(Matar)dagbók 11. janúar 2011 ... gerfi, gerfi, aukaefni, ruslfæði ..

Þessa vikuna er ég að skrifa um mat, hvað ég borða yfir daginn og hvaða hugmyndir ég hef um mat ;-) og mataræði,   - auk umgengninnar við mat.  Geneen Roth, höfundur bókarinnar Women, Food and God, segir að umgengni okkar við mat sé speglun á hvernig við lífinu almennt ... er það satt? 

Matseðilinn þegar ég var barn; soðinn fiskur, steiktur fiskur í raspi, silungur (á sumrin uppí sumó), reyktur fiskur, saltfiskur, grjónagrautur, sveskjugrautur, ávaxtagrautur, hafragrautur, lambalæri, lambahryggur, spaghetti bolognaise, kakósúpa, kringlumjólk, kjötbúðingur, steikt lifur, fiskbúðingur, fiskbollur (karrý-eða tómatsósa), kjötfarsbrauð, kjötbollur, gúllas, skyr, súrmjólk... man ekki eftir fleiru í bili. 

Svo var mamma með smá varíasjónir frá Ameríku, svo við fengum stundum amerískar pönnukökur í morgunmat - nammmm... 

Það sem ég sé þegar ég loka augunum er fjölskyldan við matarborðið, soðinn fiskur, hamsatólg.  Það er sterkasta minningin. Hamsatólgin er örugglega ekki það hollasta í heimi, en hlutfallslega var nú borðað lítið af henni. 

Ég held að fólk sé almennt að elda ágætis mat, það sem eldar. Mikið af fólki stundar það að kaupa skyndibita og þá ekki hollan og svolítið dýran.  Það er því bæði sukk í mat og peningum.  

Ég er þessa dagana að kaupa inn einungis holla vöru - og svona mest "beint frá bónda" eða sem hreinasta.  Ávexti, hnetur, kjúkling, lax, grænmeti ... 

Ég vil ekki vera amman sem gefur barnabörnunum sælgæti, heldur skál af ávöxtum að sama skapi og ég vil ekki vera amman sem  lætur þau horfa á slæmt sjónvarpsefni.  - Þetta eru s.s. pælingar dagsins varðandi matarÆÐI, en svo er komið að matardagbókinni, - en ég fór s.s. í Bónus í gær til að versla hollt og gott og eiga eitthvað í vinnunni til að grípa til. 

Það skal tekið fram að ég borðaði yfir mig af vínberjum og var illt í maganum af þeim sökum! 

Skýringar .. (S) svöng   (G) gráðug   (L) langaði bara  

En hér kemur dagurinn: 

Kl. 9:00  Hafragrautur úr grófvölsuðum höfrum m/mjólk og dreitil af sýrópi/vatn  (S)

Kl.  10:00  Kaffibolli og ein hrökkbrauðssneið m/hummus  (L)

Kl. 12:00 2 x gróft brauð með kavíar (S)  1 x gróft brauð m/kavíar (G) 

Kl. 14:00  - 16:00  330 ml heilsusafi, möndlur, vínber, gráfíkjur   (S/L) 

Kl. 14:30  Heilsute 

Kl. 15:00  kaffi/vatn 

Kl. 17:00  Sesamstöng frá Sollu, heilsute (L) 

Kl. 18:00 - 19:00 Vatn  Ostapopp (G)   - FAIL DAGSINS - 

Ég var mjög södd þegar hér var komið þannig að um engan kvöldmat var að ræða .. 

Hmmm.. þetta lítur ekkert allt of vel út, ég endaði nefnilega í bíómyndaveislu í vinnunni þar sem boðið var upp á ostapopp og súkkulaðirúsínur.  Að sjálfsögðu sleppi ég rúsínunum, en borðaði eins og 4 stórar lúkur af ostapoppi.  Ég held að það sé slatti af gerviefnum sem notuð eru í þetta ostabragð. 

En hrós dagsins, er að ég held mér frá súkkulaði, kökum og þannig sætindum, drakk ávaxtasafa og borðaði vínber.  Það vantar þó grænmeti inn í þennan pakka ;-) .. 

Í kvöld ætla ég að elda silung og fá börnin mín í heimsókn, það er ekki verra! .. 

Fiskur og grænmeti eru svo gott heilafæði, við þurfum að vera vakandi fyrir því að borða meiri fisk!

GRUNNATRIÐI ALLTAF:  Virða sig og líkama sinn nógu mikið til að skaða hann ekki með eiturefnum eða óhollustu, borða ekki til vanheilsu (vínber innifalin), eða til offitu til að of mikið reyni á t.d. hnén eða bakið! .. 

Elska sig, virða sig, treysta sér.   

Vera glöð í því sem við gerum dags daglega - á öllum sviðum,  ekki þegar eða þá, heldur núna! 

Hlusta á okkur sjálf, standa með okkur sjálfum, gefa okkur tíma til að slaka á og vera til! 

Þau sem vilja fylgjast með geta séð daginn á undan hér: SMELLIÐ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband