Hugleiðing um brjóst .. er sjálfstraustið í sílikoninu?

Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki hugmynd um fjölda kvenna með silikonpúða, bara miðað við fjöldann með púða frá PIP - þá ..... : 

"en talið er að um 300 þúsund konur í 65 löndum séu með sílíkonpúða frá PIP"

Ég get alveg skilið ef að þarf að byggja upp brjóst, ef að kona missir brjóstið vegna aðgerðar - og jafnvel ef að kona er alveg brjóstalaus, en áhersluna á stærri brjóst hjá heilbrigðum konum finnst mér ég þurfa að setja spurningamerki við. 

Við þurfum að spyrja af hverju er konan ósátt við sig eins og hún er, og hvaða skilaboð er samfélagið að senda? 

Ég hef heyrt að konur fái meira sjálfstraust með stærri brjóst.  Því er það ekta sjálfstraust eða er það bara sjálfstraust sem felst í því að einhverjum líki betur við þær eða finnist þær eftirsóknarverðari á þeim forsendum að það sé hægt að horfa meira á barminn á þeim eða fá meira út úr því að koma við þær? -

Hvernig er tilfinningin hjá þeim sjálfum? - Er upplifun í geirvörtu sú sama eftir að búið er að lyfta henni upp og græða á aftur? -  Er upplifun bólfélagans mikilvægari en þeirra sjálfra? 

Kynlífið er að miklu leyti í huganum, ef að kona fær viðurkenningu eins og hún er og hún viðurkennir sig eins og hún er er hún frjáls til að vera eins og hún er og nýtur sín. -  

Sjálfstraustið kemur innan frá, "from your guts" ..  og sjálfstraust er samþykki á sjálfum sér. 

Ég sá að einhvers staðar að velferðarráð eða hvað það sem nú heitir ætlaði að tryggja þeim konum á Íslandi sem væru með PIP fyllingar  aðgerð til að láta fjarlægja púðana.  Það er svosem réttlátt, við borgum sjúkrahúsvist og lækningaþjónustu fyrir fólk sem eitrar fyrir sér viljandi,  eins og með reykingum eða mat sem allir vita að er óhollur. -  Þessar konur gerðu það ekki viljandi. 

Öllum er frjálst að fara í lýtaaðgerðir, eða fegrunaraðgerðir, fylla hér og fylla þar, eða soga burt o.s.frv. ég held bara að það þurfi að fara vel í saumana á forsendunum,  hvort að viðkomandi öðlist meiri og alvöru hamingju, sjálfstraust o.s.frv.  eða hvort það er bara verið að auka á gerfið? .. 

Þetta er ekki fullrætt hér,  - væri gaman og gott að sjá ykkar pælingar og ef einhver vill tjá sig sem hefur upplifað aðgerð.  

Sjálfri finnst mér að við ættum að hafa sem fæst inngrip í sköpunina, - það þarf auðvitað að fjarlægja æxli, lækna þar sem þarf að lækna.  

Við þurfum að hætta að vera svona dómhörð á útlit hvers annars, og okkar eigin.

Og hver segir að normið sé stór brjóst, mjótt mitt og sléttur magi? 

Viljum við ekki bara vera EKTA við? - eða hvað? ...og jú - samþykkt sem slík!

thin-perfect-body-de.jpg

  

 

 

 


mbl.is Fimm látið fjarlægja PIP-púða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður pistill hjá þér.  Ég hef svo sem verið að hugsa um þetta líka, hef aðallega áhyggjur af tengdadóttur minni sem fór einmitt í svona aðgerð, veit ekki hvort það er þetta Pip. En í því sambandi hef ég svo verið að hugsa um þegar fólk fer í allskonar fegrunaraðgerðir, taka poka undir augum, garnastyttingar, taka lafandi húð af maga og lærum.  Auðvitað er sjálfsagt að fólk ráðist í svona lagað ef þeim líður betur.  En þá má líka segja er ekki þarna svolítið ósjálfstæði á ferðinni eins og þú bendir á?  Ég sá líka margar allof grannar ungar stúlkur og konur.  Mér er reyndar sagt af karlmönnum þar á meðal mínum að svona "renglur" höfði ekki til kynhvatar karlmanns.  Heldur miklu frekar þessar frjálslega vöxnu með læri maga og rass. 

Ég sé ekkert flottara en frjálslega vaxið fólk sem er ánægt með sig og gengur um eins og það eigi heiminn, klæðir sig eins og það langar til án tillits til vaxtarins.  Í þeim sé ég fólk sem bara þorir að vera eins og það er og er sátt við sjálft sig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2012 kl. 13:55

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Virkilega góður pistill hjá þér Jóhanna...  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.1.2012 kl. 03:42

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

"Við þurfum að hætta að vera svona dómhörð á útlit hvers annars, og okkar eigin". Ég er svo sammála því.

Persónulega finnst mér líka réttast að grípa sem minnst inn í sköpunarverkið. Við erum öll ólík sem betur fer. Það er eitt af því sem gerir mannlífsflóruna áhugaverða....

En við þurfum líka að hætta að vera dómhörð á þær ákvarðanir sem fólk tekur fyrir sjálft sig og með sjálft sig, þegar þær í raun snerta okkur hin ekkert.

Ef einhvern karl eða konu langar til að láta gera á sér einhverja lýtaaðgerð og líður betur með útkomuna, þá finnst mér það bara sjálfsagt að viðkomandi taki slíka ákvörðun út frásínum eigin forsendum og borgi sína aðgerð. Ég hef ég ekkert við það að athuga og finnst það reyndar bara ekkert koma mér við. ;)

Marta B Helgadóttir, 9.1.2012 kl. 23:59

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þakka fyrir ykkar pælingar mínar ágætu  konur ...

Marta ég er sammála því að hver og ein/n eigi að hafa rétt til að breyta sér og bæta að vild og það sé ekki okkar að dæma það,  en íhugunin er meira svona einmitt að það sé gert á réttum og EIGIN forsendum eða hvort það sé vegna samfélagslegs þrýstings um hið "rétta" útlit. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 10.1.2012 kl. 07:14

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Málefni fegrunaraðgerða hafa fleiri hliðar en þær ýktu útlits forsendur sem við sjáum mest í fjölmiðlum varðandi Hollywood stjörnur og gervi "draumaútlits" sjónarmið.

Forsjárhyggja finnst mér afskaplega hvimleitt fyrirbæri. Fólk á að fá að ráða sjálft hvaða forsendur það leggur til grundvallar þegar það tekur ákvarðanir sem snerta ekkert, eða eiga ekki að hafa neitt að gera með aðra en einstaklinginn sjálfan.

Ég þekki þrjár konur og einn mann sem hafa farið í "fegrunaraðgerð". Konurnar þrjár létu minnka sín brjóst, ekki til a verða unglegri heldur ýmist vegna bakveikinda eða vegna mígrenishöfuðverkja. Án nokkurrar tryggingar fyrirfram fyrir því að slík aðgerð myndi skila betri líðan þá fór svo samt sem áður. Aðgerðir þeirra allra skiluðu þeim betri heilsu þegar frá leið. Maðurinn sem ég nefndi lét fjarlægja áberandi húðblett af efra andliti, einhverskonar valbrá. Það má deila um hvort hans forsendur hafi verið "réttar" frá sjónarmiði forsjárhyggju eða ekki. Vissulega var þarna útlitspæling í gangi hjá manninum. Mér fyndist samt fullkomlega út í hött að einhver annar en hann einn og sjálfur tæki ákvörðun um "réttmæti" slíkrar aðgerðar.

Mér finnst réttast að fólk hafi fóta sinna forráð í þessu sem öðru. Þó Hollywoodgellur og gaurar hafi komið óorði á lýtaaðgerðir með sínum ýkta lífsstíl sem vissulega hefur orðið til fyrir þrýsting frá tískuheiminum, þá er oft um önnur og "heilbrigðari" sjónarmið að ræða sem liggja að baki ákvörðunum fólks þó ekki blasi þau endilega við þeim sem utanaðkomandi eru.

Marta B Helgadóttir, 10.1.2012 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband