Hlustum á sérfræðinga í fötlunarfræðum

Þegar ég fór að vinna á Sólheimum í Grímsnesi á sínum tíma, notaði ég alls konar röng orð vegna þess að ég vissi ekki betur.  Ég nefndi fólkið þar til dæmis "vistmenn" og gerði mér ekki grein fyrir að það væri rangt.  En um leið og mér var bent á það, sá ég villuna.  Fólkið þar voru bara íbúar Sólheima, en engir "vistmenn"  en það var að sjálfsögðu ekki af neinu nema fáfræði sem ég vissi það ekki. - 

Sérfræðingar í fötlunarfræðum vita sínu viti.  Ef þeir vilja ekki vinna með Önnu Kolbrúnu þá ber að hlusta á þá, og kannski sýna örlitla auðmýkt? -  Hvers vegna velur Anna Kolbrún ekki að víkja þar til niðurstaða siðanefndar kemur í ljós í stað þess að sitja sem fastast?  

Stolt?  Það er engin skömm að því að sýna auðmýkt, - og eiginlega alveg hið gagnstæða.  

Ég mæli með því að hlusta á sérfæðinga í fötlunarfræðum.  

Reyndar er eitt orð sem skiptir mestu máli þegar kemur að öllum mannlegum samskiptum, hvort sem það eru samskipti við fólk með fötlun eða ekki fötlun:  Það er orðið VIRÐING.  

Af virðingu við hin fötluðu myndi ég, í sporum Önnu Kolbrúnar,  víkja en ekki sitja. 

Ég er viss um að niðurstaða sérfræðingana er byggð á virðingu við fólk með fötlun. 



mbl.is Hyggst sitja áfram í velferðarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband