Are you a rock? ...

Ég datt inn í textann á lagi Simon and Garfunkel, "I am a rock" ..  ljóðið er augljóslega um manneskju sem hefur verið særð og ætlar sér ekki að vera berskjölduð á ný. Er grjót, steinn  .. með hjarta úr steini og grætur því ekki, er eyland og engum háð.

- Ég held að við könnumst flest við þessar tilfinningar, að hafa upplifað þær einhvern tímann, - þó þær hafi ekki endilega verið í svo miklum mæli. -

Ég hef sl. ár verið að hlusta á fyrirlestra Brené Brown, um mátt berskjöldunar, eða "The Power of vulnerability" - sem er algjör mótsögn við texta þessa ljóðs, - hamingjan felst ekki í að lifa sem grjót eða steinn, ekki sem eyðieyja ótengt öðru fólki. -  Við erum öll "víruð" til að upplifa ást og það að tilheyra og tengjast öðru fólki.  Samvera með sjálfum sér er nauðsynleg, en að mínu mati er engin manneskja gerð til þess að lifa ein alla ævi.  Hvort það er að eignast vini, fjölskyldu og eða maka. 

Við þurfum að fá tilfinningalega útrás, grátur er tilfinningalosun ...  við erum manneskjur af holdi og blóði, við erum ekki grjót.  Við erum gerð fyrir nánd - að finnast, snertast, heyrast. 

Eftirfarandi er nokkuð bein þýðing á ljóðinu "I am a rock" - og ég vona að þið takið viljann fyrir verkið:  

Á vetrardegi,
djúpt inn í dimmum desember;
Er ég einn,
Gjóandi augum út um gluggann og lít niður á götuna
Á nýfallna þögla mjallardrífu.
Ég er klettur,
Ég er eyland.

Ég hef hlaðið veggi,
virki djúpt og voldugt,
svo enginn komist inn.
Ég hef enga þörf fyrir vináttu, vinátta veldur sársauka.
Ég fyrirlít elsku hennar og hlátur.
Ég er klettur.
Ég er eyland.

Ekki tala um ást.
En ég hef heyrt orðin áður;
þau eru sofandi í minningunni.
Ég ætla ekki að vekja úr dvala tilfinningar sem dóu.
Ef ég hefði aldrei elskað hefði ég aldei grátið.
Ég er klettur.
Ég er eyland.

Ég hef bækurnar mínar
og ljóðin mín mér til verndar. 
Þar sem ég fel mig í herberginu mínu, öruggur í móðurlífinu.
Ég snerti engan, og enginn snertir mig.
Ég er klettur.
Ég er eyland.

Klettur finnur engan sársauka.
og eyland grætur aldrei
. Frown

 

 Svona til að bæta þetta ástleysi og tilfinningakulda upp hér að ofan, set ég hér Elton John myndband, með "Can you feel the love tonight" .....  Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Guðmundsson

Frábært Jóhanna. Oft heyrt þetta lag en hversu oft hefur maður pælt í tilfinningalegum kulda textans.

Þórður Guðmundsson, 27.12.2011 kl. 06:54

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk Þórður, - já þetta er spes texti, - og hafði sjálf aldrei pælt í því hvað lægi þarna á bak við en oft sungið með!

Jóhanna Magnúsdóttir, 27.12.2011 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband