Kona fer í stríð ..

Það þarf hugrekki til að stíga fram, vitandi að það verða afleiðingar.  En um leið tel ég að Bára viti nú þegar að það eru margir sem standa með henni og styðja þessa afhjúpun.  

Auðvitað þarf að virða lög landsins og þá líka persónuverndarlög, en ég vil minna á að stundum brýtur nauðsyn lög, - eins og frelsarinn  benti ítrekað á í hinni helgu bók. 
 

Svo er annað sem stendur í Biblíunni og það er þetta með að sannleikurinn geri okkur frjáls, og ég held að það sé annar punktur sem styðji þessa uppljóstrun.   

Bára minnir mig svolítið á kvenhetjuna sem barðist við kerfið í kvikmyndinni Kona fer í stríð,-  og hver hélt ekki með henni?   

Ég held með Báru. 

 


mbl.is Bára fer fyrir héraðsdóm á mánudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virðingin kemur ekki utan frá ...

Fólk sem kemur fallega fram við hvert annað og starfar af  heilindum fyrir þjóðina skapar virðingu fyrir Alþingi,  hvort sem það er klætt í gallabuxur eða glansföt.  

Hér er það innihaldið sem virkilega skiptir máli.  


mbl.is Gallabuxur fyrir neðan virðingu Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flateyjargátan - meiri skömm að vera einstæð móðir en að búa með ofbeldismanni ..

Það var gaman að fylgjast með Flateyjargátunni á RUV og ég missti ekki af einum þætti.  Það var ekki síst tíðarandinn í þáttunum sem vakti áhuga minn,  klæðnaður fólksins og einnig hugarfar varðandi náungann. -   Þetta var gamli tíminn, og gamla hugarfarið, - og þá hugmyndirnar um hvað væri skömm og hvað væri ekki skömm. 

Í lokaþættinum kemur fram að aðalsöguhetjan hafði reynt að flýja sambýlismann sinn sem beitti hana miklu ofbeldi, andlegu sem líkamlegu, og setjast að hjá föður sínum.   Hann, "smitaður" af hugmyndafræði samtímans sendi dóttur sína til baka í fang ofbeldismannsins,  vegna þess að skömmin var svo sterk.   Kannski var það "kærleikur" þess tíma, eða faðirinn taldi sér trú um að hann væri að hlífa dóttur sinni við dómi samfélagsins, - og um leið var hann að hlífa sjálfum sér við þá dóma að vera faðir einstæðrar móður með "lausaleikskróga" .. ein og samfélagið kallaði stundum þau börn sem fæddust utan hjónabands.   
Það voru þessir óvægnu dómar hins harða umheims sem rak ungar konur í fang þeirra sem þær voru að flýja.  Auðvitað var þetta ekki kærleikur,  heldur ótti sem er andstæða elskunnar.

Sem betur fer eru tímarnir breyttir,  en þó ekki alveg.  Enn er til fólk sem hangir saman á almenningsálitinu.   Það veit ég vegna þess ég hef spurt:  "Hvers vegna skilur þú ekki við hann/hana ef þér líður svona illa í sambandinu? -  og svarið var "Hvað segir fólk?" .. 
Þá erum við ekki að tala um ungar konur eða unga menn, -  heldur jafnvel rígfullorðið fólk.  Fólk sem er í sumum tilfellum fast í alkóhólísku sambandi.  Það eru alls konar dæmi. 

Það er vont að vera fangi hugarfarsins, -  því að þetta fólk, sem er orðið eldra (og líka hið yngra)  þarf kannski ekki endilega að hlusta á einhvern annan segja "Það er skömm að vera einstæð" - eða  "Það er skömm að skilja"  .. eða hvað sem það er sem "syngur" í höfðinu á þeim,    Það eru auðvitað eigin fordómar og hugarfar sem er erfiðast að eiga við. 

Þessi hugsun  "Hvað finnst mér um mig?" ..   

Það er hugrekki að stíga út úr hugarfarinu sem hefur kannski verið innrætt frá bernsku - og standa upp fyrir sjálfum sér og rugla ekki saman óttanum og elskunni.   


Bloggfærslur 11. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband