafi oft klikkað á að veita þeim sem mér þykir vænst um athygli.
Ég verð þakklát lífinu þegar ég fer að geta iðkað allt sem ég skrifa og segi, en er vissulega á leiðinni þangað.
Ég ætla að enda þetta á orðum sem stóðu í "subject" í tölvupósti sem ég fékk einu sinni og lyftu mínum degi .. "You are loved" -
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2012 | 07:55
(Iðnaðar)salt og ljós ..
Ég er eins og margir aðrir mjög hissa á stóra saltmálinu.
Hvað er að? Andvaraleysi, metnaðarleysi, áhugaleysi? -
Salt sem merkt er "Industrial Salt" hefur verið notað til manneldis - og hver er skýringin?
Eflaust vissu menn ekki betur.
Hér er hægt að smella á grein um "edible salt"
- SEA SALT or DRY SALT ( Used for human consumption)
- CRUSHED SALT ( Used for human consumption)
- PDV SALT or SCIENTIFIC NAME- Rock Salt (Not used for human consumption)
- SALT FOR TECHNICAL & AGRICULTURAL USES (Not used for human consumption)
- INDUSTRIAL SALT (not used for human consumption)
- FREE FLOW IODISED SALT ALSO KNOWN AS TABLE SALT (Used for human consumption)
En hvað eigum við að gera? Eigum við ekki að læra af þessu og opna augun fyrir því að það gæti verið á fleiri stöðum sem ríkir andvaraleysi, metnaðarleysi og áhugaleysi?
Ég man eftir því að hafa lent í vandræðum þegar ég var að hella upp á kaffi þar sem kaffifilterinn var búinn. Ég braut saman eldhúsrúllubréf og setti kaffi í - þá kom einn samstarfsmaður með sígarettuna í munninum og sagði; "Passaðu þig, það eru fullt af eiturefnum í eldhúsrúllubréfinu" ..
Já, við erum enn að eitra fyrir fólki með tóbaki, enn að borða unna matvöru, ekki endilega með iðnaðarsalti, en alls konar aukaefnum sem eru vond fyrir líkamann. Við flytjum líka inn ávexti sem eru úðaðir eru með eitri o.fl. o.fl.
Það er vandlifað, - tóbakið hefur þó það fram yfir matvöru með iðnaðarsalti að á því eru viðvaranir, en það er mörg matvara sem hefur ekki viðvaranir. Sumir halda því jafnframt fram að venjulegur sykur sé eitur! .. og vissulega er sumur matur eitur fyrir suma en ekki aðra.
Það er augljóst að varpa þarf ljósi á hvað við erum að innbyrða - og átta okkur á því að verið er að eitra fyrir okkur bæði leynt og ljóst - auk þess þarf auðvitað hver og einn að líta í eigin barm og vita hvernig og hvort hann er að eitra fyrir sér sjálfviljugur? ..
![]() |
Stofnanir deila um salt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.1.2012 | 10:26
Hvað ef þú ert þín stærsta hindrun?
Erum við sátt í starfi (sjálfboðastarfi/heimavinnandi?)
Erum við sátt í sambandi? - við maka/fjölskyldu/vini?
Erum við sátt við heilsu okkar? Líkamann?
Erum við sátt við samfélagið okkar?
Erum við sátt við fjárhag okkar?
Þetta eru hinir fimm þræðir farsældar sem tvinnast saman, m.a. skv. bókinni "Well Being" sem ég hef verið að kynna mér.
Þar er talað um að ekki sé nóg að fókusera einungis á einn þessara þráða, heldur styrki þeir hvern annan.
Það sem kemur líka fram að stærsta hindrunin við að ná því að vera sátt erum við sjálf.
Auðvitað eigum við að breyta því sem við getum breytt, sætta okkur við það sem við getum alls ekki breytt og hafa vit til að greina þar á milli, eins og kemur fram í æðruleysisbæninni.
En mér finnst þetta athyglisverðar pælingar, - að eitt styrkir annað og að við verðum að hafa drifkraft til að langa til að ná árangri, - vita hvað það er sem heldur aftur af okkur, og hvað það er sem kemur okkur áfram. - Þar kemur sjálfsþekkingin inn í.
Við getum skorað hátt í einum til fleiri þáttum, segjum t.d. að við værum ótrúlega vel efnuð, en ef að þáttur eins og samskipti og heilsa eru ekki í lagi, þá lifum við ekki farsælu lífi. Það er leika sér með þetta fram og til baka.
En hvað ef að ég er mín stærsta hindrun í mínu lífi og þú í þínu?
Hvað þýðir það að komast yfir þessa hindrun, ryðja henni frá? Opnast þá ekki endalausir möguleikar?
Einhverjar hindranir koma svo sannarlega utan frá, en þar verðum við að skoða hvernig við bregðumst við - hvert viðhorf okkar er og hvað við látum utanaðkomandi hindranir hafa mikil áhrif.
Hversu stórt vægi fá þær? -
Mér finnst þetta vera gott nesti inn í nýja árið, og ætla alveg örugglega að útbúa fyrirlestur í kringum þetta - t.d. varðandi forstjóra og foreldra. Þar gilda sömu lögmál.
Börn þurfa athygli - starfsmenn þurfa athygli.
Við þurfum öll að vera sýnileg.
En í lokin; þá þurfum við að vera besta eintakið af sjálfum okkur.
Farsæld okkar er farsæld heildarinnar, því að farsæld er smitandi.
Eigum góðan og jákvæðan dag, þar sem við veitum athygli eigin styrk og þeirra sem eru í kringum okkur! ... psssst .. (látum þau vita)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2012 | 07:43
Hugleiðing um brjóst .. er sjálfstraustið í sílikoninu?
Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki hugmynd um fjölda kvenna með silikonpúða, bara miðað við fjöldann með púða frá PIP - þá ..... :
"en talið er að um 300 þúsund konur í 65 löndum séu með sílíkonpúða frá PIP"
Ég get alveg skilið ef að þarf að byggja upp brjóst, ef að kona missir brjóstið vegna aðgerðar - og jafnvel ef að kona er alveg brjóstalaus, en áhersluna á stærri brjóst hjá heilbrigðum konum finnst mér ég þurfa að setja spurningamerki við.
Við þurfum að spyrja af hverju er konan ósátt við sig eins og hún er, og hvaða skilaboð er samfélagið að senda?
Ég hef heyrt að konur fái meira sjálfstraust með stærri brjóst. Því er það ekta sjálfstraust eða er það bara sjálfstraust sem felst í því að einhverjum líki betur við þær eða finnist þær eftirsóknarverðari á þeim forsendum að það sé hægt að horfa meira á barminn á þeim eða fá meira út úr því að koma við þær? -
Hvernig er tilfinningin hjá þeim sjálfum? - Er upplifun í geirvörtu sú sama eftir að búið er að lyfta henni upp og græða á aftur? - Er upplifun bólfélagans mikilvægari en þeirra sjálfra?
Kynlífið er að miklu leyti í huganum, ef að kona fær viðurkenningu eins og hún er og hún viðurkennir sig eins og hún er er hún frjáls til að vera eins og hún er og nýtur sín. -
Sjálfstraustið kemur innan frá, "from your guts" .. og sjálfstraust er samþykki á sjálfum sér.
Ég sá að einhvers staðar að velferðarráð eða hvað það sem nú heitir ætlaði að tryggja þeim konum á Íslandi sem væru með PIP fyllingar aðgerð til að láta fjarlægja púðana. Það er svosem réttlátt, við borgum sjúkrahúsvist og lækningaþjónustu fyrir fólk sem eitrar fyrir sér viljandi, eins og með reykingum eða mat sem allir vita að er óhollur. - Þessar konur gerðu það ekki viljandi.
Öllum er frjálst að fara í lýtaaðgerðir, eða fegrunaraðgerðir, fylla hér og fylla þar, eða soga burt o.s.frv. ég held bara að það þurfi að fara vel í saumana á forsendunum, hvort að viðkomandi öðlist meiri og alvöru hamingju, sjálfstraust o.s.frv. eða hvort það er bara verið að auka á gerfið? ..
Þetta er ekki fullrætt hér, - væri gaman og gott að sjá ykkar pælingar og ef einhver vill tjá sig sem hefur upplifað aðgerð.
Sjálfri finnst mér að við ættum að hafa sem fæst inngrip í sköpunina, - það þarf auðvitað að fjarlægja æxli, lækna þar sem þarf að lækna.
Við þurfum að hætta að vera svona dómhörð á útlit hvers annars, og okkar eigin.
Og hver segir að normið sé stór brjóst, mjótt mitt og sléttur magi?
Viljum við ekki bara vera EKTA við? - eða hvað? ...og jú - samþykkt sem slík!
![]() |
Fimm látið fjarlægja PIP-púða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
How We Separate Ourselves From The Divine - skv. Lissa Rankin
1. Speaking badly about someone else (regardless of whether or not we're "right")
(Að tala illa um aðra, hvort sem við höfum rétt fyrir okkur eða ekki, - ég vil bæta við hér að tala illa um okkur sjálf)
2. Lashing out in anger
(Að bregðast við með reiði, - við sjáum yfirleitt eftir því, gott að muna eftir stop merkinu eða að telja upp að 10)
3. Holding a grudge and choosing not to forgive
(Að viðhalda gremju og velja að fyrirgefa ekki, - ef við eigum erfitt með að fyrirgefa sjálf, er mitt ráð að biðja Guð/æðri mátt/hið heilaga að aðstoða mig við það)
4. Judging others
(Að dæma aðra, dómharka okkar færir okkur að öðrum en ekki að okkur sjálfum - augljóslega)
5. Excessive busyness that keeps us from feeling a sense of spiritual connection
(Vinnufíkn, við finnum allt til að gera til að flýja tilfinningar okkar, eða stunda andlega iðju eins og að hugleiða og þykjumst ekki hafa tíma, en gefum okkur aftur á móti e.t.v. tíma til að horfa á sjónvarpið marga tíma að kvöldi ;-).. "andleg tenging" getur verið við fólk, við okkur sjálf og við "hið heilaga" )
6. Cheating
(Að svindla - munum að taka okkur sjálf með inní pakkann - verum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum)
7. Betraying a confidence
(Að bregðast trúnaðartraust - svipað og númer 6. )
8. Failing to nurture your body as the temple that it is (smoking, overeating, not exercising, etc)
(Við bregðumst líkama okkar - stundum hryðjuverk á honum jafnvel, - en líkaminn er musteri okkar eins og við vitum - við gerum það með ýmsum hætti; með reykingum, ofáti, hreyfingarleysi o.s.frv)
9. Overindulging on mind-altering substances that distance you from the Divine (drugs, alcohol, etc.)
(Ofneysla efna sem breyta hugarástandi og fjarlægja okkur frá hinu heilaga (lyfjum, dópi, alkóhóli o.s.frv.)
10. Telling a little white lie to avoid conflict or get us out of trouble
(Segja hvítar lygar - til að forðast það að lenda í átökum eða koma okkur úr vandræðum, munum að sá sem er trúr í hinu minnsta er líka trúr í hinu stærsta, gott að hafa í huga þegar við erum að stinga vínberjum upp í okkur í búðinni ;-)) ..
I'm sure there are many more .. segir Dr. Lissa Rankin - en þetta er læknir sem ég er nýbúin að uppgötva og hún hefur svoooo margt mikilvægt að segja og hér er líka hægt að hlusta á hana:
Punktar úr fyrirlestrinum:
Lissa Rankin ítrekar hér mikilvægi þess að setja andann í forgang, - að líkaminn sé aðeins spegill þess hvernig við lifum lífinu.
Hvernig líður okkur þegar við erum í vondu sambandi, vinnu þar sem við erum ekki ánægð?
Hvað er í gangi þegar líkaminn gefst upp? -
Líkaminn hvíslar að okkur, en ef við hlustum ekki á líkamann fer hann að öskra.
Faraldurinn er stress og kvíði, - verkir, sársauki .. og læknirinn finnur stundum ekkert - en það er auðvitað fullt að.
Hvað ef að læknirinn finnur ekki greiningu, - engin pilla sem getur læknað.
Kannski þarf að fara að fella hlutverkagrímurnar?
Mömmugrímuna, læknisgrímuna, listamannsgrímuna ...
Lissa gekk í gegnum storm erfiðleika - sem hún lýsir hér.
Þegar lífið hrynur, ferðu annað hvort að vaxa eða æxli fer að vaxa innra með þér.
Þá er tími til að hætta að gera það sem þú "átt að gera" en ferð að gera það sem þig langar.
Fella grímurnar.
Hún og maður hennar stukku inn í nýtt líf
Það er hægt að hætta í starfinu sínu en ekki hætta við köllun sína
Lissa hafði (andlega) köllun til að vera læknir
Hún vildi samt ekki verða sami læknir og hún var -
Hún vildi enduruppgötva hvað það var sem hún elskaði við læknisfræðin og líka hvað hún hataði við það
Byrjaði að kenna ýmsu um sem hún telur upp í fyrirlestrinum.
En niðurstaðan var ekki að skoða afleiðingar heldur orsakir
Hún fór að hlusta meira á sjúklingana sína .. prófaði ýmislegt óhefðbundið en sá að það var svipuð aðferðafræði - svarið var fyrir utan sjúklingana en ekki innra með þeim.
En sjúklingarnar læknuðust af einum sjúkdómi - og fengu þá annan.
Þá fór hún að leita að rótinni; hvað er það sem raunverulega gerir líkamann veikan?
Eitthvað sem enginn kenndi henni í Læknanáminu
Allt skiptir máli, hreyfing, mataræði og að hitta lækninn sinn
En það sem raunverulega skiptir máli
HEILBRIGÐ SAMBÖND
FARSÆLD Í VINNU
VERA ANDLEGA TENGD
HEILBRIGT KYNLÍF
EFNAHAGSLEG FARSÆLD
HEILBRIGT UMHVERFI
ANDLEGT HEILBRIGÐI
Þetta er verið að sanna, sanna í Harvard og virtum stofnunum
Hún fékk sjúkling sem gerir allt sem læknirinn segir henni, hún hleypur og borðar hollt o.s.frv.
Sjúklingurinn spurði: Hver er greiningin mín?
Lissa svaraði: Þú ert í hræðilegu hjónabandi, ert óánægð í vinnunni, ert ekki andlega tengd, þú ert enn ekki búin að losna við gremjuna frá æsku .. o.s.frv.
Hvað er þá mikilvægast?
Caring for the heart, soul, mind ..
Við þurfum að næra innra ljósið - ljósið sem veit alltaf hvað er rétt fyrir þig, innsæið þitt.
Þetta ljós er mikilvægara en nokkur læknir.
Lissa skrifar um sjálfsheilun frá kjarna.
Ást, þakklæti og pleasure er límið sem heldur okkur saman ..
Hvað er úr ballans í mínu lífi?
Hvernig getur þú opnað þig, verið heiðarlegri, um þarfir þínar, hver þú ert? ..
Lissa talar hér um myndband Brené Brown "The Power of Vulnerability" en ég hef bloggað mikið um Brené Brown ..
Skrifum upp á eigin lyfseðil - heilum frá kjarna ...
HVAÐ ÞARFT þÚ - HVERJU ÞART ÞÚ AÐ BREYTA?
Þorir þú að fella grímuna - vera þú?
----
Allt sem Lissa segir hér að ofan hef ég verið að taka inn, hægt og rólega, það tekur tíma. Í raun er það eins og endurforritun, því að það er búið að setja svo margt annað inn og það sem hefur hlaðist inn er líka eins og sníkjudýr eða kalk á sálinni, - sálinni sem þarf að fá að skína.
Þetta er það sem hefur komið frá mínu ljósi, mínu innsæi (sem ég trúi að Guð gefi), - en ég viðurkenni að það er gott að fá samþykki frá lækni, frá Harvard jafnvel.
Ég tel að vísindi og trú séu eitt og hið sama.
Megi gæfan þig geyma
megi Guð þér færa sigurlag.
Megi sól lýsa þína leið
megi ljós þitt skína sérhvern dag.
Og bænar bið ég þér
að ávallt geymi þig Guð í hendi sér.
(texti. Bjarni Stefán Konráðsson)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2012 | 09:58
Ætli Eiður Guðnason sé með hríðir? ..
Þó ég vilji bjóða alla velkomna með sínar athugasemdir, eru það örfáir aðilar sem ég hef hent út af blogginu mínu. Einn þeirra er Eiður Guðnason.
Í tilfelli Eiðs var það eiginlega bara fyndinn misskilningur - að ég hélt í upphafi, - en ég reyndi að útskýra fyrir honum - en allt kom fyrir ekki.
Ég hafði verið að segja hjartnæma fæðingarsögu í tilefni 27 ára afmæli dóttur minnar (sem hægt er að lesa hér og athugasemdir við ef smellt er HÉR - þar sem ég var kvalin og pínd og með miklar og erfiðar hríðir (var sólarhring að eiga) var sett á slökunarkasetta með Huldu Jensdóttur, og þar sem ég var ekki "í stuði" fyrir það svo ekki sé meira sagt, sagði ég frá því að ég hefði beðið um að "helv.. kellingin yrði fjarlægð úr tækinu" .. Frásagan var öll í samhengi, og tók ég fram í blogginu að og margar konur gerðu athugasemdir og áttu svipaða upplifun, ekki alveg til í létta músík eða slökun - eða höfðu orðið orðljótar þegar verstu hríðirnar gengu yfir.
Það sem ég skrifaði beinum orðum:
"Ég var gíruð upp og sett á fæðingarstofu, í kasettutækið var sett öndunarspóla með Huldu Jensdóttur - en ég var fljót að segja "takið helv....kellinguna úr tækinu" .. hafði haldið upp á þessa spólu, og auðvitað er Hulda hin besta manneskja, en þegar ég var kvalin og gat ekkert andað í takt við hana Hmmm..." ...
Kom þá ekki Eiður (reiður) á bloggið og fór að skamma mig fyrir að kalla Huldu Jensdóttur, þessa dásemdarkonu "helvítist kerlingu" .. Ég ákvað að útskýra fyrir honum, að þetta hefði verið í hita augnabliksins - svona gerðist sko þegar konur væru að fæða börn, - Hulda Jensdóttir væri yndisleg manneskja og þetta hefði ekkert með hana að gera! .. En þar sem innlegg hans var svo gróft, ákvað ég að fela það.
Þá brást hann svona við:
"Þú tókst athugasemd mína um dónaskap þinn gagnvart Huldu Jensdóttur ljósmóður út.Auðvitað finnst þér óþægilegt að vakin skuli athygli á þessu og ritskoðar þessvegna athugasemirnar við bloggið þitt.
Kona sem kallar Huldu Jensdóttur helv..kerlingu.. er ekki í góðu andlegu jafnvægi og ætti sannast sagna að skammast sín fyrir orðbragðið."
ESG (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 13:19
Þetta er auðvitað ágætt sýnishorn af innsæi Eiðs Guðnasonar, - niðurstaða hans að kona með hríðir sé ekki í góðu andlegu jafnvægi er í raun brandarinn í þessu öllu saman. -
Ég verð alveg að viðurkenna að mér finnst leiðinlegt þegar mér er sagt að skammast mín, - og þetta skemmdi fyrir - í einhverjar mínútur - þar sem ég var að minnast fæðingar dóttur minnar. - Reiði Eiðs var s.s. algjörlega óviðeigandi og óviðundandi.
----------------------
En það vaknaði ný pæling hjá mér, er EG ekki bara með hríðir? -
Kannski býr eitthvað innra með honum sem það þarf að koma frá sér - einhver sorg, steinbarn? - svona í alvöru talað! ... Menn fá misjafna útrás ... sumir með að blóta, aðrir með að leiðrétta allt og alla, .. en um að gera að skoða hvað veldur, hver orsökin sé? ..
Elskum friðinn og strjúkum kviðinn - Make Love Not War.
Shalom.
![]() |
Útvarpsstjóri svarar fyrrverandi ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.1.2012 | 08:37
2. janúar 2012 - Hvað vantar?
Ef við íhugum hvað flesta vantar EKKI er það fleiri föt eða hlutir til að hlaða utan um sig. Bæta í safnið eða í geymsluna.
Í raun er það sem flesta vantar að skera niður, eða a.m.k. sortéra hvað vantar og hvað ekki. Hvað við eigum og hvað ekki.
Hvað er þörf, hvað er nauðsyn, hvað er bara löngun í "Eitthvað?" -
Í mörgum tilfellum erum við að fylla á tóma tilfinningapoka með því að kaupa eitthvað sem ekki vantar.
Föt eru sjaldnast fjárfesting, þó að ég viðurkenni að vel valin og vönduð föt/skór geti verið það.
Það sem ég er búin að læra - loksins, er að fjárfesta í sjálfri mér, reynslu, námskeiðum, ferðalögum, upplifunum.
Svo uppgötvaði ég ýmsa kjóla, skó og föt í geymslunni, sem pössuðu! ... og reyndar fullan fataskáp af fötum líka. -
Að sjálfsögðu er gott að nýta sér tilboðin á útsölunum, ef barnið er að vaxa - því ekki vex brókin! ..
![]() |
Útsölur hefjast á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.1.2012 | 11:10
1. janúar 2012
Góðan dag, - fyrsta færslan á nýju ári verður í dagbókarstíl.
Í fyrsta lagi er ég stödd, fjarri heimalandi, eða í Hornslet Danmörku hjá dóttur, tengdasyni og barnabörnum og við áttum gott og hresst gamlárskvöld saman. - Vorum orðin lúin um miðnætti og rétt höfðum lyst á einum sopa af kampavíni! - Það skal tekið fram að við fengum okkur fleiri en einn sopa af rauðvíni með matnum.
Á gamlársdag hafði ég farið ein í göngutúr og fann að á göngunni voru tárin farin að spretta fram, - áramót eru allta viðkvæm hjá mér og þótti mér gott að gráta svolítið.
SMS-aðist við börnin mín tvö á Íslandi um áramót, og svo töluðum við við systurnar á Vesturgötunni og fjölskylduna þar um eitt leytið, en svo var farið að sofa upp úr því.
Í nótt vaknaði ég svo um fimm leytið og horfði á áramótaskaupið.
Það var vel gert, karakterarnir fyndnir, en einkenndist af frekar grófum húmor, þar sem fátt var heilagt og fáu hlíft. Mér fannst óþægilegt að sjá myndina af Ólafi Skúlasyni og mér fannst mjög lítið gert úr mörgu fólki. Sérstaklega kannski Dorrit forsetafrú, en ég tek það fram að ég á eftir að sjá skaupið aftur. Sjálfstæðisflokkurinn fékk sína útreið og Sigmundur Davíð.
Mér fannst skaupið langt í frá húmorslaust, eins og sumir halda fram, en húmorinn býsna grófur og stundum full grófur, í samfélagi þar sem við erum að reyna að bæta samskiptin og vera betri fyrirmyndir fyrir börnin okkar - ekki satt?
Atriðið í lokin stóð upp úr, - fallegur söngur og framtíðin er svo sannarlega barnanna okkar. Börn sem fá að vera börn - en eru ekki dressuð upp eins og glamúrgellur og gaurar langt fyrir aldur fram.
Jú, Skaupið var fyndið fyrir flesta - svona eftir á að hyggja nema Sjálfstæðis-og Framsóknarmenn og aðdáendur Ólafs Ragnars kannski. - Það eru að vísu margir.
En nú er komið hádegi hér í Hornslet, konan á leið í nýársbaðið - um að gera að ganga hrein og hreint inn í nýtt ár, - og svo er stefnan á að fara út að ganga.
Þrjú einföldustu ráðin til hamingju:
1. Anda djúpt - og þá helst að sér fersku lofti.
2. Drekka ferskt vatn - vatn er drykkur-inn
3. Hugsa fallegar hugsanir (en þær innihalda m.a. þakklæti, kærleika, von, trú o.s.frv)
Er að hugsa annars um að láta þetta duga í dag.
GLEÐILEGT ÁRIÐ 2012 - ÁR ÁSTARINNAR
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
31.12.2011 | 07:04
BIG LIKE = STÓR LÆKUR
Það er enn stillt úti, er stödd í smábænum Hornslet á Jótlandi og veröldin er að vakna fyrir utan. Sums staðar er fólk að vakna, aðrir steinsofandi og sumir að fara að sofa zzzz...
Að sama skapi er fólk að fæðast, á miðri lífsgöngu og fólk að deyja ..
Öll erum við fólk, af holdi og blóði, með líkama, sál og anda, tilfinningar o.s.frv..
Við erum að mestu leyti eins, og við eigum svo svakalega mikið sameiginlegt. Við eigum miklu meira sameiginlegt en við gerum okkur oft grein fyrir.
Þegar búið er að flysja af okkur, yfirborðsmennskuna, skartið, fötin - stöndum við öll nakin - og erum ekta. Það að vera nakin þýðir líka að þora að sleppa hlutverkum - að vera við sjálf.
Ég feitletraði orðið "ekta" hér fyrir ofan, því að það orð skiptir mig miklu máli. Orðin sem toppa lærdóm fyrri ára eru:
Heiðarleiki - þakklæti - kærleikur og ég trúi því að ef við tileinkum okkur það sem í þessum orðum felst, og þá að byrja á sjálfum okkur, komum við til með að uppskera frelsi, traust og hamingju - og það að vera ekta.
Til að skynja okkur sjálf, þurfum við að uppgötva okkur sjálf, - ekki að leita, því við erum nákvæmlega "HÉR og NÚ" - ekki "ÞARNA og ÞÁ eða ÞEGAR" ...
Það er ágætur siður að bjóða sér góðan dag á morgnana, - segja við sig:
"Góðan dag, _____________ (nafnið þitt kemur á línuna) mikið ætla ég að vera besta eintakið af sjálfri/sjálfum mér í dag, gera það besta úr því sem ég hef og veita athygli hinu góða í kringum mig! Þakka það sem ég hef, elska sjálfa/n mig, virða og treysta.
Hver dagur þýðir ný tækifæri, nýir möguleikar, enn meira til að þakka fyrir og enn meira af mér - enn meira af þér, - Uppsprettan er óþrjótandi.
Nýtt ár er líka nýtt tækifæri, nýir möguleikar, enn meira til að þakka fyrir og enn meira af ÞÉR.
Jesús Kristur talaði um að hann væri sannleikurinn og vegurinn. - Ég túlka það ekki þannig að hið eina rétta sé að ganga söfnuð sem er með kristilegan merkimiða, eða að við þurfum að fá stimpil veraldlegra yfirvalda að við séum kristin. -
Ég túlka það að í mennskunni liggi sannleikurinn og vegurinn, eða eins og Pýþagóras orðaði það:
"Know thyself, and thou shalt know the Universe and God "
"Þekktu sjálfa/n þig, og þú munt þekkja alheiminn og Guð" ..
Ég talaði hér að ofan um orð sem skiptu mig miklu máli, - en orð skipta vissulega máli, falleg orð heila og ljót orð brjóta niður - Guðmundur Andri Thorsson skrifaði ágæta hugvekju um orðið, en þar sagði hann m.a.:
"Jesús Kristur guðspjallanna notar fátt annað en orð. Hann fer um og talar, segir sögur sem postularnir botna eiginlega ekkert í. Hann talar á stöðum þar sem má ekki tala - við fólk sem má ekki tala við - um hluti sem ekki má nefna. Orð ha...ns græða og opna. Og þegar hann gerir kraftaverk sín segir hann eitthvað; hann notar orðið og mátt þess. Allt á sér stað í orðinu." ...sagði Guðmundur Andri meðal annars.
En við vitum líka að talað er um orðið sem varð hold. Það er sköpun mannsins. Maðurinn sem varð leiðtogi.
- Fyrirmyndin er besti leiðtoginn, - eins og Jesú förum okkar eigin leiðir, eftir hjartans sannfæringu, að fylgja þýðir ekki bara að elta umhugsunarlaust, heldur að fylgja fordæmi. -
"Að fylgja eigin" - er því, þegar upp er staðið, að fylgja Guði og því sem Guð áskapaði okkur, - Guð er hér tilveran, lífið, hið æðra - það að VERA. - (Það þarf ekki að leita langt yfir skammt að Guði og ekki þarf að leita að Guði í bók ;-))..
En þetta "eigin" - er ekki eigin nema það sé ekta. Þegar það er ekta, þá er það það sem Guð vill fyrir þig.
Þegar Guðs vilji er orðinn þinn vilji.
Eftirfarandi er haft eftir Dalai Lama:
"We are all, by nature, clearly oriented toward the basic human values of love and compassion. We all prefer the love of others to their hatred. We all prefer others' generosity to meanness. And who is there among us who does not prefer tolerance, respect and forgiveness of our failings to bigotry, disrespect, and resentment? "
Öll þessi orð sem ég feitletraði hér að ofan, færa okkur nær okkur sjálfum - og nær náunga okkar. Það er því allra hagur að ástunda kærleika, samhygð, ást, örlæti, þrautseygju, virðingu og fyrirgefningu. -
Hin afríska heimspeki sem er kölluð "Ubuntu" rak á fjörur mínar á sl. ári, -
"A person with Ubuntu is open and available to others, affirming of others, does not feel threatened that others are able and good, based from a proper self-assurance that comes from knowing that he or she belongs in a greater whole and is diminished when others are humiliated or diminished, when others are tortured or oppressed."
Þetta þýðir m.a. að mikivægt er að hafa það mikið sjálfstraust að hægt sé að samgleðjast náunga sínum þegar hann nær árangri, samþykkja aðra og ekki upplifa að sér sé ógnað af velgengni annarra. Um leið að það að niðurlæging annarra eða kúgun, er aldrei upphafning okkar.
Samhugur, eða samhygð - er eflaust besta einstaka orðið yfir Ubuntu. - Það sem er andstæða samhygðar er dómharka og eða fordómar. - Það þarf að lifa af opnu hjarta til að sýna samhygð og það þarf mikið hversdagslegt HUGREKKI ...
"We have to find a way to triumph together" ..
Við þurfum að finna leið til að sigra SAMAN ..
Takk elskurnar fyrir liðna tíð, árinu sem er að líða, 2011, og tökum fagnandi á móti komandi ári, 2012, með þá vitneskju í farteskinu að uppspretta lífsins er óendanleg og kærleikurinn í raun bæði leikur og lækur sem er endalaus lind og klárast aldrei. -
Kærleikur er STÓR LÆKUR - "BIG LIKE" ..
Sköpum veröldina með kærleika ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)