Eins og Pandóru box hafi verið opnað ...

Ég veit ekki hvort það er rétt að "mjólka" þetta mál svona út í hið óendanlega. Það eru kostir og gallar við það. Auðvitað þarf að opinbera "siðgæði" fólks sem á að vera fyrirmyndir og eru við stjórn, en ég veit ekki með alveg hvort að aðferðafræðin sé rétt? - Er þetta ekki það sem kallað er "Public shaming" .. ? Svipað og gapastokkur var notaður í gamla daga og fólkið haft að aðhlátursefni á torgum? - Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna talaði um að þegar einhver leggist lágt, þá ættum við að rísa hátt og ég er sammála henni. Hvernig myndum við meta svona leiklestur? - Er það hátt eða lágt? En vegna fyrirsagnarinnar um Pandóru boxið: Seifur sendi Pandóru til jarðarinnar með öskju fulla af plágum og böli. Af eðlislægri forvitni opnaði Pandóra öskjuna og hleypti öllum plágunum út. Það eina sem varð eftir í öskjunni var vonin. Eigum við ekki bara rétt að vona að þessum plágum og böli fari að linna, svo að vonin fái litið dagsins ljós? -


mbl.is Í beinni: Samtalið á Klaustri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband