Ætli Eiður Guðnason sé með hríðir? ..

Þó ég vilji bjóða alla velkomna með sínar athugasemdir, eru það örfáir aðilar sem ég hef hent út af blogginu mínu.  Einn þeirra er Eiður Guðnason.

Í tilfelli Eiðs var það eiginlega bara fyndinn misskilningur - að ég hélt í upphafi, - en ég reyndi að útskýra fyrir honum  - en allt kom fyrir ekki. 

Ég hafði verið að segja hjartnæma fæðingarsögu í tilefni 27 ára afmæli dóttur minnar (sem hægt er að lesa hér og athugasemdir við ef smellt er HÉR  - þar sem ég var kvalin og pínd og með miklar og erfiðar hríðir (var sólarhring að eiga)  var sett á slökunarkasetta með Huldu Jensdóttur, og þar sem ég var ekki "í stuði" fyrir það svo ekki sé meira sagt, sagði ég frá því að ég hefði beðið um að  "helv.. kellingin yrði fjarlægð úr tækinu"  ..  Frásagan var öll í samhengi, og tók ég fram í blogginu að  og margar konur gerðu athugasemdir og áttu svipaða upplifun, ekki alveg til í létta músík eða slökun - eða höfðu orðið orðljótar þegar verstu hríðirnar gengu yfir.  

Það sem ég skrifaði beinum orðum: 

"Ég var gíruð upp og sett á fæðingarstofu, í kasettutækið var sett öndunarspóla með Huldu Jensdóttur - en ég var fljót að segja "takið helv....kellinguna úr tækinu" .. LoL hafði haldið upp á þessa spólu, og auðvitað er Hulda hin besta manneskja, en þegar ég var kvalin og gat ekkert andað í takt við hana Hmmm..." ... 

Kom þá ekki Eiður (reiður) á bloggið og fór að skamma mig fyrir að kalla Huldu Jensdóttur, þessa dásemdarkonu "helvítist kerlingu"  LoL .. Ég ákvað að útskýra fyrir honum, að þetta hefði verið í hita augnabliksins - svona gerðist sko þegar konur væru að fæða börn, - Hulda Jensdóttir væri yndisleg manneskja og þetta hefði ekkert með hana að gera! ..  En þar sem innlegg hans var svo gróft, ákvað ég að fela það. 

Þá brást hann svona við: 

"Þú  tókst  athugasemd mína um  dónaskap þinn gagnvart Huldu  Jensdóttur ljósmóður út.Auðvitað  finnst þér  óþægilegt að  vakin  skuli  athygli á þessu og  ritskoðar þessvegna  athugasemirnar við bloggið þitt.

Kona  sem kallar Huldu  Jensdóttur  helv..kerlingu..  er ekki í góðu  andlegu jafnvægi og ætti  sannast sagna  að skammast  sín fyrir orðbragðið." 

ESG (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 13:19

Þetta er auðvitað ágætt sýnishorn af innsæi Eiðs Guðnasonar, -  niðurstaða hans að kona með hríðir sé ekki í góðu andlegu jafnvægi er í raun brandarinn í þessu öllu saman. - 

Ég verð alveg að viðurkenna að mér finnst leiðinlegt þegar mér er sagt að skammast mín, - og þetta skemmdi fyrir - í einhverjar mínútur -  þar sem ég var að minnast fæðingar dóttur minnar. -  Reiði Eiðs var s.s. algjörlega óviðeigandi og óviðundandi. 

----------------------

En það vaknaði ný pæling hjá mér, er EG ekki  bara með hríðir? - 

Kannski býr eitthvað innra með honum sem það þarf að koma frá sér - einhver sorg, steinbarn? -  svona í alvöru talað! ...  Menn fá misjafna útrás ... sumir með að blóta, aðrir með að leiðrétta allt og alla, .. en um að gera að skoða hvað veldur, hver orsökin sé? .. 

Elskum friðinn og strjúkum kviðinn - Make Love Not War. 

Shalom. 


mbl.is Útvarpsstjóri svarar fyrrverandi ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það hefur borið heldur meira á Eið í fjölmiðlum og bloggheimum að undanförnu. Helst hefur hann verið að skammast út í aðra, svona eins og pólitíkusum er gjarnt þegar þeir vilja vekja athygli á sér.

Kannski sér hann nú tækifæri að komast í pólitíkina aftur, í ljósi væringar í Samfylkingunni? Kannski er hann með pólitískar hríðir?

Varðandi það að Eiður telji að konur séu í fullu andlegu jafnvægi meðan þær fæða barn, er það honum til málsbóta að hann hefur sennilega aldrei verið viðstaddur barnsfæðingu og veit sjálfsagt ekki hvað konan þarf að leggja á sig við slíka athöfn. Hann er á þeim aldri að þegar hans börn fæddust þótti ekki viðeigandi að "húsbóndinn" væri að skipta sér af slíku. Hans hlutverk var að "skaffa" heimilinu.

 Annars var Eiður nokkuð farsæll stjórnmálamaður, einn af fáum krötum sem mark var á takandi , á þeim tíma. Það er leitt ef hann ætlar í ellinni að skemma þá mynd af sér með leiðindum út í allt og alla.

Gunnar Heiðarsson, 4.1.2012 kl. 10:26

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það er Eiður Guðnason sem þarna ætti að skammast sín en ekki þú. Þvílík dómharka og þröngsýni. 

Hitt er svo staðreynd að bloggurum er fullkomlega leyfilegt að "ritskoða" athugasemdir á bloggsíðum sínum. Ef Eiði er ekki kunnugt um það þá er kannski ástæða fyrir hann að kynna sér notkunarreglur bloggsins.

Blogg er ekki blaðaútgáfa.

Bloggsíðan er ÞÍN, ekki Moggans.

Þú ert sjálf ábyrg fyrir því sem þú setur inn á síðuna þína og hefur engar skyldur við almenning til að birta hvaða bulls em er sem grumpy old men sbr Eið Guðnason,  hreyta út úr sér. 

Marta B Helgadóttir, 4.1.2012 kl. 10:44

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég er algjörlega sammála innleggi þínu Gunnar, - ekki hægt að ætlast til þess að Eiður geti sett sig í spor konu sem er að eignast barn, og kannski hefur hann aldrei verið viðstaddur fæðingu. 

Þess vegna reyndi ég að útskýra.  En það er kannski einkennandi fyrir hann að hann leitar að því sem rangt er gert en ekki rétt -eða hvað? 

Ég bar mikla virðingu fyrir Eiði Guðnasyni sem ung kona - og lengi framanaf, fannst hann aðlaðandi og málefnalegur, en svo hefur eitthvað komið fyrir sem gerir hann úrillan og leiðinlegt - eins og þú segir að hann sé að skemma fyrir sér. 

Spurning: "Hver er hinn sanni Eiður?" 

Jóhanna Magnúsdóttir, 4.1.2012 kl. 10:46

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hahaha.. Marta - var að sjá þitt innlegg með "Grumpy Old men" .. við verðum að vona að við förum hina leiðina "Happy old Women" .. og ég tek undir með þér hvað varðar bloggið, - það gilda sömu reglur og í umgengni við fólk.  VIÐ ráðum hverja við umgöngumst,  ekki það að taka út alla sem eru annarrar skoðunar, en ef að þeir geta ekki komið því frá sér án þess að vera með dónaskap eða á bak við grímu, þá finnst mér það sjálfsagt! ..

Takk fyrir þitt innlegg. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 4.1.2012 kl. 10:56

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ömurleg framkoma hjá Eið svo víða, hann les greinilega með hríðarverkjum.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.1.2012 kl. 11:57

6 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það sem hefur komið fyrir EIÐ að sennilega er hann hættur að taka geðlyfin sín..

Vilhjálmur Stefánsson, 4.1.2012 kl. 14:16

7 identicon

Það sem ég hef oft hugsað þetta sama. "Kóað" karlinn sem ellismells sem hefur allt á hornum sér. Sum okkar súrna illa með hækkandi aldri. Held að flestir segi þetta orðið gott hjá karli. Fúkyrðaflaumur er ömurlegur til lengdar.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2012 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband