Mætti taka alla flugelda úr umferð fyrir mér ..

Ég vona að það sé bara tímaspursmál þangað til við förum að hætta þessari sprengjuhríð.  Þessu flugeldaregni sem einu sinni stóð nú bara yfir á gamlárskvöld,  en er nú farið að rigna öll jólin og langt yfir áramót svo aumingjans dýrin titra og skjálfa og vita ekkert hvað er að gerast! - 

Stjörnuljós og mild blys - væru nóg og kannski ein og ein flugeldasýning sem væri stýrt af hjálparsveitum. -    

Mér finnst ókostirnir  - mengun; loft-og hávaðamengun - og svo hversu þetta hræðir mörg dýr vera alveg nægileg rök fyrir að hætta þessu.   

Ég forða mér yfirleitt út á land um áramót, til að þurfa ekki að vera í mengun og hávaða, en er heppin að búa þar núna :-)  ..  Auðvitað verður eitthvað skotið upp í kringum mig, - en vonandi sem minnst. 


mbl.is Kúlublys tekið úr umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Mér væri sama þótt þetta yrði bannað í Reykjavík og nærliggjandi sveitarfélögum, en til allrar Guðs lukku er enn til fólk sem síst af öllu veldi sér búsetu þar.
Í bæjum og byggðarlögum vítt og breitt um landið er þetta ekki sama vandamálið.  Og allvíða alls ekkert vandamál.

Þórhallur Pálsson, 19.12.2018 kl. 20:57

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Óhollt öllum, mönnum og skepnum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.12.2018 kl. 03:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband