Færsluflokkur: Bloggar

Þakka fyrir lífið ...

amma_me_barnabornin.jpg

Nú er amma Jóga orðin 50 ára, - skrítið.  

Þessi mynd er tekin í september sl. í kringum afmæli Evu Lindar, dóttur minnar sem varð 30 ára, - en þá komu þau litla fjölskyldan heim frá Danmörku svo hægt var að mynda ömmu með barnabörnin sín þrjú, Evu Rós (1 árs) Ísak Mána (7 ára) og Elisabeth Mai (2 ára) .. að ógleymdum Simba ofurhundi (3 ára) sem telur sig til barnabarnanna.

 Kissing 

 

 

 

Ég Þakka fyrir líf mitt, fólkið mitt, vini og ættingja og alla sem hafa átt þátt í þroska mínum, - líka samræðu- og rökræðufélaga á bloggi ;-) - þakka  allt það góða sem mér hefur verið gefið.

Það er svo margt sem ég hef lært .. og eitt af því er að þakka fyrir hversdaginn, hugsa hvað ég á og hef í stað þess að hugsa hvað ég hef ekki. 

Ég horfi inn í fataskápinn minn og hugsa ekki: "Oh ég hef ekkert að fara í" .. heldur "Vá, ég á allt þetta til að fara í" ..   

Af hverju breytist þetta? - Það er þegar við förum að upplifa lífsfyllingu innan frá, lífsfyllingu í náttúrunni, samveru við fólk og dýr (verð að bæta dýr við, þar sem Simbi liggur svo makindalega á fótunum mínum hér í sófanum) .. Smile

Mér skilst á öllum þeim sem hafa náð 50 ára aldrinum að lífið sé rétt að byrja, svo ég hlakka bara til! 


Formennska eða forkvenska ..

Það er þungur róðurinn hvað varðar aðkomu kvenna í leiðtogastöður.   Kirkjan er nýbúin að kjósa sér karl til formennsku (vígslubiskup) þrátt fyrir fagra jafnréttisáætlun. 

Nú er Sjálfstæðisflokkurinn búinn að kjósa mann til formennsku.

Steinaldarmenn hvað? .. 

fred-flintstone.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Úr skrifum Arnfríðar Guðmundsdóttur, sem skrifaði greinina: "Af hverju konu í Skálholt"  

"Kona í biskupsembætti gefur þau skilaboð að kirkjan meti hæfileika og reynslu kvenna til jafns við karla. Slík skilaboð eru mikilvæg, ekki síst til dætra okkar sem horfa til kirkjunnar í leit að fyrirmyndum og leiðsögn."


mbl.is Bjarni sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira um sálm 23 - Dauðans skugga dalur .. og Dauðinn í Tarot

Ég skrifaði svolítið um túlkun mína á Davíðssálmi 23, sem er þekktur undir heitinu "Drottinn er minn hirðir" -   Þar er talað um dimman dal, en það er aðeins ein þýðingarmyndin - önnur er "Dauðans skugga dal" ... 

Þar má túlka lífið sem "Dauðans skugga dal"  því við lifum í skugga dauðans, þar sem allir koma til með að deyja einn daginn (að vísu til að uppgötva að það er enginn dauði - að vísu líkamlegur en ekki andlegur, en það er auðvitað mín tilfinningin en ekki allra, talað er um "dýrðarlíkama" í Biblíunni - það er eins "holdlegt" og hægt er að sjá holdlega upprisu fyrir sér). 

Það er líka nafnið á veginum milli Jerúsalem og Jeríkó þar sem miskunnsami Samverjinn hjálpaði manninum sem lá við vegarkantinn, en presturinn og Levítinn höfðu gengið framhjá vegna "siðprýðis" þeirra. - Þetta var krókóttur vegur, sem fjárhirðar þurftu að fara eftir með sauðféð, en á leiðinni voru hellar sem fólk faldi sig í og stal sauðfé. 

Sálmurinn er því væntanlega skrifaður með þá myndlíkingu í huga, Guð sem er alltaf nærri. 

Jörðin er því dauðans skugga dalur, - hættulegur staður að vera á því dauðinn er yfirvofandi.  En sálmurinn er hvatning til að óttast ekki, þrátt fyrir þessar aðstæður. 

Ef við værum sífellt að hugsa um dauðann - værum við kvíðin og óttaslegin. Lifðum á valdi óttans. 

værum að upplifa sorg morgundagsins, eða jafnvel dagsins sem kemur eftir 20, 40, 60 ár - eitthvað sem við vitum ekki.  

Kannski er það óvissan sem fólk óttast mest.  

Svarið við þessu er traust og trú.   

Traust á lífið, traust á sjálfan sig, traust á ...  

 .......

Fyrir þá sem hafa gaman að því að pæla í Tarot spilum - þá má sjá þessa útgáfu af Dauða spilinu, sem er í raun táknmynd fyrir siðbót Lúters ;-) .. 

Vinstra megin kemur dauðinn ríðandi á hvítum hesti, - berandi fána með Lútersrósinni, - ný dögun í fjarska, sólarupprás.  (hægri myndin er af Lútersrós).  Spilið er númer XIII  eða 13, sem margir líta á sem óheillatölu, en aðrir sem heillatölu. Ég hef alltaf tileinkað mér hana sem heillatölu ;-) .. heyrði föðurömmu mína einu sinni vera að ræða það að það væri heillatala hennar og afa, og þau voru í voða miklu uppáhaldi hjá mér. 

Dauðaspilið táknar því næstum ekki alltaf dauða, heldur aðeins táknrænan dauða, eða breytingu til góðs. Siðbreytingu í tilfelli Lúterskunnar.   Kannski kominn tími til að teikna nýtt spil fyrir breytinguna sem nú er að eiga sér stað á andlega sviðinu, menn eru að vakna til meðvitundar,  frá miklu meðvitundarleysi.  

(Að vísu er þetta spil (eða stokkurinn sem það er tekið frá) aðeins ein útgáfan, - þær eru fjölmargar, en fer kannski út í það síðar, söguna og mystíkina).  Margir telja þessi spil vond eða ill, en engin spil eru vond í sjálfu sér, - sá veldur er á heldur.  Flestir eru forvitnir að fá spilaspá. Wink

 maj13.jpg

 

lutersk_ros.jpg 


..... Sjáðu ljósið .....

 

"Ignite ..... " 

 


Fjallkonan bjartsýna og svartsýna ..

temperance.jpgÞegar að sveiflan milli bjartsýni og svartsýni er komin yfir hættumörk þá má líkja því mið manísk - depressive einkenni. 

Temperance Tarot spilið er almennt túlkað sem spil jafnvægis og sáttar hreinsunar og heilunar.  Jafnvægi elementanna jarðar, elds, lofts og vatns. 

Það getur þýtt að það þurfi að skoða vel andstæða póla líkama, huga og sálar. Eru árekstrar í gangi? 

Ef við snúum þessu upp á þjóðarlíkamann, eða fjallkonuna.  Þá er nokkuð pottþétt að innra með henni eru að takast á ýmis öfl. 

Langtíma og ýkt ójafnvægi myndar vanlíðan. -  Fjallkonan verður ýmist hífandi  ýkt glöð  eða fer niður í holu vegna svartsýni, - sér ekki fram á vegnn. 

Fjallkonan er alveg í rugli, vegna þessa innri konflikta, þar sem frumurnar innra með henni skipa sér í fylkingar með og á móti - starfa ekki saman.  Þannig skapast mikið ójafnvægi. 

Fjallkonan hefur misst fótana - hana vantar sjálfstraustið.  Hún veit að eina leiðin til að komast til sjálfrar sín er að skoða fortíð sína, viðurkenna mistök sín, fyrirgefa sér þau og síðan sortera út það sem hún getur notað og henda hinu.  

Svo þegar því er lokið, er hægt að halda áfram. 

Hún þarf að setja sér framtíðarmarkmið, og fara að trúa á þau. - Tileinka sér jákvæðni og góða siði.  Þannig gæti e.t.v. það sem er innra með henni, frumuklasarnir farið að stunda samvinnu en ekki samkeppni.  

Hvernig við ætlum að láta það ganga upp að hafa flokkakerfi  er mér um megn að skilja. Flokkarnir takast á,  eða fólk úr mismunandi flokkum og svo er tekist á innan flokkanna. -   Ég skrifaði grein um það kerfi sem ég teldi að við þyrftum að setja á.  Hana má lesa HÉR.  Sá það sem leið til að fara úr gömlum farvegi í nýjan.  Eina stjórn eða stýrihóp sem stjórnaði Íslandi, - setti fram framtíðarmarkmið sem væri hægt að stefna að, en stefnulaus þjóð stefnir ekkert.  Vafaatriði yrði að leysa með þjóðaratkvæði. -  E.t.v. er stefna í gangi, en stefna sem margir eru ósáttir við og fjallkonan kemst hvorki lönd né strönd þegar að svona margir hanga í pilsfaldinum og reyna að stöðva hana. 

Þungi samfélagsins er gífurlegur, samfélagið, ekki bara á Íslandi heldur heiminum öllum er mjög veikt.  

Sá sem er að keppast við að komast í kjörþyngd þarf að sortéra út úr mataræði sínu það sem honum er óhollt og gerir hann veikan og stundum of þungan til að bera eigin líkama.  Það þýðir ekki að taka ofstjórn á líkamanum, því að það er uppskrift að svelti sem getur þróast út í anorexíu. 

Fjallkonan þarf að komast í andlega, líkamlega og sálarlega kjörþyngd. 

Það er gert með hófsemi, hugrekki og heilindum

Þar sem við erum öll frumur í þessum þjóðarlíkama þurfum við að sjálfsögðu, hvert og eitt okkar að leggja hönd á plóginn, - við gerum það helst með að taka til hjá sjálfum okkur, en svo í samstarfi við hvert annað.  Allir eiga sögu, söguna verður að segja upphátt og við að koma til dyranna eins og við erum klædd. 

Vera við orginal sjálf og fjallkonan kemst til uppruna síns og sáttar.  

Hreinsum og heilum og tökum við hreinsun og heilun. 

 


mbl.is Sveiflast milli bjartsýni og svartsýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjar eru þínar (innri) hindranir og hvaðan koma þær?

"Every child is an artist. The

problem is how to remain an artist

once we grow up."

      Pablo Picasso

Hver er munurinn á barni og okkur sem fullorðnum?

Takmarkanir, stíflur, hindranir .. 

... Þessar hindranir hafa kostað okkur drauma, peninga, ást, .....

Hvað hindrar þig? .. hverjar eru þínar innri stíflur? .. viðnámið þitt?

Hvað gerðist með barnið? - Þegar við erum stödd inni í herbergi rekumst við fljótt á hindranir, - það þarf oft aðeins að taka nokkur skref, horfa upp,  og þá sjáum við endalaust .. 

Verð með hugleiðslunámskeið fyrir jólin, þar sem fólk fær að upplifa hvaðan hindranirnar koma og læra aðferðir við að losa um þær -  

Það þarf oft kyrrð til að losa sig við hindranir .. taka nokkur skref .. upp á 3. hæð í Síðumúla 13. setjast niður í kyrrðinni og finna jólabarnið innra með sér - kveikja á innra ljósi og leyfa sér að skína. 

Ert þú að leyfa þér að skína? .. 

arms-open-to-sky_1133_1024x768.jpg


Tæki og nesti fyrir lífið ... fyrir unga fólkið

Námskeiðið "Lausn unga fólksins" - hefur nú skroppið saman í örnámskeið, eins dags námskeið - og fer fram sunnudag 13. nóvember kl. 13:00-16:00, Síðumúla 13, 3. hæð. 

Aldurinn hefur aftur á móti teygst og bjóðum við velkomið ungt fólk á aldrinum 13-18 ára. Framkoma, tjáning, sjálfstyrking, markmiðasetning (ágætis vitamínsprauta fyrir próf). - Verð 3.400.- krónur, skráning og nánari upplýsingar hjá johanna@lausnin.is 

Svona hljómar nú auglýsingin, - og ég er hissa hvað fáir hafa nýtt sér, - svo endilega ef þið vitið af einhverjum ungum sem vantar smá pepp inn í lífið, - segið þeim að koma í Síðumúlann í dag kl. 13:00, betra að láta vita, en má líka bara mæta. Cool

Þar sem við erum öll "unga fólkið" í raun þá minni ég á tækin okkar á vegi lífshamingjunnar:

1. Segja satt  - segja sögu okkar og tala upp, bældar tilfinningar geta gert okkur veik, að fíklum eða ofbeldismönnum

2. Þakka fyrir - þakka fyrir það sem við höfum nú þegar og byggja ofan á það.

3.Hugsa fallega og tala fallega- vera jákvæð því jákvæðni er það sem kemur okkur áfram

4. Stunda útivist og hreyfingu 

5. Ástunda góða siði  (sem líka koma okkur til árangurs) 

6. Eta, drekka og vera glöð ;-) .... 

7. Hætta að reyna að vera fullkomin! 

Þessi númeraröð er ekki heilög og við þetta má bæta, en ef að við ætlum að ná árangri á einhverju sviði, skóla, starfi, í fjölskyldu, samböndum eða bara við prívat og persónulega - verðum við að hyggja að útbúnaði og nesti. - 

Hér er svo blogg um nýja siði í stað hinna gömlu! .. 


Karl lætur af embætti - ___________ tekur við embætti?

episcopal_barbie.jpg
mbl.is Karl lætur af embætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvæntur farvegur að næstum öllu ... hvað ef að umgengni okkar við mat væri ein birtingarmynd á því hvernig við umgöngumst lífið sjálft? ...

Hér á eftir ætla ég að fjalla um nýju venjurnar eða siðina sjö sem Geneen Roth tekur fyrir í bók sinni  Women, Food and God, - an unexpected pathway to almost everything" ..

Þau sem eru orðin þreytt á að vera bannað að borða hitt eða þetta, - þurfa að fara að nýta hinn frjálsa vilja.  Vilja sem felst í því að taka ákvörðun SJÁLF um að breyta siðum sínum, - breyta á réttum forsendum, ekki vegna þess að samfélagið segir það, heldur að þú segir það sjálf! ..  

Hvað vilt þú fyrir þig, fyrir líkama þinn og fyrir lífið þitt? - Viltu fara í gegnum það í baráttu við mat? Viltu fara í gegnum það þannig að ofþyngd þín sé farin að hamla þér að njóta lífsins? - Jafnvel gera þig veika/n -  

Þetta er spurningin "Hvað vil ÉG?"...  (í raun og veru)  ... 

Flestir (þykjast)  vita hvað þeir vilja en viljinn lætur oft ekki að stjórn. - Ef svo er er einmitt gott að prófa að tileinka sér nýja siði.  Það kostar meðvitund, sjálfsvinnu, og það að sleppa sér frjálsum frá boðum og bönnum.  Bara spyrja sig - hvað er gott fyrir mig?.. 

Of-stjórn /Van- stjórn ...   andlegt jafnvægi - andleg kjörþyngd leiðir af sér líkamlega kjörþyngd. 

Þetta fann Geneen Roth út, - og öðlaðist frelsi frá kúrum, frelsi frá vigtinni, frelsi til að lifa án þess að vera í ströggli við mat. -  Í námskeiðinu "Í kjörþyngd með meðvitund og kærleika" - höfum við verið að mestu verið að losa um gamlar og vel geymdar tilfinningar, vegna þess að ef við gerum það ekki er mjög erfitt að vita  hvað við viljum,  bældar tilfinningar loka nefnilega á tenginguna milli vits og vilja.  Gömul skömm, gömul óánægja sem ekki fékk útrás. - 

Til að komast að eigin kjarna, eigin vilja og verðmæti þarf að skrapa burt skítinn af sálinni;  perlunni sem vill í raun bara skína fyrir þig, en fær e.t.v. ekki tækifæri vegna þess að hún er þakin með fortíðarminningum sem hleypa ekki ljósinu út. - 

Þegar tilfinningar láta á sér kræla, - kann fólk oft ekki að taka á móti þeim.  Lokar á þær með ýmsu móti, - með ýmissi fíkn ..  oral fíkn eins og að drekka, borða, reykja ... en svo er auðvitað til önnur fíkn eins og vinnu- eða kynlífsfíkn ..  - allt flótti frá því að takast á við tilfinningar sínar. - 

Við erum öll særð börn særðra barna, - týnd börn í leit að eigin spegilmynd.  

Við þurfum að horfa í spegilinn og spyrja þessa yndisveru sem við öll erum  - hver er ég?  Hvað vil ég?

En kíkjum aðeins á siðina hennar Geneen sem komu henni út úr fíkninni ..  nýja farveginn sem leiddi hana á nýjar slóðir ... 

1. Borðum þegar við erum svöng (Alvöru svöng, líkamlega svöng, ekki huglægt þannig að verið sé að fylla upp í tilfinningalegt tómarúm, deyfa, flýja)

Nánar: 

Þegar við finnum til hungurs, við erum með garnagaul og maginn er tómur er mikilvægt að svara því kalli líkamans. Við þurfum líka að gæta þess að borða reglulega, svo að líkaminn fari ekki að safna forða eins og kameldýrið. - 

2. Sitjum við borð þegar við borðum, helst við rólegar aðstæður. (Þetta inniheldur ekki bílinn eða rúmið) 

Nánar: 

Þetta er ekki bara gott fyrir einstaklinga, heldur einnig mjög fjölskylduvænt. Að hafa reglulegar máltíðir við matarborðið,  skapar góðan sið. - 

3.Borðum án truflunar. Útvarps, sjónvarps, blaðalestur, töluvnotkunar, bóka, tónlistar o.s.frv.  (Ekki „multitaska" þegar þú ert að borða)

Nánar: 

Þetta er að borða með meðvitund, - borða með öllum skilningarvitum þannig að þú sért með sjálfri/sjálfum þér við að borða.  Þetta er nokkurs konar hugleiðsla, sem hjálpar þá jafnframt við að komast til sjálfrar/sjálfs þín.  -  Besta samlíkingin er við kynlíf, - hvað ef þú værir að lesa moggann á meðan þú værir að elskast? -  Myndir þú njóta þess? -  Verum með hugann við það sem við erum að gera.  - Þetta heitir líka að lifa í núvitund

4. Borðum aðeins það sem líkaminn vill. (Oft mjög ólíkt því sem hugurinn vill)

Nánar: 

Hefur læknirinn þinn einhvern tímann sagt þér að eitthvað sé óhollt fyrir þig? - Hefur líkaminn einhvern tímann sýnt merki þess að hann þoli illa ákveðnar fæðutegundir.  Skoðaðu hvað hentar þér, hvað gefur þér orku,  líkaminn þinn ert þú og þú situr uppi með þig, - svo um að gera að fara vel með sig.  Hugsaðu um þig sem blóm, - passaðu upp á rakastigið, næringuna fyrir moldina, birtuna, súrefnið ... 

 5. Borðum þar til við erum hæfilega mett (Þetta er mjög ólíkt því að vera pakksödd eða að springa).

Nánar: 

Tökum tíma í að nærast, - spyrjum líkamann; "kæri líkami ertu saddur? - Ef þú finnur að þér er farið að líða vel eftir einn disk, ekki fá þér aftur, - þá ertu bara farin að deyfa þig, flýja eða fylla tilfinninatóm

6. Borðum þannig að aðrir sjái til. (Eða ímyndum okkur að aðrir væru að fylgjast með)

Nánar:  Þarna erum við komin að heiðarleikafaktornum.  Segjum við nei takk við súkkulaðinu í vinnunni en gúffum í okkur heilum pakka þegar við komum heim?  Hvern ertu að blekkja? - Viltu lifa í sjálfsblekkingu eða heiðarleika?  Mætir þú svo í vinnuna og "skilur ekkert í að þú fitnir en borðir aldrei súkkulaði?"  ..Hægt að skipta þessu súkkulaði út fyrir hvað sem er. 

7. Borðum með ánægju og gleði, njótum matarins þegar við borðum en borðum ekki með samviskubiti.

Nánar:  Það er ekki hægt að taka þennan sið einan sér og halda að við náum tökum á þessu ;-) .. Sumar hafa flaskað á því. -   En þessi liður ásamt hinum er töfrasprotinn - það er dásamlegt að njóta að borða.  Ég skrifaði pistilinn "Lífið er hafragrautur" - út frá þessari reglu, og auðvitað út frá hinum líka,  að borða þegar ég væri svöng, án truflunar, spyrja líkamann, upplifa að aðrir sæju til o.s.frv. - Þegar við borðum þá eigum við að njóta með öllum skilningarvitum, þefa, finna, bragða .. 

Einn súkkulaðimoli sem við látum bráðna í munni - getur þá veitt manni meiri ánægju en að gleypa heilan pakka. -   Fólk sem hefur kynnst gjörhygliæfingum prófar þetta oft með eina rúsínu, tekur 10 mínútur í það að borða eina rúsínu og upplifa ilm, áferð, bragð ..   - en vaninn er auðvitað að taka lúkufylli og hella upp í sig. - 

"An unexpected path to almost everything" .. þýðir að þetta er farvegur að því hvernig við getum notið alls lífsins, - ekki gleypa það í lúkufylli heldur að njóta þess smáa og taka tíma í það. -  

Ekki keyra hringveginn á viku án þess að stöðva og virða fyrir sér sólarlagið, horfa á fuglana og landslagið. 

Upplifa fegurðina í því sem er okkur nærri, í fólkinu okkar, í okkur sjálfum. Virða fyrir sér þessa dásamlegu sköpun sem þú ert.  

Barnið kann þetta, það getur tekið langan tíma í það eitt að virða fyrir sér fingur sína, - opna - loka. 

.. 

Flytjum okkur af vegi græðgi og skorts yfir á veg þekkingar og fullnægju. 

"Velmegun" hefur vaxið en hvert hefur hún leitt okkur? - Aldrei hafa fleiri verið á þunglyndislyfjum, aldei meira ofbeldi, aldrei fleiri of feitir, einangraðir ..  

Við þurfum að sortera út sem heimur, hvað er okkur gott til vaxtar - hvað nærir okkur á góðan hátt. 

Á sama hátt þarf hver og ein manneskja að spyrja sig; hvað nærir mig á góðan hátt og hvað gerir mér gott. 

Við þurfum að velja og hafna. 


Framtíð Íslands - Örnámskeið fyrir ungt fólk sem vill ná árangri ...

 388267_10150401741006520_113742176519_8668309_266790797_n.jpg

Ég er að halda námskeið á sunnudag, nokkurs konar "örnámskeið" -  fyrir unga fólkið ca. 15-17 ára (aldur ekki heilagur) frá 13:00 -16:00 þar sem farið verður yfir nokkur góð tæki sem nýtast til velgengni í lífinu.

Notast verður við hugmyndir um markþjálfun, hugmyndir frá Brian Tracy um árangur og velgengni, fjallað um að taka ábyrgð á eigin lífi, framtíðarsýn, framkomu, tjáningu .. og síðast en ekki síst er verið að skrúfa upp ljósið sem þátttakendur hafa innra með sér en mætti e.t.v. skína skærar. 

Að sjálfsögðu nýti ég mér margra ára reynslu af vinnu með ungu fólki, sem kennari, aðstoðarskólastjóri og við verkefni gegn brottfalli úr framhaldsskóla. 

Tækin okkar sem koma okkur áfram og verða útskýrð betur á námskeiðinu eru m.a. 

Þakklæti 

Lífsins bergmál 

Jákvæðni - jákvætt sjálfstal 

Sjálfstraust 

Útivera 

Hreyfing 

Bros Smile

Góð vitamínsprauta fyrir haustannarpróf! .. 

Námskeiðið verður haldið í Síðumúla 13, 3. hæð - kl. 13:00 - 16:00  (möguleiki á framhaldi ef að áhugi verður fyrir hendi).

Námskeiðsgjald er stillt í hóf og er 3.400.- og greiðist á staðnum - 

Skráning (og nánari upplýsingar) er á netfangið: johanna@lausnin.is 

p.s. 

Endilega látið þá vita, - líka ef einhvern langar að vera með og hefur alls ekki efni, sendið mér línu - ég reyni að redda því ;-) ..  

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband