Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu.

Ég var einu sinni með fermingarnámskeið og las eftirfarandi texta fyrir börnin: „Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu“ (1 Mós 1:26–27).“ Ég bað börnin um að teikna þá mynd sem þeim birtist af Guði eftir þennan lestur. Myndirnar voru fjölbreytilegar – allt frá þeirri sem við köllum hefðundnasta; Eldri mann með hvítt skegg yfir í það að vera ljósgeisli. Ein stúlka teiknað Guð sem var bæði karl og kona. Eftir þetta spunnust rökræður í hópnum og einn drengur varð reiður og barði í borðið og sagði: „Guð er karlmaður og hana nú“

..Hinn sögulegi Jesús var svo sannarlega maður (eftir okkar bestu vitund). Orðið varð hold. Orðið varð maðurinn Jesús. En Jesús er líka Guð – og guðsmyndin okkar er örugglega fjölbreytt, eins og þessara barna á námskeiðinu.

 

Mér finnst viðbrögðin þar sem fólk hneykslast og segir sig úr þjóðkirkjunni vera á svipuðum nótum og drengsins sem varð reiður – og kannski sár.Það var verið að „brengla“ hans guðsmynd sem var þessi gamli góði afi – með síða skeggið. En mér finnst við ekki getað ætlast til að allir hafa okkar guðsmynd. Ef öðrum finnst Guð vera „kærleikur“ og teiknar hjarta þá er það hans/hennar guðsmynd.Jesús sagði sjálfur að við mættum honum í hans minnsta bróður. Þegar við gefum hungruðum að borða gefum við honum að borða. Þá myndum við teikna mynd af hungruðum betlara – myndi fólk hneykslast á því?

 

-Mannréttindi og frelsi til að vera þau sem við erum – og elska þau sem við elskum eru að aukast. Ekki fyrir svo mörgum árum hneykslaðist fólk og sagði sig kannski úr þjóðkirkjunni vegna þess að réttur samkynhneigðra til hjónavígslu var viðurkenndur.Fólk þarf kannski bara tíma til að aðlagast og átta sig ?Ég ætla ekki að hneykslast á þeim sem hneykslast … því þá endum við öll hneyksluð.

 

„Nobody knows the trouble I´ve seen, nobody knows but Jesus“ … eru þetta ekki skilaboð að allt fólk getur speglað sig í Jesú Kristi og hann skilur. Það eru til milljón „hefðbundnar“ myndir af Jesú – og það ætti ekki að trufla meðalmann eða -konu þó að ein birtingarmyndin sé einhvers konar trans einstaklingur. Mér finnst það bara vera að víkka veggi kirkjunnar – skilaboð um að allt fólk sé velkomið (og ekki vanþörf á). „Hér er enginn Gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona. Þér eruð allir eitt í Kristi Jesú.“Galatabréfið


mbl.is Ætla að segja sig úr kirkjunni vegna auglýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það væri nú harla einkennilegt ef Jesús leit ekki út eins og gamall gagnkynhneigður lögfræðingur í Sjálfstæðisflokknum. cool

Þorsteinn Briem, 5.9.2020 kl. 19:52

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

 Þessi skoðun á sér marga fylgjendur og það er rétt að umburðarlyndið heldur mörgu saman í okkar þjóðfélagi og það er dýrmætt. En getur þú ekki samt tekið þeim rökum að við þurfum fleira en umburðarlyndið? Það er í raun ekki nema einn hornsteinn af mörgum sem við þurfum í samfélaginu. Ef það er orðið allsráðandi missum við dómgreindina og látum kúgun yfir okkur ganga er ég hræddur um.

Fyrir mér er Biblían leyndardómur og Jesús Kristur líka. Menn deila um hann og það sem hann sagði er sumt mótsagnakennt, rétt eins og það sem miklir heimspekingar skrifuðu. Það er ágætt. 

Ef Guð og Jesús Kristur eru bara okkar leikföng, við teljum þá veita skilyrðislausa ást þá sækjum við annað það sem boðorðin tíu kenna, lögmálið, það allt saman. 

Að sumu leyti vildi ég óska að ég hefði svona einfalda trú og þú að neita því að til sé reiður og refsigjarn Guð. Ef maður lærði eitthvað slíkt í bernsku finnst manni guðshugmyndin vera þannig. 

Ég hef alveg húmor fyrir þessari auglýsingu og fyrir trúarbrögðum almennt, en hitt finnst mér annað mál skilin á milli umburðarlyndisins og lögmálanna í trúarbrögðunum. Hvort tveggja hlýtur að vera nauðsynlegt.

Ég hef margt lært af því sem kynjafræðingar hafa kennt. Mikilvægt er að brúa bilið á milli kvennamenningar og karlamenningar. Kvennamenningin leggur áherzlu á mýktina en karlamenningin á lögmálin og hefðina, nú til dags.

Þetta er alla vega stórt skref sem kirkjan hefur stigið.

Ingólfur Sigurðsson, 6.9.2020 kl. 02:52

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

HIÐ LJÓS-BLÁA NÝJA-TESTAMENTI; MÁLGAGN KRISTINNA MANNA;

fordæmir alla svona Sódómu-kynskiptinga á bls.273.

Þar sem að ég er skírður og fermdur til KSETINNAR TRÚAR

að þá fordæmi ég allar útgáfur af kynskiptingum.

Jón Þórhallsson, 6.9.2020 kl. 08:56

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

HIÐ LJÓS-BLÁA NÝJA-TESTAMENTI; MÁLGAGN KRISTINNA MANNA;

fordæmir alla svona Sódómu-kynskiptinga á bls.273.

Þar sem að ég er skírður og fermdur til KRISTINNAR TRÚAR 

að þá fordæmi ég allar útgáfur af kynskiptingum.

Jón Þórhallsson, 6.9.2020 kl. 08:58

5 identicon

Er möguleiki á að sálin fæðist aftur og aftur í jarðlífið og þá sem karl eða kona og til þess gert að öðlast reynslu hvors kyns í hverju lífi fyrir sig,er kanski komin sú skýring á því hvað sumir karlar eru kvenlegir og sumt kvenfólk karlalegt að það hafi minningar frá fyrri lífum í sér og eigi erfitt með að losna frá þeim.Er þetta ferli mögulegt.

Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 6.9.2020 kl. 09:19

6 Smámynd: Jón Þórhallsson

"Sálin fæðist aftur og aftur í jarðlífið og þá sem karl eða kona og til þess gert að öðlast reynslu hvors kyns í hverju lífi fyrir sig?".

Í mínum huga er þetta staðreynd.

Við höfum síðan valmöguleika í okkar lífi um það hvort að við viljum vera

KRISTSMEGIN Í LÍFINU og FORDÆMA SAMKYNHNEIGÐ  

EINS OG NÝJA-TESTAMENTIÐ  gerir á bls.273.

eða

að vera í Sódómul/gaypride-iðinu.

Jón Þórhallsson, 6.9.2020 kl. 09:32

7 identicon

Samkv. Þróunarkenningunni byggist þróun tegundanna á því að lífverurnar streitist við að sjá sér og afkomendum sínum farborða. Þær tegundir, sem ná að bjarga sér, þróast í baráttunni við náttúruöflin og aðrar tegundir í náttúrunni.

Af einhverjum ástæðum náði heili forfeðra okkar (og formæðra) að þroskast svo að mannkynið er nú orðið ráðandi í lífríki jarðarinnar. Það þarf þó ekki að þýða það að mannsheilinn hafi þroska til að skilja alla tilveruna.

Af einhverjum ástæðum fór maðurinn að trúa á máttarvöld, sér æðri. Fornleifar hafa sýnt fram á að menn trúðu á annað líf fyrir tugum þúsunda ára. Ekki þekkjum við átrúnað þessa fólks, en trúarhugmyndir okkar Vesturlandabúa byggjast á Biblíunni. Til skamms tíma voru börnum kenndar biblíusögur sem gáfu þeim hugmynd um Guð sem gamlan mann með hvítt skegg.

Þekktur þýskur sjónvarpsmaður, stjarneðlisfræðingurinn Harald Lesch, var eitt sinn spurður að því í sjónvarpsþætti, hvort hann teldi að Guð væri til. Hann lét sem hann yrði hissa og svaraði eitthvað á þessa leið: "Hvers vegna ertu að spyrja mig? Ég veit ekkert um það frekar en hver annar, t.d. ræstingakona eða bankagjaldkeri. Guð kemur fræðigrein minni ekkert við". Hann sagðist viðhalda sinni barnatrú og ímynda sér Guð sem gamlan, góðlegan mann. Sú ímynd væri ekki verri en hver önnur".

Ég held að ég verði að taka undir þetta. Er nokkuð sem bendir til þess að mannskepnan geti nokkurn tímann gert sér raunsanna hugmynd um Guð eða tilveru hans?

Er ekki bara eins gott að ímynda sér hann sem gamlan góðlegan mann með hvítt skegg?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 6.9.2020 kl. 14:57

8 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að þið skoðið allra fyrstu færsluna (þá neðstu á þessari síðu)

að þá gætuð þið fundið svarið við lausninni á lífsgátunni: 

https://www.vetrarbrautin.com/?fbclid=IwAR2Z__ma5B2OhNh0vx0SmId33jP3zphR2wWQPTMX-qE2Z-dZffsNXwiDsNo

Jón Þórhallsson, 6.9.2020 kl. 16:04

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Með miklar krullur í hárinu og stórt kartöflunef sem öllum þyhkir vænt um þar sem annar betri eða snjkallari hefur ekki komið fram ennþá Steini Briem.

Halldór Jónsson, 7.9.2020 kl. 00:22

10 identicon

Með miklar svartar krullur í hárinu og kartöflunef: Maðurinn er greinilega svertingi, Halldór. ER það ekki augljóst?laughing

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 7.9.2020 kl. 07:34

11 Smámynd: halkatla

Aauðvitað eigum við að svívirða það sem öðrum þykir dýrmætast í nafni kærleikans. það er umburðarlyndi. En annars er það góða við þessa mynd að hún neyðir fólk, kirkjunnar fólk sem og aðra sem kalla sig kristna, til að velja hvort að það vill fylgja Jesú Biblíunnar eða þessum nýja Trans-Jesú sem boðar kærleikann og umburðarlyndið aðeins í orði en alls ekki á borði.

halkatla, 7.9.2020 kl. 12:56

12 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ein vinkona mín, sem er kristin, er kynskiptingur. Samband hennar við Guðdóminn er á milli hennar og Guðdómsins. Hún er ein vandaðasta kona sem ég þekki í mínu sveitarfélagi.

Það breytir ekki því að ritningar Eingyðistrúarinnar (Druze, Soroaster, Hebraismi, Judaismi, Kristni, Íslam, ...) hafa ákveðna mótun og ákveðinn vitsmunalegan og tilfinningalegan aga, og veraldlega fágun auk magnaðrar táknfræði.

Það er rétt að allar þessar ritningar hafna "transhúmanisma" og einnig efnislegry kynspillingu - en þær uppáleggja öllum eingyðistrúarmönnum að Vitna, Fyrirgefa og Umbera, því Guð einn dæmir og er einn hæfur til þess.

Þegar skipulögð kirkja er kerfisbundið farin að ýta fólki inn í Marxiskan Transhúmanisma - burtséð hvað hver og einn trúmaður rannsakar og tileinkar sér - þá er það ekki lengur kirkja í eingyðistrúnni, heldur Efnishyggjukirkja Marxísks kommúnismans.

Páfinn er kominn í Marximann og fjöldi annarra trúardeilda um allan heim. Er það ekki tákn um eitthvað?

Guðjón E. Hreinberg, 7.9.2020 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband