2. janúar 2012 - Hvað vantar?

Ef við íhugum hvað flesta vantar EKKI er það fleiri föt eða hlutir til að hlaða utan um sig.  Bæta í safnið eða í geymsluna.

Í raun er það sem flesta vantar að skera niður, eða a.m.k. sortéra hvað vantar og hvað ekki.  Hvað við eigum og hvað ekki. 

Hvað er þörf, hvað er nauðsyn, hvað er bara löngun í "Eitthvað?" - 

Í mörgum tilfellum erum við að fylla á tóma tilfinningapoka með því að kaupa eitthvað sem ekki vantar. 

Föt eru sjaldnast fjárfesting, þó að ég viðurkenni að vel valin og vönduð föt/skór geti verið það. 

Það sem ég er búin að læra -  loksins, er að fjárfesta í sjálfri mér, reynslu, námskeiðum, ferðalögum, upplifunum. 

Svo uppgötvaði ég ýmsa kjóla, skó og föt í geymslunni, sem pössuðu! ... og reyndar fullan fataskáp af fötum líka. - Smile

Að sjálfsögðu er gott að nýta sér tilboðin á útsölunum, ef barnið er að vaxa - því ekki vex brókin! .. 


mbl.is Útsölur hefjast á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Prédikunarform úr prédikunarstól samtal eða eintal?

Um ræðu Hr. Karls Sigurbjörnssonar: "Hann sagði að blogg væri eins og eintal, ýmsar upphrópanir kæmu þar í stað samtalsins og samviskan sljóvgaðist."

Blogg eru misjöfn, - ástæðan fyrir því að ég blogga á moggabloggi er m.a. þægilegt athugasemdakerfi, og einmitt til að geta svarað fyrir mig, rætt, spekúlerað og LÆRT af þeim sem andmæla.  Þetta er líka hægt að lesa hér til hliðar á síðunni, þar sem ég bið fólk gjarnan um að koma með málefnalegar athugasemdir.  

Við lærum og þroskumst í raun ekki síður af því að hlusta en að tala, eða prédika "yfir" öðrum, og svo auðvitað að praktisera það sem við prédikum. - Þannig erum við heiðarlegust, þó sannarlega megum við gera mistök, enda mistök dásamlega mannleg og eina leiðin til að gera þau ekki er að gera aldrei neitt. 

Það blogg sem fékk lengstan athugasemdahalann var einmitt bloggið þar sem ég lagði upp með það að það væri mín skoðun að við mættum ekki setja samasemmerki á milli Biblíunnar og Guðs orðs, og að sjálfögðu útskýrði ég þar hvað fyrir mér vakti. - 

----

Ég byrjaði á sínum tíma að skrifa sem Pressupenni, en saknaði einmitt samtalsins. 

Prédikun á að vera fagnaðarerindi, "Good news" ..  Góðu fréttirnar fjalla um eilíft líf, upprisu Jesú Krists frá dauðum. 

Það þarf ekkert að taka því "bókstaflega" við erum að upplifa upprisu á hverjum degi í eigin lífi, hverri mínútu sem okkur er gefin - það er ný blaðsíða, nýtt líf.

Markmið prédikunar er ekki að fá fólk til að skammast sín, eða fyrir sig, heldur að finna til friðs, langa til að gera betur, vita að það er von, ganga með gleði í hjarta inn í nýja viku, inn í nýtt ár. 

Aðferðafræðin að skamma fólk til samstarfs virkar ekki, - eða virkar a.m.k. ekki til að fólk geri hlutina af heilu hjarta, langi til þess. 

Aðferðafræðin er akkúrat öfug - að elska fólk til samstarfs. 

Ég skrifaði það í morgun, og skrifa það hér aftur;  árið 2012 er ár ÁSTARINNAR og það þýðir ekki að öll árin þar á eftir geti ekki verið það líka. 

ELSKUM HVERT ANNAÐ, TÖLUM SAMAN ... Heart..og hlustum  ..


mbl.is Þurfum að horfa í eigin barm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1. janúar 2012

Góðan dag, - fyrsta færslan á nýju ári verður í dagbókarstíl.

Í fyrsta lagi er ég stödd, fjarri heimalandi, eða í Hornslet Danmörku hjá dóttur, tengdasyni og barnabörnum og við áttum gott og hresst gamlárskvöld saman. - Vorum orðin lúin um miðnætti og rétt höfðum lyst á einum sopa af kampavíni!  - Það skal tekið fram að við fengum okkur fleiri en einn sopa af rauðvíni með matnum. 

Á gamlársdag hafði ég farið ein í göngutúr og fann að á göngunni voru tárin farin að spretta fram, - áramót eru allta viðkvæm hjá mér og þótti mér gott að gráta svolítið.  

SMS-aðist við börnin mín tvö á Íslandi um áramót, og svo töluðum við við systurnar á Vesturgötunni og fjölskylduna þar um eitt leytið, en svo var farið að sofa upp úr því. 

Í nótt vaknaði ég svo um fimm leytið og horfði á áramótaskaupið.  

Það var vel gert, karakterarnir fyndnir, en einkenndist af frekar grófum húmor, þar sem fátt var heilagt og fáu hlíft. Mér fannst óþægilegt að sjá myndina af Ólafi Skúlasyni og mér fannst mjög lítið gert úr mörgu fólki.  Sérstaklega kannski Dorrit forsetafrú, en ég tek það fram að ég á eftir að sjá skaupið aftur.  Sjálfstæðisflokkurinn fékk sína útreið og Sigmundur Davíð. 

Mér fannst skaupið langt í frá húmorslaust, eins og sumir halda fram, en húmorinn býsna grófur og stundum full grófur, í samfélagi þar sem við erum að reyna að bæta samskiptin og vera betri fyrirmyndir fyrir börnin okkar - ekki satt? 

Atriðið í lokin stóð upp úr, - fallegur söngur og framtíðin er svo sannarlega barnanna okkar. Börn sem fá að vera börn - en eru ekki dressuð upp eins og glamúrgellur og gaurar langt fyrir aldur fram. 

Jú, Skaupið var fyndið fyrir flesta - svona eftir á að hyggja nema Sjálfstæðis-og Framsóknarmenn og aðdáendur Ólafs Ragnars kannski. - Það eru að vísu margir. 

En nú er komið hádegi hér í Hornslet, konan á leið í nýársbaðið - um að gera að ganga hrein og hreint inn í nýtt ár, - og svo er stefnan á að fara út að ganga. 

Þrjú einföldustu ráðin til hamingju: 

1. Anda djúpt - og þá helst að sér fersku lofti. 

2. Drekka ferskt vatn - vatn er drykkur-inn

3. Hugsa fallegar hugsanir  (en þær innihalda m.a. þakklæti, kærleika, von, trú o.s.frv) 

Er að hugsa annars um að láta þetta duga í dag. 

GLEÐILEGT ÁRIÐ 2012  - ÁR ÁSTARINNAR Heart

 

 

 


BIG LIKE = STÓR LÆKUR

Það er enn stillt úti, er stödd í smábænum Hornslet á Jótlandi og veröldin er að vakna fyrir utan. Sums staðar er fólk að vakna, aðrir steinsofandi og sumir að fara að sofa zzzz... 

Að sama skapi er fólk að fæðast, á miðri lífsgöngu og fólk að deyja .. 

Öll erum við fólk, af holdi og blóði, með líkama, sál og anda, tilfinningar o.s.frv.. 

Við erum að mestu leyti eins,  og við eigum svo svakalega mikið sameiginlegt. Við eigum miklu meira sameiginlegt en við gerum okkur oft grein fyrir. 

Þegar búið er að flysja af okkur, yfirborðsmennskuna, skartið, fötin - stöndum við öll nakin - og erum ekta.  Það að vera nakin þýðir líka að þora að sleppa hlutverkum - að vera við sjálf. 

Ég feitletraði orðið "ekta" hér fyrir ofan,  því að það orð skiptir mig miklu máli.  Orðin sem toppa lærdóm fyrri ára eru: 

Heiðarleiki - þakklæti - kærleikur  og ég trúi því að ef við tileinkum okkur það sem í þessum orðum felst, og þá að byrja á sjálfum okkur,  komum við til með að uppskera frelsi, traust og hamingju - og það að vera ekta. 

Til að skynja okkur sjálf, þurfum við að uppgötva okkur sjálf, - ekki að leita, því við erum nákvæmlega "HÉR og NÚ" -  ekki "ÞARNA og ÞÁ eða ÞEGAR" ... 

Það er ágætur siður að bjóða sér góðan dag á morgnana, - segja við sig: 

"Góðan dag, _____________ (nafnið þitt kemur á línuna) mikið ætla ég að vera besta eintakið af sjálfri/sjálfum mér í dag, gera það besta úr því sem ég hef og veita athygli hinu góða í kringum mig!  Þakka það sem ég hef, elska sjálfa/n mig, virða og treysta. 

Hver dagur þýðir ný tækifæri, nýir möguleikar, enn meira til að þakka fyrir og enn meira af mér - enn meira af þér, -  Uppsprettan er óþrjótandi

Nýtt ár er líka nýtt tækifæri, nýir möguleikar,  enn meira til að þakka fyrir og enn meira af ÞÉR. 

Jesús Kristur talaði um að hann væri sannleikurinn og vegurinn. - Ég túlka það ekki þannig að hið eina rétta sé að ganga söfnuð sem er með kristilegan merkimiða, eða að við þurfum að fá stimpil veraldlegra yfirvalda að við séum kristin. -  

Ég túlka það að í mennskunni liggi sannleikurinn og vegurinn,  eða eins og Pýþagóras orðaði það: 

"Know thyself, and thou shalt know the Universe and God " 

"Þekktu sjálfa/n þig, og þú munt þekkja alheiminn og Guð" .. 

Ég talaði hér að ofan um orð sem skiptu mig miklu máli, - en orð skipta vissulega máli, falleg orð heila og ljót orð brjóta niður - Guðmundur Andri Thorsson skrifaði ágæta hugvekju um orðið, en þar sagði hann m.a.: 

"Jesús Kristur guðspjallanna notar fátt annað en orð. Hann fer um og talar, segir sögur sem postularnir botna eiginlega ekkert í. Hann talar á stöðum þar sem má ekki tala - við fólk sem má ekki tala við - um hluti sem ekki má nefna. Orð ha...ns græða og opna. Og þegar hann gerir kraftaverk sín segir hann eitthvað; hann notar orðið og mátt þess. Allt á sér stað í orðinu." ...sagði Guðmundur Andri meðal annars.

En við vitum líka að talað er um orðið sem varð hold. Það er sköpun mannsins. Maðurinn sem varð leiðtogi. 

- Fyrirmyndin er besti leiðtoginn, - eins og Jesú förum okkar eigin leiðir, eftir hjartans sannfæringu, að fylgja þýðir ekki bara að elta umhugsunarlaust, heldur að fylgja fordæmi. -  

"Að fylgja eigin" - er því, þegar upp er staðið, að fylgja Guði og því sem Guð áskapaði okkur, - Guð er hér tilveran, lífið, hið æðra - það að VERA. -  (Það þarf ekki að leita langt yfir skammt að Guði og ekki þarf að leita að Guði í bók ;-)).. 

En þetta "eigin" - er ekki eigin nema það sé ekta. Þegar það er ekta, þá er það það sem Guð vill fyrir þig. 

Þegar Guðs vilji er orðinn þinn vilji

Eftirfarandi er haft eftir Dalai Lama: 

"We are all, by nature, clearly oriented toward the basic human values of love and compassion. We all prefer the love of others to their hatred. We all prefer others' generosity to meanness. And who is there among us who does not prefer tolerance, respect and forgiveness of our failings to bigotry, disrespect, and resentment? "  

Öll þessi orð sem ég feitletraði hér að ofan, færa okkur nær okkur sjálfum - og nær náunga okkar.  Það er því allra hagur að ástunda kærleika, samhygð, ást, örlæti, þrautseygju, virðingu og fyrirgefningu. - 

Hin afríska heimspeki sem er kölluð  "Ubuntu" rak á fjörur mínar á sl. ári, -

"A person with Ubuntu is open and available to others, affirming of others, does not feel threatened that others are able and good, based from a proper self-assurance that comes from knowing that he or she belongs in a greater whole and is diminished when others are humiliated or diminished, when others are tortured or oppressed." 

Þetta þýðir m.a. að mikivægt er að hafa það mikið sjálfstraust að hægt sé að samgleðjast náunga sínum þegar hann nær árangri,  samþykkja aðra og ekki upplifa að sér sé ógnað af velgengni annarra. Um leið að það að niðurlæging annarra eða kúgun, er aldrei upphafning okkar. 

Samhugur, eða samhygð - er eflaust besta einstaka orðið yfir Ubuntu. -  Það sem er andstæða samhygðar er dómharka og eða fordómar. - Það þarf að lifa af opnu hjarta til að sýna samhygð og það þarf mikið hversdagslegt HUGREKKI ... 

 

 "We have to find a way to triumph together"  .. 

Við þurfum að finna leið til að sigra SAMAN ..

Takk elskurnar fyrir liðna tíð, árinu sem er að líða, 2011,  og tökum fagnandi á móti komandi ári, 2012, með þá vitneskju í farteskinu að uppspretta lífsins er óendanleg og kærleikurinn í raun bæði leikur og lækur sem er endalaus lind og klárast aldrei. -

Kærleikur er STÓR LÆKUR -  "BIG LIKE" .. Smile

Sköpum veröldina með kærleika ... 

388267_10150401741006520_113742176519_8668309_266790797_n.jpg

 

 


Páll (Postuli) Óskar, besti performerinn og prédikarinn ..

Ég mætti í norðlenskt hangikjöt (á beini) og uppstúf hjá systur minni og mági í gær.  Maturinn var guðdómlegur - og við vorum sammála að hangikjöt er sko ekki það sama og hangikjöt! ..

En á eftir hangikjötinu kom svo önnur veisla, - og ekki af verri endanum, en það voru tónleikar Páls Óskars í Hörpunni.  Þvílíkur performer og prédikari.  

Textarnir í lögum hans og orðin sem hann sagði á milli, voru fyrir mér sem ein góð messa! 

Þetta skrifaði ég í bloggi 7.ágúst 2008:

Ég held að nýja videóið ,,Betra líf" með Páli Óskari sé ein fallegasta trúarjátning sem ég hef séð á ævinni.

Pikkaði inn textann:

"Svo lít ég bara í kringum mig og sé, alla þessa fegurð nærri mér, ég tók því sem gefnu, staldraði aðeins við, er á réttum tíma á réttum stað,   hverjum get ég þakkað fyrir það, ég opnaði augun og hjartað fann á ný betra líf .. af því að ég fór loks að trúa því, að það væri eitthvað annað eitthvað meira og miklu stærra ..

Hvort sem það er stórt eða´ agnarsmátt ég skynja einhvern meiri háttar mátt, ég þarf enga sönnun. Ég finn og veit og sé, með alla sína þekkingu og fé aldrei gæti maður skapað tré, ég opnaði augun.. Fann á ný betra líf .. að því að ég fór loks að trúa því að það væri eitthvað annað eitthvað meira og miklu stærra .. "

Skemmtileg var sagan hans af leiðindunum í fréttum,  þegar hann var kominn með "gubbuna" af IceSave umræðunni og reif loftnetið af bílnum sínum! LoL  Hann söng líka lagið sem Rúni Júl gerði frægt á sínum tíma: "Söngur um lífið" .. . "Ég syng bara um lífið" ....  "bjartsýni og bros og gleði í sálinni er best ... " - Reyndar er þessi texti eftir Þorstein Eggertsson sem er frændi í móðurætt! 

 

Ég get svo vel tekið undir orð Páls Óskars, um áhersluna á að horfa til þess sem við mennirnir eigum sameiginlegt í stað þess að vera að leita að því hvað aðgreinir okkur. -   Setja á okkur merkimiða eða stimpla.  Við erum fyrst og fremst manneskjur, af holdi og blóði, með líkama, sál og anda, - öll komin úr sömu sköpunum - sköpum móður jarðar.  (Held það hafi komið fram í einum textanum!) .. 

Þetta harmónerar bæði við trúarlega texta og við vísindin. - Það að við séum öll eitt, úr sama hafi, öll limir á sama líkama. 

Undirstaða lífshamingjunnar er að komast nær kjarna sínum, og leiðin til þess hlýtur að fá að vera sá sem maður er, svo textinn "ég er eins og ég er" - á við okkur öll. 


 Allt fyrir ástina - eina sem aldrei nóg er af! ... Út með hatrið, inn með ástina" ... Sá sem elskar mest, vonar allt og umber allt ... (kærleiksóður Páls (postula?) ... )  Heart

Eitt að lokum; -  Ein sem deilir aðdáun minni á Páli Óskari er hún móðir mín.  Hún var orðin áttræð þegar hún tilkynnti mér að hún ætlaði að mæta í Gay Pride gönguna sem var það árið! (en síðan eru liðin fimm ár) .. Mér fannst hún ansi brött, en þá svaraði hún:  

"Ég geri það fyrir Pál Óskar" ...   Wink 


Are you a rock? ...

Ég datt inn í textann á lagi Simon and Garfunkel, "I am a rock" ..  ljóðið er augljóslega um manneskju sem hefur verið særð og ætlar sér ekki að vera berskjölduð á ný. Er grjót, steinn  .. með hjarta úr steini og grætur því ekki, er eyland og engum háð.

- Ég held að við könnumst flest við þessar tilfinningar, að hafa upplifað þær einhvern tímann, - þó þær hafi ekki endilega verið í svo miklum mæli. -

Ég hef sl. ár verið að hlusta á fyrirlestra Brené Brown, um mátt berskjöldunar, eða "The Power of vulnerability" - sem er algjör mótsögn við texta þessa ljóðs, - hamingjan felst ekki í að lifa sem grjót eða steinn, ekki sem eyðieyja ótengt öðru fólki. -  Við erum öll "víruð" til að upplifa ást og það að tilheyra og tengjast öðru fólki.  Samvera með sjálfum sér er nauðsynleg, en að mínu mati er engin manneskja gerð til þess að lifa ein alla ævi.  Hvort það er að eignast vini, fjölskyldu og eða maka. 

Við þurfum að fá tilfinningalega útrás, grátur er tilfinningalosun ...  við erum manneskjur af holdi og blóði, við erum ekki grjót.  Við erum gerð fyrir nánd - að finnast, snertast, heyrast. 

Eftirfarandi er nokkuð bein þýðing á ljóðinu "I am a rock" - og ég vona að þið takið viljann fyrir verkið:  

Á vetrardegi,
djúpt inn í dimmum desember;
Er ég einn,
Gjóandi augum út um gluggann og lít niður á götuna
Á nýfallna þögla mjallardrífu.
Ég er klettur,
Ég er eyland.

Ég hef hlaðið veggi,
virki djúpt og voldugt,
svo enginn komist inn.
Ég hef enga þörf fyrir vináttu, vinátta veldur sársauka.
Ég fyrirlít elsku hennar og hlátur.
Ég er klettur.
Ég er eyland.

Ekki tala um ást.
En ég hef heyrt orðin áður;
þau eru sofandi í minningunni.
Ég ætla ekki að vekja úr dvala tilfinningar sem dóu.
Ef ég hefði aldrei elskað hefði ég aldei grátið.
Ég er klettur.
Ég er eyland.

Ég hef bækurnar mínar
og ljóðin mín mér til verndar. 
Þar sem ég fel mig í herberginu mínu, öruggur í móðurlífinu.
Ég snerti engan, og enginn snertir mig.
Ég er klettur.
Ég er eyland.

Klettur finnur engan sársauka.
og eyland grætur aldrei
. Frown

 

 Svona til að bæta þetta ástleysi og tilfinningakulda upp hér að ofan, set ég hér Elton John myndband, með "Can you feel the love tonight" .....  Heart


Páfinn, prédikunin og praktiseringin ...

"Example is not the main thing in influencing others. It is the only thing."  - er haft eftir Albert Scweitzer, og það er meira en lítið til í þessu hjá honum.

Ég er búin að sjá pistla, greinar og fésbókarstatusa,  þar sem fólk er ósátt við páfann, finnst hann kasti jafnvel steinum úr glerhúsi. Sjái ekki bjálkann í eigin auga fyrir flísinni í auga náungans o.s.frv. -

Þetta er það sem allir þurfa að læra; að það er lítið sem ekkert tekið mark á okkur ef við praktiserum ekki það sem við prédikum.  Jafnvel þó að það sem við segjum sé satt og rétt, þá er lítið sem ekkert tekið mark á okkur séum við ekki sjálf sem fyrirmyndir. 

Stundum sjáum við fólk sem við dáumst að, dáumst að viðhorfi þeirra og eða verkum.  Við hugsum með okkur, - "hmmm, svona langar mig að vera" ...  En svo eru líka "öfugu" fyrirmyndirnar,  þ.e.a.s. fólk sem okkur finnst ekki mikið koma til, og reyndar bara mjög lítið og þá hugsum við auðvitað: "Hmmm, svona langar mig sko akkúrat EKKI að vera".. 

Börnin læra það sem fyrir þeim er haft,  þau telja yfirleitt að allt sem foreldrar þeirra geri sé rétt og satt og því er hvergi eins mikilvægt að vera góð fyrirmynd og vera heill í samskiptum eins og þegar kemur að börnum. 

Við verðum samt líka að gera okkur grein fyrir því að fyrirmyndin liggur ekki bara í því að vera "heilög" - heldur líka í því að sýna mennsku okkar.  Sýna að við getum gert mistök, okkur getur orðið á. 

Fyrirmyndin liggur í því að sýna hvernig við tökumst á við okkar mistök, - að játa þau en ekki stinga undir stól.  Ef við erum sorgmædd að leyfa okkur að gráta og sýna að grátur er líka eðlilegur.  Sýna að við erum ófullkomin og að við höfum tilfinningar.  Bældar tilfinningar og fullkomnunarárátta er eitt af því sem skaðar manninn mest,  því fyrr sem við fyrirgefum sjálfum okkur og öðrum því betra. 

Páfinn er bara gamall maður sem er alinn upp á ákveðinn hátt og við ákveðna siði.  Hann er að rembast við að láta gott af sér leiða og kemur með móralska prédikun, sem á að sjálfsögðu alveg rétt á sér þó að frá honum komin virðist hún ekki nógu sannfærandi.   Auðvitað eigum við ekkert að týna friðnum og hinu innra ljósi í æsingi kaupmennsku og yfirborðs. Ég er að hugsa um að fyrirgefa páfa hvað þetta varðar, horfa fram hjá gullstólnum hans, og taka til mín það sem hann segir - ekki blindast af búningi hans, ekki frekar en  ljósum auglýsinganna og sjá frekar það sem virkilega skiptir máli. 

En páfinn má vita það að ef hann væri sjálfur minna skreyttur og byggi við meiri einfaldleika, þá væri hann mun meira sannfærandi, angakallinn. 

Verum þess þó minnug að þó að við sjáum bjálkann í auga páfa,  megum við ekki gleyma flísinni í eigin auga - sem jafnvel gæti byrgt okkur sýn á það sem raunverulega skiptir máli. 

 

 


mbl.is Fólk horfi framhjá glys og skrauti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Völvuspá, vinátta og viðhorf - að morgni jóladags 2011

Ekki það að ég sé búin að lesa völvuspána, en las það sem stóð í Pressunni "2012 verður ömurlegt ár"...  mikið þykir mér sorglegt að setja svona fyrirsögn, því það er sumt fólk sem lætur svona hafa áhrif á sig - en auðvitað ekki þú ;-) -

Við vitum vel að margir góðir hlutir eiga eftir að gerast, en í fréttinni segir að Völvan geti ekki séð neitt gott í spilunum. - Jahérnahér! .. 

Ég gerði spá í fyrra, sem var reyndar bara staðreyndaspá;  eins og að mörg dásamleg börn myndu fæðast á árinu, margir myndu njóta góðrar vináttu, finna ástina, njóta lífsins, komast nær kjarna sínum, spila skemmtileg spil, dansa, leika, syngja,  hlusta á góða tónlist, ganga á marga tinda ...  

Flestir Íslendingar eiga þak yfir höfuðið, eða njóta þess að vera inni, er hlýtt, fá nóg að borða, ferskt vatn, frískt loft .... 

Ef við veitum þessu athygli og þökkum fyrir það, verða "hræðilegu" hlutirnir ekki eins hræðilegir.  Þá erum við að tala um hluti eins og efnahag þjóðarinnar, pólitíkina, náttúruöflin o.s.frv. eitthvað sem við í sumum tilfellum getum ekki stjórnað. 

Stundum þjappa erfiðleikar fólki saman, - það eru margir sem eru einmana og einangraðir og langar í meiri nánd, vináttu - kærleika o.s.frv.  Hafa engan eða fáa að tala við, eða eru smeykir við að biðja um hlustun. 

Við þurfum að efla tengslin, vináttuna og kærleikann,  láta okkur náungann varða.  Það getur hver og ein/n litið í eigin barm og spurt "Hvað get ég gert?"

Það sem hver og ein/n getur gert er að skapa sína eigin framtíð, ekki láta utanaðkomandi - hvort sem það er Völva eða annar,  segja sér hvernig framtíðin verður. 

Þetta er spurning um þína ákvörðun ekki annarra. 

Það getur hver og ein/n tekið ákvörðun um sitt viðhorf. 


  • Attitude is a little thing that makes a big difference.  Winston Churchill 
  • If you don't like something, change it. If you can't change it, change your attitude. Maya Angelou
  • It is very important to generate a good attitude, a good heart, as much as possible. From this, happiness in both the short term and the long term for both yourself and others will come.   Dalai Lama
  • Nothing can stop the man with the right mental attitude from achieving his goal; nothing on earth can help the man with the wrong mental attitude.   Thomas Jefferson
  • Your living is determined not so much by what life brings to you as by the attitude you bring to life; not so much by what happens to you as by the way your mind looks at what happens.  Kahlil Gibran
  • Choosing to be positive and having a grateful attitude is going to determine how you're going to live your life.  Joel Osteen 

 

Hér að ofan eru bara nokkur dæmi sem ég fann á internetinu, en þau eru morandi.  Þau segja það að viðhorf okkar til lífsins, til okkar og til náungans skipti öllu. 

Það sem kemur að innan, hvernig þú ert og hugsar  skiptir meira en það sem kemur að utan, hvað heimurinn færir þér.  

Í þessu tilfelli er gott að hafa þrennt í huga:  Að bera virðingu fyrir sjálfum/sjálfri sér, virðingu fyrir náunganum og að taka ábyrgð á sjálfum sér á viðhorfi og viðbrögðum sínum. 

 

glasssmall.jpg

Hvort sérð þú glasið hálftómt eða hálffullt. 

 

 

 

 

 

 

Fékk þetta lag í kollinn á meðan ég var að skrifa þetta og sendi það hér með kærleika til þín sem ert að lesa,  með innilegri ósk um gott og farsælt ár og líf framundan.  Gerum það gott InLove ... saman

 

 "Guð - gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og visku til að greina þar á milli." 
Heart


GLEÐILEGA JÓLAHÁTÍÐ!


Útdráttur - ekki úrdráttur, að gefnu tilefni - ekki af gefnu tilefni, mér líst - ekki mér lýst, góðan dag - ekki góðan daginn, um Jesú - en ekki um Jesús ...

Góðan dag,

Hér langar mig að deila leiðréttingum á mjög algengum málfars-stafsetningar-og beygingarvillum. 

Þetta eru flest atriði sem ég lærði ekki fyrr en í lok síðustu aldar, eða á þessari!

Þegar við erum að taka saman texta úr ræðu eða riti, yfirlit eða ágrip er ekki talað um úrdrátt, heldur útdrátt

Við segjum AÐ gefnu tilefni, en ekki AF gefnu tilefni. 

Skrifum: Mér líst á þig, ekki mér lýst á þig.  Líst er komið af sögninni að lítast en ekki að lýsa. 

Það er víst rétt að segja og skrifa: "Góðan dag" -  en ekki "góðan daginn" (þetta er á mörkum þess að vera rangt að mínu mati, því málfarsvenjan er að segja "góðan daginn"). 

Ef við erum að rökræða um Jesú, er ágætt að hafa í huga að nafnið hans er beygt í föllum: 

Hér er Jesús, um Jesú, frá Jesú til Jesú. - Aðeins s í nefnifalli!    Eldri beyging er að hafa Jesúm í þolfalli.

Endilega bætið við fleiru, ef þið munið eftir algengum villum. Kissing


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband