JÓLIN SNÚAST UM FÓLK ... þig og mig

"Jólin eru hátíð ljóss og friðar" - "Jólin eru hátíð fjölskyldunnar" - "Jólin eru fagnaðarhátíð frelsarans" ..

Það má segja margt um jólin, - við Íslendingar höfum flest haldið þau hátíðleg vegna sögunnar sem er þar á bak við, sögunnar um fæðingu jólabarnsins.  Það má alveg fær rök fyrir heiðnum hátíðum og þannig fram eftir götum, en það breytir ekki sögunni.  Þ.e.a.s. við; ég og þú erum flest alin upp við okkar sögu, ekki heiðna hátíð í fyrndinni. -  Og þó að einhver hafi kastað trúnni, þá er allt í lagi að halda hefðina og upplifa "hátíð ljóss og friðar" ...  

Jólastemmingin er komin í loftið, jólaseríur, aðventukransar, jólatónleikar, jólabækurnar, smákökubakstur, laufabrauð, hangikjöt, skata,  á afðfangadagskvöld .... allt kemur þetta, - já og svo hamborgarhryggur, rjúpur.... messan á RUV ..   matur, ljósaseríur, skraut ... kórsöngur .. 

Vegna alls þessa, vegna hefðarinnar, vegna þess að flestir eiga miklar tengingar og minningar við jól fyrri ára verður desember oft blandinn tilhlökkun og kvíða. -  

Fólk er mismunandi statt á skalanum frá kvíða til eftirvæntingar -  Margir geta, sem betur fer, stillt sér mjög nálægt hápunktinum í eftirvæntingu,  en aðrir eru ca. á miðjunni og enn aðrir eru nær einungis í kvíðapakkanum. 

Það er fólk sem hefur e.t.v. misst á árinu - og er að upplifa fyrstu jólin án pabba, án mömmu, án dóttur, án sonar, án afa, án ömmu, án systur, án bróður - án frænku, án frænda,  án vinkonu eða án vinar. - 

Þessi missir er oft vegna dauðsfalls, en kannski vegna skilnaðar ... kannski vegna ósættis .. það er missir,  þegar tenging rofnar. 

Það getur líka verið fólk sem kvíðir jólunum vegna þess að aðili í fjölskyldunni er fíkill, alkóhólisti eða veikur að öðru leyti - og þá grúfir óvissan yfir.  "Hvernig verður hann/hún um jólin?" ..   

Þegar tilfinningar koma yfir er líklegra að fíknir herji á - fíkn til að forðast þessar tilfinningar, deyfa, flýja eða afneita. - Vinnufíkillinn gæti jafnvel orðið órólegur - því hann þarf að setjast niður í ró og næði og upplifa sínar tilfinningar. - 

Notum tækifærið og hleypum jólabarninu að, barninu í sjálfum okkur - þessu heilaga.  Virðum tilfinningar barnsins, og í stað þess að deyfa þær er gott að umvefja þær í kærleika, ljós og gleði. 

Allt tengist þetta tengingum okkar við annað fólk. Sambandi okkar - því eins og ég las svo fallegt einhvers staðar "ÉG ER VEGNA ÞESS AÐ ÞÚ ERT" ...  og "WE ARE ALL WIRED FOR LOVE AND BELONGING" (Brené Brown) ..  Við þurfum öll að upplifa kærleika og það að tilheyra Heart  

Sagan af Palla sem var einn í heiminum, með þær allsnægtir sem heimurinn hafði upp á að bjóða er ein besta dæmisagan um mikilvægi þess að upplifa með öðrum. 

Það er allt gott í hófi, - við þurfum líka "Me time"  - eða okkar tíma fyrir frið og ró, tíma til að umvefja okkur sjálf með kærleika og ást, - en við erum ekki gerð til að vera ein til langs tíma.  Við erum hluti af heild. 

Jólin kalla fram tilfinningar sem geta verið sárar.  Þær geta kallað fram söknuð, kvíða, ótta, erfiðar minningar frá æsku, tilfinningar um ofbeldi, alkóhólisma, óvissu - tilfinningar um söknuð,  en auðvitað líka tilfinningar gleði og góðra minninga. 

Það er gott að upphefja góðu minningarnar um jólin, upphefja þakklætið fyrir það sem ER og það sem við eigum þrátt fyrir allt og allt. 

Öll eigum við eitthvað að gefa.  Við höfum tækifæri á að gefa börnunum okkar, barnabörnunum, vinunum, fjölskyldunni hluta af okkur, - gefa þeim og sjálfum okkur, - það að vera allsgáð og með fullri meðvitund um jólin. - 

Við getum gefið okkur þá gjöf að segja öðrum sögu okkar, deila tilfinningum, veita vináttu og þiggja vináttu. 

Einu sinni var ég beðin um að koma í VÍS og flytja jólahugvekju, - þar sá ég að einkennisorð þeirra voru "Tryggingar snúast um fólk" -  og gat því endað hugvekjuna á þessu: 

"JÓLIN SNÚAST UM FÓLK" 

Í morgun færði Kristján Hreinsson okkur Fésbókarvinum dýrðlega gjöf, - sem ég ætla að deila áfram hér, en það er áskorun til okkar: 

ÁSKORUN TIL OKKAR

Fólk hungrar meira eftir ást og hlýju

en öllum mat sem fer á heimsins borð
og hjörtu manna þrá það nú að nýju
... að næri hugann ljúf og fögur orð.

Við viljum losna undan allri byrði

og okkar sálir hljóta nú að sjá
að lítill koss er miklu meira virði
en milljón vopn sem hjörtu skaðað fá.

Á meðan sumir öðlast enga gleði

og allslaust fólk í þessum heimi kvelst
þá eigum við með sátt og glöðu geði
að gefa það sem hjörtun skortir helst.

Kristján Hreinsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Jóhanna..hafðu þökk fyrir þennan yndislega pistil...Guð laun...

Vilhjálmur Stefánsson, 1.12.2011 kl. 08:18

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þakka þér lesturinn Vilhjálmur - og falleg orð!

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.12.2011 kl. 08:44

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fallegt eins og alltaf og þér líkt.  Hafðu þökk

Ásdís Sigurðardóttir, 1.12.2011 kl. 11:34

4 identicon

Fallegt! Takk, Jóhanna mín

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 11:41

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

 Takk, takk - Ásdís og Ásdís ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.12.2011 kl. 12:54

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

p.s. og þakkir til Kristjáns fyrir fallegt ljóð og innblástur ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.12.2011 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband