Færsluflokkur: Bloggar

Hvað svo? -

Kirkjuþing samþykkti endurskoðaða jafnréttisáætlun haustið 2009. Þar segir m.a.:

"Markmið jafnréttisstefnunnar er að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum rétti kvenna og karla í þjóðkirkjunni og jöfnum möguleikum kynjanna til starfa, áhrifa og þjónustu"

 

Annars bendi ég á ítarlega grein sr. Sigríðar Guðmarsdóttur um mikilvægi konu í biskupsstól á Íslandi  - smellið HÉR 


mbl.is Vilji til að sjá konu sem biskup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýir pistlar inni á Wordpress ...

Nýjasti pistillinn minn fjallar um að taka ábyrgð á eigin lífi og eigin farsæld, - set hér hlekk á hann fyrir þau sem hafa áhuga á að lesa.

SMELLA HÉR 


Hvað táknar kossinn? - sunnudagsleikur fyrir unglinga á öllum aldri ;-)

Hvað táknar kossinn?


- Koss á ennið: Við erum sæt saman .


- Koss á kinnina: Við erum vinir.


- Koss á handarbakið: Ég dáist að þér.


- Koss á hálsinn: Mig langar í þig, núna.


- Koss á öxlina: Þú ert fullkomin/n.


- Koss á munninn: ÉG ELSKA ÞIG ...


Hvað tákna hreyfingarnar?


- Haldast í hendur: Okkur líkar pottþétt við hvort annað.

 

- Halda fast utan um hvort annað:  "Ég vil þig"

 

- Að horfast í augu:  Mér líkar við þig,  eins og þú ert.

 

- Að fikta í hárinu:  Leikum okkur ;-) .

 


- Að halda utan um mittið: Mér líkar of vel við þig til að sleppa þér.

 


- Að hlæja á meðan kossi stendur:  Mér líður vel með þér.

,

,

,

,

,

,

,

,

- Ef einhver ákveðin/n persóna kemur í hugann við lestur á ofangreindu, ertu líklegast ástfangin/n   

lovetrain.jpg


Og ég vara við páfa ..

Nenni svo ekki að eyða fleiri orðum í þennan skrautkall meira.  Siðbótin löngu hafin og endar aldrei ;-) 

maj13.jpg


mbl.is Varar við hjónabandi samkynhneigðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ha? ..

"Meðal þess sem laganna verðir fengust við var innbrot, umferðaróhapp og akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna." 

Þetta má misskilja LoL


mbl.is Úr dagbók lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju konu? -

Biskupar, forsetar og forsætisráðherrar eru fyrirmyndir -  og þær býsna sýnilegar. -  Þegar Vigdís var kjörin varð hún fyrirmynd fyrir stelpur og konur, - um að konur gætu jú líka orðið forsetar.

Hún blés konum kjark í brjóst. -

- Aldrei hefur kona orðið biskup á Íslandi, svo það er kominn tími á að þar komi fram önnur fyrirmynd. -  Það er ekkert í þessum embættum sem ætti að hindra það að bæði konur og karlar gegni þeim, en það hefur verið á brattann að sækja fyrir konur. -

Mér finnst það ágæt regla að mixa þessu svolítið, hafa karla og konur til skiptis jafnvel.  Við erum yfirleitt með ólíkar áherslur,  við erum ekki endilega betri eða verri bara ólík. - Vissulega eru til konur með "karlmannlegar" áherslur og öfugt,  en svona í heildina, þá er aðkoman oft ólík.  Hver forseti mótar sitt embætti - eins og dæmin hafa sýnt,  og hver biskup.  Mér finnst kominn tími á kvenleika í biskupsembættið. - 

Knús 


mbl.is Skiptir máli að fá kvenbiskup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gömlu hjónin og rúnstykkið .. dæmisaga

Systir mín sagði mér skemmtilega og lærdómsríka dæmisögu nýlega, en hún var einhvern veginn á þessa leið:

Eldri hjón höfðu þann sið að deila einu rúnstykki daglega. - Þar sem eiginmanninum þótti svo vænt um konuna sína,  gaf hann henni alltaf efri partinn - þennan með birkinu (því það fannst honum sjálfum betri hlutinn)  og hann tók sjálfur botninn.  Þetta höfðu þau gert í tugi ára, og það var ekki fyrr en þau voru komin á áttræðisaldur að eiginkonan spurði manninn hvort að hún mætti fá botninn í eitt skipti. - Maðurinn varð hissa og spurði hvort henni þætti ekki efri hlutinn betri.-

Sjá framhald ef smellt er HÉR 


Auðmýkt er andstæða hroka ...

Pistill um sjálfstraust - auðmýkt - hroka og hvað það er mikilvægt að hafa sjálfstraust. -

Smellið HÉR 


Byggjum upp - brjótum ekki niður börnin okkar ....

Kennarar bera ÁBYRGÐ og eru FYRIRMYND - bæði innan og utan kennslustofu. -

Ef á vogarskálirnar er sett annars vegar frelsi kennarans til að lýsa vondri og skemmandi skoðun og hins vegar sálarheill barna og unglinga. - hvort veljum við? -

Orð hafa áhrif, og viðmót og skoðanir kennara hafa áhrif. - 

Það er hægt að snerta fólk líkamlega og það er hægt að snerta það andlega.  Þessi snerting, að snerta fólk með því að vekja athygli á því að það eigi að skammast sín fyrir sjálft sig, en það er gert með því að segja kynhneigð þeirra synd,  er vond snerting og á ekkert skylt við kærleika. - 

Sumir kenna Biblíunni um, - benda á bókina og segja að það standi í henni og þá sé það allt í lagi. - 

Ef að Snorrar þessa heims eru ekki færir um að höndla þessa fornu bók,   þar sem þeir lesa með innblæstri  höfunda hennar, þeirra sem  töldu m.a.náttúruhamfarir vera tákn um reiðan Guð,  þá þarf líka að endurskoða að leyfa þessa söfnuði sem ala á fordómum í skjóli trúarsannfæringar og sem nota sér bókstafinn svona til að berja á fólki.  

Það eru svo miklar mótsagnir og þversagnir í Biblíunni, þannig að það er aldrei hægt að trúa ÖLLU sem stendur þar. - Þess vegna er það þannig að sá veldur er á heldur. - Ef þú réttir manni hamar og hann lemur einhvern í hausinn með honum er maðurinn vondur eða hamarinn? - Það er líka hægt að byggja heilu hverfin með hamrinum.

- Byggjum upp en brjótum ekki niður, börnin eiga skilið það besta.  


mbl.is „Ofbeldi og valdníðsla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kúkur á hvítu rýjateppi ... "Shit happens" ...

Siggi og Sigga voru bara venjuleg hjón í Vesturbænum, - eða eins venjuleg og fólk í Vesturbænum getur verið.

Þau voru nýkomin heim úr IKEA með skjannahvíta rýjamottu og voru að dásama mottuna, og héldu vart vatni yfir hvað hún passaði einstaklega vel inn á heimilið þeirra,  þau héldu nú samt vatninu en öðru vísi brást hundurinn þeirra, hann Skotti við,  en hann gerði sér lítið fyrir og skeit á hvítu mottuna. -

Sigga og Siggi létu eins og ekkert hefði í skorist, létu eins og þau sæju ekki skítinn eða finndu lyktina. - Þau héldu bara áfram að dásama mottuna.  

......  

Það hljóta að hafa vaknað ýmsar spurningar yfir þessari sögu! .. Af hverju létu Sigga og Siggi eins og kúkurinn væri ekki á mottunni?  Af hverju þóttust þau ekki sjá hann?

Jú, það var auðvitað fúlt að fá hundakúk á nýja mottu

Jú, það var auðvitað vesen að hreinsa kúkinn upp

En væri ekki betra að hreinsa hann? -   Væri kannski ráð að setja hann undir teppið, þá væri hann þarna en enginn sæi hann?

Jú, auðvitað verðum við að sjá skítinn til að geta tekið hann upp og notið rýjamottunnar okkar, en visulega er oft búið að stinga honum undir mottuna. -  Þá er eflaust hægt að þefa hann uppi! ..

Aðal málið er að hann hverfur ekki af sjálfu sér og það er ekki hægt að láta eins og hann sé ekki þarna.

Þessi dæmisaga er um það þegar við erum með einhvern sársauka, skömm, sektarkennd .. einhverjar vondar tilfinningar sem við tökum ekki á.  Oft vitum við af þeim og látum eins og ekkert sé,  eða þær eru vel faldar - og stundum vitum við ekki að þær séu þarna,  en við finnum reglulega að það gýs upp lykt. -  Það eru einhver ónot í okkur.

Eitt er víst að eins og Kaninn segir "shit happens" .. slæmir hlutir gerast, en það fer eftir því hvernig við tökum á þeim hversu við leyfum því að liggja lengi óhreyft hvernig úr rætist. - 

Það er mikilvægt að veita hinu góða athygli,  - en ekki með því að þykjast ekki vita af hinu vonda, heldur að hreinsa það út.

Skömmin er þeirrar gerðar að hún hatar að láta tala um sig, -  hún vill láta þegja um sig - vegna þess að þannig eyðist hún smám saman. -  Sannleikurinn gerir okkur frjáls, - við verðum að sjá sársaukann/skítinn og viðurkenna hann til að hægt sé að losa sig við hann.

Ath! -  kúkurinn er ekki rýjateppið, heldur aðskotahlutur - en eftir því sem hann liggur lengur er e.t.v. erfiðara að ná honum upp og hann getur gengist ofan í teppið. -  Þess vegna er alltaf betra að hreinsa skítinn sem fyrst! ..

Skömmin er eins og kúkur á hvítu rýjateppi.  Á þessari töflu má sjá mikilvægi þess að lifa ekki við og með skömm. -

tafla


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband