1. janúar 2012

Góðan dag, - fyrsta færslan á nýju ári verður í dagbókarstíl.

Í fyrsta lagi er ég stödd, fjarri heimalandi, eða í Hornslet Danmörku hjá dóttur, tengdasyni og barnabörnum og við áttum gott og hresst gamlárskvöld saman. - Vorum orðin lúin um miðnætti og rétt höfðum lyst á einum sopa af kampavíni!  - Það skal tekið fram að við fengum okkur fleiri en einn sopa af rauðvíni með matnum. 

Á gamlársdag hafði ég farið ein í göngutúr og fann að á göngunni voru tárin farin að spretta fram, - áramót eru allta viðkvæm hjá mér og þótti mér gott að gráta svolítið.  

SMS-aðist við börnin mín tvö á Íslandi um áramót, og svo töluðum við við systurnar á Vesturgötunni og fjölskylduna þar um eitt leytið, en svo var farið að sofa upp úr því. 

Í nótt vaknaði ég svo um fimm leytið og horfði á áramótaskaupið.  

Það var vel gert, karakterarnir fyndnir, en einkenndist af frekar grófum húmor, þar sem fátt var heilagt og fáu hlíft. Mér fannst óþægilegt að sjá myndina af Ólafi Skúlasyni og mér fannst mjög lítið gert úr mörgu fólki.  Sérstaklega kannski Dorrit forsetafrú, en ég tek það fram að ég á eftir að sjá skaupið aftur.  Sjálfstæðisflokkurinn fékk sína útreið og Sigmundur Davíð. 

Mér fannst skaupið langt í frá húmorslaust, eins og sumir halda fram, en húmorinn býsna grófur og stundum full grófur, í samfélagi þar sem við erum að reyna að bæta samskiptin og vera betri fyrirmyndir fyrir börnin okkar - ekki satt? 

Atriðið í lokin stóð upp úr, - fallegur söngur og framtíðin er svo sannarlega barnanna okkar. Börn sem fá að vera börn - en eru ekki dressuð upp eins og glamúrgellur og gaurar langt fyrir aldur fram. 

Jú, Skaupið var fyndið fyrir flesta - svona eftir á að hyggja nema Sjálfstæðis-og Framsóknarmenn og aðdáendur Ólafs Ragnars kannski. - Það eru að vísu margir. 

En nú er komið hádegi hér í Hornslet, konan á leið í nýársbaðið - um að gera að ganga hrein og hreint inn í nýtt ár, - og svo er stefnan á að fara út að ganga. 

Þrjú einföldustu ráðin til hamingju: 

1. Anda djúpt - og þá helst að sér fersku lofti. 

2. Drekka ferskt vatn - vatn er drykkur-inn

3. Hugsa fallegar hugsanir  (en þær innihalda m.a. þakklæti, kærleika, von, trú o.s.frv) 

Er að hugsa annars um að láta þetta duga í dag. 

GLEÐILEGT ÁRIÐ 2012  - ÁR ÁSTARINNAR Heart

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

p.s. sá þetta í morgun og setti inn á Facebook líka:

"In whatever sense this is a
New Year for you, may the
moment find you eager and
unafraid, ready to take it by
the hand with joy and gratitude."
Howard Thurman

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.1.2012 kl. 11:16

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleðilegt ár Jóhanna mín og takk fyrir yndisleg kynni.  Sammála um skaupið.  Nema mér finnst allt í lagi að segja sannleikann hreint út á mannamáli, það hreinsar frekar en hitt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2012 kl. 12:39

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gleðilegt nýtt ár :)

Ég viðurkenni hér og nú að ég steinsofnaði yfir skaupinu - enda alveg búin á því eftir daginn. Ætla að horfa á það á eftir.

Hrönn Sigurðardóttir, 1.1.2012 kl. 13:28

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Gleðilegt ár Ásthildur mín og þakka sömuleiðis fyrir góð kynni.  Það voru mörg sannleikskorn sem féllu í skaupinu, þó að þau féllu kannski af mikilli hörku, viðurkenni alveg að mér fannst t.d. mjög skýrt tekið á karakterunum í Sjálfstæðisflokknum.  Háðið er besta ádeilan.

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.1.2012 kl. 13:35

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

.. eða kannski réttara að segja "sterkasta ádeilan" ...

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.1.2012 kl. 13:35

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Gleðilegt ár Hrönn mín - jáhá - þú hefur aldeilis verið lúin! ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.1.2012 kl. 13:36

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gledilegt ár mín kæra megi nýja árid færa tér gledi og gæfu

Ásdís Sigurðardóttir, 1.1.2012 kl. 13:37

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk elsku Ásdís mín, og sömuleiðis.

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.1.2012 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband