15.1.2012 | 09:08
Vondir menn eða vondar gjörðir?
"The greatest wisdom is in simplicity. Love, respect, tolerance, sharing, gratitude, forgiveness. It's not complex or elaborate. The real knowledge is free. It's encoded in your DNA. All you need is within you. Great teachers have said that from the beginning. Find your heart, and you will find your way."
Úr speki Maya indjána.
"Guðs ríki er innra með yður."
Úr Biblíu kristinna manna.
"Find your heart, and you will find your way." -
Hér er verið að tala um að finna eða þekkja hjarta sitt og fylgja því.
En hvað er átt við hér með orðinu hjarta? ..
Latneska orðið core þýðir hjarta, enska orðið core þýðir kjarni. Enska orðið courage þýðir hugrekki.
Þegar verið er að tala um að þekkja eða finna hjarta sitt, er verið að vísa í það að komast að kjarna sínum. - Hinum innra manni.
Það þarf líka hugrekki til að fylgja hjarta sínu en fylgja ekki bara þeim sem á undan ganga. Þegar við fylgjum hjartanu er auðvitað meiri hætta á árekstrum, og jafnvel vonbrigðum, en við lifum þá í heiðarleika við okkur sjálf.
Það flókna við þetta allt saman er spurningin: "Hver er ég?" -
Hver er ég eftir að búið er að strippa af mér það sem búið er að innprenta mér frá æsku - hver er ég án titla, menntunar, atvinnu, fjölskyldu .. eða alls sem dags daglega skilgreinir mig?
Er ég vond/ur eða góð/ur? ...
Ég trúi þvi að allir menn séu góðir í kjarna sínum, en öllum mönnum sé hægt að spilla sé rétt aðferðafræði notuð.
Það er þess vegna sem við þurfum stundum að fara varlega í að stimpla fólk gott eða vont. Jú, gjörðir þeirra eru vondar eða góðar, - það er oft ekki erfitt að sjá það, en er fólkið vont, vitlaust, illa upplýst - illa upp alið, eða bara illa innrætt? Úr hvaða menningarheimi kemur það?
Samskipti geta verið vond og gjörðir vondar, - en er fólk í hjarta sínu/kjarna sínum vont?
Ef að fólk á að fylgja hjarta sínu, verður það að þekkja hjarta sitt, annars er fólk að fylgja hugmyndum eða kenningum annars fólks og/eða hópa fólks.
"Faðir fyrirgef þeim því þau vita ekki hvað þau gjöra" eru þekkt orð Jesú Krists á krossinum.
Fólkið átti skilið fyrirgefningu vegna fáfræði sinnar.
Fordómar eru fáfræði.
Stundum er talað um að hægt sé að meta þroska mannsins eftir hversu auðvelt hann eigi með að setja sig í spor annarra.
Getum við gengið án dómhörku um þennan heim og farið alveg í hinn endann sýnt náunganum samhygð? Líka þeim sem gera ljóta hluti?
Myndin "Dead man walking" tekur á þessu þar sem nunna gerist trúnaðarvinkona manns á dauðadeild. Það voru ekki allir sáttir við að hún skyldi sinna þessum manni, eftir óhugnanleg voðaverk hans. En þessi saga sýnir inn í líf og inn í hjarta þessa manns sem var, eftir allt, bara týndur sjálfum sér.
Ef að allir menn horfðu inn á við, finndu kjarna sinn - kjarna sem væri góður? - væri þá von á að heimurinn yrði betri?
Ég trúi því.
"Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig" ...
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.1.2012 | 11:44
(Matar)dagbók föstudag 13. janúar og lífið sortérað ..
Ég hef verið of mikið á Facebook, og kannski er það sem kallað er "understatement" - svo nú þarf ég að vakna til meðvitundar um það og fara að gera meira uppbyggilegt.
Net-working is Non-working sagði Brian Tracy á ráðstefnunni í haust!
Ég tók mig til og sortéraði aðeins í fataskápnum í gær og í skúffum og öðrum hirslum. Græddi helling í ferðasjóðinn minn, en ég tek alla mynt og set í bauk. Stefni svo á ferðalag þegar nægilega hátt innlegg er komið í bankann.
Ég fékk fréttir í morgun af litlum dreng sem er að berjast fyrir lífi sínu og heilsu, og það kippir manni alltaf niðrá jörðina, - hver eru hin RAUNVERULEGU gildi og hvað það er sem skiptir máli.
Rifrildi t.d. út af hverju einhver setti ekki einhvern hlut á þennan stað eða hinn, eða sagði hitt eða þetta verða svo ómerkileg. Áhyggjur af peningum verða líka ómerkilegar. Auðvitað verða svona mataræðispælingar líka ómerkilegar, en þær eru hluti af mínum tilfinningum - þ.e.a.s. ég er að sleppa að borða í stað þess að lifa mínar tilfinningar eða eins og sagt er "You need to feel your feelings but not eat them" ..
Dagurinn var að vísu mjög tilfinningaþrunginn, því ég fór að heimsækja mömmu á Droplaugarstaði, og hún fjarlægist meira og meira. Blikið að hverfa úr augunum. Þegar ég mætti á svæðið sat hún steinsofandi í einum sófanum í dagstofunni. Ég náði að vekja hana, en hún hélst varla vakandi. Svo kom Stefán Helgi óperusöngvari sem kemur reglulega og syngur gamlar dægurperlur. Þar sem ég sat við hlið mömmu, sem svaf mestan tímann og rumskaði á milli og brosti til mín - fóru tárin að streyma undir söng Stefáns; Blátt lítið blóm eitt er ... Mamma ætlar að sofna... ég þurfti að bíta á jaxlinn og hreyfa tærnar (að hreyfa tærnar er trix sem einn prestur kenndi mér, þegar mikið liggur við að missa sig ekki!) ...
Átti annars ágætan föstudag 13. en matardagbókin er eftirfarandi:
8:00 hafragrautur m/valhnetum og rjómaslettu - vatn (s)
10:00 kaffibolli (l)
12:00 Lífræn jógúrt m/kókos (s) kaffibolli (l)
15:00 tebolli, stórt epli (s/l)
17:30 1/8 úr hafraköku, 2 x kornbrauð m/hummus (s) 2 x bollar kaffi (l)
20:00 1 diskur brún grjón m/sólskinssósu, vatn (s)
22:00 möndlur, valhnetur og vínber
Enn sé ég að grænmetið vantar og hádegismatur var frekar rýr, var dugleg í vatninu og jurtateið var mjög gott.
Stefni á að vera dugleg í grænmetinu í dag.
Hægt er að skoða fyrri daga;
Hér má sjá matardagbók 10. janúar
Hér má sjá matardagbók 11. janúar
Hér má sjá matardagbók 12. janúar
Lifum heil og í heiðarleika
"Success is not the key to happiness. Happiness is the key to success. If you love what you are doing, you will be successful."
- Albert Schweitzer
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.1.2012 | 07:38
(Matar)dagbók 12. janúar 2012 - fiskinn minn, nammi, nammi, namm! ..
Ég man þegar ég horfði á myndina "The Secret" var talað um "spiral effect" .. það er að segja að ef að dagurinn byrjaði illa gætum við reiknað með að hann yrði allur vondur. Ég er að vísu búin að "outsmarta" það og nota möntruna hennar Louise Hay - "All is well" - eða allt er gott, svo þó að eitthvað byrji illa næ ég að snúa á það. Þetta getur hljómað undarlega, en það virkar fyrir mig og það er nóg! En jæja, það virkar líka fyrir Louise Hay og hún er hamingjusöm kona, svo af hverju ekki að nota tækin sem okkur eru gefin, okkar innri uppsprettu?
Louise Hay talar mikið um mátt hugans, og mátt jákvæðra staðhæfinga - til að mynda í eigin garð. Hennar daglega staðhæfing fyrir 12. janúar var t.d.:
"Limitations are merely opportunities to grow. I use them as stepping stones to success."
Og þegar talað er um "success" eða árangur, þá náum við ekki árangri við að vera óhamingjusöm og berja okkur til árangurs, heldur með því að vera hamingjusöm og elska okkur til árangurs!
Í gær hitti ég elskulegu konurnar sem eru í framhaldi í námskeiðinu KMK eða Í kjörþyngd með kærleika. Við töluðum um mikilvægi þess að langa til að vera góðar við líkama okkar, ekki að eitra fyrir honum, eða gefa honum það sem honum er vont. Líka mikilvægi þess að borða NÓG. Brennsla líkamans hægist ef að langt líður á milli máltíða, svo það er alls ekki gott að borða bara í hádeginu og svo aftur um kvöldmatarleytið, þá erum við orðin svo óhugnalega svöng og gúffum því oft í okkur því sem hendi er næst!
En dagurinn var s.s. svona hjá mér:
Kl. 9:00 hafragrautur með perum og valhnetum - rjómasletta út á - vatn (S)
Kl. 9:30 Tvær gráfíkjur (L) ég er sólgin í gráfíkjur og svo eru þær góðar fyrir hægðirnar
Kl. 10:00 Kaffi, möndlur (L)
Kl. 12:00 Tvær X gróft brauð með sardínum (S) Ein brauðsneið m/sardínum (G) og svo kláraði ég úr sardínudósinni, - held það sé í lagi - þær eru hollar, en það var auðvitað græðgi ;-)
Kl. 15:00 Vínber, möndlur (L)
Kl. 16:00 Ein lífræn kaffijógúrt (S)
Kl. 20:00 silungur velt upp úr eggi og grófum lífrænt ræktuðum höfrum (nammi), rifnar sætar kartöflur, brún hrísgrjón og salat með spínati og valhnetum, létt hvítlaukssósa Þetta var GOTT (S/L)
þurrkaður lambavöðvi m/hvítlaukssósu, varð að smakka (G)
Ávextir dagsin var 1 pera og svo nokkur vínber, svo auðvitað þurrkuðu gráfíkjurnar, en stefnan er að borða meira af ávöxtum. Grænmetið var spínat.
Ég sleppi enn öllum viðbættum sykri, nammi, bakarísdóti, kökum, eftirréttum o.svol. Er á meðan er. Ég vigtaði mig þegar ég kom heim frá Danmörku og hafði þá þyngst um 1.9 kg frá því á aðfangadag.
Það var margt gott við 12. janúar 2012, og rúsínan í pylsuendanum var að fá börnin mín í mat, því ég sat ekki ein og borðaði silunginn góða.
Smá játning: - um klukkan 22:00 fór ég fram og fékk mér kaldan silung, hann er algjört sælgæti. Það var ekki af hungri, miklu fremur af því að mig vantaði eitthvað. - Ég þarf að skoða það hvað gerir mig hamingjusama og hvernig ég geri mig hamingjusamari. Er bara nokkuð sátt ef satt skal segja.
Hér má sjá matardagbók 10. janúar
Hér má sjá matardagbók 11. janúar
Lifum heil og í heiðarleika
"Success is not the key to happiness. Happiness is the key to success. If you love what you are doing, you will be successful."
- Albert Schweitzer
Gamanaðessu ;-)
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 07:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2012 | 08:24
(Matar)dagbók 11. janúar 2011 ... gerfi, gerfi, aukaefni, ruslfæði ..
Þessa vikuna er ég að skrifa um mat, hvað ég borða yfir daginn og hvaða hugmyndir ég hef um mat ;-) og mataræði, - auk umgengninnar við mat. Geneen Roth, höfundur bókarinnar Women, Food and God, segir að umgengni okkar við mat sé speglun á hvernig við lífinu almennt ... er það satt?
Matseðilinn þegar ég var barn; soðinn fiskur, steiktur fiskur í raspi, silungur (á sumrin uppí sumó), reyktur fiskur, saltfiskur, grjónagrautur, sveskjugrautur, ávaxtagrautur, hafragrautur, lambalæri, lambahryggur, spaghetti bolognaise, kakósúpa, kringlumjólk, kjötbúðingur, steikt lifur, fiskbúðingur, fiskbollur (karrý-eða tómatsósa), kjötfarsbrauð, kjötbollur, gúllas, skyr, súrmjólk... man ekki eftir fleiru í bili.
Svo var mamma með smá varíasjónir frá Ameríku, svo við fengum stundum amerískar pönnukökur í morgunmat - nammmm...
Það sem ég sé þegar ég loka augunum er fjölskyldan við matarborðið, soðinn fiskur, hamsatólg. Það er sterkasta minningin. Hamsatólgin er örugglega ekki það hollasta í heimi, en hlutfallslega var nú borðað lítið af henni.
Ég held að fólk sé almennt að elda ágætis mat, það sem eldar. Mikið af fólki stundar það að kaupa skyndibita og þá ekki hollan og svolítið dýran. Það er því bæði sukk í mat og peningum.
Ég er þessa dagana að kaupa inn einungis holla vöru - og svona mest "beint frá bónda" eða sem hreinasta. Ávexti, hnetur, kjúkling, lax, grænmeti ...
Ég vil ekki vera amman sem gefur barnabörnunum sælgæti, heldur skál af ávöxtum að sama skapi og ég vil ekki vera amman sem lætur þau horfa á slæmt sjónvarpsefni. - Þetta eru s.s. pælingar dagsins varðandi matarÆÐI, en svo er komið að matardagbókinni, - en ég fór s.s. í Bónus í gær til að versla hollt og gott og eiga eitthvað í vinnunni til að grípa til.
Það skal tekið fram að ég borðaði yfir mig af vínberjum og var illt í maganum af þeim sökum!
Skýringar .. (S) svöng (G) gráðug (L) langaði bara
En hér kemur dagurinn:
Kl. 9:00 Hafragrautur úr grófvölsuðum höfrum m/mjólk og dreitil af sýrópi/vatn (S)
Kl. 10:00 Kaffibolli og ein hrökkbrauðssneið m/hummus (L)
Kl. 12:00 2 x gróft brauð með kavíar (S) 1 x gróft brauð m/kavíar (G)
Kl. 14:00 - 16:00 330 ml heilsusafi, möndlur, vínber, gráfíkjur (S/L)
Kl. 14:30 Heilsute
Kl. 15:00 kaffi/vatn
Kl. 17:00 Sesamstöng frá Sollu, heilsute (L)
Kl. 18:00 - 19:00 Vatn Ostapopp (G) - FAIL DAGSINS -
Ég var mjög södd þegar hér var komið þannig að um engan kvöldmat var að ræða ..
Hmmm.. þetta lítur ekkert allt of vel út, ég endaði nefnilega í bíómyndaveislu í vinnunni þar sem boðið var upp á ostapopp og súkkulaðirúsínur. Að sjálfsögðu sleppi ég rúsínunum, en borðaði eins og 4 stórar lúkur af ostapoppi. Ég held að það sé slatti af gerviefnum sem notuð eru í þetta ostabragð.
En hrós dagsins, er að ég held mér frá súkkulaði, kökum og þannig sætindum, drakk ávaxtasafa og borðaði vínber. Það vantar þó grænmeti inn í þennan pakka ;-) ..
Í kvöld ætla ég að elda silung og fá börnin mín í heimsókn, það er ekki verra! ..
Fiskur og grænmeti eru svo gott heilafæði, við þurfum að vera vakandi fyrir því að borða meiri fisk!
GRUNNATRIÐI ALLTAF: Virða sig og líkama sinn nógu mikið til að skaða hann ekki með eiturefnum eða óhollustu, borða ekki til vanheilsu (vínber innifalin), eða til offitu til að of mikið reyni á t.d. hnén eða bakið! ..
Elska sig, virða sig, treysta sér.
Vera glöð í því sem við gerum dags daglega - á öllum sviðum, ekki þegar eða þá, heldur núna!
Hlusta á okkur sjálf, standa með okkur sjálfum, gefa okkur tíma til að slaka á og vera til!
Þau sem vilja fylgjast með geta séð daginn á undan hér: SMELLIÐ
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2012 | 08:16
Matardagbók - þriðjudagur 10. janúar 2011
Þegar við erum að skríða í meðvitund um það sem við borðum, er ágætt að skrá niður allt sem fer upp í munninn, vegna þess að það ýtir undir að við hugsum um það. Margir skilja bara ekkert í þyngdaraukingunni, - vegna þess að þeir verða varla varir við að borða.
Eru með skál af einhverju gúmmelaði eða góðgæti á borðinu og í hvert sinn sem er gengið fram hjá skálinni er einum bita stungið upp í sig, eða það er kaka og í hvert sinn sem gengið er framhjá er skorin örþunn flís, en ef flísarnar væru teknar saman væru kannski komnar þykkar sneiðar.
Kannski er einhver að smyrja fyrir börnin og skera skorpuna af, stingur henni svo upp í sig?
Sumir freistast til að borða afganga frá börnunum sínum, þegar verið er að ganga frá, eða í staðinn fyrir að setja afganga af pönnunni í ísskápinn, að hreinsa þá upp í sig, "því það tekur því ekki að geyma svona lítið" ... þá er nú ágætt að spyrja sig hvort að maður sé orðin lifandi ruslatunna?
Svo borðum við örugglega ekki með meðvitund fyrir framan sjónvarp, eða þegar við lesum blöðin - keyrum bílinn o.s.frv. - Jú, við getum haft eitthvað í hendi, - en við finnum varla bragð, og njótum þess tæplega sem skyldi.
En nálgumst nú matardagbókina, - til að hún virki enn betur er hægt að skrifa athugasemdir fyrir aftan, hvers vegna borðað var; græðgi (G) - svengd (S) - Löngun (L) - Þorsti (Þ)
Hér er dæmi um minn dag, en hann var að vísu svolítið "spes" því ég var að koma úr flugi aðfaranótt mánudags og átti engan mat í ísskápnum, svo hluti þess sem ég borðaði var aðkeypt.
9:00 Hafragrautur frá Ginger (S)
10:00 Kaffibolli (L)
12:00 Kjúklingasalat frá Ginger (S)
12:10 Heilsukaka frá Ginger og kaffibolli (L/G)
14:00 Kaffibolli (L)
15:00 Grænt epli (L) .. endaði að vísu bara í einum til tveimur bitum/var of súrt
18:00 2 bollar engiferte (L/Þ)
20:00 2 x heilsubrauð m/hummus (S) 1 x heilsubrauð m/hummus (G) vatn (Þ)
Það vantaði meiri ávexti í þennan dag, og ég þarf að drekka meira vatn. Ég sagði upp sambandinu við Hr. sykur, því það var orðið hálfgert ofbeldissamband, þar sem hann stjórnaði - og það vil ég ekki!
Það er gott að spyrja líkama sinn (sem er að sjálfsögðu samstarfsaðili okkar) hvað hann vill og hlusta á hans kröfur, - hvað hann þarfnast til að dafna og vera heilbrigður, og það skemmtilega er að það er það sama og við þörfnumst ...
Njótum hvers munnbita og borðum aldrei með skömm, lífið er of stutt fyrir skömmina - hún er "OUT"
Ég ætla að skrifa þessa dagbók í eina viku, og er hún liður í vinnu minni með konur á námskeiðinu: "Í kjörþyngd með kærleika" - en endilega fylgist með, sem eruð að pæla í heilsunni, mataræði o.fl.
Knus og kram inn í daginn ;-)
p.s. hér er síðan á Facebook
p.p.s. og hér er grein um hvers vegna ég fór m.a. að kenna námskeiðið.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.1.2012 | 10:26
Hvað ef þú ert þín stærsta hindrun?
Erum við sátt í starfi (sjálfboðastarfi/heimavinnandi?)
Erum við sátt í sambandi? - við maka/fjölskyldu/vini?
Erum við sátt við heilsu okkar? Líkamann?
Erum við sátt við samfélagið okkar?
Erum við sátt við fjárhag okkar?
Þetta eru hinir fimm þræðir farsældar sem tvinnast saman, m.a. skv. bókinni "Well Being" sem ég hef verið að kynna mér.
Þar er talað um að ekki sé nóg að fókusera einungis á einn þessara þráða, heldur styrki þeir hvern annan.
Það sem kemur líka fram að stærsta hindrunin við að ná því að vera sátt erum við sjálf.
Auðvitað eigum við að breyta því sem við getum breytt, sætta okkur við það sem við getum alls ekki breytt og hafa vit til að greina þar á milli, eins og kemur fram í æðruleysisbæninni.
En mér finnst þetta athyglisverðar pælingar, - að eitt styrkir annað og að við verðum að hafa drifkraft til að langa til að ná árangri, - vita hvað það er sem heldur aftur af okkur, og hvað það er sem kemur okkur áfram. - Þar kemur sjálfsþekkingin inn í.
Við getum skorað hátt í einum til fleiri þáttum, segjum t.d. að við værum ótrúlega vel efnuð, en ef að þáttur eins og samskipti og heilsa eru ekki í lagi, þá lifum við ekki farsælu lífi. Það er leika sér með þetta fram og til baka.
En hvað ef að ég er mín stærsta hindrun í mínu lífi og þú í þínu?
Hvað þýðir það að komast yfir þessa hindrun, ryðja henni frá? Opnast þá ekki endalausir möguleikar?
Einhverjar hindranir koma svo sannarlega utan frá, en þar verðum við að skoða hvernig við bregðumst við - hvert viðhorf okkar er og hvað við látum utanaðkomandi hindranir hafa mikil áhrif.
Hversu stórt vægi fá þær? -
Mér finnst þetta vera gott nesti inn í nýja árið, og ætla alveg örugglega að útbúa fyrirlestur í kringum þetta - t.d. varðandi forstjóra og foreldra. Þar gilda sömu lögmál.
Börn þurfa athygli - starfsmenn þurfa athygli.
Við þurfum öll að vera sýnileg.
En í lokin; þá þurfum við að vera besta eintakið af sjálfum okkur.
Farsæld okkar er farsæld heildarinnar, því að farsæld er smitandi.
Eigum góðan og jákvæðan dag, þar sem við veitum athygli eigin styrk og þeirra sem eru í kringum okkur! ... psssst .. (látum þau vita)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2012 | 07:43
Hugleiðing um brjóst .. er sjálfstraustið í sílikoninu?
Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki hugmynd um fjölda kvenna með silikonpúða, bara miðað við fjöldann með púða frá PIP - þá ..... :
"en talið er að um 300 þúsund konur í 65 löndum séu með sílíkonpúða frá PIP"
Ég get alveg skilið ef að þarf að byggja upp brjóst, ef að kona missir brjóstið vegna aðgerðar - og jafnvel ef að kona er alveg brjóstalaus, en áhersluna á stærri brjóst hjá heilbrigðum konum finnst mér ég þurfa að setja spurningamerki við.
Við þurfum að spyrja af hverju er konan ósátt við sig eins og hún er, og hvaða skilaboð er samfélagið að senda?
Ég hef heyrt að konur fái meira sjálfstraust með stærri brjóst. Því er það ekta sjálfstraust eða er það bara sjálfstraust sem felst í því að einhverjum líki betur við þær eða finnist þær eftirsóknarverðari á þeim forsendum að það sé hægt að horfa meira á barminn á þeim eða fá meira út úr því að koma við þær? -
Hvernig er tilfinningin hjá þeim sjálfum? - Er upplifun í geirvörtu sú sama eftir að búið er að lyfta henni upp og græða á aftur? - Er upplifun bólfélagans mikilvægari en þeirra sjálfra?
Kynlífið er að miklu leyti í huganum, ef að kona fær viðurkenningu eins og hún er og hún viðurkennir sig eins og hún er er hún frjáls til að vera eins og hún er og nýtur sín. -
Sjálfstraustið kemur innan frá, "from your guts" .. og sjálfstraust er samþykki á sjálfum sér.
Ég sá að einhvers staðar að velferðarráð eða hvað það sem nú heitir ætlaði að tryggja þeim konum á Íslandi sem væru með PIP fyllingar aðgerð til að láta fjarlægja púðana. Það er svosem réttlátt, við borgum sjúkrahúsvist og lækningaþjónustu fyrir fólk sem eitrar fyrir sér viljandi, eins og með reykingum eða mat sem allir vita að er óhollur. - Þessar konur gerðu það ekki viljandi.
Öllum er frjálst að fara í lýtaaðgerðir, eða fegrunaraðgerðir, fylla hér og fylla þar, eða soga burt o.s.frv. ég held bara að það þurfi að fara vel í saumana á forsendunum, hvort að viðkomandi öðlist meiri og alvöru hamingju, sjálfstraust o.s.frv. eða hvort það er bara verið að auka á gerfið? ..
Þetta er ekki fullrætt hér, - væri gaman og gott að sjá ykkar pælingar og ef einhver vill tjá sig sem hefur upplifað aðgerð.
Sjálfri finnst mér að við ættum að hafa sem fæst inngrip í sköpunina, - það þarf auðvitað að fjarlægja æxli, lækna þar sem þarf að lækna.
Við þurfum að hætta að vera svona dómhörð á útlit hvers annars, og okkar eigin.
Og hver segir að normið sé stór brjóst, mjótt mitt og sléttur magi?
Viljum við ekki bara vera EKTA við? - eða hvað? ...og jú - samþykkt sem slík!
![]() |
Fimm látið fjarlægja PIP-púða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
How We Separate Ourselves From The Divine - skv. Lissa Rankin
1. Speaking badly about someone else (regardless of whether or not we're "right")
(Að tala illa um aðra, hvort sem við höfum rétt fyrir okkur eða ekki, - ég vil bæta við hér að tala illa um okkur sjálf)
2. Lashing out in anger
(Að bregðast við með reiði, - við sjáum yfirleitt eftir því, gott að muna eftir stop merkinu eða að telja upp að 10)
3. Holding a grudge and choosing not to forgive
(Að viðhalda gremju og velja að fyrirgefa ekki, - ef við eigum erfitt með að fyrirgefa sjálf, er mitt ráð að biðja Guð/æðri mátt/hið heilaga að aðstoða mig við það)
4. Judging others
(Að dæma aðra, dómharka okkar færir okkur að öðrum en ekki að okkur sjálfum - augljóslega)
5. Excessive busyness that keeps us from feeling a sense of spiritual connection
(Vinnufíkn, við finnum allt til að gera til að flýja tilfinningar okkar, eða stunda andlega iðju eins og að hugleiða og þykjumst ekki hafa tíma, en gefum okkur aftur á móti e.t.v. tíma til að horfa á sjónvarpið marga tíma að kvöldi ;-).. "andleg tenging" getur verið við fólk, við okkur sjálf og við "hið heilaga" )
6. Cheating
(Að svindla - munum að taka okkur sjálf með inní pakkann - verum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum)
7. Betraying a confidence
(Að bregðast trúnaðartraust - svipað og númer 6. )
8. Failing to nurture your body as the temple that it is (smoking, overeating, not exercising, etc)
(Við bregðumst líkama okkar - stundum hryðjuverk á honum jafnvel, - en líkaminn er musteri okkar eins og við vitum - við gerum það með ýmsum hætti; með reykingum, ofáti, hreyfingarleysi o.s.frv)
9. Overindulging on mind-altering substances that distance you from the Divine (drugs, alcohol, etc.)
(Ofneysla efna sem breyta hugarástandi og fjarlægja okkur frá hinu heilaga (lyfjum, dópi, alkóhóli o.s.frv.)
10. Telling a little white lie to avoid conflict or get us out of trouble
(Segja hvítar lygar - til að forðast það að lenda í átökum eða koma okkur úr vandræðum, munum að sá sem er trúr í hinu minnsta er líka trúr í hinu stærsta, gott að hafa í huga þegar við erum að stinga vínberjum upp í okkur í búðinni ;-)) ..
I'm sure there are many more .. segir Dr. Lissa Rankin - en þetta er læknir sem ég er nýbúin að uppgötva og hún hefur svoooo margt mikilvægt að segja og hér er líka hægt að hlusta á hana:
Punktar úr fyrirlestrinum:
Lissa Rankin ítrekar hér mikilvægi þess að setja andann í forgang, - að líkaminn sé aðeins spegill þess hvernig við lifum lífinu.
Hvernig líður okkur þegar við erum í vondu sambandi, vinnu þar sem við erum ekki ánægð?
Hvað er í gangi þegar líkaminn gefst upp? -
Líkaminn hvíslar að okkur, en ef við hlustum ekki á líkamann fer hann að öskra.
Faraldurinn er stress og kvíði, - verkir, sársauki .. og læknirinn finnur stundum ekkert - en það er auðvitað fullt að.
Hvað ef að læknirinn finnur ekki greiningu, - engin pilla sem getur læknað.
Kannski þarf að fara að fella hlutverkagrímurnar?
Mömmugrímuna, læknisgrímuna, listamannsgrímuna ...
Lissa gekk í gegnum storm erfiðleika - sem hún lýsir hér.
Þegar lífið hrynur, ferðu annað hvort að vaxa eða æxli fer að vaxa innra með þér.
Þá er tími til að hætta að gera það sem þú "átt að gera" en ferð að gera það sem þig langar.
Fella grímurnar.
Hún og maður hennar stukku inn í nýtt líf
Það er hægt að hætta í starfinu sínu en ekki hætta við köllun sína
Lissa hafði (andlega) köllun til að vera læknir
Hún vildi samt ekki verða sami læknir og hún var -
Hún vildi enduruppgötva hvað það var sem hún elskaði við læknisfræðin og líka hvað hún hataði við það
Byrjaði að kenna ýmsu um sem hún telur upp í fyrirlestrinum.
En niðurstaðan var ekki að skoða afleiðingar heldur orsakir
Hún fór að hlusta meira á sjúklingana sína .. prófaði ýmislegt óhefðbundið en sá að það var svipuð aðferðafræði - svarið var fyrir utan sjúklingana en ekki innra með þeim.
En sjúklingarnar læknuðust af einum sjúkdómi - og fengu þá annan.
Þá fór hún að leita að rótinni; hvað er það sem raunverulega gerir líkamann veikan?
Eitthvað sem enginn kenndi henni í Læknanáminu
Allt skiptir máli, hreyfing, mataræði og að hitta lækninn sinn
En það sem raunverulega skiptir máli
HEILBRIGÐ SAMBÖND
FARSÆLD Í VINNU
VERA ANDLEGA TENGD
HEILBRIGT KYNLÍF
EFNAHAGSLEG FARSÆLD
HEILBRIGT UMHVERFI
ANDLEGT HEILBRIGÐI
Þetta er verið að sanna, sanna í Harvard og virtum stofnunum
Hún fékk sjúkling sem gerir allt sem læknirinn segir henni, hún hleypur og borðar hollt o.s.frv.
Sjúklingurinn spurði: Hver er greiningin mín?
Lissa svaraði: Þú ert í hræðilegu hjónabandi, ert óánægð í vinnunni, ert ekki andlega tengd, þú ert enn ekki búin að losna við gremjuna frá æsku .. o.s.frv.
Hvað er þá mikilvægast?
Caring for the heart, soul, mind ..
Við þurfum að næra innra ljósið - ljósið sem veit alltaf hvað er rétt fyrir þig, innsæið þitt.
Þetta ljós er mikilvægara en nokkur læknir.
Lissa skrifar um sjálfsheilun frá kjarna.
Ást, þakklæti og pleasure er límið sem heldur okkur saman ..
Hvað er úr ballans í mínu lífi?
Hvernig getur þú opnað þig, verið heiðarlegri, um þarfir þínar, hver þú ert? ..
Lissa talar hér um myndband Brené Brown "The Power of Vulnerability" en ég hef bloggað mikið um Brené Brown ..
Skrifum upp á eigin lyfseðil - heilum frá kjarna ...
HVAÐ ÞARFT þÚ - HVERJU ÞART ÞÚ AÐ BREYTA?
Þorir þú að fella grímuna - vera þú?
----
Allt sem Lissa segir hér að ofan hef ég verið að taka inn, hægt og rólega, það tekur tíma. Í raun er það eins og endurforritun, því að það er búið að setja svo margt annað inn og það sem hefur hlaðist inn er líka eins og sníkjudýr eða kalk á sálinni, - sálinni sem þarf að fá að skína.
Þetta er það sem hefur komið frá mínu ljósi, mínu innsæi (sem ég trúi að Guð gefi), - en ég viðurkenni að það er gott að fá samþykki frá lækni, frá Harvard jafnvel.
Ég tel að vísindi og trú séu eitt og hið sama.
Megi gæfan þig geyma
megi Guð þér færa sigurlag.
Megi sól lýsa þína leið
megi ljós þitt skína sérhvern dag.
Og bænar bið ég þér
að ávallt geymi þig Guð í hendi sér.
(texti. Bjarni Stefán Konráðsson)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2012 | 09:58
Ætli Eiður Guðnason sé með hríðir? ..
Þó ég vilji bjóða alla velkomna með sínar athugasemdir, eru það örfáir aðilar sem ég hef hent út af blogginu mínu. Einn þeirra er Eiður Guðnason.
Í tilfelli Eiðs var það eiginlega bara fyndinn misskilningur - að ég hélt í upphafi, - en ég reyndi að útskýra fyrir honum - en allt kom fyrir ekki.
Ég hafði verið að segja hjartnæma fæðingarsögu í tilefni 27 ára afmæli dóttur minnar (sem hægt er að lesa hér og athugasemdir við ef smellt er HÉR - þar sem ég var kvalin og pínd og með miklar og erfiðar hríðir (var sólarhring að eiga) var sett á slökunarkasetta með Huldu Jensdóttur, og þar sem ég var ekki "í stuði" fyrir það svo ekki sé meira sagt, sagði ég frá því að ég hefði beðið um að "helv.. kellingin yrði fjarlægð úr tækinu" .. Frásagan var öll í samhengi, og tók ég fram í blogginu að og margar konur gerðu athugasemdir og áttu svipaða upplifun, ekki alveg til í létta músík eða slökun - eða höfðu orðið orðljótar þegar verstu hríðirnar gengu yfir.
Það sem ég skrifaði beinum orðum:
"Ég var gíruð upp og sett á fæðingarstofu, í kasettutækið var sett öndunarspóla með Huldu Jensdóttur - en ég var fljót að segja "takið helv....kellinguna úr tækinu" .. hafði haldið upp á þessa spólu, og auðvitað er Hulda hin besta manneskja, en þegar ég var kvalin og gat ekkert andað í takt við hana Hmmm..." ...
Kom þá ekki Eiður (reiður) á bloggið og fór að skamma mig fyrir að kalla Huldu Jensdóttur, þessa dásemdarkonu "helvítist kerlingu" .. Ég ákvað að útskýra fyrir honum, að þetta hefði verið í hita augnabliksins - svona gerðist sko þegar konur væru að fæða börn, - Hulda Jensdóttir væri yndisleg manneskja og þetta hefði ekkert með hana að gera! .. En þar sem innlegg hans var svo gróft, ákvað ég að fela það.
Þá brást hann svona við:
"Þú tókst athugasemd mína um dónaskap þinn gagnvart Huldu Jensdóttur ljósmóður út.Auðvitað finnst þér óþægilegt að vakin skuli athygli á þessu og ritskoðar þessvegna athugasemirnar við bloggið þitt.
Kona sem kallar Huldu Jensdóttur helv..kerlingu.. er ekki í góðu andlegu jafnvægi og ætti sannast sagna að skammast sín fyrir orðbragðið."
ESG (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 13:19
Þetta er auðvitað ágætt sýnishorn af innsæi Eiðs Guðnasonar, - niðurstaða hans að kona með hríðir sé ekki í góðu andlegu jafnvægi er í raun brandarinn í þessu öllu saman. -
Ég verð alveg að viðurkenna að mér finnst leiðinlegt þegar mér er sagt að skammast mín, - og þetta skemmdi fyrir - í einhverjar mínútur - þar sem ég var að minnast fæðingar dóttur minnar. - Reiði Eiðs var s.s. algjörlega óviðeigandi og óviðundandi.
----------------------
En það vaknaði ný pæling hjá mér, er EG ekki bara með hríðir? -
Kannski býr eitthvað innra með honum sem það þarf að koma frá sér - einhver sorg, steinbarn? - svona í alvöru talað! ... Menn fá misjafna útrás ... sumir með að blóta, aðrir með að leiðrétta allt og alla, .. en um að gera að skoða hvað veldur, hver orsökin sé? ..
Elskum friðinn og strjúkum kviðinn - Make Love Not War.
Shalom.
![]() |
Útvarpsstjóri svarar fyrrverandi ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.1.2012 | 08:17
4. janúar 2012 - Hlustum
Eftirfarandi texta fékk ég senda í pósti sem ég er áskrifandi að:
"The most basic and powerful
way to connect to another person
is to listen. Just listen. Perhaps
the most important thing we ever
give each other is our attention....
A loving silence often has far more
power to heal and to connect than
the most well-intentioned words."
Rachel Naomi Remen
Hlustun er oft stórlega vanmetin, og svo er mikilvægt í samræðum við fólk að hlusta á hvað ÞAÐ segir, en ekki að vera að undirbúa okkar "gáfulega" svar eða besserwissheit á meðan það talar.
Sá sem hlustar vel, heyrir oft líka það sem liggur í þögninni - milli orðanna og það sem liggur á bak við orðin.
Ef einhver er að segja okkur sína sögu, þá höfum við mannfólkið oft tilhneygingu til að "toppa" sögu hins, - við höum uppliað eitthvað meira, stærra, verra ... það er ekki af illsku, heldur af okkar þörf til að hlustað sé á okkur!
Öll höfum við þörf fyrir hlustun, - að fá að tjá okkur og að við finnum að einhver vilji hlusta. Sérstaklega er það mikilvægt þegar börn eiga í hlut. Þeirra vandamál virka oft léttvæg í okkar eyrum, en eru þeim jafn mikilvæg og okkar stóru (eða litlu) vandamál eru okkur.
Stundum forðast fólk þá sem eru í sorg, eða hafa lent í áföllum, því þeir vita ekki hvað þeir eiga að segja. Það sem mikilvægast er, er einmitt að segja sem minnst og hlusta þess meira.
Ekki fara að segja bara "eitthvað" - syrgjendur þurfa faðmlag, samveru og hlustun, eða samtal þar sem við bregðumst við þeim, en yfirtökum ekki orðræðuna. Leyfum þeim að upplifa sínar tilfinningar og fá útrás fyrir þær.
Í þessu sem öðru gildir að vera við sjálf.
Sýna samhug, dæma ekki.
Kærleikslestin fær að fylgja með þessari færslu - hún er lögð af stað inn í 2012 ....
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)