Hvernig aftengjum við okkur hinu heilaga og missum þannig heilindi okkar?

How We Separate Ourselves From The Divine - skv. Lissa Rankin

1.     Speaking badly about someone else (regardless of whether or not we're "right")

(Að tala illa um aðra, hvort sem við höfum rétt fyrir okkur eða ekki, - ég vil bæta við hér að tala illa um okkur sjálf)

2.     Lashing out in anger

(Að bregðast við með reiði, - við sjáum yfirleitt eftir því, gott að muna eftir stop merkinu eða að telja upp að 10)

3.     Holding a grudge and choosing not to forgive

(Að viðhalda gremju og velja að fyrirgefa ekki, - ef við eigum erfitt með að fyrirgefa sjálf, er mitt ráð að biðja Guð/æðri mátt/hið heilaga að aðstoða mig við það) 

4.     Judging others

(Að dæma aðra, dómharka okkar færir okkur að öðrum en ekki að okkur sjálfum - augljóslega) 

5.     Excessive busyness that keeps us from feeling a sense of spiritual connection

(Vinnufíkn, við finnum allt til að gera til að flýja tilfinningar okkar, eða stunda andlega iðju eins og að hugleiða og þykjumst ekki hafa tíma, en gefum okkur aftur á móti e.t.v. tíma til að horfa á sjónvarpið marga tíma að kvöldi ;-).. "andleg tenging" getur verið við fólk, við okkur sjálf og við "hið heilaga" )

6.     Cheating

(Að svindla - munum að taka okkur sjálf með inní pakkann - verum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum) 

7.     Betraying a confidence

(Að bregðast trúnaðartraust - svipað og númer 6. ) 

8.     Failing to nurture your body as the temple that it is (smoking, overeating, not exercising, etc)

(Við bregðumst líkama okkar - stundum hryðjuverk á honum jafnvel, - en líkaminn er musteri okkar eins og við vitum - við gerum það með ýmsum hætti; með reykingum, ofáti, hreyfingarleysi o.s.frv)

9.     Overindulging on mind-altering substances that distance you from the Divine (drugs, alcohol, etc.)

(Ofneysla efna sem breyta hugarástandi og fjarlægja okkur frá hinu heilaga (lyfjum, dópi, alkóhóli o.s.frv.) 

10.  Telling a little white lie to avoid conflict or get us out of trouble

(Segja hvítar lygar - til að forðast það að lenda í átökum eða koma okkur úr vandræðum, munum að sá sem er trúr í hinu minnsta er líka trúr í hinu stærsta,  gott að hafa í huga þegar við erum að stinga vínberjum upp í okkur í búðinni ;-)) .. 

I'm sure there are many more .. segir Dr. Lissa Rankin - en þetta er læknir sem ég er nýbúin að uppgötva og hún hefur svoooo margt mikilvægt að segja og hér er líka hægt að hlusta á hana: 

 

Punktar úr fyrirlestrinum: 

Lissa Rankin ítrekar hér mikilvægi þess að setja andann í forgang, - að líkaminn sé aðeins spegill þess hvernig við lifum lífinu.

Hvernig líður okkur þegar við erum í vondu sambandi, vinnu þar sem við erum ekki ánægð? 

Hvað er í gangi þegar líkaminn gefst upp? -  

Líkaminn hvíslar að okkur, en ef við hlustum ekki á líkamann fer hann að öskra. 

Faraldurinn er stress og kvíði, - verkir, sársauki .. og læknirinn finnur stundum ekkert - en það er auðvitað fullt að. 

Hvað ef að læknirinn finnur ekki greiningu, - engin pilla sem getur læknað. 

Kannski þarf að fara að fella hlutverkagrímurnar?

Mömmugrímuna, læknisgrímuna, listamannsgrímuna ... 

Lissa gekk í gegnum storm erfiðleika - sem hún lýsir hér. 

Þegar lífið hrynur, ferðu annað hvort að vaxa eða æxli fer að vaxa innra með þér. 

Þá er tími til að hætta að gera það sem þú "átt að gera" en ferð að gera það sem þig langar. 

Fella grímurnar. 

Hún og maður hennar stukku inn í nýtt líf 

Það er hægt að hætta í starfinu sínu en ekki hætta við köllun sína 

Lissa hafði (andlega) köllun til að vera læknir 

Hún vildi samt ekki verða sami læknir og hún var - 

Hún vildi enduruppgötva hvað það var sem hún elskaði við læknisfræðin og líka hvað hún hataði við það

Byrjaði að kenna ýmsu um sem hún telur upp í fyrirlestrinum.

En niðurstaðan var ekki að skoða afleiðingar heldur orsakir 

Hún fór að hlusta meira á sjúklingana sína .. prófaði ýmislegt óhefðbundið en sá að það var svipuð aðferðafræði - svarið var fyrir utan sjúklingana en ekki innra með þeim. 

En sjúklingarnar læknuðust af einum sjúkdómi - og fengu þá annan. 

Þá fór hún að leita að rótinni;  hvað er það sem raunverulega gerir líkamann veikan? 

Eitthvað sem enginn kenndi henni í Læknanáminu

Allt skiptir máli, hreyfing, mataræði og að hitta lækninn sinn 

En það sem raunverulega skiptir máli 

HEILBRIGÐ SAMBÖND 

FARSÆLD Í VINNU 

VERA ANDLEGA TENGD 

HEILBRIGT KYNLÍF 

EFNAHAGSLEG FARSÆLD 

HEILBRIGT UMHVERFI 

ANDLEGT HEILBRIGÐI 

Þetta er verið að sanna, sanna í Harvard og virtum stofnunum 

Hún fékk sjúkling sem gerir allt sem læknirinn segir henni, hún hleypur og borðar hollt o.s.frv. 

Sjúklingurinn spurði:  Hver er greiningin mín? 

Lissa svaraði: Þú ert í hræðilegu hjónabandi, ert óánægð í vinnunni, ert ekki andlega tengd, þú ert enn ekki búin að losna við gremjuna frá æsku .. o.s.frv. 

Hvað er þá mikilvægast? 

Caring for the heart, soul, mind .. 

Við þurfum að næra innra ljósið - ljósið sem veit alltaf hvað er rétt fyrir þig, innsæið þitt. 

Þetta ljós er mikilvægara en nokkur læknir. 

Lissa skrifar um sjálfsheilun frá kjarna. 

Ást, þakklæti og pleasure er límið sem heldur okkur saman .. 

Hvað er úr ballans í mínu lífi? 

Hvernig getur þú opnað þig, verið heiðarlegri, um þarfir þínar, hver þú ert? .. 

Lissa talar hér um myndband Brené Brown "The Power of Vulnerability" en ég hef bloggað mikið um Brené Brown .. 

Skrifum upp á eigin lyfseðil - heilum frá kjarna ... 

HVAÐ ÞARFT þÚ - HVERJU ÞART ÞÚ AÐ BREYTA? 

Þorir þú að fella grímuna - vera þú?

----

Allt sem Lissa segir hér að ofan hef ég verið að taka inn, hægt og rólega, það tekur tíma. Í raun er það eins og endurforritun,  því að það er búið að setja svo margt annað inn og það sem hefur hlaðist inn er líka eins og sníkjudýr eða kalk á sálinni, - sálinni sem þarf að fá að skína. 

Þetta er það sem hefur komið frá mínu ljósi, mínu innsæi (sem ég trúi að Guð gefi), - en ég viðurkenni að það er gott að fá samþykki frá lækni, frá Harvard jafnvel. 

Ég tel að vísindi og trú séu eitt og hið sama. 

 

Megi gæfan þig geyma

megi Guð þér færa sigurlag.

Megi sól lýsa þína leið

megi ljós þitt skína sérhvern dag.

Og bænar bið ég þér

að ávallt geymi þig Guð í hendi sér. 

(texti. Bjarni Stefán Konráðsson)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband