Eins og Pandóru box hafi verið opnað ...

Ég veit ekki hvort það er rétt að "mjólka" þetta mál svona út í hið óendanlega. Það eru kostir og gallar við það. Auðvitað þarf að opinbera "siðgæði" fólks sem á að vera fyrirmyndir og eru við stjórn, en ég veit ekki með alveg hvort að aðferðafræðin sé rétt? - Er þetta ekki það sem kallað er "Public shaming" .. ? Svipað og gapastokkur var notaður í gamla daga og fólkið haft að aðhlátursefni á torgum? - Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna talaði um að þegar einhver leggist lágt, þá ættum við að rísa hátt og ég er sammála henni. Hvernig myndum við meta svona leiklestur? - Er það hátt eða lágt? En vegna fyrirsagnarinnar um Pandóru boxið: Seifur sendi Pandóru til jarðarinnar með öskju fulla af plágum og böli. Af eðlislægri forvitni opnaði Pandóra öskjuna og hleypti öllum plágunum út. Það eina sem varð eftir í öskjunni var vonin. Eigum við ekki bara rétt að vona að þessum plágum og böli fari að linna, svo að vonin fái litið dagsins ljós? -


mbl.is Í beinni: Samtalið á Klaustri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Tvöfalt siðgæði er að hneykslast á öðum fyrir eitthvað sem maður sjálfur er sekur um.

Ég er sekur um að hafa í einkasamtali sagt sitt hvað sem mundi særa einhvern sem ekki heyrir til.  Þess vegna reyni ég að halda kjafti, um þetta mál annað væri tvöfalt siðgæði.

Guðmundur Jónsson, 4.12.2018 kl. 13:53

2 identicon

Ég verð nú eiginlega að vera sammála þér. Það er nóg komið í bili og snúum okkur að einhverju uppbyggilegu. Ekki veitir af.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 4.12.2018 kl. 13:53

3 Smámynd: Hörður Þormar

Illt umtal er landlægur ósiður. Stundum tala menn illa um náungann af hreinni meðvirkni, án þess að hugur fylgi máli.

Líklega er þetta einhver skortur á uppeldi.

Hörður Þormar, 4.12.2018 kl. 17:22

4 Smámynd: Haukur Árnason

"

Ef sumir vissu um suma, sem sumur segja um suma, þegar sumir eru fjær.
Þá væru sumir ekki við suma  eins og sumir eru við suma, þegar sumir eru nær.

Var þetta ekki einhvern veginn svona ?

Haukur Árnason, 4.12.2018 kl. 21:52

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Guðmundur Jónsson,  takk fyrir ábendinguna - ég er búin að laga þetta.  

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.12.2018 kl. 09:30

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sammála þér Hörður Þormar! 

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.12.2018 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband