Er Hómer Simpson þín innri rödd?

"No matter how good you are at something,
there's always about a million people better
than you."
          Homer Simpson

Ef við tileinkuðum okkur hugarfar SImpson´s þá værum við eflaust stödd eins og hann. Ein stærsta gleðin fælist í þvíi að borða kleinuhringi og drekka bjór! 

Ég man eftir því í Yogatíma einu sinni, þegar ég var að skammast mín fyrir stirðleika minn og horfði á allar fimu konurnar í kringum mig, - að leiðbeinandinn sagði þessi orð "Ekki bera ykkur saman við hinar konurnar, samanburður er helvíti" ..  

Mér fannast þetta full djúpt í árinni tekið, en mér fannst þetta mjög gott og skildi nákvæmlega hvað hún átti við. -  Ég fór því bara að einbeita mér að sjálfri mér, en hætti að hugsa um hinar! 

Það var ákveðið frelsi. 

Það getur verið heftandi að hugsa eins og Hómer, - og á maður þá ekki bara að leggjast út af uppí sófa úr því að milljón manns eru betri í einhverju? 

Skiptir það mig máli í raun? - Er ég nokkuð í samkeppni? -  Hvað ef að allir sem hafa náð árangri hugsuðu eins og Hómer,  hefðu þeir farið af stað? 

Eina takmarkið okkar er að vera besta eintakið af okkur sjálfum, það er það sem við getum gert. Og það mun örugglega koma okkur á óvart hvað við erum æðisleg þegar að við erum farin að gera okkar besta og vera okkar bestu. 

Við gerum það með því að vera heiðarleg, hugrökk og heil  - það koma þrjú há út úr þessu  .. helvíti er reyndar líka með hái - en þar höfum við val.  

Veljum okkar Há! .. 

Ef við förum aldrei af stað, vegna þess að við trúum að við séum ekki best, komumst við aldrei að því hversu góð við erum!   Við þurfum að prófa okkur áfram,  læra af mistökum og reynslu. Ef við gerum mistök (klúðrum) að fyrirgefa okkur og halda áfram,  einu alvarlegu mistökin okkar væru að gefast upp eða halda ekki áfram, við þurfum ekki að vera fullkomin til að halda áfram, ef svo væri myndu allir gefast upp.

Eða eins og Wes Hopper orðar þetta:


Don't take advice from losers like
Homer Simpson. Especially your
internal Homer.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Er ekki Homer í fínum málum ? Elskaður af konu sinni, í þægilegu jobbi og á efnilega dóttur og trausta vini ?

hilmar jónsson, 24.1.2012 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband