4. janúar 2012 - Hlustum

Eftirfarandi texta fékk ég senda í pósti sem ég er áskrifandi að: 

"The most basic and powerful
way to connect to another person
is to listen. Just listen. Perhaps
the most important thing we ever
give each other is our attention....
A loving silence often has far more
power to heal and to connect than
the most well-intentioned words."
     Rachel Naomi Remen

 

Hlustun er oft stórlega vanmetin, og svo er mikilvægt í samræðum við fólk að hlusta á hvað ÞAÐ segir, en ekki að vera að undirbúa okkar "gáfulega" svar eða besserwissheit á meðan það talar.  

Sá sem hlustar vel, heyrir oft líka það sem liggur í þögninni - milli orðanna og það sem liggur á bak við orðin. 

Ef einhver er að segja okkur sína sögu, þá höfum við mannfólkið oft tilhneygingu til að "toppa" sögu hins, - við höum uppliað eitthvað meira, stærra, verra ...  það er ekki af illsku, heldur af okkar þörf til að hlustað sé á okkur! 

Öll höfum við þörf fyrir hlustun, - að fá að tjá okkur og að við finnum að einhver vilji hlusta. Sérstaklega er það mikilvægt þegar börn eiga í hlut.  Þeirra vandamál virka oft léttvæg í okkar eyrum, en eru þeim jafn mikilvæg og okkar stóru (eða litlu) vandamál eru okkur.  

Stundum forðast fólk þá sem eru í sorg, eða hafa lent í áföllum, því þeir vita ekki hvað þeir eiga að segja. Það sem mikilvægast er, er einmitt að segja sem minnst og hlusta þess meira.  

Ekki fara að segja bara "eitthvað" - syrgjendur þurfa faðmlag, samveru og hlustun, eða samtal þar sem við bregðumst við þeim,  en yfirtökum ekki orðræðuna.  Leyfum þeim að upplifa sínar tilfinningar og fá útrás fyrir þær. 

Í þessu sem öðru gildir að vera við sjálf.

Sýna samhug, dæma ekki.  

Kærleikslestin fær að fylgja með þessari færslu - hún er lögð af stað inn í 2012 .... 

lovetrain.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband