Færsluflokkur: Bloggar

Páll (Postuli) Óskar, besti performerinn og prédikarinn ..

Ég mætti í norðlenskt hangikjöt (á beini) og uppstúf hjá systur minni og mági í gær.  Maturinn var guðdómlegur - og við vorum sammála að hangikjöt er sko ekki það sama og hangikjöt! ..

En á eftir hangikjötinu kom svo önnur veisla, - og ekki af verri endanum, en það voru tónleikar Páls Óskars í Hörpunni.  Þvílíkur performer og prédikari.  

Textarnir í lögum hans og orðin sem hann sagði á milli, voru fyrir mér sem ein góð messa! 

Þetta skrifaði ég í bloggi 7.ágúst 2008:

Ég held að nýja videóið ,,Betra líf" með Páli Óskari sé ein fallegasta trúarjátning sem ég hef séð á ævinni.

Pikkaði inn textann:

"Svo lít ég bara í kringum mig og sé, alla þessa fegurð nærri mér, ég tók því sem gefnu, staldraði aðeins við, er á réttum tíma á réttum stað,   hverjum get ég þakkað fyrir það, ég opnaði augun og hjartað fann á ný betra líf .. af því að ég fór loks að trúa því, að það væri eitthvað annað eitthvað meira og miklu stærra ..

Hvort sem það er stórt eða´ agnarsmátt ég skynja einhvern meiri háttar mátt, ég þarf enga sönnun. Ég finn og veit og sé, með alla sína þekkingu og fé aldrei gæti maður skapað tré, ég opnaði augun.. Fann á ný betra líf .. að því að ég fór loks að trúa því að það væri eitthvað annað eitthvað meira og miklu stærra .. "

Skemmtileg var sagan hans af leiðindunum í fréttum,  þegar hann var kominn með "gubbuna" af IceSave umræðunni og reif loftnetið af bílnum sínum! LoL  Hann söng líka lagið sem Rúni Júl gerði frægt á sínum tíma: "Söngur um lífið" .. . "Ég syng bara um lífið" ....  "bjartsýni og bros og gleði í sálinni er best ... " - Reyndar er þessi texti eftir Þorstein Eggertsson sem er frændi í móðurætt! 

 

Ég get svo vel tekið undir orð Páls Óskars, um áhersluna á að horfa til þess sem við mennirnir eigum sameiginlegt í stað þess að vera að leita að því hvað aðgreinir okkur. -   Setja á okkur merkimiða eða stimpla.  Við erum fyrst og fremst manneskjur, af holdi og blóði, með líkama, sál og anda, - öll komin úr sömu sköpunum - sköpum móður jarðar.  (Held það hafi komið fram í einum textanum!) .. 

Þetta harmónerar bæði við trúarlega texta og við vísindin. - Það að við séum öll eitt, úr sama hafi, öll limir á sama líkama. 

Undirstaða lífshamingjunnar er að komast nær kjarna sínum, og leiðin til þess hlýtur að fá að vera sá sem maður er, svo textinn "ég er eins og ég er" - á við okkur öll. 


 Allt fyrir ástina - eina sem aldrei nóg er af! ... Út með hatrið, inn með ástina" ... Sá sem elskar mest, vonar allt og umber allt ... (kærleiksóður Páls (postula?) ... )  Heart

Eitt að lokum; -  Ein sem deilir aðdáun minni á Páli Óskari er hún móðir mín.  Hún var orðin áttræð þegar hún tilkynnti mér að hún ætlaði að mæta í Gay Pride gönguna sem var það árið! (en síðan eru liðin fimm ár) .. Mér fannst hún ansi brött, en þá svaraði hún:  

"Ég geri það fyrir Pál Óskar" ...   Wink 


Are you a rock? ...

Ég datt inn í textann á lagi Simon and Garfunkel, "I am a rock" ..  ljóðið er augljóslega um manneskju sem hefur verið særð og ætlar sér ekki að vera berskjölduð á ný. Er grjót, steinn  .. með hjarta úr steini og grætur því ekki, er eyland og engum háð.

- Ég held að við könnumst flest við þessar tilfinningar, að hafa upplifað þær einhvern tímann, - þó þær hafi ekki endilega verið í svo miklum mæli. -

Ég hef sl. ár verið að hlusta á fyrirlestra Brené Brown, um mátt berskjöldunar, eða "The Power of vulnerability" - sem er algjör mótsögn við texta þessa ljóðs, - hamingjan felst ekki í að lifa sem grjót eða steinn, ekki sem eyðieyja ótengt öðru fólki. -  Við erum öll "víruð" til að upplifa ást og það að tilheyra og tengjast öðru fólki.  Samvera með sjálfum sér er nauðsynleg, en að mínu mati er engin manneskja gerð til þess að lifa ein alla ævi.  Hvort það er að eignast vini, fjölskyldu og eða maka. 

Við þurfum að fá tilfinningalega útrás, grátur er tilfinningalosun ...  við erum manneskjur af holdi og blóði, við erum ekki grjót.  Við erum gerð fyrir nánd - að finnast, snertast, heyrast. 

Eftirfarandi er nokkuð bein þýðing á ljóðinu "I am a rock" - og ég vona að þið takið viljann fyrir verkið:  

Á vetrardegi,
djúpt inn í dimmum desember;
Er ég einn,
Gjóandi augum út um gluggann og lít niður á götuna
Á nýfallna þögla mjallardrífu.
Ég er klettur,
Ég er eyland.

Ég hef hlaðið veggi,
virki djúpt og voldugt,
svo enginn komist inn.
Ég hef enga þörf fyrir vináttu, vinátta veldur sársauka.
Ég fyrirlít elsku hennar og hlátur.
Ég er klettur.
Ég er eyland.

Ekki tala um ást.
En ég hef heyrt orðin áður;
þau eru sofandi í minningunni.
Ég ætla ekki að vekja úr dvala tilfinningar sem dóu.
Ef ég hefði aldrei elskað hefði ég aldei grátið.
Ég er klettur.
Ég er eyland.

Ég hef bækurnar mínar
og ljóðin mín mér til verndar. 
Þar sem ég fel mig í herberginu mínu, öruggur í móðurlífinu.
Ég snerti engan, og enginn snertir mig.
Ég er klettur.
Ég er eyland.

Klettur finnur engan sársauka.
og eyland grætur aldrei
. Frown

 

 Svona til að bæta þetta ástleysi og tilfinningakulda upp hér að ofan, set ég hér Elton John myndband, með "Can you feel the love tonight" .....  Heart


GLEÐILEGA JÓLAHÁTÍÐ!


Útdráttur - ekki úrdráttur, að gefnu tilefni - ekki af gefnu tilefni, mér líst - ekki mér lýst, góðan dag - ekki góðan daginn, um Jesú - en ekki um Jesús ...

Góðan dag,

Hér langar mig að deila leiðréttingum á mjög algengum málfars-stafsetningar-og beygingarvillum. 

Þetta eru flest atriði sem ég lærði ekki fyrr en í lok síðustu aldar, eða á þessari!

Þegar við erum að taka saman texta úr ræðu eða riti, yfirlit eða ágrip er ekki talað um úrdrátt, heldur útdrátt

Við segjum AÐ gefnu tilefni, en ekki AF gefnu tilefni. 

Skrifum: Mér líst á þig, ekki mér lýst á þig.  Líst er komið af sögninni að lítast en ekki að lýsa. 

Það er víst rétt að segja og skrifa: "Góðan dag" -  en ekki "góðan daginn" (þetta er á mörkum þess að vera rangt að mínu mati, því málfarsvenjan er að segja "góðan daginn"). 

Ef við erum að rökræða um Jesú, er ágætt að hafa í huga að nafnið hans er beygt í föllum: 

Hér er Jesús, um Jesú, frá Jesú til Jesú. - Aðeins s í nefnifalli!    Eldri beyging er að hafa Jesúm í þolfalli.

Endilega bætið við fleiru, ef þið munið eftir algengum villum. Kissing


Að skammast sín eða skína

Ætla að setja þetta blogg inn hér líka - en upprunalega skrifaði ég það á þessum slóðum HÉR.

--

Eins og fram kemur á þessari síðu, og margir vita - starfa ég með sjálfsræktarsamtökum sem vinna gegn meðvirkni, en meðvirkni verður oftast til í bernsku, og þá ekki við einstaka áfall, heldur við langvarandi vanvirkar/óeðlilegar aðstæður.

Það þarf reyndar ekki mikið til þess að skekkja myndina, - hina eðlilegu mynd. Það er í raun nóg að hafa alist upp hjá foreldri/foreldrum sem er óöruggt og/eða með lélega sjálfsmynd.

Það er gott að taka það fram í upphafi, að það er ekki við neinn að sakast - flestir foreldrar gera sitt besta.

Sá eða sú sem er meðvirk leitar  eftir samþykki umhverfisins fyrir tilveru sinni, vegna þess að hún eða hann á erfitt með að samþykkja sjálfa/n sig. -  Verðmætamatið er brenglað og er háð hinu ytra. 

Viðkomandi þarf að sanna sig, en fær eða gerir aldrei nóg að eigin mati.  Sama hversu mikið er gert, fullnægja fæst ekki,  því í raun er það sem vantar það að þekkja sjálfa/n sig, treysta, elska og samþykkja.

Andstæðan við samþykkið er afneitun, - eða jafnvel skömm á sjálfum/sjálfri sér.  

Skömmin er undirrót svo margs óæskilegt og oftar en ekki fíknar og ofbeldis, - og hún kemur m.a. af því að í bernsku hefur eitthvað verið sagt og/eða gert sem hefur alið  á þessari skömm. Fræjum hefur verið sáð og þau fengið að vaxa.

Starfið mitt felst í því að vinda ofan af skömminni, endurprógrammera, - eða eins og ég segi stundum í gamni -  að "heilaþvo" -  vegna þess að í raun er búið að heilaþvo marga einstaklinga til að trúa því að þeir séu ekki nógu verðmætir,  það er það sem hefst í bernsku og helst því miður oft áfram, - og svo tileinkar einstaklingurinn sér neikvæðu "röddina" og fer í raun að tala niður til sín og illa um sig,  eins og hann hefur alla tíð lært.

Það fyrsta sem við gerum er að vakna til meðvitundar um þessa "rödd" -   "er ég virkilega svona neikvæð/ur í eigin garð?" -   Fólki bregður stundum við þegar það áttar sig á því að það myndi aldrei tala við vini sína eins og það talar við sjálft sig. 

"Skammastu þín, - aldrei getur þú nú gert neitt rétt, oh hvað þú ert nú óalandi og óferjandi í raun, lítilmannleg vera, ljót og leiðinleg" -

Ég er ekki að ýkja - fólk talar svona til sín.

Til að snúa við ferlinu þarf að snúa við blaðinu. -  Standa sjálfan sig að verki, til að byrja með og þá ekki fara í ásökun eða áframhaldandi skammir, heldur einmitt að fyrirgefa sér,  og fara í uppbyggilegt og jávætt sjálfstal.  Stundum þarf að jafna ballestina þannig að sjálfstalið verði "ýkt" - það er eins og hugræn atferlismeðferð í eigin garð.  

Tala fallega við okkur við öll möguleg tækifæri,  byrja daginn á jákvæðu sjálfstali,  þakka okkur fyrir líkama okkar, sál og anda.  Horfa í spegilinn, inn í augu okkar og hrósa þessari verðmætu sál, og segja  "góðan daginn elsku .......  mín/minn"  - Mikið ert þú yndislega falleg/ur í dag" .. og já, jafnvel þótt við séum með svokallaða "ljótu" erum við falleg,  því ég er ekki að tala endilega um hið ytra útlit.  Þó að við verðum að sjálfsögðu að samþykkja það líka, - heldur hið innra,  því að það er það sem lætur okkur geisla.

Til þess að fara að elska sig, virða og samþykkja - þarf að fyrirgefa sér, það þarf að þakka sér, og það þarf að nýta sér öll möguleg uppbyggileg ráð sem til eru í bókinni.

Talandi um bækur!

Margir eiga stafla af sjálfshjálparbókum,  en það er ekki nóg að lesa, það þarf að framkvæma.  Margir eiga líka lýsi og d-vitamín uppí skáp, en það virkar ekki nema það sé tekið.

Hið andlega vitamín felst í mörgu, en hið andlega vitamín er það sem þarf til að öðlast sjálfsþekkingu og hugarró,  en bæði er styrktarstuðlar þess að við lifum í farsæld.

  • Við verðum í fyrsta lagi að tala, segja sögu okkar og hafa hugrekki til þess - því að segja sögu okkar hjálpar að losa um hrúðurkarlana sem hafa sest á sálina. Ef að í sögu okkar er eitthvað sem við skömmumst okkar fyrir, þá er það þannig að skömmin "hatar" að láta tala um sig, því þannig minnkar hún og jafnvel eyðist.
  • Við þurfum að læra leiðir til að fá hugarró með slökun, hreyfingu, hugleiðslu.
  • Stunda jákvætt sjálfstal
  • Veita athygli hinu góða, jákvæða, og jafnframt þakka það, því eins og klysjan segir: "það sem þú veitir athygli vex.
  • Muna að það ert ÞÚ sem berð ábyrgð á eigin farsæld, og þarft fyrst og fremst að næra þig til þess að hafa möguleika á að næra aðra.  Þannig að myndin af farþeganum í flugvéinni sem setur súrefnið á sig fyrst til að hjálpa barni er mynd sem gott er að hafa í huga.  Ef við nærumst ekki sjálf, endum við eins og mamman í kartöflugarðinum.
  • Við þurfum að hugsa andlega næringu á svipaðan hátt og líkamlega, byrja daginn á hollu og hugsa um það allan daginn. -  Við þurfum að forðast neikvæða umræðu, hvort sem er í fjölmiðlum, heima fyrir eða á vinnustað.  Týpískt andlegt sukk væri að dettta inn í öfundsýkis-og baknag um náungann. 
  • Við þurfum að endurnýja orðaforðann - sortéra hið ljóta frá og hætta að blóta, tala illa um o.s.frv. - og muna eftir bergmáli lífsins.  Það sem við látum frá okkur ratar yfirleitt heim aftur.
  • Við þurfum að fara að vera heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum,  leita sannleikans og heilindana og forðast leyndarmál og lygar. 
  • Upplifa verðmæti okkar - án hins ytra.  
  • Við erum ekki starfið okkar, börnin okkar, foreldrar okkar, stétt né staða, menntun eða menntunarleysi. -  Við eum manneskjur fyrst og fremst sem eigum allan tilverurétt - eigum allt gott skilið.
  • Við þurfum að samþykkja okkur sem manneskjur og hætta að reyna að vera fullkomin, ef við höldum því áfram náum við aldrei sátt.
  • Við þurfum að hætta að skammast okkar fyrir sjálf okkur!
Það þarf í raun hver og ein/n að finna sína leið að sjálfri/sjálfum sér.  Allt ofangreint hef ég notað, og ég hef líka notað bæn, tónlist, ljóð og sálma til uppbyggingar. -  Fátt hefur styrkt mig betur en línurnar úr 23. Davíðssálmi,  sálmi sem fólk heyrir oftast í tengslum við útfarir en er sálmfur trúnaðartraust og lífsfyllingar.   - Þeim sem finnst óþægilegt að tala um Guð/Drottinn geta hreinlega skipt því út fyrir "ÉG" -   því mikilvægi þess að ganga lífsgönguna með sjálfum sér er ekki síðra en að ganga hana með Guði.   - Ég sjálf trúi því að vísu að það sé eitt og hið sama.  Þ.e.a.s. þegar við göngum með Guði göngum við með okkur. -

Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta  (bresta  þýðir hér "skorta")
Á grænum grundum lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns.

Jafnvel þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyrð höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.


Það má eiginlega segja að þessi sálmur sé "kvíðalyf", að viðbættri útiveru!  Í honum kemur líka fram að lífsbikar minn er barmafullur og ég túlka það að ég sé NÓG.  Sama hvað gengur á hið ytra,  ég er alltaf nóg og á alltaf nóg - á meðan að ég er með sjálfri mér og með Guði.
----

Ég er með embættispróf í guðfræði, hef lokið kennsluréttindanámi og hef starfað á mörgum sviðum, - en það sem hefur verið minn mikilvægasti lærdómur er lífsreynsla mín.  M.a. sú reynsla að ég hafi verið í þeim sporum að leita eftir samþykki,  elsku, viðurkenningu.  Sú reynsla síðan að uppgötva að ég er verðmæt manneskja og var þarna allan tímann. -   Öll menntunin, þekkingin, hlutverkin mín sem móðir, eiginkona, dóttir, systir, kennari, ráðgjafi, sölumaður, leiðbeinandi eða hvað þetta heitir allt eru auðvitað hluti af þessari reynslu. -  Það skyldi ekki vanmeta það.

EN

"Suffering is the best teacher" - segir Eckhart Tolle, en hann bætti því við að það sé hægt að læra án þjáningarinnar.  Við lærum með því að framkvæma -  endurtekningin skiptir máli - alveg á sama hátt og við lærum tungumál  með endurtekningu - þá lærum við að gera góða hluti með endurtekningu (í raun á sama hátt og við lærðum vondu hlutina á sínum tíma).

Manneskjan er eins og gróðurbeð,  við þurfum að hreinsa til - henda illgresi, ná því upp með rótum, og sá sólblómafræjum í beðið okkar í staðinn. -  Síðan þarf að gefa beðinu tíma til að jafna sig, leyfa fræjunum að spíra,  því að það er ekki hægt að toga þau upp úr jörðinni með afli. 

Þessu beði þarf að hlúa að,  veita því þá næringu og birtu sem það á skilið - og leyfa svo Guði að sjá um restina.

Hættum svo að skammast okkar og skínum sem aldri fyrr!  Lifum sátt við Guð og menn - og okkur sjálf!
emoticon

p.s. þessi pistill gæti verið svo miklu miklu lengri, en ég tel að kjarninn hafi náðst - sem er að við erum öll verðmæt - "no matter what" -


ER FLUTT ...

Hó, hó, - ég er komin með nýja  bloggsíðu - sem heitir því skemmtilega nafni LOL  - sem er reyndar stytting á heitinu Lausnin Og Lífshamingjan! ..

Hyggst skrifa þar um mín hugðarefni, sem eru á uppbyggilegu nótunum.  Ég starfa líka við hugðarefni mín, þ.e.a.s. við fólk og samskipti - svo flestar færslurnar tengjast lífi og starfi. 

Nýtt blogg er HÉR 

Naflaskoðunin mín hefur, í samtali við ykkur,  hjálpað mér mikið við að kynnast sjálfri mér, en við að kynnast sjálfum sér kynnumst við heiminum og kynnumst Guði. - 

Heimurinn er hér og nú, heimurinn og þú.

Guð er hér og nú, Guð og þú.

Þú ert hér og nú, Þú og þú.  


GUÐ Í OSS ..

Eftirfarandi eru nokkrar tilvitnanir sem ég skrifaði niður úr bókinni "Kristur í Oss" - og mínar upplifanir af þessum setningum.  Þær þurfa ekki að vera þínar - því að hver og ein/n sér út frá sínum sjónarhóli, bakgrunni, menntun, þekkingu o.s.frv.

 

  • Að vera heilagur er að vera heill  - Fátt hlýtur okkur að þykja eftirsóknarverða, mannfólkinu, en að ná að verða heil. Flest erum við brotin eða særð að einhverju leyti, en við höfum tækifæri á að heila okkur, það gerum við helst með því að næra elskuna og svelta óttann. 

  • Þar sem Guð er, þar eru engar takmarkanir  -  Þarna er líka hægt að tala um endalausa uppsprettu möguleika sem felast í því að vera "Human Being" - en ekki "Human Doing" -  Að leyfa sér að treysta, trúa og bara að vera til án þess að gagnrýna, dæma, setja merkimiða á o.s.frv.  - ÉG ER 
  • Heimurinn er hugsun Guðs Ég hef gaman af því að leika mér að orðinu samviska.  SAM - VISKA,  - sem væri þá líka World Consciousness -  Sumir vilja tala um Guð sem Consciousness. Það er svolítil búddísk pæling í þeirri Guðsmynd, - þ.e.a.s. Guð er hafið og við dropar hafsins, - og reyndar vísindaleg líka, þar sem við erum öll líffræðilega tengd, og efnafræðilega tengd jörðinni.   - Vísindi og trú eru ekki andstæður í mínum huga, heldur ná þarna tengingu.  WE ARE ALL ONE.  -  Það sem þú gerir þínum minnsta bróður gerir þú mér o.s.frv.  
  • Biblían er stigi hinna dauðu kennisetninga, hinna dánu einstaklinga  - Kennisetningar á blaði eru dauðar kennisetningar, - aðeins sá sem les getur lífgað þær við. Það erum VIÐ með okkar guðlega kjarna sem ákveðum hvort þær eru sannar fyrir okkur.  Enginn sem eru lifandi í dag, getur sagt okkur hvað hann var að meina þegar hann skrifaði það sem hann skrifaði.  Það erum við, hin lifandi sem getum valið það sem talar til okkar og það sem talar ekki til okkar.  Það á hver og ein/n að gera fyrir sig.  Þú getur hlustað á ritskýringar hinna lifandi, og samþykkt þær eða hafnað,  en það er engin/n sem getur sagt fyrir þig hvort þær eru rangar eða réttar,  þú ein/n veist það. 
  • Mannlegt mál er algjörlega ófullnægjandi til að túlka andleg sannindi - (höf. tekur það fram í upphafi að bókin sé skrifuð með það í huga, að gera sitt besta en þessi takmörk séu fyrir hendi) -  Mjög mikilvægur punktur, - hið andlega er í kyrrðinni - Guð er í kyrrðinni - í þögninni milli orðanna. "Silence is golden" ...
  • Sköpunaröfl eru ósýnileg - myndin á striga listamannsins er aldrei sú sama og kemur á strigann - Læt þetta standa eitt ó óútskýrt...

  • Himnaríki er vitund um Guð, ekki staður Himnaríki er innra með okkur, - þegar við erum komin heim, heim til okkar sjálfra upplifum við himnaríki.  Þegar við ERUM,  þegar við upplifum lífsfyllingu sem kemur að innan en ekki utan.  Við erum sátt, sleppum hlekkjum skammar og ótta, "The way to heaven IS heaven" ..  Gangan er ekki frá Guði, Til Guðs, heldur Í Guði (skv. speki Súfista)  Að ganga í Guði er að ganga í sjálfum/sjálfri þér.  "You never walk alone" 

  • Kirkjur og kapellur eru aðgreiningarmúrarHeitt svæði þarna! Sjálfri finnst mér notalegt að koma í kirkjur og kapellur,  þeim fylgir róandi andi og yfirleitt fæ ég góða andlega næringu í krikju.  Hús þar sem allir eru velkomnir er ekki aðgreinandi, - en ég skil pælinguna í þessu.

  • Hlýddu andanum innra með þérLáttu hjartað ráða för, - ekki láta hugsunina þvælast of mikið fyrir þér!  Ef þú sérð barn detta í sjóinn, ferðu ekki að analysera hvort þú ætlir að bjarga því eða ekki.  Þú stekkur á eftir því til að reyna að bjarga.  Það er "first impulse" - Þegar við finnum innra með okkur hvað er rétt, þá er í 99% tilvika (kannski örlítið sjaldnar) sem við höfum rétt fyrir okkur.  Oft breytum við af leið, vegna þess að "einhver annar" sagði eitthvað annað, eða við förum að hugsa hvað aðrir segja, en hlustum ekki á andann innra með okkur, - berjum okkur svo fyrir að hafa ekki hlustað á innsæið!

  • Láttu hjarta þitt vera fullt af Guði - Fyrir mér er þetta að fylla á "tankinn" - lífsfyllingin sem kemur þegar við fyllum okkur af Guði. -  Oft ruglar fólk þessari tilfinningu við að langa í mat, áfengi, sígarettu o.s.frv.  - "When food is love" - "Eins og hindin þráir vatnslindir, þráir sál mín  þig, Ó Guð" .. (42. Davíðssálmur)  Tilfinningapokar og tómleiki er oft fylltur með fíknum, fíkn kemur vegna þess að tilfinningar gera vart við sig og við kunnum ekki að taka á móti þeim. Fíkn er til að flýja, deyfa, forðast, afneita .... Guði? .. 
Eftirfarandi eru fleiri tilvitnanir ... í sama dúr - sem staðfesta tilvitnanirnar að ofan, það má fara dýpra í þær allar, en skrifa aðeins við sumar.  
  • Það er í hjartanu sem skilningurinn býr - 

  • Smámunasemi má ekki ná valdi á lífi okkar og taka stjórn - 

  • Hver einstaklingur skapar framtíð sína með hugsun sinni -  Þess vegna er svo mikilvægt að veita athygli því góða, næra það og rækta - hugsa fallegar hugsanir um sig og náunga sinn, veita hinu góða athygli og þakka það á hverjum degi. Guð skapaði þig í sinni mynd - til að skapa. 

  • Heilinn nærist af andanum -

  • Leitaðu ekki elskunnar,  gefðu hana - það er næring - sælla er að gefa en að þiggja, það sem við gefum frá okkur kemur til okkar.  Þannig er bergmál lífsins. Við köllum "Ég elska þig" í bergið og það bergmálar "Ég elska þig" til baka. - Það sama gildir um "Ég hata þig" .. 

  • Bænin er andardráttur lífsandans - 

  • Það er röng afstaða að bíða eftir sælu í fjarlægri framtíð - Mátturinn er í Núinu, eins og frægt er orðið.  Sælan er núna, ekki "þegar" - ekki eftir 10 kíló, ekki þegar þú ert kominn þangað, búinn með námið, orðinn milljónamæringur,  komin/n í sambúð ....  NÚNA er allt sem er. 
  • Þegar þú biður fyrir veiku fólki sjáðu það þá heilt fyrir þér en ekki veikt  - Sendum ekki áhyggjur okkar í þau sem við biðjum fyrir, sjáum þau fyrir okkur heil, umvafin ljósi og kærleika, það er betra fyrir þau og betra fyrir okkur.  Engin/n græðir á því að við séum í rusli yfir líðan annarra.  Sýnum samhygð með því að vera fyrir fólk og næra það en ekki snúa því við þannig að aðrir þurfi að hafa áhyggjur af okkur og búa þannig til vítahring. 

  • Þú ert alltaf - og munt verða - 

  • Hið eina sem hefur hjálpað þér til æðri þekkingar á Guði hefur komið innan að - Þetta er í sama dúr og það sem stendur um Biblíuna.  Það sem þú lest ákveður þú að innan hvort að þú trúir eða ekki. -  Orðin eru ekki lifandi, það ert þú sem ert lifandi og glæðir þau lífi. 

  • Hugsun er útöndun orðsins - Orðið er innra með þér

  • Þú ert vegna þess að Guð er  -  Við erum sköpuð í Guðs mynd 

  • Það er óttatilfinning sem skapar aðgreinandi múra -  Það er óöryggi við það sem er öðruvísi sem gerir okkur hrædd, ótti við að við séum eins jafnvel - eitthvað sem við viljum ekki vera.  

  • Sjáðu og viðurkenndu aðeins það góða í þínum nánustu - traust þitt á þeim skapar í þeim nýja von -  Flestir ef ekki allir,  hafa mikla kosti - og þegar við veitum kostunum athygli þá vaxa þeir.  Ef við veitum göllunum athygli vaxa þeir.  Gallinn við mann sem kreystir tannkremstúpuna öðru vísi en þú vilt, getur orðið að einni risavaxinni tannkremstúpu sem eyðileggur heilt hjónaband.  Er það vandamál þitt eða þess sem kreystir túpuna, hvernig hann gerir það? 

  • Elskaðu af öllu hjarta, sál og huga og þér mun enginn hlutur ómögulegur - "Love is all you need" sungu Bítlarnir - það þarf sterkan karakter að elska af öllu hjarta, sál og huga .. en spennandi markmið og ætti að vera markmið okkar allra.  

  • Kristur er uppspretta sem aldrei þrýtur -  Kristur er táknmynd mennskunnar, lífsins og um leið Guðs, -  Lífið er eilíft - Guð er eilífur - Kristur er eilífur - Þú ert eilífur - sál þín er eilíf .. "Þegar við deyjum komumst við að því að það er enginn dauði" .. sagði Eckhart Tolle - ég tek undir þessi orð.  Ég get ekki "sannað það" en ég trúi því. 

  • Við erum öll þríein og lifum á þremur tilverustigum, sviði andans, sálar og líkama -

  • Leyndardómur við lestur Biblíunnar er innblástur (þinn eigin innblástur ekki þeirra sem skrifuðu) - Sama og stendur að ofan - 

  • Bækur skal nota sem farvegi - Vörumst að verða bókstafstrúar eða taka hluti of bókstaflega, vörumst kenningar og kreddur. 

  • Eilífðin er núna -  "The Power of NOW"

  • Kastaðu á djúpið,  djúpið er Guð

  • Hangið ekki við hlekkina, sleppið þeim - Ótti og skömm eru mestu óvinir okkar, en við viljum oft halda fast í  bæði ótta og skömm.  Hvað gerist þegar þú leyfir þér að sleppa takinu? - 

1.Jóh.4:18 - Ótti er ekki í elskunni. Fullkomin elska rekur út óttann. Því að óttinn felur í sér hegningu, en sá sem óttast er ekki fullkominn í elskunni.-

Lifðu í lukku en ekki í krukku, - lifðu lengi en ekki í fatahengi ... 

(góð speki úr minningarbókum grunnskólaáranna). 

InLove


Pistill sem vekur til umhugsunar .. "Aðventumorgunn í fangelsi" -

Til umhugsunar: 

"Aðventan er undarlegur tími og vafinn inn í trúarleg tákn og veraldleg. Það er eins og eitthvað fari af stað með miklum látum og hamagangi. Tími sem er ofinn saman í fjóra sunnudaga sem þramma ákveðnum skrefum til móts við jólahátíð. Sumir líta jafnvel á aðventuna sem rásmark á kappvelli lífsins og efnislegra hluta. Menn taka á sprett og stefna til jóla. Og koma móðir og másandi í mark, hníga niður örmagna af þreytu við jólaborðið." 

Þetta er bara brot úr pistli Sr. Hreins Hákonarsonar, - en hvet okkur öll til að lesa hann og íhuga. 

Pistillinn er HÉR

 

candle-flame-1-ajhd.jpg


Jólahreingerning afgreidd á stuttum tíma ...

Sá þetta á Facebook hjá Unni Dís mannfræðingi, - veit ekki hvort þetta er orginal frá henni, en njótið: 

Áttu eftir að gera jólahreingerninguna?

1. Búðu til nýja möppu í tölvunni þinni.

2. Gefðu henni nafnið „Drasl í húsinu"
3. Fáðu þér eitt vínglas.
... 4. Hægri smelltu á möppuna „Drasl í húsinu" til að eyða henni.
5. Tölvan spyr þá: „Viltu eyða Drasli í húsinu"?
6. Smelltu á "Já"
7. Komdu þér vel fyrir í sófanum og ljúktu úr vínflöskunni

(Nú ef við erum ekki fyrir vín, - þá má bara fá sér jólaöl, heitt kakó með rjóma eða rjúkandi kaffibolla!)

 


Vantrú og meintur níðingsskapur ...... ?

 Merki Vantrúar er geimvera - eða einhvers konar hæðnisútgáfa af Kristi á krossinum. Þetta leyfði sr. Þórhallur Heimisson að kritisera á sínum tíma,  og hann fékk marga "gúmoren" í staðinn.  Vantrúarstrákarnir minna mig helst á hrekkjusvínin í gamla daga, sem hrekktu, en settu svo upp geislabaug þegar átti að draga þá til ábyrgðar - "Ha, ég - nei það var hann" ...  Gasp .. ég er svoooo saklaus! 

Þeir eru voðalega hissa þegar að einhver prestur missir sig í þeirra garð.  Þegar búið er að ýta á alla þolinmæðistakka, reyna á þolgæðið ... þá fá menn nóg.  Og það á að fá nóg.   Trúleysi er góð og gild lífsstefna og lífsýn fyrir þá sem hana velja, en ofbeldi og dónaskapur eru lífsgildi og stefna sem enginn ætti að tileinka sér né samþykkja. -   Vantrúarmenn hafa þá yfirlýstu stefnu að virða ekki skoðanir annarra, og ég virði ekki skoðanir þeirra.  Það er enginn "double standard" í því.  Það er bara þannig að okkur ber ekki að virða skoðanir neinna - þegar við erum ekki sammála þeim,  EN það er mikilvægt að virða manngildið, og því látum við vera að hæðast að og gera lítið úr manneskjunni. 

Trú er mjög samofin manneskjunni, hún er oft partur af því sem við erum og þess vegna er það viðkvæmt þegar að hæðst er að lífsgildum.  Þegar að gert er góðlátlegt grín á réttum forsendum þola það flestir.  Trúaðir segja líka  brandara um Jesú,  en þegar að grínið gengur út á það að meiða, hæðast eða gera lítið úr þá er það farið að ganga of langt, sokkið of djúpt í fen, og vissulega fen þess sem í því stendur. 

Í þessu samhengi er mikilvægt að skoða forsendur fyrir því að Vantrú, með m.a. Þórð Ingvarsson sþann sem skrifaði vægast sagt óviðeigandi og misheppnaðan húmorspistil um látinn biskup,  í fararbroddi,  ákveður að kvarta undan glærusýningu um félagsskapinn.  Ef að nemandi er ósáttur við framsetningu hefði stysta leiðin verið að ræða það við kennara sinn. En hann ákveður af einhverjum orsökum að fara frekar með það beint til Vantrúar. - Af hverju? -  Hver var tilgangurinn í raun og veru? 

Mér hefur ekki tekist að sjá manngildistilgang Vantrúar, þann sem hægt er að sjá hjá Siðmennt.  Ég veit að leiðir þeirra skarast, - en um leið og það er mér að meinalausu að Siðmennt vaxi - því að auðvitað getur hver og ein manneskja valið sína leið. 

Ég auglýsi hér með eftir uppbyggilegu starfi Vantrúar

Mín þolinmæði gagnvart þessum félagsskap er á þrotum.  Mín þolinmæði gagnvart Þjóðkirkjunni var á þrotum þegar að hún (Yfirstjórn hennar) Þverskallaðist og  þverskallast enn við að fara eftir jafnréttisstefnu, hikaði við jafna vígslu samkynhneigðra,  ræður presta í embætti án auglýsinga o.s.frv.

Hún er á pásu hjá mér - þó að margt yndislegt fólk sé þar innanbúðar, gott starf o.s.frv. og í raun langi mig mest að vera hluti hennar-  Ég legg þetta á borðið - til að sýna að mér er alvara, ég er ekki að sjá hlutina í svart hvítu.  Helst vildi ég að Þjóðkirkjan gæti rúmað okkur öll, guðlaus og með Guði. - Þannig væri hin sanna ÞJÓÐ - kirkja.  En vonandi vita flestir að kirkja þýðir samfélag. 

erich_931854_1125180.png

Bara til að gera okkur grein fyrir vinnubrögðum sem tíðkast í Vantrú (og/eða af forkólfum) - þá er hér einn maður tekinn fyrir og farið með stækkunargler niður öll orð hans.  

Skoðið hvað kemur upp á mbl.is þegar sett er leitarheitið Þórhallur Heimisson 

 

Kafað í barnalauginni 3.2.2009

Í afneitun 26.5. 2009

Ágústínusarverðlaun 17.3.2009 

Fegrar Jesú 9.8.2009 

Og níðingsskapurinn 24.8.2009 

Lok lok og læs 28.9.2009 

Í vondu skapi 23.11.2009 

Og tóma gröfin 11.12.2010

Þetta er það sem ég fann í fljótu bragði.  Það er enginn yfir gagnrýni hafinn, en fyrr má nú rota en dauðrota. Einelti?  Aðför? - Hvað er þetta? Svo verða Vantrúarmenn hissa ef þeir mega ekki bögga mann og annan - inn á þeirra eigin síðum, - verða hissa að menn upplifa hatur í gegnum skrif þeirra.  En þegar að tilgangurinn er að brjóta á bak aftur trú þeirra sem hana hafa,  þá upplifa menn hatur frá viðkomandi.  Þannig er það bara. 

Þetta verður síðasta bloggið sem ég tileinka Vantrú, mér finnst skemmtilegra að vekja athygli á þvi góða í lífinu, því sem við getum þakkað fyrir og nært okkur með  - ég skora á fólk að velja sína leið og fara eftir sínu hjarta.  Hvað er það sem gefur þér næringu og lífsfyllingu.  (Vonandi ekki kókosbollur;-)) 

Ég trúi á Guð í alheimsgeimi og ég trúi á Guð í sjálfri mér.  Það er svona einfalt, en spurningin er hverju trúir þú? -  

Munum svo í lokin að við erum öll EITT, líffræðilega tengd, andlega tengd, jarðfræðilega tengd. - 

Það er þegar við erum týnd sjálfum okkur sem við týnum friði, týnum kærleikanum og því sem okkur er mikilvægast - virðingu fyrir lífinu sjálfu og sam-visku heimsins,  sem ég leyfi mér að kalla Guð. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband