Sophie og svartholið - endurtekið efni fyrir III tíma í námskeiðinu "Í kjörþyngd með meðvitund og kærleika"

Sophie er frönsk en talar á ensku. Hún er sálfræðingur og talar hér um eigin reynslu við að losna við aukakíló.  

Hún byrjar á að spyrja af hverju byrjum við á verkefnum sem skipta okkur máli, en gefumst upp.  Hún notar aukakílóin sem dæmisögu um af því að þurfa að ná ákveðnum árangri, sama hvað er.  Það er að komast frá punkti A að punkti B.   Eða frá Ákvörðun til þess að ljúka við framkvæmd. -  Við leggjum oft af stað en lendum í því sem hún kallar "svarthol" á leiðinni og því komumst við ekki að punkti B, heldur föllum í svartholsgryfjuna.   Þetta þarf ekkert að vera tengt mataræði eða að komast í þá þyngd sem er æskileg heilsu okkar,  heldur tekur hún dæmi eins og: 

  • Að taka til í bílskúrnum  
  • Að skrifa bók
  • þinn punktur .... hvað langar þig að gera og hvert er þitt svarthol - eða hvað stoppar þig? 


Hún Vildi verða grönn.  Frá A - að vera 320 pund (145 kg)  og til B vildi verða 150 - 160 pund (72 kg) 

Í höfðinu sagði hún "Ég vil vera grönn "

En um leið var það að segja annað, "Grannt fólk er ekki öruggt, grannt fólk er ekki vinalegt" ..  þetta voru einhverjar hugsanir, "Ég get ekki treyst grönnu fólki" ..  þetta voru í raun svolítið duldar skoðanir hjá henni, grafnar í undirmeðvitundina.  E.t.v. eru svona duldir fordómar í höfðinu á okkur,  við vitum jafnvel ekki um þá?  En þetta er reynsla Sophie, - það hefur hver sitt,  en oft höfum við svipaða reynslu. 

Hún lýsir göngu sinni þar sem hún ítrekað leggur af stað frá punkti A,  en skottast alltaf til baka vegna þess að gömlu hugmyndirnar toga hana til baka og hún byrjar að missa einhver kíló - en eins og teygjuband skýst allta til baka til A  (og auðvitað vitum við að það þýðir að þegar lagt er af stað í einhvers konar kúr, ef hann er okkur "óeðlilegur" - þá bætast við kíló þannig að hún gæti hafa bætt á sig fleiri pundum/kílóum! .. )

  • Hún talar um hugsanir sem draga okkur til baka,  neikvæð orka togar okkur til baka.

Hún talar um fimm "vektora" eða arma.

1. armur:  Útrunnar hugsanir:  Við notum útrunnar (súrar) hugsanir sem toga okkur til baka,  við þurfum að hætta að trúa þessum röngu hugsunum og neikvæðu um  okkur sjálf.  Dæmi um útrunnar hugsanir eru;  "Ég get þetta ekki,  því ég hef aldrei getað þetta" .. Þá erum við að byggja á fortíð, kannski höfum við bætt okkur,  kannski fáum við meiri stuðning eða ef við einmitt losum okkur við gömlu hugmyndirnar og skiptum þeim út fyrir nýjar,  þá toga þessar gömlu okkur ekki til baka!. 

Dæmi um gamlar hugsanir:  "Ég þori ekki, get ekki, vil ekki"  Nýjar:  "Ég þori, get, vil"  eins og söngurinn í kvennabaráttunni:  "Þori ég, vil ég, get ég" ...  Hvað ef að konur hefðu nú bara hugsað, æ þetta er ekki hægt,  "kona getur ekki kosið - þannig hefur það aldrei verið"..  Ef eitthvað hefur aldrei verið, ef þú hefur t.d. aldrei verið grönn/grannur,  ef þér hefur aldrei tekist að skrifa bók, ertu þá bara dæmd/ur til að gera það aldrei? ..  Já,  ef þú trúir því að útrunnar hugsanir séu í gildi. - 

Við þurfum að segja: "Þetta er ekki lengur satt" 

2. armur:  Réttar hugsanir.   Sumar hugmyndir er sannar, - Sophie tekur þarna sem dæmi um staðreynd að hana langaði að flytja til Bandaríkjanna en kunni ekki ensku.  Svo hún fór að læra ensku. Þarna kemur heiðarleikinn inn í.  Hvað þarft þú raunverulega að gera til að ná árangri og farsæld? -  Kannski að fara að versla inn mat sem er hollari og gerir þér gott? -  Ekki kaupa súkkulaði handa gestum og borða það svo allt sjálf? -  Hvern erum við að blekkja? -   Við erum flest farin að þekkja okkur sjálf og vitum um veikleika og styrkleika. -  Það er líka satt að hreyfing er holl fyrir líkama og sál, og ef við viljum raunverulega komast á stað B og vera þar,  þá megum við tileinka okkur þá hugsun.  Það er ekki ranghugsun.  Það er líka rétt hugsun að þú ert verðmæt manneskja, hvort sem þú ert grönn eða feit,  - á punkti A eða B, og það er rétthugsun að þú sért allrar elsku verð hvenær sem er, á punkti A og á punkti B  og á leiðinni þar á milli. - 

3. armur:  "Feel our feelings" - Að leyfa okkur að hafa tilfinningar!  Við felum okkur, deyfum eða flýjum.  Hún segir sögu af dóttur sinni sem datt og meiddi sig, - amman bauð súkkulaðismjör  sem átti að gleðja dótturina. - Þetta kennum við og venjum börnin við frá unga aldri.  Að þegar þau fara að gráta er stungið upp í þau snuði,  síðan ýmsu góðgæti. -  Oral fíknin er þá ekkert undarleg.  

Það sem börnin þurfa oft er bara huggun, að einhver haldi utan um þau og rói þau.  Stundum er það bara athygli.  En í staðinn fyrir huggun og athygli,  fá þau oft bara eitthvað gott í munninn og/eða þau eru sett fyrir framan sjónvarpið (sem er auðvitað annars konar fíkn ;-))..   

En Sophie segir: "There is no being thin withouth feeling my feelings"  - eða við verðum ekki grönn (náum ekki árangri)  ef við leyfum okkur ekki að finna til og tjá tilfinningar okkar.

Hún segir þarna sögu af sjálfri sér í París þar sem hún er að reyna að finna buxur fyrir sig.  Það var ekki auðvelt,  buxur sem áttu að passa á allar konur í yfirvigt pössuðu henni ekki, - en hún var með mömmu sinni í þessum leiðangri. - 

"There is no doing, I shifted my state of being that I now allow my self to feel those feelings I was trying to cover up"

Þarna segir hún að "AHA" stundin hennar hafi verið, - að þetta skipti mestu máli, að leyfa sér að upplifa og játa vonbrigði, reiði, leiða, sorg, depurð, gleði jafnvel? ..  Þetta hefur mikið að gera með grímuna sem við göngum um með. - Við tölum um að við verðum bara að kyngja einhverju,  hvað ef við erum að borða tilfinningar okkar? -   Kannski liggja þær í matnum? -  Erum við þá ekki að borða á röngum forsendum? -  Í staðinn fyrir að viðurkenna vonbrigðin, - förum við í skápinn og fáum okkur snakk og ídýfu? -  Eða borðum á okkur gat á Þorrablótinu  og verkjar svo í kroppinn á eftir og erum við samviskubit og berjum okkur niður vegna þess að  við stóðum ekki við það sem við höfðum lofað okkur í upphafi.  - Að borða hóflega og gera það sem væri gott fyrir okkur? - 

4. armur: "Guð" skoðana okkar. Hún lifði sínu lífi þannig að skoðanir annarra voru meira verðar en hennar eigin. (Þarna kemur hún inn á meðvirknifaktorinn).  Þarna skiptir sjálfstraustið miklu máli.  Af hverju getur okkur ekki líkað við okkur sjálf? - Þurfum við að bíða eftir samþykki annarra og viðurkenningu á sjálfum okkur. - Erum við ekki verðmæt eins og við erum? -  Líðan okkar segir mjög mikið um hvernig við erum.  "I am as hot as I feel" ..   Ef okkur líður vel,  þá berum við það oftast með okkur og öfugt. -  Það sem skiptir MESTU máli,  er okkar eigið sjálfsálit.  Ef það er í molum,  látum við berast eins og lauf í vindi,  líðan okkar fer alveg eftir því hvað hinn eða þessi segir um okkur.  Auðvitað hefur umhverfið áhrif,  en við verðum að varast að vera eins og strengjabrúður í höndum annarra hvað tilfinningar varðar. - 

Við erum bílsjórarnir í okkar lífi, - ef við ökum með handbremsuna alltaf á erum við í ofstjórn og endum með að brenna út eða amk fer að rjúka úr okkur og það endar auðvitað með ósköpum.  Ef við stígum aldrei á bremsuna, miðum við aðstæður þá endar það líka með ósköpum,  ökum stjórnlaust! ..  En ef við erum komin með bílpróf af hverju ekki að treysta okkur fyrir leiðinni, að aka bílnum?  -  Veit sá sem er í aftursætinu betur hvaða leið við eigum að fara? -  Við getum svo sannarlega spurt til vegar og eigum að gera það þegar við vitum ekki leiðina,  en ef við förum bara eftir röddinni í GPS-inu eða vinkonunni í framsætinu,  missum við hægt og sígandi vitneskjuna um það sem við viljum eða vitum það ekki lengur! .. 

5. armur.  "Hvað á ég skilið" ..   Mörgum þykir að þeir eigi ekki gott skilið og það eru líka gamlar hugsanir oft komnar úr bernsku. -   Það sem heldur aftur af Sophie er eitthvað sem sagt var við hana á lífsleiðinni,  gæti verið frá foreldrum, kennurum. -  Það er mikilvægt að fjarlægja þær hugmyndir. - 

VIÐ EIGUM ALLT GOTT SKILIÐ ..  líka að komast frá A - B  -

Að sjálfsögðu er þetta bara það sem hún kemur fyrir á 20 mínútum, - málið er víðara.  En þarna kemur fram að það þarf að vinna í orsökunum.  Ruslið í bílskúrnum er afleiðing,  ofþyngd er afleiðing.  Við getum tekið til og ruslað út aftur, - við getum tekið af okkur kílóin og fengið þau á okkur aftur.  Það gerist ef við breytum ekki siðum okkar.  Skoðum AF HVERJU við gerum þetta,  og breytum siðum í það að halda bílskúrnum hreinum daglega  og að ganga vel um líkama okkar daglega,  ekki láta hann dankast og henda inn í hann rusli þannig að hann fitni.   En til þess að geta þetta,  þurfum við auðvitað að vita af hverju við göngum illa um og í sumum tilfellum eins og hryðjuverkamenn á eigin líkama og sál. 

og hér er fyrirlestur Sophie

 

 

 


Bentu á þann sem að þér þykir bestur ... biskup!

Sigríður vill verða biskup  18. 1. 2012

Kristján Valur vill verða biskup 19. 1. 2012 

Sigurður Árni vill verða biskup 20. 1. 2012

Þórir Jökull vill verða biskup 25. 1. 2012 

Hrókur vill verða biskup 29. 1. 2012

Agnes vill verða biskup 29. 1. 2012

Þórhallur vill verða biskup 31. 1. 2012 

Þarna er um sex alvöru framboð að ræða, en eflaust á þetta fólk það sameiginlegt að vera hrókar alls fagnaðarerindis, eða hvað? 

Ef þú mættir kjósa biskup þjóðkirkjunnar,  hver af þessum frambjóðendum hlyti atkvæði þitt? 

Þú getur tekið þátt í könnunninni hér á síðunni! 

(þau sem eru með kosningarétt mega að sjálfsögðu líka greiða atkvæði í þessari skoðanakönnun). 

Til gamans; við erum nokkuð mörg, t.d. allir guðfræðingar með embættisgengi sem mættum bjóða okkur fram en EKKI kjósa! ;-) 

Bætt við 18:30 

Enginn verður óbarinn biskup! 


mbl.is Þórhallur gefur kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slökum á ;-) ....

Morgunstund gefur gull í mund, -  á sama hátt og það er mikilvægt að byrja daginn á hollum og staðgóðum morgunmat, er mikilvægt að byrja daginn á hollri andlegri næringu, - ekki byrja á að leggjast í neikvæðni heldur gera eitthvað gott fyrir sjálfa/n sig.  Hugarró er mjög góð undirstaða góðs dags,  þannig að við göngum inn í daginn sem verkefni en ekki vandamál. -  Brian Tracy gengur svo langt að segja að hugarró sé undirstaða farsældar, en því er ég sammála, því að stress er ein stærsta handbremsan,  og það kann ekki góðri lukku (né bíl) að stýra ef við keyrum í gegnum lífið með handbremsuna á! ...  

Ef þið eruð skráð á fésbókina ættuð þið að geta notað eftirfarandi morgunslökun og hugleiðslu:

Smellið HÉR

 

barriers.jpg


Missti 20 kíló fyrir brúðkaupið! ....

.... en hvað gerðist svo? .. 

Afsakið, titillinn er villandi - en ekki svo ósennilegur eða hvað? -

Það er oft fyrir sólarlandaferðirnar og stóru dagana sem við grennum okkur.  Flestir vilja líta vel út á brúðkaupsdaginn og á ströndinni.  En af hverju ekki alla daga? - Hvað ef að lífið er einn stanslaus brúðkaupsdagur og sólarlandaferð?

Hvað ef að einhver hringdi í okkur í dag og segði;"Heyrðu ég ætla að bjóða þér til Tenerife eftir viku" .. myndum við þá ekki naga okkur í handarbakið (eða handarkrikana eins og Bibba á Brávallagötunni orðaði það?). -  Fyrsta hugsunin væri ekki "Oh, en yndislegt, mig langar svo í sólina" - heldur úps, ég sem ætlaði að vera búin/n að komast í form áður en ég færi aftur á ströndina. - 

Hvernig væri að byrja bara á hugsuninni að þú sért nú þegar "Ofurkroppur" - Ofurkroppur sem elskar sig voða heitt. - Smile

Að elska sig er ekki að beita sig ofbeldi með mat, eins og Guðni Gunnarsson bendir svo réttilega á í pistli sínum. - 

Að elska sig er einmitt að koma fram við líkama sinn af virðingu, ekki næra hann á rusli, ef næringu skyldi kalla. -   Guðni telur upp ýmsa matvöru sem gott sé að sleppa, því hún sé okkur vond. - En takið eftir að þó hann telji upp kaffi,  drekkur hann samt tvo bolla á dag.  Það er dæmi um hinn gullna meðalveg, - ef við treystum okkur til að feta hann,  þá endilega gera það. -  En ef við treystum okkur ekki t.d. hvað varðar sælgæti (einu sinni smakkað getur ekki hætt) - þá er betra að láta það alveg vera. -  Vera heiðarleg við okkur sjálf.  Viðurkenna að við ráðum ekki við það! .. 

Í námskeiðunum mínum "Í kjörþyngd með kærleika"  legg ég áherslu á að vinna með orsök, sem er yfirleitt falin í tilfinningum, tilfinningum sem leiða til fíknar, en það þarf að sjálfsögðu líka að vinna með afleiðingar. - Orsökina fyrir því að við borðum það sem við viljum ekki borða, orsökina fyrir ofbeldinu gegn eigin líkama. - 

Ein tilgátan er að við borðum til að deyfa eða flýja tilfinningar,  borðum til að flýja það að horfast í augu við okkur sjálf. - En það má kalla það eina tegund fjarverufíknar (en það er orð sem Guðni notar líka). 

Gott dæmi um slíkt finnst í myndinni "Steiktir grænir tómatar" - þar sem frúnni líður illa,  en nær að fá sjálfstraust og vilja til að standa með sjálfri sér í gegnum það að ræða við aldraða konu á hjúkrunarheimili, þar sem hún fær útrás fyrir eigin tilfinningar í gegnum sögu þeirrar gömlu. 

  Frústreraða frúin var búin að reyna að ná athygli eiginmannsins með ýmsu móti, með því að geðjast honum, með því að vefja sig í cellophane (frekar fyndið) - en það var einmitt þegar hún fór að sinna sjálfri sér og standa með sjálfri sér,  virða sig og elska,  sem hann fór að veita henni athygli aftur. 

Hvernig er svo hægt að fara að lifa í stöðugri farsæld eða velgengni? -  Hið fyrsta og mikilvægasta markmið hverrar manneskju ætti að vera að vera viðstödd sjálfa sig (be present)! -  Það er ýmislegt sem við þurfum að skoða og svo sleppa - við þurfum að sjá sársaukann til að breyta, segir Geneen Roth,  höfundur bókarinnar "Women Food and God, an Unexpected Path to almost everything." 

Sjáum okkur sem einstakling á göngu að sjálfum okkur, markmiðið eða sýnin erum við sjálf, kjarni okkar - hjarta okkar. -  

Það sem heldur aftur af okkur og við þurfum að sjá og svo sleppa hendinni af er: 

Skömm-ótti-kvíði-reiði-dómharka-efi-gremja-lygar-.... o.s.frv.

Skömmin er þeirrar gerðar, að við skömmumst okkar fyrir okkur sjálf og við upplifum að við erum ekki verðmæt, - það getur vel verið að við höfum einhvern tímann og kannski oft gert eitthvað sem við skömmumst okkar fyrir, en það hjálpar hvorki okkur né öðrum - gerir ekki gagn - aðeins ógagn. 

Ef við gerum mistök, ef við gerum eitthvað af okkur, þá skulum við fyrirgefa okkur og halda áfram og gera ekki sömu mistökin aftur. -

Gremja - er eitthvað sem við getum alið með okkur, annað hvort í eigin garð eða í garð annarra. Við vökvum þessa gremju og hún vex og dafnar innra með okkur, - hún skaðar hvern? .... okkur og engan annan. - Sama gildir um svo margt af þessum neikvæðu tilfinningum.  Ef við vökvum þær, ölum þær við brjóst okkar, verða þær hluti af okkur. - 

Það sem styður við göngu okkar og kemur okkur áfram er: 

Kærleikur-ást-þakklæti-samhygð-trú-von-hugrekki-heiðarleiki-fyrirgefning ... o.s.frv.

Hugrekkið sem ég er að benda á hér er ekki hugrekki riddarans sem berst við drekann, heldur hið hversdagslega hugrekki sem felst í því að þora að tala upp, þora að vera við sjálf og fella hlutverkagrímur,  tjá okkur frá hjartanu.  Tala við fólkið sem við erum að gremjast út í, í staðinn fyrir að liggja andvaka og hugsa til þess og láta oft byggjast upp hnúta sem fara bara stækkandi (og sem við förum e.t.v. að deyfa með mat). - 

Það er miklu betra að næra hið jákvæða:  ást, samhygð, trú, von o.s.frv. heldur en það sem á undan er talið.

Leiðin er því að gera sér grein fyrir tilfinningum sínum, sortéra þær, velja og hafna. 

En fyrst og fremst VELJA SIG EN EKKI HAFNA SÉR. 

Næst þegar þegar við erum í vorkunnseminni, - æ lífið er hvort sem er svo leiðinlegt,  það skiptir engu máli hvað ég borða, öllum er sama um mig, blah, blah, blah... eða hvað það er sem kemur upp í hugann, -  mundu eftir ofurkroppnum ÞÉR, - dásamlegu þér sem ert að hlaupa um í öldum lífsins, og taka þátt í brúðkaupinu á hverjum degi.  - Ekki þá, þegar .... heldur NÚNA .. 

Þú ert komin/n hingað, - eins og Eckhart Tolle segir, allar þínar ákvarðanir eru rétar, því að þær leiddu þig hingað,  þar sem þú ert stödd/staddur núna - og núna ertu í meðvitund. -  Sum okkar velja löngu leiðina og miklar krókaleiðir,  en við komumst alltaf i NÚIÐ. -  Það er alltaf tækifæri til að breyta. - 

EKKI endilega FARA Í ÁTAK ... Átak getur verið erfiði og skyndilausn, - það er ekkert erfitt að breyta ef breytingin er gerð hægt og meðvitað og hún kemur innan frá.  Klippa út vonda siði og skipta þeim út fyrir góða. 

Ekkert "Ég Á að gera" .. heldur "Mig langar að gera

Hvað vil ég? 

Hvað á ég skilið? 

Hvað eiga þeir sem eru í kringum mig skiliið? 

Ekki burðast með útrunnar hugsanir um okkur, - einhver sagði einhvern tímann eitt eða annað við okkur sem særði, það er útrunnið og við eigum ekki að viðhalda útrunnum og gallsúrum hugsunum. - 

Ekki heldur segja; "Oh, ég gat þetta ekki þá, hvers vegna ætti ég að geta þetta núna" .. - af hverju ekki? -  Vegna þess að þá var þá og nú er núna og þá er útrunnið... 

Hvort sem við höfum verið í innri baráttu í sambandi við mat eða aðra "fjarverufíkn" - þá virkar þetta allt eins. - 

Hvað ef að þú blómstrar, skyggir það á hin blómin? ---- Nei, það er sko andrými fyrir okkur öll að blómstra! .. 

Hamingja og sátt er smitandi ...  Hamingjan og sáttin er núna ..  ert þú tilbúin að gera litlar breytingar til að bæta líf þitt? ...  þú þarft ekki að burðast með stein þráhyggjunnar upp fjallið, slepptu honum ... og gangtu frjáls.. 

Nú er tækifærið okkar;  Árið 2012 er ár breytinganna. - 

Við berjum okkur ekki til gleði, skömmum okkur ekki til samþykkis - heldur þurfum við að fara að elska okkur nógu mikið til að vilja aðeins það besta, bæði fyrir líkama og sál - lifa í heiðarleika og hversdagslegu hugrekki! .. 

833138_jipaasv1_b.jpg


Biskups- og forsetaambáttin

Ég útskrifaðist með embættispróf í guðfræði í febrúar 2003, og í framhaldi af því fór ég í starfsþjálfun undir handleiðslu sr.  Jóns Helga Þórarinssonar í Langholtskirkju annars vegar og sr. Jóhönnu Sigmarsdóttur á Eiðum hins vegar.  Upp úr því fékk ég það sem kallað er embættisgengi, sem þýðir að ég get sótt um brauð og jafnvel bakarí eins og biskupsembætti.  En það skal tekið fram að það er ekki á dagskrá, a.m.k. ekki í næstu framtíð. - En þessi umræða kom upp á Facebook, þ.e.a.s. ég var spurð hvort ég mætti bjóða mig fram, og einn af frambjóðendunum, fv. fræðari minn og kennari í guðfræðideild, og vígslubiskup í Skálholti, sr. Kristján Valur Ingólfsson,  brást skjótt og vel við og svaraði því til að ég væri gjaldgeng til framboðs. 

Hér má sjá þráðinn: 

Ég skrifaði s.s. á vegginn minn: 

 Þrjú biskupsefni hafa stigið fram; Sérarnir: Kristjan Valur Ingolfsson, Sigríður Guðmarsdóttir, Sigurdur Arni Thordarson. Spurning hvort þau ættu ekki bara að taka þetta að sér sem eitt. Faðir, sonur og heilög önd? Þríeinn biskup ;-)LikeUnlike · · Share

  • Gunnar Jóhannes Gunnarsson, Anna Ragna Magnúsardóttir and 5 others like this.
    • Ragnheiður Hilmarsdóttir hver á að vera öndin ?January 20 at 12:34pm · LikeUnlike
    • Katrin Snaeholm Baldursdottir Ha ha ha!January 20 at 12:36pm · LikeUnlike
    • Jóhanna Magnúsdóttir Heilög önd er að sjálfsögðu kvenkyns mynd hins heilaga anda. - Sbr. "Þig lofar faðir líf og önd, þín líkn oss alla styður" - og "Önd mín lofar Drottinn" ... ekkert brabra hér ;-) .. en auðvitað er þetta svona léttur föstudagshúmor og orðaleikur ;-) ..January 20 at 12:42pm · LikeUnlike
    • Jóhanna Magnúsdóttir Þið verður sjálf að raða í hlutverk! ..January 20 at 12:44pm · LikeUnlike
    • Ragnheiður Hilmarsdóttir mér fannst hitt skemmtilegra ! upp upp mín önd og svo framvegis....ég bíð enn eftir frambjóðanda sem mig langar verulega í en á meðan er Sigríður efst í mínum hug, verst að ég má ekkert kjósaJanuary 20 at 12:48pm · UnlikeLike · 1
    • Jóhanna Magnúsdóttir endur eru líka yndislegar ;-) ´..January 20 at 1:01pm · LikeUnlike
    • Þórólfur Hilbert Þorbjargarson En Jóhanna ert þú ekki gjaldgeng sem biskupsframbjóðandi?January 20 at 3:25pm · LikeUnlike
    • Kristjan Valur Ingolfsson Það er best að ég svari þessu! Hver sá einstaklingur sem hefur embættisgengi til prestsþjónustu í þjóðkirkjunni getur boðið sig fram til biskups.Sem gamall kennari Jóhönnu og umsjónarmaður með menntun prestnema er mér ljúft að votta að það er ekkert í vegi fyrir því að Jóhanna Magnúsdóttir gefi kost á sér í kjöri til biskups.January 20 at 3:31pm · UnlikeLike · 5
    • Sigurdur Arni Thordarson Lýst best á upprunatillögu Jóhönnu.January 20 at 3:43pm · UnlikeLike · 1
    • Þórólfur Hilbert ÞorbjargarsonAnna Sigríður Pálsdóttir vona að hún bjóði sig framJanuary 20 at 4:23pm · UnlikeLike · 3
    • Sigríður Guðmarsdóttir Ég skal vera öndin! Sigurður og Kristján Valur geta slegist um það hver feðra hinn.January 20 at 10:12pm · UnlikeLike · 3
    • Gunnar Jóhannes Gunnarsson Úr því að farið er að tala um endur og töluna þrjá dettur mér ekkert annað í hug en Rip, Rap og Rup!January 20 at 10:22pm · UnlikeLike · 1

Það vantar ekki húmorinn í biskupsefninn og nærstadda ;-)

Vinur minn spurði þá spurningar sem mér hafði ekki dottið í hug; "Máttu kjósa" - en það má ég nefnilega ekki, - fékk það staðfest í morgun, þegar ég sá að kollegi minn, Bjarni Randver Sigurvinsson,  hafði sett það á vegginn sinn; að hann einmitt mætti bjóða sig fram en ekki kjósa, og þar sem hann er alltaf nákvæmur lét hann reglugerðina fylgja með! (Hann tók reyndar líka fram að það væri ekki, og reyndar aldrei á áætlun hjá sér að bjóða sig fram til biskups)

Svo við guðræðingar með embættisgengi (ekki fólk með BA í guðfræði) mættum bjóða okkur fram en ekki kjósa okkur sjálf! .. Það eru skrítnar reglur í raun. (já, já, smellið á þar sem stendur reglur og þar er hægt að lesa þær).

Í framhaldi af þessu er gott að íhuga biskupsembættið, en ég man hvað mikið var klifað á því í guðfræðideildinni að orðið embætti kæmi af orðinu ambátt.  Prestshjónin Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson taka þetta fyrir í pistli sínum, og eftirfarandi er klippt og límt frá þeim:  

"Oft er við heyrum hugtakið embætti þá tengjum við það valdi, en sé hugtakið skoðað kemur í ljós að embætti er dregið af orðinu ambátt. Á það hefur og verið bent að í okkar málvenju höfum við nefnt æðstu menn ríkisins ráðherra en á enskri tungu er talað um þjóna, "ministers", til að nefna sama hlutverk.

Af guðspjöllunum má ráða að í augum Jesú hlaut embætti ætíð að vera ambáttarþjónusta. Er vinir hans mátust á um völd sín þá mælti hann eitt sinn: „Þið vitið að þeir sem teljast ráða fyrir þjóðum drottna yfir þeim og höfðingjar þeirra láta menn kenna á valdi sínu. En eigi sé svo meðal ykkar heldur sé sá sem mikill vill verða meðal ykkar þjónn ykkar. Og sá er vill fremstur vera meðal ykkar sé allra þræll. Því að Mannssonurinn er ekki kominn til þess að láta þjóna sér heldur til að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir alla." (Mark 10. 43-45)" Hægt er að lesa pistilinn "Embætti og almannaheill"  í heild ef smellt er HÉR

Lykilatriði í þjónustu embættismanna, hvort sem er um forseta, ráðherra, presta eða biskup að ræða er því auðmýkt og þjónustulund. Einhvern veginn finnst mér eins og við höfum svolítið týnt upprunanum hvað þetta varðar,  eða hvernig koma til dæmis embætti forseta og biskupa ykkur fyrir sjónir? ...  

 washing_of_feet006.jpg

 

 


Er Hómer Simpson þín innri rödd?

"No matter how good you are at something,
there's always about a million people better
than you."
          Homer Simpson

Ef við tileinkuðum okkur hugarfar SImpson´s þá værum við eflaust stödd eins og hann. Ein stærsta gleðin fælist í þvíi að borða kleinuhringi og drekka bjór! 

Ég man eftir því í Yogatíma einu sinni, þegar ég var að skammast mín fyrir stirðleika minn og horfði á allar fimu konurnar í kringum mig, - að leiðbeinandinn sagði þessi orð "Ekki bera ykkur saman við hinar konurnar, samanburður er helvíti" ..  

Mér fannast þetta full djúpt í árinni tekið, en mér fannst þetta mjög gott og skildi nákvæmlega hvað hún átti við. -  Ég fór því bara að einbeita mér að sjálfri mér, en hætti að hugsa um hinar! 

Það var ákveðið frelsi. 

Það getur verið heftandi að hugsa eins og Hómer, - og á maður þá ekki bara að leggjast út af uppí sófa úr því að milljón manns eru betri í einhverju? 

Skiptir það mig máli í raun? - Er ég nokkuð í samkeppni? -  Hvað ef að allir sem hafa náð árangri hugsuðu eins og Hómer,  hefðu þeir farið af stað? 

Eina takmarkið okkar er að vera besta eintakið af okkur sjálfum, það er það sem við getum gert. Og það mun örugglega koma okkur á óvart hvað við erum æðisleg þegar að við erum farin að gera okkar besta og vera okkar bestu. 

Við gerum það með því að vera heiðarleg, hugrökk og heil  - það koma þrjú há út úr þessu  .. helvíti er reyndar líka með hái - en þar höfum við val.  

Veljum okkar Há! .. 

Ef við förum aldrei af stað, vegna þess að við trúum að við séum ekki best, komumst við aldrei að því hversu góð við erum!   Við þurfum að prófa okkur áfram,  læra af mistökum og reynslu. Ef við gerum mistök (klúðrum) að fyrirgefa okkur og halda áfram,  einu alvarlegu mistökin okkar væru að gefast upp eða halda ekki áfram, við þurfum ekki að vera fullkomin til að halda áfram, ef svo væri myndu allir gefast upp.

Eða eins og Wes Hopper orðar þetta:


Don't take advice from losers like
Homer Simpson. Especially your
internal Homer.

 


Hvað þarf kona? ..

 Karlmenn segja stundum að erfitt sé að skilja konur.

Ég get ekki alhæft fyrir allar konur, en ég hef hlustað á nógu margar til að heyra að það er margt sameiginlegt sem konur sakna frá mökum sínum. 

Við erum flest þannig gerð að við þurfum athygli.  Sem starfsmenn þurfum við athygli atvinnurekandans, hrós og endurgjöf. -  Sem börn þurfum við athygli - og vissulega sem fullorðin þurfum við athygli. 

Ég hef lesið í fræðiritum að jákvæð athygli sé best, neikvæð í öðru sæti og engin athygli verst, - enda kemur það út sem áhugaleysi eða afskiptaleysi. - 

Kona sem ekki fær athygli, er afskipt - fær ekki þá næringu úr sambandinu sem hún þarfnast. 

Við gætum auðvitað sagt núna; "kona með mikið sjálfstraust, á að vita að hún er elskuð, er falleg, kynþokkafull, falleg með nýju klippinguna - flott í ballkjólnum ... eða bara nakin". -  En þegar makinn segir ekki neitt,  þegir þunnu hljóði, þá fer hún að hugsa sitt." -  

Í raun hlýtur þetta að gilda í báðar áttir - en samt virðist konan þurfa meira á því að halda að fá hrós, hvatningu, aðdáun? -  Eða hvað? -  Kannski þurfum við þess öll. 

Ég veit bara að sumar konur kvarta mikið yfir að mennirnir þeirra taki ekki eftir þegar þær gera breytingar,  og hvísla sjaldan ef nokkurn tímann einhverju fallegu um þær í eyru þeirra. - Hvað þá að koma "surprise" með eina rós inn í hversdaginn.   Nógu mikið röfla sumir um að láta ekki blómaframleiðendur stýra sér í kaupunum! .. 

Samband tveggja einstaklinga er að gefa og þiggja á víxl.  Vissulega þarf það að koma af einlægni og löngun til að gefa.  Sumir karlmenn tala um að það besta við kynlífið sé að gefa konunni nógu mikla nautn. -  Þeir fatta kannski ekki alveg að nautnin hjá konunni verður mun meiri, ef að hún er andleg líka en ekki bara líkamleg.  Ef að dagurinn hefur verið góður, - þau hafa tekið langan tíma í kvöldmatinn,  fengið sér kvöldgöngu og rabbað um hluti sem skipta hana máli.  Hann hefur strokið lokkinn frá auganu á henni og sýnt henni á einn eða annan hátt að hann elskaði hana. - 

Það er ekki til töfraformúla fyrir ástinni.  Eitthvað "bling" þarf að vera á milli fólks, - en falleg samskipti,  gagnkvæmt dekur,  gagnkvæm athygli - hjálpar alveg örugglega. - 

Kona þarf að finna það og heyra að hún er metin,  og þar skiptir allur pakkinn máli. -

Eins og ég sagði í upphafi - þá þarf þetta ekki að gilda um allar konur,  en þetta er það sem ég hef sjálf upplifað og það sem ég hef heyrt í kringum mig. -  Og - eflaust er það gagnkvæmt.

Grunnurinn er - eins og alltaf - að við séum heiðarleg, einlæg og við sjálf  og tjáum okkur af hugrekki ;-) 

Í gær skrifaði ég á Facebook "I am as hot as I feel" - og var það í tilefni þess að verið var að bera saman grannar konur og þéttari. - Ég er ekki hrifin af samanburði, hver og ein kona þarf að finna hvernig henni líður með sjálfri sér og upplifa sig örugga" .. Það er auðvitað takmarkið, - að þurfa ekki að heyra það utan frá,  hvort sem það er frá maka eða öðrum. - En staðan er sú að við erum áhrifagjörn, þurfum pepp, hrós og samþykki. -  Þar til við erum 100% búin að samþykkja okkur sjálf .. þurfum við samþykki, hrós, endurgjöf makans ... og hver hefur svo sem 100%  samþykkt sig sjálf/ur? ..

Jæja, - þetta var s.s. mánudagspistilinn, hugleiðing dagsins! 

 

 

 cappuccino.jpg

 


Reykjandi umhverfisverndarsinnar ...

Við erum gjörn að benda í allar áttir,  horfa út á við og dæma heiminn.

Uss,  verið að eitra! -  mengun þarna ..

Fuss, ofbeldi ..

Skamm - vonska í gangi ..

Dómharka - uss,  fólk er fífl ..

Ef við nú snúum þessu við og leyfum heiminum að horfa á okkur.  Hvernig komum við fram við okkur?

Eitur?  - Erum við að reykja?  Erum við að fóðra okkur með næringu sem veikir jarðveginn?  Erum við að menga okkur sjálf?

Ofbeldi?  - Erum við að tala niður til okkar?  Erum við að gera lítið úr sjálfum okkur,  sýnum við okkur vantraust,  getum við ekki elskað okkur né virt? ..  Er það uppbyggilegt fyrir "heiminn" ..  Erum við að næra okkur með verstu fyrirsögnunum í DV eða með að lesa skítkastið í kommentakerfinu?  Erum við að sökkva okkur í ofbeldismyndir? - Á móti ofbeldi en næra okkur á ofbeldi?

Skamm?  - Erum við að skammast okkar fyrir okkur sjálf? - Viljum við ekki fyrirgefa sjálfum okkur? Erum við að horfa á raunveruleikaþætti þar sem gert er lítið úr tilfinningum fólks, - njótum við þess að sjá það eða hvaða þörf er það? .. (Bachelor/Bachelorette) ..  

Dómharka?  Erum við að dæma okkur hart - og hvað hefur það upp á sig, gerir það okkur fullkomin?

---

Hvað erum við að bjóða okkur sjálfum upp á bæði í andlegri og líkamlegri næringu, hvað ef að þú ert heimurinn?  Hvað ef að ég er heimurinn?

Hvernig viljum við umgangast jörðina og andrúmsloftið? ..

Til að breyta heiminum þurfum við að byrja á okkur sjálfum -  meðvitundarbylting er byltingin sem þarf.

heart_earth.jpg  Virðum okkur, elskum og treystum! 


Góður dagur ;-) ....

Ég hlakka til þessa dags, á von á nokkrum framhaldskonum í hópnum mínum KMK (Kjörþyngd með kærleika) og svo fer dagurinn í að plana næstu daga,  þar sem ég er að byrja með ný námskeið. - 

Ég var með kynningarfund í gærkvöldi um hugleiðslu og slökun, og á því starfi sem ég er að vinna, sem felst aðallega í því að leiðsegja fólki inn að kjarna sjálfs sín,  já merkilegt nokk! .. 

Það komu nokkrar ungar konur, og ég spurði þær í restina hvort þær væru sáttar við það sem þær hefðu upplifað,  en ég fór með þær í hugleiðslu líka.  Ein svaraði að þetta væri betra en hún hefði átt von á, sem hlýtur að vera góð einkunn.  Þó að maður eigi ekki að þrífast á því sem aðrir segja, verð ég að vita hvort ég er að gera rétt fyrir aðra, hvort það það sem ég er að deila er að hitta í mark eða ekki! 

Samvera og samvinna, bæði með öðrum og sjálfum sér er lykilatriði.  Sundrung skapar vandamálin. 

Í kvöld er svo vikuleg sýning í kvikmyndaklúbbnum Deus Ex Cinema, og hlakka ég alltaf til að mæta á þau kvöld,  því að sú samvera er alltaf góð og nærandi.  Skemmtilegt og frjótt fólk - og stundum kalla ég þetta "nördaklúbbinn" minn.  Ég er sjálf hálfgerður nörd, eða kannski blanda af nörd og ljósku, en ég held reyndar að við séum það flest.  Við erum stórgáfuð á sumum sviðum en ferlega vitlaus á öðrum.  Þess vegna er samvinnan enn mikilvægari,  til að við getum unnið hvert annað upp!

Ég fékk þá flugu í hausinn í gærkvöldi þegar ég var að keyra heim frá Lausninni, að mig langaði í kall. 

Prestakall sko, helst út á landi á einhverjum sætum stað.  Ég er hrifin af sveitinni og ég er hrifin af gömlum kirkjum - og svo ELSKA ég fólk.  Ég held ég sé mjög heppin,  því það er eðlislægt.  Sumt fólk finnst mér erfitt að umgangast, fólk sem fókusar á neikvæða hluti,  það vekur upp neikvæðnina í mér og mér er það ekki hollt.  Það er því nauðsynlegt að setja slíku fólki mörk. 

Ég horfði á samtal í morgun á milli Neale Donald Walsch og Eckhart Tolle, og það er ekki annað hægt en að vera "inspired" eftir slíkt.  Þessi ótrúlega uppspretta sem við eigum öll innra með okkur, og þurfum bara að leyfa að flæða.  

Stærsta hindrun í lífinu erum við sjálf, - þegar okkur skortir trú, trú á lífið og okkur sjálf.  Það er ekkert skrítið að þessar hindranir séu fyrir hendi,  okkur er kennt að setja upp hindranir frá unga aldri og við erum heilaþvegin (óvart) að við séum ekki nóg, löt, frek, við eigum að skammast okkar o.s.frv. 

Jón Gnarr talaði um það í Kastljósi að sú breyting hefði orðið á að borgarstjórn talaði ekki illa um annað fólk.  Ég veit það breytir ekki skattaálögum og breytir ekki söltunar-eða sandmálum í borginni, en við skulum ekki vanmeta hversu mikilvægt það er að tala ekki illa um fólk,  og jafnframt mikilvægi þess að tala fallega um og við fólk. 

Margir þurfa bara að fá að heyra að þeir séu fallegir þegar þeir brosa.  Þeir þurfa ekki 20 tíma hjá sálfræðingi.  BROS ÞEIRRA þarf bara athygli. 

ATHYGLI  er lykilorð í mannlegum samskiptum.  Það veit ég þó ég hafi oft klikkað á að veita þeim sem mér þykir vænst um athygli. 

Ég verð þakklát lífinu þegar ég fer að geta iðkað allt sem ég skrifa og segi, en er vissulega á leiðinni þangað. 

Ég ætla að enda þetta á orðum sem stóðu í "subject" í tölvupósti sem ég fékk einu sinni og lyftu mínum degi ..   "You are loved"  - 

n1045957538_511832_1179384Göngum til góðs dags ;-)

 

 

 


(Iðnaðar)salt og ljós ..

Ég er eins og margir aðrir mjög hissa á stóra saltmálinu. 

Hvað er að?  Andvaraleysi, metnaðarleysi, áhugaleysi? - 

Salt sem merkt er "Industrial Salt" hefur verið notað til manneldis - og hver er skýringin? 

Eflaust vissu menn ekki betur.  

Hér er hægt að smella á grein um "edible salt"

  • SEA SALT or DRY SALT ( Used for human consumption)
  • CRUSHED SALT ( Used for human consumption)
  • PDV SALT or SCIENTIFIC NAME- Rock Salt (Not used for human consumption)
  • SALT FOR TECHNICAL & AGRICULTURAL USES (Not used for human consumption)
  • INDUSTRIAL SALT (not used for human consumption)
  • FREE FLOW IODISED SALT ALSO KNOWN AS TABLE SALT (Used for human consumption)


En hvað eigum við að gera?  Eigum við ekki að læra af þessu og opna augun fyrir því að það gæti verið á fleiri stöðum sem ríkir andvaraleysi, metnaðarleysi og áhugaleysi?

Ég man eftir því að hafa lent í vandræðum þegar ég var að hella upp á kaffi þar sem kaffifilterinn var búinn. Ég braut saman eldhúsrúllubréf og setti kaffi í - þá kom einn samstarfsmaður með sígarettuna í munninum og sagði; "Passaðu þig, það eru fullt af eiturefnum í eldhúsrúllubréfinu" .. 

Já, við erum enn að eitra fyrir fólki með tóbaki, enn að borða unna matvöru, ekki endilega með iðnaðarsalti,  en alls konar aukaefnum sem eru vond fyrir líkamann. Við flytjum líka inn ávexti sem eru úðaðir eru með eitri o.fl. o.fl.

Það er vandlifað, - tóbakið hefur þó það fram yfir matvöru með iðnaðarsalti að á því eru viðvaranir,  en það er mörg matvara sem hefur ekki viðvaranir.  Sumir halda því jafnframt fram að venjulegur sykur sé eitur! .. og vissulega er sumur matur eitur fyrir suma en ekki aðra.

Það er augljóst að varpa þarf ljósi á hvað við erum að innbyrða - og átta okkur á því að verið er að eitra fyrir okkur bæði leynt og ljóst - auk þess þarf auðvitað hver og einn að líta í eigin barm og vita hvernig og hvort hann er að eitra fyrir sér sjálfviljugur?  .. 

 


mbl.is Stofnanir deila um salt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband