"GUÐ, GUÐ, GUÐ .... Passaðu mig! ..

Fyrst er það fagnaðarerindið:   Það er EKKI bannað að fara með Faðir vorið! .. - fréttin er byggð á misskilningi. 

Fréttin um bann við Faðir vorinu hefur valdið titringi, sumir fagna og aðrir syrgja, en  tjáningarfrelsi hefur ekki verið afnumið í landinu.

Það að það sé bannað að láta börn fara með bænir, eða ætlast til að þau fylgi í bænahaldi er mjög ólíkt því að þeim sé bannað að biðja bænir. 

Svona fréttaflutningur/ misskilningur leiðir bara til sundrungar,  en auðvitað erum við öll í sama "liðinu" .. liði mennskunnar, liðinu sem vill frið og kærleika. 

Pétur Björgvin Þorsteinsson skrifaði eftirfarandi á Facebook síðu sína, eitthvað sem við mörg ættum að hlusta á: 

Pétur Björgvin Thorsteinsson ég á mér þá ósk að við sem störfum í þjóðkirkjunni lærum að:
a) hætta að beita rökunum "af því að við erum í meirihluta þá ..."
b) halda okkur á málefnalegum nótum í stað þess að setja fram rangar fullyrðingar
c) leita samstarfs sem víðast í samfélaginu í stað þess að segja sífellt fleiri aðilum í þjóðfélaginu stríð á hendur
d) átta okkur á því að okkar trú eða trúfélag er á engan hátt merkilegra eða mikilvægara heldur en trú / trúfélög samborgara okkar
e) skilja muninn á "fræðslu um trú" og "fræðslu í trú" og þar með að allt sem er hluti skólastarfs er fræðsla um trú
f) þjóna betur því fólki sem vill fá einbeittari fræðslu frá kirkjunni með því að stofna okkar eigin skóla og leikskóla - svo fólk hafi val

g) lið var síðan bætt við í athugasemd, sem PB tók undir en hann hljóðar svona: 

g)virðum rétt þeirra sem kjósa að standa utan trúfélaga til sjálfsákvörðunarréttar  

Ath! - það er mikilvægt að vera ekki hrokafull, - trúna/Guð/Jesú tekur engin/n frá okkur, og engin/n getur bannað okkur að biðja.

Það hefur hvert og eitt foreldri val um að kenna barni sínu Faðir vorið, - það er einnig hluti af menningarsögu okkar,  og ég teldi til dæmis rétt að börn þekktu þessa bæn og uppruna hennar,  án tillits til þess hvort þau séu að biðja eða ekki. 

Þrátt fyrir mína sterku trú alla tíð, þá var Faðir vorið ekki mín bernskubæn, heldur aðrar bænir eins og "Vertu Guð faðir" - og "Vertu nú yfir og allt um kring" .. og svo signdi ég mig á hverju kvöldi, - þetta lærði ég hjá pabba mínum og viðurkenni að ég hafði alltaf mikinn trúarþorsta og hef enn í dag ;-) Trú mín hefur þó breyst, - kannski þroskast - en í öllu falli orðin sterkari. 

Faðir vorið er gífurlega sterkt og er í raun fullorðinsbæn,  því hún er býsna flókin fyrir börn að skilja, eins og fram hefur komið í margs konar misskilningi eins og "það er vor" - "setja ost í frysti" - skuldunautin voru einhver dýr o.s.frv. .. 

Það sem ég hafði mest gaman af þegar ég var leiðtogi í barnastarfi, sunnudagaskóla, fermingarfræðslu o.fl. var að leyfa börnunum biðja frá eigin brjósti, eða semja eigin trúarjátningar. 

(Verð að játa að utanbókarlærdómur á bænum og játningum hefur aldrei verið minn tebolli). 

Lítil sjö ára stelpa (man enn nafn hennar)  spurði "má ég alveg sjálf?" .. og ég held ég hafi sjaldan eða aldrei orðið vitni að eins mikilli einlægni í bæn og þegar sú stutta laut höfði og sagði: 

"Guð, Guð, Guð, - passaðu mig! - 

 


mbl.is Bannað að fara með faðirvorið á aðventu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Í framhaldi af þessu - Food for thought: 
 
“If the only prayer you said in your whole life was, "thank you," that would suffice.”
― Eckhart Tolle - 

Jóhanna Magnúsdóttir, 30.11.2011 kl. 09:20

2 Smámynd: Laufey B Waage

Ég segi sama, það eru margar bænir sem ég held meira upp á en Faðirvorið. Bæði samdar af öðrum, sjálfri mér - og spontant. En Faðirvorið er dýrmætt engu að síður.

Góður stadus PBÞ sem þú bendir á. Ég hjó sérstaklega eftir tveimur atriðum: a) Trú hefur ósköp lítið með rök að gera, trú er fyrst og fremst persónulegt val. f) frábær hugmynd að stofna fleiri skóla (reyndar held ég að bönn borgaryfirvalda nái líka til einkarekinna skóla sem borgin styrkir).

Laufey B Waage, 30.11.2011 kl. 10:30

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott að þessi mál komust á hreint, ég var alveg hætt að skilja þetta. Ég nota mikið bænir þær róa mig þegar erfitt er og eru þægilegar í huga hvenær sem er.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.11.2011 kl. 11:43

4 identicon

Þakka þér fyrir þennan pistil. Það er mér mikils virði að sjá skrif fólks innan þjóðkirkjunnar sem er tilbúið til að fallast á að að skoðanir og trúr annarra séu jafn mikilvægar þeirra trú. Það gleður mig að lesa skrif aðila sem er sammála því að menntastofnanir eigi að vera hlutlausar í kennslu og leyfa börnunum sjálfum að móta sínar lífsskoðanir.

Takk fyrir :)

Dagbjartur G. Lúðvíksson (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 15:17

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk Laufey, - við höfum lengi verið á sömu línu og ég var svo fegin að sjá hvernig PBÞ yrti þetta á einfaldan og hrokalausan máta - beint af friðarstóli og mega margir taka hann sér til fyrirmyndar, bæði innan kirkju og utan ;-) ..

Jóhanna Magnúsdóttir, 30.11.2011 kl. 16:20

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ásdís, já - hlutirnir vilja oft misskiljast og ég held að Gísli og Margrét hafi útskýrt þá ágætlega í Kastljósi í gærkvöldi.  Bænin er góð, og einmitt þakkarbænin ekki síst.  Þ.e.a.s. að þakka fyrir það sem kemur til okkar í hversdeginum ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 30.11.2011 kl. 16:22

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sæll Dagbjartur, - það er sem betur fer fullt af fólki innan þjóðkirkjunnar sem flokkar sig alls ekkert sem æðra/betra o.s.frv.  þó að aðeins sum tjái sig þannig skriflega eins og Pétur Björgvin gerir hér.

Ég verð að játa að ég fór í fýlu út í biskupinn fyrir þó nokkru síðan og skráði mig úr þjóðkirkjunni fyrir meira en ári síðan, - en mér þykir alltaf svakalag vænt um hana og læt biskupskjörið næsta svolítið skera úr hvort ég skrái mig í hana aftur.  Finnst þurfa gífurlega "siðbót" þar innan dyra og þá sérstaklega í stjórnsýslunni, þó margt sé vel gert þarf sömu tiltekt þarna og innan annarra stofnana.  Meira jafnrétti og heiðarleika. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 30.11.2011 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband