Fjallkonan bjartsýna og svartsýna ..

temperance.jpgÞegar að sveiflan milli bjartsýni og svartsýni er komin yfir hættumörk þá má líkja því mið manísk - depressive einkenni. 

Temperance Tarot spilið er almennt túlkað sem spil jafnvægis og sáttar hreinsunar og heilunar.  Jafnvægi elementanna jarðar, elds, lofts og vatns. 

Það getur þýtt að það þurfi að skoða vel andstæða póla líkama, huga og sálar. Eru árekstrar í gangi? 

Ef við snúum þessu upp á þjóðarlíkamann, eða fjallkonuna.  Þá er nokkuð pottþétt að innra með henni eru að takast á ýmis öfl. 

Langtíma og ýkt ójafnvægi myndar vanlíðan. -  Fjallkonan verður ýmist hífandi  ýkt glöð  eða fer niður í holu vegna svartsýni, - sér ekki fram á vegnn. 

Fjallkonan er alveg í rugli, vegna þessa innri konflikta, þar sem frumurnar innra með henni skipa sér í fylkingar með og á móti - starfa ekki saman.  Þannig skapast mikið ójafnvægi. 

Fjallkonan hefur misst fótana - hana vantar sjálfstraustið.  Hún veit að eina leiðin til að komast til sjálfrar sín er að skoða fortíð sína, viðurkenna mistök sín, fyrirgefa sér þau og síðan sortera út það sem hún getur notað og henda hinu.  

Svo þegar því er lokið, er hægt að halda áfram. 

Hún þarf að setja sér framtíðarmarkmið, og fara að trúa á þau. - Tileinka sér jákvæðni og góða siði.  Þannig gæti e.t.v. það sem er innra með henni, frumuklasarnir farið að stunda samvinnu en ekki samkeppni.  

Hvernig við ætlum að láta það ganga upp að hafa flokkakerfi  er mér um megn að skilja. Flokkarnir takast á,  eða fólk úr mismunandi flokkum og svo er tekist á innan flokkanna. -   Ég skrifaði grein um það kerfi sem ég teldi að við þyrftum að setja á.  Hana má lesa HÉR.  Sá það sem leið til að fara úr gömlum farvegi í nýjan.  Eina stjórn eða stýrihóp sem stjórnaði Íslandi, - setti fram framtíðarmarkmið sem væri hægt að stefna að, en stefnulaus þjóð stefnir ekkert.  Vafaatriði yrði að leysa með þjóðaratkvæði. -  E.t.v. er stefna í gangi, en stefna sem margir eru ósáttir við og fjallkonan kemst hvorki lönd né strönd þegar að svona margir hanga í pilsfaldinum og reyna að stöðva hana. 

Þungi samfélagsins er gífurlegur, samfélagið, ekki bara á Íslandi heldur heiminum öllum er mjög veikt.  

Sá sem er að keppast við að komast í kjörþyngd þarf að sortéra út úr mataræði sínu það sem honum er óhollt og gerir hann veikan og stundum of þungan til að bera eigin líkama.  Það þýðir ekki að taka ofstjórn á líkamanum, því að það er uppskrift að svelti sem getur þróast út í anorexíu. 

Fjallkonan þarf að komast í andlega, líkamlega og sálarlega kjörþyngd. 

Það er gert með hófsemi, hugrekki og heilindum

Þar sem við erum öll frumur í þessum þjóðarlíkama þurfum við að sjálfsögðu, hvert og eitt okkar að leggja hönd á plóginn, - við gerum það helst með að taka til hjá sjálfum okkur, en svo í samstarfi við hvert annað.  Allir eiga sögu, söguna verður að segja upphátt og við að koma til dyranna eins og við erum klædd. 

Vera við orginal sjálf og fjallkonan kemst til uppruna síns og sáttar.  

Hreinsum og heilum og tökum við hreinsun og heilun. 

 


mbl.is Sveiflast milli bjartsýni og svartsýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband