Færsluflokkur: Tónlist

Eru raddir kvenna ekki eins merkilegar og raddir karla?

Svanur Gísli Þorkelsson spyr hvort að konur séu ekki eins vinsælar og karlmenn.  Ýmsar tilgátur um vinsældir karla á blogginu koma fram, en ég benti á eina staðreynd sem mér finnst vert að skoða.

Ef þú slærð upp síðunni www.blog.is þá eru blog höfð sem "Umræðan" ... skora á þig, lesandi góður eða lesönd góð Tounge, að prófa þetta einu sinni og skrifa hér hvaða fjölda kvenna þú færð og hvaða fjölda karla.

Þetta er EKKI vegna þess að karlarnir eru að skrifa miklu mikilvægari hluti og endilega það sem er "í umræðunni" .. við sköpum líka umræðuna. 

Bloggið er samtal, mjög mikilvægt samtal - þó misjafnlega extróvert sé. 

Ég fullyrði að það eru margar konur sem eru þess "verðar" að vera þarna uppi á panelnum. Ég reikna með því að mælistika stjórnenda sé sú að merkilegast sé það sem er almennt og samfélagstengt og allt sem lúti undir "persónulegt" eða tilfinningamál sé ómerkilegra. Ekki það að konur bloggi einungis á þeim nótum, en eflaust er það algengara.

Það er úreltur hugsunarháttur að mínu mati, því við getum svo sannarlega lært af því að lesa svolítið á tilfinninganótunum og tilfinningar eru ekki óæðri skynsemi og tja, kannski er bara svolítil skynsemi í tiflinningunum - án þess að fara út í það nánar.

Ásthildur Cesil hefur verið að skrifa undanfarið um missi sinn og fjölskyldunnar, skrifa um veggi sem hún gekk á í samfélaginu þegar hún var að berjast fyrir son sinn. Þetta er blogg syrgjandi móður sem ég tel að ALLIR hefðu gott af því að lesa. Þetta eru ekki hennar prívatmál, þetta varðar okkur öll. Þessi kona ætti að vera í umræðunni og reyndar margar góðar konur sem deila út "kærleika á línuna" trekk í trekk. Þetta eru bara dæmi, það eru margar konur sem eiga erindi á forsíðu ekki síður en karlarnir. 

Ég tel að ég hafi erindi í umræðuna og ég tel að margar konur hafi það ekki síður en umræddur fjöldi karla. Ekki vegna þess að þær eru konur, en vegna þess að þær hafa svo margt mikilvægt að segja. 

Það er eðlilegt að það sem er meira áberandi en minna sé meira lesið. Forsíðan er mest lesin en það sem er á bls 23  minna. Á því eru þó undantekningar. 

Hvers vegna eru konurnar faldar (nema í undantekningum) ? Er þetta tilviljun eða þykir forsíðuútvalningarmönnum það sem þær hafa að segja ekki eins merkilegt og karlarnir. 

Okkur veitir ekkert af að hlusta á raddir kvenna, Svanur Gísli og karlarnir eru jafnframt að rífast um hvaða trúarbrögðum þeir tilheyri sem séu herskáastir! Úúúú..  fer það eftir trú eða fer það kannski eftir kyni?  Svanur segir kristna herskáasta,  Skúli Skúlason múslima,  en sjálf setti ég  athugasemd inn eftir þessa athugasemd Skúla:

"Múslímar  í  Danmörk  eru  5%  af íbúum,  en  hirða  40%  af  Almannabótaféinu  og  víða  fylla  þeir  um  60-70%  af  fangelsisrýminu."

og athugasemd mín er svohljóðandi: 

"Þess má geta, talandi um fangelsi - að á Íslandi eru konur um 5% af þeim sem eru í fangelsum og karlar um 95% þar af leiðandi.  Býst við að meiri hlutinn séu kristnir karlmenn en eflaust blandað.

Feminismi er málið karlar mínir! Kissing"

Ef það væri hlustað á fleiri mæður, gæti verið að fangelsin væru ekki eins yfirfull? 

Vil líka taka það fram að það að segjast vera kristin í orði þýðir ekkert endilega að vera kristin á borði. (Kristin viljandi með einu - n í endann .. því að ég er að tala um bæði kynin) 

Feminismi fjallar um jafnan rétt karla og kvenna til að vera heyrð og að hin kvenlegu gildi sé metin jafn mikilvæg og hin karllægu. 

Prófaðu nú að slá inn www.blog.is og teldu konur og karla ...  tilviljun? eða eru konur ennþá viljandi eða óviljandi gerðar ósýnilegar?  

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband