Eins og Pandóru box hafi verið opnað ...

Ég veit ekki hvort það er rétt að "mjólka" þetta mál svona út í hið óendanlega. Það eru kostir og gallar við það. Auðvitað þarf að opinbera "siðgæði" fólks sem á að vera fyrirmyndir og eru við stjórn, en ég veit ekki með alveg hvort að aðferðafræðin sé rétt? - Er þetta ekki það sem kallað er "Public shaming" .. ? Svipað og gapastokkur var notaður í gamla daga og fólkið haft að aðhlátursefni á torgum? - Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna talaði um að þegar einhver leggist lágt, þá ættum við að rísa hátt og ég er sammála henni. Hvernig myndum við meta svona leiklestur? - Er það hátt eða lágt? En vegna fyrirsagnarinnar um Pandóru boxið: Seifur sendi Pandóru til jarðarinnar með öskju fulla af plágum og böli. Af eðlislægri forvitni opnaði Pandóra öskjuna og hleypti öllum plágunum út. Það eina sem varð eftir í öskjunni var vonin. Eigum við ekki bara rétt að vona að þessum plágum og böli fari að linna, svo að vonin fái litið dagsins ljós? -


mbl.is Í beinni: Samtalið á Klaustri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Blessa forseta vorn, ríkisstjórn, löggjafarþing og dómstóla"


Fyrirsögnin er tekin úr handbók presta; Almennri kirkjubæn, en mér sýnist ekkert veita af henni þessa dagana.

Reyndar lít ég á Guðna forseta sem blessun fyrir íslenska þjóð, svo yfirvegaður og hófstilltur sem hann er í öllu sínu fasi, en um leið finnur maður að hann er ekki tilbúinn að gefa eftir þegar kemur að siðferðismálum. -

Það var hálfgerð heilun að horfa á viðtalið við hann í Silfri Egils fyrr i dag, eftir það sem á undan var gengið og kannski svolítið "móteitur" við því sem var búið að úða yfir landann undanfarna daga.

Ég er þakklát fyrir okkar góða forseta.



mbl.is Forseta Íslands ofbauð ummælin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband