Færsluflokkur: Bloggar
8.12.2011 | 08:30
Hver dagur er nýr dagur ...
Það er svo freistandi að fara að hugsa sig frá frostinu og kuldanum - óska sér að vera í fjarlægu landi, á sólarströnd með silfruðum sandi og fagurbláum sjó. -
Í staðinn fyrir að hugsa út á við, langt, langt í burtu, - er upplagt að hugsa inn á við. Þannig virkar hugleiðslan. Við getum farið hvert sem er ef við leiðum hugann, en látum ekki hugann leiða okkur.
Við getum leitt hugann að okkar innra friði, að okkar innri strönd og meira að segja lagst í sólbað og þykku og stóru handklæði, synt í heilandi sjó - fengið upplifunina - og allt gerist þetta hið innra.-
Þetta er m.a. það sem ég er að hjálpa fólki við að finna. Sólina, ströndina og sjóinn - sem er hið innra.
----
Jólin eru líka hið innra, - hátíð ljóss og friðar - er fyrst og fremst hið innra.
Hugsum líka hvað við getum gefið sem ekki kostar, eða kostar lítið. Getum við gefið af tíma okkar, gefið það að segja sögur, gefið það að passa og/eða gefið umhyggju?
Við búum til ákveðna stemningu hið ytra en hún er tilgangslaus ef engin ró kemst í hjartað.
Hið ytra og hið innra verður að vinna saman, - dagurinn í dag kemur gærdeginum ekkert við.
Hvernig jólin í fyrra koma jólunum í ár ekkert við. Pælið í því. Hver dagur er nýr dagur og hver jól eru ný jól. - Það er svo mikilvægt að njóta hvers dags fyrir sig, hverrar stundar og hvers augnabliks.
Það er eins og munurinn á því að gleypa í sig heila plötu af súkkulaði í meðvitundarleysi eða brjóta einn mola frá og leyfa honum bráðna í munni - og NJÓTA.
Þannig er lífið, "Less is more" - Njótum þess litla, þess einfalda. - En gleypum ekki heiminn í meðvitundarleysi.
Njótum hvers dags, sem súkkulaðimola, hverrar stundar - hverrar mínútu - því að stundin er núna. Þannig er þessi margumtalaði máttur núsins. Hann er eins og súkkulaðimoli sem bráðnar í munni.
Þetta þýðir að við megum njóta dagsins í dag, - taka á móti verkefnum dagsins, njóta þess að setjast niður að loknum degi og horfa á kertaljós, hlusta á tónlist, syngja jafnvel.
Við getum gert góða helgistund með sjálfum okkur, og eftir því sem þeim fjölgar verður líf okkar heilagra og hamingjuríkara - allt með sjálfum okkur, í okkur - ekki fjarri okkur.
Leitum ekki langt yfir skammt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.12.2011 | 07:07
Morgunbæn
Eigum fallegan dag
Fjársjóðurinn er innra með okkur
Lífið er okkar, himininn, jörðin, vatnið er okkar og við erum himinn, jörð og vatn
Við erum öll tengd líffræðilega, við erum öll tengd jörðinni efnafræðilega
Við erum öll eitt, eitt með hvert öðru og með jörðu og himni
Eitt með Guði
Uppsprettan er óendanleg
Gefum henni frelsi til að flæða
Hið ytra og hið innra
Leyfum lífsins orku að flæða um okkur
Heila, lækna, frelsa
Upplifum gleðina í hversdeginum
Tökum í hendur okkar sjálfra og segjum "Takk"
Öndum djúpt, hugsum fallegar hugsanir, drekkum meira vatn og lifum hamingjusömu lífi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.12.2011 | 01:10
Sjálfsmynd Vantrúarmanna? ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.12.2011 | 09:02
Ný Þjóðkirkja með allri þjóðinni innanborðs .... útópía
Of eða Van eru varnaðarorð. - Orðin Of eða Van segja í raun það sem þarf að segja. Jafnvægi er líka tákn hins gullna meðalvegar. Meðalvegurinn er bara þrælskemmtilegur og innan hans er hægt að eiga hið farsæla líf sem flestir sækjast eftir.
Innan þessa meðalvegs getum við flippað, verið sorgmædd, glöð, borðað of mikið (stundum) og borðað of lítið (stundum). þegar við erum farin að borða of mikið alltaf er það orðið of. Ef vi borðum ekki, eða sveltum okkur er það auðvitað van.
Dæmi um of og van eru því of - offita eða jafnvel matarfíkn, eða van - vannæring eða jafnvel anorexía.
Þarna erum við komin út fyrir vegarkant á meðalveginum og út fyrir hættumörk. Þarna er ég ekki að tala um þægindamörkin eða þægindarammann, hann rúmast innan hættumarkanna, og ég mæli hiklaust með því að fólk fari reglulega út fyrir þægindamörk sín, þ.e.a.s. geri eitthvað sem er áskorun, horfist í augu við ótta sinn o.s.frv. -
Við þurfum á jafnvægi að halda til að ganga stórslysalaust í gegnum lífið. Of mikið til hægri eða of mikið til vinstri getur orðið okkur að falli. Ofmat/vanmat, offita/vannæring, oftrú/vantrú.
Hugsum um það sem kemur okkur áfram í lífinu, sem hjálpar okkur að ganga bein, jafnfætis öðru fólki, - það liggur m.a. í því að við erum öll jöfn þegar upp er staðið. Fæðumst nakin í heiminn og förum nakin úr heiminum. Það sem við (raunverulega) eigum er innra með okkur. Við þurfum hvorki að svelta okkur né fita, við erum fullkomin í ófullkomleika okkar. Ef við trúum þá trúum við og ef við trúum ekki þá trúum við ekki. Við höfum leyfi til þess, við höfum leyfi til tjáningar að segja sögu okkar, vera við sjálf og segja hvernig við trúum, og lifa trú okkar.
Það þarf að stíga varlega til jarðar hvað börnin varðar. Þau eiga að fá að mynda sínar eigin hugmyndir - fá að upplifa gagnrýna hugsun. Velja fyrir sig. Börnin eru ómótuð, þeim þarf að kenna kærleika með því að vera fyrirmyndir í kærleika, sannleika með því að vera fyrirmyndir í sannleika, þau geta síðan vegið og metið hvaðan sá kærleikur er upp runninn.
Ég styð því tillögur mannréttindaráðs, sem ég held að hafi verið bæði of og vantúlkaðar eftir hver á í hlut. Ég styð að börnum sé gefið Nýja testamentið, en ekki innan grunnskólanna. Ég styð að allir megi fara með Faðir vorið, en enginn sé til þess skyldugur.
Við mannfólkið þurfum að hætta að stríða og finna þess í stað málamiðlanir. Við erum í raun einn líkami, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Öndum að okkur sama loftinu, göngum á sömu jörð.
Við syndum í sömu sundlaug. Svo ef að einn pissar i laugina þá finna allir fyrir því. Hjá því verður ekki komist.
Ég mæli með því að við horfum á það sammannlega, virðum það og þökkum. Röðum okkur í mengi þeirra sem vilja frið, kærleika og virðingu - síðan er hægt að hafa mengi sem skarast - þeirra sem trúa á einn eða annan hátt, með eða án Guðs og svo þeirra sem trúa ekki, á einn eða annan hátt - Slíkt mengi og síðan mengi sem sköruðust, væri hin eina sanna Þjóðkirkja sem væri sem regnhlíf yfir þjóðina. Kirkja þýðir samfélag og þannig væru í rauninni öll þjóðin í þjóðkirkju, peningar sem innheimtast til hennar færu til allra sem störfuðu undir hennar þaki og allra meðlima sem gætu nýtt sér þjónustu hennar. Forréttindi heyrðu sögunni til.
Fyrirgefum og finnum jafnvægið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.12.2011 | 23:32
Orðin "Heilagt" og "stríð" eru andstæður í mínum huga
Á bloggi Kristins Theódórssonar sem hægt er að lesa HÉR, og er frá 11.maí 2011, - fór ég aðeins að skipta mér af umræðunni, þeirri sem tengdust deilum Vantrúar og Bjarna Randvers. Það skal tekið fram að Bjarni Randver er fv. kennari minn, núverandi vinur og félagi í rannsóknarhópnum Deus Ex Cinema, því er mitt álit ekki hlutlaust. Ekki frekar en álit Vantrúarfélaga er ekki hlutlaust í garð þeirra sem þar koma að máli.
Alveg frá því að kæran kom fram hefur líf BRS að miklu leyti snúist um það að hreinsa mannorð sitt og orðspor. Það hefur kostað tíma, vinnu og peninga - og heilmikla orku sem hann hefði örugglega kosið að verja í aðra hluti og við vinir hans hefðum viljað fá að sjá meira af honum, t.d. á Deus Ex Cinema kvöldum, þar sem hann er einn af okkar sérfróðustu mönnum um kvikmyndir. Það hefðu margir bugast við slíkt áhlaup og orðræðu sem hann hefur þurft að taka á móti, en þrautseigja er eitthvað sem er einkennandi fyrir Bjarna, svo að Vantrúarmenn gerðu sér augljóslega enga grein fyrir því að stríðsöxi þeirra yrði að þeim bjúgverpli ("boomerang") sem í raun hefur orðið.
Kannski var þetta "verkefni" þjóðþrifamál? - Í ljós kom að siðanefnd var ekki svo siðuð, í ljós kom að verklag innan HÍ var ekki í lagi. Hljómar voðalega "Ísland í dag" - "Ísland í gær" .. ekki það Ísland sem við viljum á morgun, Hið nýja Ísland.
Eftirfarandi eru yfirlýsingar nemenda sem sátu umrætt námskeið:
Jakob Ævarsson: "Látið það standa að ég er trúlaus guðfræðinemi sem sótti þetta námskeið og styð Bjarna Randver heilshugar í þessu máli. Ég hef aldrei fundið til þess að hann hafi gert lítið úr þeirri afstöðu minni eða annarra enda fyrst og fremst vandaður fræðimaður" - (tekið af Facebook)
Aðalheiður M. Steindórsdóttir: "Ég sat þetta námskeið líka og er þjóðfræðinemi við HÍ. Bjarni var fyrst og fremst fræðimaður í þessu námskeiði og fór mjög hlutlaust í öll efni námskeiðsins. Hann kvatti nemendur til þess að hugsa sjálfstætt og mynda sínar eigin hugmyndir hvað varðaði hvert og eitt málefni. Hann benti á opinber gögn og vefsíður sem hver og einn gat lesið og dregið sínar ályktanir af því. Hann er einn af þeim fáu sem ég þekki sem er afskaplega hlutlaus og fer mjög málefnalega í hvert efni fyrir sig." (Tekið af Facebook)
----
Úr umfjölluninni í Morgunblaðinu:
"Matthías Ásgeirsson er einn stofnenda Vantrúar og fyrrverandi formaður þess. Hann viðurkennir að stundum skrifi þeir og tali harkalega. En það hafi verið meira um það áður fyrr. Þegar honum er bent á skrif Þórðar Ingvarssonar, sem er núverandi ritstjóri vefsíðu Vantrúar, um fyrrverandi biskup Íslands, Sigurbjörn Einarsson, þá segist Matthías sammála því að þar sé farið yfir strikið en bendir á að hún hafi ekki fengist birt á síðu Vantrúar. Þórður birti þetta á eigin bloggsíðu og við ráðum því ekki hvað fólk gerir á eigin bloggi, það er ekki í nafni Vantrúar."
------
Þegar ég benti Þórði á í athugasemd á bloggi Kristins, sagði hann í fyrstu að hann skammaðist sín ekki fyrir skrifin, en má þó eiga það að hann sá að sér og fjarlægði bloggið, því hann vildi ekki að fólk áliti að þetta væri það eina sem hann hefði skrifað. - Það gerði hann sem sagt 11. maí 2011. Þessi skrif voru með því viðbjóðslegasta sem ég hef lesið - en hægt er að lesa upphafið á greininni í þeirri grein sem ég er að blogga við.
Opinberlega kaus Matthías (en Þórður hafði fengið lánaða mynd af Sigurbirni hjá honum) að skrifa án nokkurrar gagnrýni á Þórð í athugasemd nr. 2. við níðinn um hinn látna mann :
(Hér eru viðbrögðin við grein þórðar - feitletrun er mín)
8 Comments
- Lalli wrote:
Vá, þetta var einhver sú grófasta bloggfærsla sem ég hef séð, held ég bara. Nú verður einhver kærður
fimmtudagur, september 24, 2009 at 05:57 | Permalink - Matti wrote:
Þú ert í klíkunni og mátt alltaf nota myndir frá mér
Ég hef ekki enn séð nokkuð gáfulegt eftir gamla biskupinn. Hef séð óskaplega mikið moð.
fimmtudagur, september 24, 2009 at 08:40 | Permalink - baldur wrote:
sjúkt..en engu að síður fyndið sem er jú aðalatriðið..
fimmtudagur, september 24, 2009 at 16:16 | Permalink - Þórður Ingvarsson wrote:
Maður bara spyr sig hvað krists- og krossmenn hefðu nú sagt ef þetta hefði verið skrifað og birt einhverstaðar í fyrra á sama eða svipuðum tíma, maður spyr sig sérstaklega þar sem sumt fólk er enn að syrgja þjóðþekktan einstakling sem féll frá fyrir rúmum mánuði síðan.
fimmtudagur, september 24, 2009 at 18:22 | Permalink - Eyþór wrote:
Skondinn skítur. En myndi samt leita þig uppi og berja þig ef að þetta hefði verið farðir minn, sem að þetta var heppilega ekki.
sunnudagur, september 27, 2009 at 18:03 | Permalink - Þórður Ingvarsson wrote:
Hjúsket.
sunnudagur, september 27, 2009 at 23:20 | Permalink - Unnar wrote:
Flott færsla, ánægður með þetta.
laugardagur, september 11, 2010 at 13:18 | Permalink - Þórður Ingvarsson wrote:
Þakka þér.
mánudagur, september 13, 2010 at 02:14 | Permalink
Það skal tekið fram að Matthías sagði síðar, að Þórður hefði verið gagnrýndur á innra spjalli Vantrúar, - því sem ég hef ekki aðgang að, en tek orð hans fyrir það.
- Það má síðan spyrja sig hvaðan Þórður fær þessa fyrirmynd í skrifum sínum, - hvort að ekki skipti t.d. máli það sem Helgi Hóseason heitinn skrifaði um látna einstaklinga? Var ekki ein glæran sem birti þau skrif? -
--
Ég efast ekki um að ef að Vantrúarmenn hefðu í alvöru viljað koma sínum áherslum á framfæri við Bjarna þá hefði ég haldið að stysta leiðin hefði verið að fá fund með honum og ræða áhyggjur sínar. -
"Heilagt stríð", einelti, svívirðingar eða ákæra er varla leið þeirra sáttfúsu manna sem Vantrúarmenn segjast vera eða hvað?
![]() |
Heilagt stríð Vantrúar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 5.12.2011 kl. 07:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
2.12.2011 | 01:11
TANGO ... fátt er kynþokkafyllra
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.12.2011 | 08:04
JÓLIN SNÚAST UM FÓLK ... þig og mig
"Jólin eru hátíð ljóss og friðar" - "Jólin eru hátíð fjölskyldunnar" - "Jólin eru fagnaðarhátíð frelsarans" ..
Það má segja margt um jólin, - við Íslendingar höfum flest haldið þau hátíðleg vegna sögunnar sem er þar á bak við, sögunnar um fæðingu jólabarnsins. Það má alveg fær rök fyrir heiðnum hátíðum og þannig fram eftir götum, en það breytir ekki sögunni. Þ.e.a.s. við; ég og þú erum flest alin upp við okkar sögu, ekki heiðna hátíð í fyrndinni. - Og þó að einhver hafi kastað trúnni, þá er allt í lagi að halda hefðina og upplifa "hátíð ljóss og friðar" ...
Jólastemmingin er komin í loftið, jólaseríur, aðventukransar, jólatónleikar, jólabækurnar, smákökubakstur, laufabrauð, hangikjöt, skata, á afðfangadagskvöld .... allt kemur þetta, - já og svo hamborgarhryggur, rjúpur.... messan á RUV .. matur, ljósaseríur, skraut ... kórsöngur ..
Vegna alls þessa, vegna hefðarinnar, vegna þess að flestir eiga miklar tengingar og minningar við jól fyrri ára verður desember oft blandinn tilhlökkun og kvíða. -
Fólk er mismunandi statt á skalanum frá kvíða til eftirvæntingar - Margir geta, sem betur fer, stillt sér mjög nálægt hápunktinum í eftirvæntingu, en aðrir eru ca. á miðjunni og enn aðrir eru nær einungis í kvíðapakkanum.
Það er fólk sem hefur e.t.v. misst á árinu - og er að upplifa fyrstu jólin án pabba, án mömmu, án dóttur, án sonar, án afa, án ömmu, án systur, án bróður - án frænku, án frænda, án vinkonu eða án vinar. -
Þessi missir er oft vegna dauðsfalls, en kannski vegna skilnaðar ... kannski vegna ósættis .. það er missir, þegar tenging rofnar.
Það getur líka verið fólk sem kvíðir jólunum vegna þess að aðili í fjölskyldunni er fíkill, alkóhólisti eða veikur að öðru leyti - og þá grúfir óvissan yfir. "Hvernig verður hann/hún um jólin?" ..
Þegar tilfinningar koma yfir er líklegra að fíknir herji á - fíkn til að forðast þessar tilfinningar, deyfa, flýja eða afneita. - Vinnufíkillinn gæti jafnvel orðið órólegur - því hann þarf að setjast niður í ró og næði og upplifa sínar tilfinningar. -
Notum tækifærið og hleypum jólabarninu að, barninu í sjálfum okkur - þessu heilaga. Virðum tilfinningar barnsins, og í stað þess að deyfa þær er gott að umvefja þær í kærleika, ljós og gleði.
Allt tengist þetta tengingum okkar við annað fólk. Sambandi okkar - því eins og ég las svo fallegt einhvers staðar "ÉG ER VEGNA ÞESS AÐ ÞÚ ERT" ... og "WE ARE ALL WIRED FOR LOVE AND BELONGING" (Brené Brown) .. Við þurfum öll að upplifa kærleika og það að tilheyra
Sagan af Palla sem var einn í heiminum, með þær allsnægtir sem heimurinn hafði upp á að bjóða er ein besta dæmisagan um mikilvægi þess að upplifa með öðrum.
Það er allt gott í hófi, - við þurfum líka "Me time" - eða okkar tíma fyrir frið og ró, tíma til að umvefja okkur sjálf með kærleika og ást, - en við erum ekki gerð til að vera ein til langs tíma. Við erum hluti af heild.
Jólin kalla fram tilfinningar sem geta verið sárar. Þær geta kallað fram söknuð, kvíða, ótta, erfiðar minningar frá æsku, tilfinningar um ofbeldi, alkóhólisma, óvissu - tilfinningar um söknuð, en auðvitað líka tilfinningar gleði og góðra minninga.
Það er gott að upphefja góðu minningarnar um jólin, upphefja þakklætið fyrir það sem ER og það sem við eigum þrátt fyrir allt og allt.
Öll eigum við eitthvað að gefa. Við höfum tækifæri á að gefa börnunum okkar, barnabörnunum, vinunum, fjölskyldunni hluta af okkur, - gefa þeim og sjálfum okkur, - það að vera allsgáð og með fullri meðvitund um jólin. -
Við getum gefið okkur þá gjöf að segja öðrum sögu okkar, deila tilfinningum, veita vináttu og þiggja vináttu.
Einu sinni var ég beðin um að koma í VÍS og flytja jólahugvekju, - þar sá ég að einkennisorð þeirra voru "Tryggingar snúast um fólk" - og gat því endað hugvekjuna á þessu:
"JÓLIN SNÚAST UM FÓLK"
Í morgun færði Kristján Hreinsson okkur Fésbókarvinum dýrðlega gjöf, - sem ég ætla að deila áfram hér, en það er áskorun til okkar:
ÁSKORUN TIL OKKAR
Fólk hungrar meira eftir ást og hlýju
en öllum mat sem fer á heimsins borð
og hjörtu manna þrá það nú að nýju
... að næri hugann ljúf og fögur orð.
Við viljum losna undan allri byrði
og okkar sálir hljóta nú að sjá
að lítill koss er miklu meira virði
en milljón vopn sem hjörtu skaðað fá.
Á meðan sumir öðlast enga gleði
og allslaust fólk í þessum heimi kvelst
þá eigum við með sátt og glöðu geði
að gefa það sem hjörtun skortir helst.
Kristján Hreinsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.11.2011 | 08:27
"GUÐ, GUÐ, GUÐ .... Passaðu mig! ..
Fyrst er það fagnaðarerindið: Það er EKKI bannað að fara með Faðir vorið! .. - fréttin er byggð á misskilningi.
Fréttin um bann við Faðir vorinu hefur valdið titringi, sumir fagna og aðrir syrgja, en tjáningarfrelsi hefur ekki verið afnumið í landinu.
Það að það sé bannað að láta börn fara með bænir, eða ætlast til að þau fylgi í bænahaldi er mjög ólíkt því að þeim sé bannað að biðja bænir.
Svona fréttaflutningur/ misskilningur leiðir bara til sundrungar, en auðvitað erum við öll í sama "liðinu" .. liði mennskunnar, liðinu sem vill frið og kærleika.
Pétur Björgvin Þorsteinsson skrifaði eftirfarandi á Facebook síðu sína, eitthvað sem við mörg ættum að hlusta á:
Pétur Björgvin Thorsteinsson ég á mér þá ósk að við sem störfum í þjóðkirkjunni lærum að:
a) hætta að beita rökunum "af því að við erum í meirihluta þá ..."
b) halda okkur á málefnalegum nótum í stað þess að setja fram rangar fullyrðingar
c) leita samstarfs sem víðast í samfélaginu í stað þess að segja sífellt fleiri aðilum í þjóðfélaginu stríð á hendur
d) átta okkur á því að okkar trú eða trúfélag er á engan hátt merkilegra eða mikilvægara heldur en trú / trúfélög samborgara okkar
e) skilja muninn á "fræðslu um trú" og "fræðslu í trú" og þar með að allt sem er hluti skólastarfs er fræðsla um trú
f) þjóna betur því fólki sem vill fá einbeittari fræðslu frá kirkjunni með því að stofna okkar eigin skóla og leikskóla - svo fólk hafi val
g) lið var síðan bætt við í athugasemd, sem PB tók undir en hann hljóðar svona:
g)virðum rétt þeirra sem kjósa að standa utan trúfélaga til sjálfsákvörðunarréttar
Ath! - það er mikilvægt að vera ekki hrokafull, - trúna/Guð/Jesú tekur engin/n frá okkur, og engin/n getur bannað okkur að biðja.
Það hefur hvert og eitt foreldri val um að kenna barni sínu Faðir vorið, - það er einnig hluti af menningarsögu okkar, og ég teldi til dæmis rétt að börn þekktu þessa bæn og uppruna hennar, án tillits til þess hvort þau séu að biðja eða ekki.
Þrátt fyrir mína sterku trú alla tíð, þá var Faðir vorið ekki mín bernskubæn, heldur aðrar bænir eins og "Vertu Guð faðir" - og "Vertu nú yfir og allt um kring" .. og svo signdi ég mig á hverju kvöldi, - þetta lærði ég hjá pabba mínum og viðurkenni að ég hafði alltaf mikinn trúarþorsta og hef enn í dag ;-) Trú mín hefur þó breyst, - kannski þroskast - en í öllu falli orðin sterkari.
Faðir vorið er gífurlega sterkt og er í raun fullorðinsbæn, því hún er býsna flókin fyrir börn að skilja, eins og fram hefur komið í margs konar misskilningi eins og "það er vor" - "setja ost í frysti" - skuldunautin voru einhver dýr o.s.frv. ..
Það sem ég hafði mest gaman af þegar ég var leiðtogi í barnastarfi, sunnudagaskóla, fermingarfræðslu o.fl. var að leyfa börnunum biðja frá eigin brjósti, eða semja eigin trúarjátningar.
(Verð að játa að utanbókarlærdómur á bænum og játningum hefur aldrei verið minn tebolli).
Lítil sjö ára stelpa (man enn nafn hennar) spurði "má ég alveg sjálf?" .. og ég held ég hafi sjaldan eða aldrei orðið vitni að eins mikilli einlægni í bæn og þegar sú stutta laut höfði og sagði:
"Guð, Guð, Guð, - passaðu mig! -
![]() |
Bannað að fara með faðirvorið á aðventu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.11.2011 | 01:00
Jónas Jónasson og Gunnar Dal .. mjög áhugaverður kvöldgestaþáttur ..
Verð að deila þessum áhugaverða þætti sem víðast - frá þessum spekingum sem hafa nú eru horfnir í aðrar víddir.
Sérstaklega áhugavert það sem talað er um virðingu fyrir öldungunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2011 | 09:16
MEMORY
Vaknaði með mynd í höfðinu af bíótjaldi - þar sem stóð eitt orð:
MEMORY - en minnið er fullt af bæði góðum hlutum og vondum (vírusum jafnvel). - Það er oft búið að "hlaða inn" svo mikilli vitleysu og ranghugmyndum um okkur sjálf, að það hindrar framgang okkar í dag.
- Jill Bolte Taylor, heilasérfræðingur sem var svo "heppin" að fá heilablóðfall og greina það. Sagði svo vel frá tilfinningunni að vera laus við "37 years of emotional baggage" - þannig að hún í raun upplifði alsælu - alsælan er að ná að vera í NÚINU - ekki láta neikvæðan farangur sliga sig þannig að við náum ekki árangri í því sem við erum að taka okkur fyrir hendur í dag. - En til þess þurfum við að sortéra það sem kemur okkur áfram, eða til sjálfra okkar, frá því sem heldur aftur af okkur - eða verður til þess að við fjarlægjumst okkur sjálf.
Það eru til ýmar aðferðir við að "deleta" eða losna við byrði neikvæðra hugsana og hugmynda sem eru eins og hrúðurkarlar utan á perlu. Því öll erum við í raun perlur. Perlan nær bara ekki að skína þegar of miklu er hlaðið utan á hana.
Það þarf að skrapa þessa hrúðurkarla í burtu með því að átta sig á því hvaðan þeir koma, hverjir þeir eru, - og átta sig á því að þeir eru ekki þú.
Hið ytra er nefnilega ekki þú.
Hrúðurkarlarnir eru myndaðir af skömm, ótta, efa, (sjálfs)hatri, afneitun, vantrausti o.s.frv.
Afeitrunin felst í því að elska, virða, samþykkja og fyrirgefa sér... NÚNA
Ef við höfum gert eitthvað á okkar eigin hlut, eða aðrir hafa gert á okkar hlut - þá fyrirgefa sér og fyrirgefa öðrum, - því að eini aðilinn sem situr uppi með það erum við sjálf ... hrúðurkarlana, vírusana, eitrið - eða hvaða myndlíkingu sem við viljum nota ..
Ein stærsta spurningin sem hefur komið upp í námskeiðunum mínum "Í kjörþyngd með meðvitund og kærleika" - er þessi
"Af hverju geri ég ekki það sem ég veit að er mér fyrir bestu og það sem ég vil gera?" ...
Af hverju virkar frjáls vilji ekki? -
Getur það verið vegna gamallrar skammar? Er einhver rödd úr fortíðinni sem hvíslar að þér: "Þú getur þetta aldrei, svo gefstu bara upp" .. - Þú ert búin að reyna þetta svo oft, af hverju ætti þetta að ganga núna?" ...
Miðað við spurninguna að ofan, þá spretta nýjar spurningar:
Af hverju vinnur vitið og viljinn ekki saman?
Vil ég þetta raunverulega eða vil ég viðhalda núverandi ástandi þrátt fyrir að vera ósátt við það?
Er hægt að lækka í "röddinni" sem er neikvæð og fara að stilla inn á aðra bylgjulengd hins jákvæða?
ER HÆGT AÐ FARA AÐ ELSKA SIG NÚNA? ... eða er minnið/sagan að trufla? ..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)