Kúkur á hvítu rýjateppi ... "Shit happens" ...

Siggi og Sigga voru bara venjuleg hjón í Vesturbænum, - eða eins venjuleg og fólk í Vesturbænum getur verið.

Þau voru nýkomin heim úr IKEA með skjannahvíta rýjamottu og voru að dásama mottuna, og héldu vart vatni yfir hvað hún passaði einstaklega vel inn á heimilið þeirra,  þau héldu nú samt vatninu en öðru vísi brást hundurinn þeirra, hann Skotti við,  en hann gerði sér lítið fyrir og skeit á hvítu mottuna. -

Sigga og Siggi létu eins og ekkert hefði í skorist, létu eins og þau sæju ekki skítinn eða finndu lyktina. - Þau héldu bara áfram að dásama mottuna.  

......  

Það hljóta að hafa vaknað ýmsar spurningar yfir þessari sögu! .. Af hverju létu Sigga og Siggi eins og kúkurinn væri ekki á mottunni?  Af hverju þóttust þau ekki sjá hann?

Jú, það var auðvitað fúlt að fá hundakúk á nýja mottu

Jú, það var auðvitað vesen að hreinsa kúkinn upp

En væri ekki betra að hreinsa hann? -   Væri kannski ráð að setja hann undir teppið, þá væri hann þarna en enginn sæi hann?

Jú, auðvitað verðum við að sjá skítinn til að geta tekið hann upp og notið rýjamottunnar okkar, en visulega er oft búið að stinga honum undir mottuna. -  Þá er eflaust hægt að þefa hann uppi! ..

Aðal málið er að hann hverfur ekki af sjálfu sér og það er ekki hægt að láta eins og hann sé ekki þarna.

Þessi dæmisaga er um það þegar við erum með einhvern sársauka, skömm, sektarkennd .. einhverjar vondar tilfinningar sem við tökum ekki á.  Oft vitum við af þeim og látum eins og ekkert sé,  eða þær eru vel faldar - og stundum vitum við ekki að þær séu þarna,  en við finnum reglulega að það gýs upp lykt. -  Það eru einhver ónot í okkur.

Eitt er víst að eins og Kaninn segir "shit happens" .. slæmir hlutir gerast, en það fer eftir því hvernig við tökum á þeim hversu við leyfum því að liggja lengi óhreyft hvernig úr rætist. - 

Það er mikilvægt að veita hinu góða athygli,  - en ekki með því að þykjast ekki vita af hinu vonda, heldur að hreinsa það út.

Skömmin er þeirrar gerðar að hún hatar að láta tala um sig, -  hún vill láta þegja um sig - vegna þess að þannig eyðist hún smám saman. -  Sannleikurinn gerir okkur frjáls, - við verðum að sjá sársaukann/skítinn og viðurkenna hann til að hægt sé að losa sig við hann.

Ath! -  kúkurinn er ekki rýjateppið, heldur aðskotahlutur - en eftir því sem hann liggur lengur er e.t.v. erfiðara að ná honum upp og hann getur gengist ofan í teppið. -  Þess vegna er alltaf betra að hreinsa skítinn sem fyrst! ..

Skömmin er eins og kúkur á hvítu rýjateppi.  Á þessari töflu má sjá mikilvægi þess að lifa ekki við og með skömm. -

tafla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband