Kona fer í stríð ..

Það þarf hugrekki til að stíga fram, vitandi að það verða afleiðingar.  En um leið tel ég að Bára viti nú þegar að það eru margir sem standa með henni og styðja þessa afhjúpun.  

Auðvitað þarf að virða lög landsins og þá líka persónuverndarlög, en ég vil minna á að stundum brýtur nauðsyn lög, - eins og frelsarinn  benti ítrekað á í hinni helgu bók. 
 

Svo er annað sem stendur í Biblíunni og það er þetta með að sannleikurinn geri okkur frjáls, og ég held að það sé annar punktur sem styðji þessa uppljóstrun.   

Bára minnir mig svolítið á kvenhetjuna sem barðist við kerfið í kvikmyndinni Kona fer í stríð,-  og hver hélt ekki með henni?   

Ég held með Báru. 

 


mbl.is Bára fer fyrir héraðsdóm á mánudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvaða persónuupplýsingar var viðkomandi að vinna með?

Spurt er vegna gildissviðs persónuverndarlaga.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.12.2018 kl. 20:10

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Það er að sjálfsögðu ekki komin niðurstaða í það hvort að persónuverndarlög voru brotin.  Ég býst við að lögfræðingar persónuverndar vinni hratt að þessu máli, eða eins hratt og þeim er unnt. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 11.12.2018 kl. 20:17

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég varpaði fram spurningunni því ég var að rifja upp gildissvið laga um persónuvernd og staldraði strax við það álitaefni hvort þetta séu yfir höfuð persónuupplýsingar og þau um hvaða persónur?

Þeir sem tala á upptökunum virðast nefninlega aðallega hafa talað um aðra en sjálfa sig og það í opnu rými. Því má spyrja: persónuupplýsingar hvers? Eru það ekki þau sem talað var um sem eru andlag verndarinnar frekar en þeir sem töluðu um þau? Og hver er þá hinn brotlegi, sá sem skýrði frá þeim upplýsingum í opnu rými eða sá sem tók það upp?

Til þess að höfða dómsmál þarf viðkomandi að eiga lögvarða hagsmuni. Ef upplýsingarnar eru ekki um hann sjálfan skortir á að það skilyrði sé uppfyllt og slíkur annmarki varðar frávísun frá dómi.

Jafnframt njóta persónuupplýsingar ekki verndar ef hinn skráði hefur sjálfur gert þær opinberar. Þá má spyrja sig hvort það sem þau gerðu opinbert um sjálf sig í þessu almannarými, falli undir það?

Samkvæmt eðlisfræði átti sú opinberun sér stað áður en upptakan var gerð, því það tekur a.m.k. einhverjar millisekúndur fyrir hljóðið að berast frá þeim sem talar alla leið að hljóðnema í síma á næsta borði.

...bara pælingar...

Guðmundur Ásgeirsson, 11.12.2018 kl. 20:49

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvernig svo sem dómsmálið fer, ef úr því verður, mun Bára standa uppi sem sigurvegari í þessu máli.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.12.2018 kl. 22:17

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ágætis pælingar hjá þér Guðmundur Ásgeirsson! 

Sammála Þorsteinn Siglaugsson. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 12.12.2018 kl. 10:08

6 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég er ekki í gaypride-liðinu og held þess vegna ekki með henni.

Jón Þórhallsson, 12.12.2018 kl. 16:26

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þú ert pínku fyndinn Jón Þórhallsson 

Jóhanna Magnúsdóttir, 14.12.2018 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband