"Blessa forseta vorn, ríkisstjórn, löggjafarþing og dómstóla"


Fyrirsögnin er tekin úr handbók presta; Almennri kirkjubæn, en mér sýnist ekkert veita af henni þessa dagana.

Reyndar lít ég á Guðna forseta sem blessun fyrir íslenska þjóð, svo yfirvegaður og hófstilltur sem hann er í öllu sínu fasi, en um leið finnur maður að hann er ekki tilbúinn að gefa eftir þegar kemur að siðferðismálum. -

Það var hálfgerð heilun að horfa á viðtalið við hann í Silfri Egils fyrr i dag, eftir það sem á undan var gengið og kannski svolítið "móteitur" við því sem var búið að úða yfir landann undanfarna daga.

Ég er þakklát fyrir okkar góða forseta.



mbl.is Forseta Íslands ofbauð ummælin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband