"Blessa forseta vorn, ríkisstjórn, löggjafarþing og dómstóla"


Fyrirsögnin er tekin úr handbók presta; Almennri kirkjubæn, en mér sýnist ekkert veita af henni þessa dagana.

Reyndar lít ég á Guðna forseta sem blessun fyrir íslenska þjóð, svo yfirvegaður og hófstilltur sem hann er í öllu sínu fasi, en um leið finnur maður að hann er ekki tilbúinn að gefa eftir þegar kemur að siðferðismálum. -

Það var hálfgerð heilun að horfa á viðtalið við hann í Silfri Egils fyrr i dag, eftir það sem á undan var gengið og kannski svolítið "móteitur" við því sem var búið að úða yfir landann undanfarna daga.

Ég er þakklát fyrir okkar góða forseta.



mbl.is Forseta Íslands ofbauð ummælin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvers vegna ætti "GUÐ" að blessa forsetann og  ríkisstjórnina 

ef að þau vilja ekki hlusta á "GUÐ"?

GUÐ færdæmir samkynhneigð á mörgum stöðum í BIBLÍUNNI: 

https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2221191/

Jón Þórhallsson, 2.12.2018 kl. 15:30

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Biblían er skrifuð af mönnum en ekki Guði - það eru menn sem fordæma en ekki Guð. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.12.2018 kl. 16:25

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvaða GUÐ / málgagn / bók er þitt veganesti?

Jón Þórhallsson, 2.12.2018 kl. 17:42

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hvaða Guð?  -   "Guð í alheims geimi, Guð í sjálfum þér."  (Steingrímur Thorsteinsson)   

Málgagnið/bókin? -  Málgagnið er Jesús Kristur, upprisinn og eilífur. 
Bókin er m.a. Biblían sem er lesin með Jesú Krist að leiðarljósi, þeim Jesú er kenndi okkur að beita skynseminni t.d. með sögunni um Miskunnsama Samverjann og dæmisögunni um hvíldardaginn.  Jesús sem kenndi okkur að láta hjartað ráða för.

Jesús er vegurinn -  og ef að vegurinn hefur ekki kærleika er hann gagnslaus - og þá alls ekki Jesús.  Það er enginn kærleikur í því að fordæma samkynhneigð,  samkynheigð er einn af farvegum kærleikans.  


Jóhanna Magnúsdóttir, 4.12.2018 kl. 01:44

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

KRISTIN TRÚ fordæmir t.d. samkynhneigð með skýrum hætti í NÝJA-TESTAMENTINU:

https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2221191/

Jón Þórhallsson, 4.12.2018 kl. 08:28

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Jón Þórhallsson,   getur verið að það sért frekar þú sem fordæmir samkynhneigð?  

Jóhanna Magnúsdóttir, 4.12.2018 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband