"Jóhanna íhugar forsetaframboð"

Fyrst vil ég biðja fjölskylduna mína afsökunar á að hafa ekki undirbúið þau almennilega fyrir þessa "sprengju" sem varð þegar að fréttin "Jóhanna íhugar forsetaframboð" kom í DV.  Ég veit að mínir nánustu, fjölskylda og vinir, taka það nærri sér þegar fólk er að hæðast að þessu framboði mínu, en ég sjálf hef breitt bak og veit fyrir hvað ég stend. 

Hið breiða bak er einmitt ekki síst að þakka, náinni fjölskyldu og vinum - því sem ég hef tileinkað mér í gegnum ótal námskeið  og hjá Lausninni, þar sem ég starfa nú. 

Sem betur fer er fullt af fólki sem hefur hvatt mig áfram, sagt fallega hluti sem eru nærandi, og ég tek að sjálfsögðu við því sem er nýtilegt en hendi hinu sem er bara niðurbrjótandi. (Legg til að við gerum það öll). 

Blaðamenn DV kunna að vekja athygli,  en það gera þeir með því að segja í fyrirsögn "Jóhanna íhugar forsetaframboð" - Ég efast ekki um að flestir hafi talið að þarna væri um nöfnu mín Sigurðardóttur að ræða. 

Ég verð alveg að viðurkenna að ég hef gengið með þetta embætti í maganum lengi, en það var hún Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir sem stofnaði síðuna, - en það var eftir að ég hafði sett á vegginn minn á Facebook; - "er að íhuga forsetaframboð" - það var bæði í gamni og alvöru og svo töluðum við um það að Róslín Alma Valdemersdóttir yrði kosningastjóri, en það er 18 ára rösk stelpa frá Hornafirði. 

Ragnheiður ýtti mér svo út af brúninni, þegar hún sendi fréttaskot á DV um væntanlegt framboð mitt, en það er ekki í fyrsta skipti sem mér hefur verið ýtt út af brún, en það var gert þegar ég stóð skjálfandi á beinunum á kantinum á svartri brekku (brattasta tegund skíðabrekku) en ég kom standandi niður og ætla mér að gera það í þessu.  Ég skíðaði bara á mínum hraða og ímyndaði mér að ég væri að skíða í þeyttum rjóma, og það væri mjúkt að detta í hann. Hef leitt fólk þannig niður brekkur.  Ég er að vísu reyndari í að leiða fólk upp brekkur eins og sjá má t.d. ef smellt er HÉR. 

Auðvitað bregður fólki þegar einhver kona útí bæ, er kynnt til sögunnar, kona sem er ekki "Celebrity" og fólk þekkir hvorki haus né sporð á! 

Alls konar spurningar hafa vaknað hjá fólki, bæði þeim sem skrifa athugasemdir og eflaust þeim sem heima sitja. Ég hef vissulega ekki legið á mínum skoðunum, þó að þorri almennings hafi e.t.v. ekki náð að fylgjast með þeim, enda ekki hægt að lúslesa pistla og pressur, enda margir að tjá sig. 

Vonandi les fólk það sem ég hef verið að skrifa um, framtíðarsýn, hugmyndafræði, pælingar um mannlegt eðli o.s.frv.  

Nokkrar spurningar bárust í DV athugasemdakerfi eins og: 

"Er hún systir Ástþórs Magnússonar?"  svar: Nei, ég er ekki systir Ástþórs, það eru mörg Magnúsarbörnin á Íslandi. 

Eva Hauksdóttir,  spurði hvar ég stæði í pólitík, - ég verð að viðurkenna að einu sinni var ég næstum orðin þátttakandi í nýju stjórmálaafli sem átti að heita "Miðflokkurinn" - Ég treysti mér ekki til að halda því áfram, vegna anna minna á þeim tíma. En svar mitt til Evu var: 

"Ég er ekki tengd neinu stjórnmálaafli. Ég sé sterka aðila í öllum stjórnmálaflokkum, og vildi helst persónukjör. Ég kaus Hreyfinguna í síðustu kosningum, með þá ósk í brjósti að það myndi breyta landslaginu. - Eins og ég skrifaði í einum pistli mínum: "Framtíðarsýnin er því grímulaus heimur, heimur án blekkinga og yfirborðsmennsku. Án hindrana, fáfræði og fordóma. Upplýstur heimur. Það getur stungið í augun til að byrja með og verið óþægilegt, en yfirleitt er hægt að venjast birtunni og tröllin verða að steini." ... Ég hef lesið margt eftir þig Eva á netinu, - á bókina þína og hef gaman af því að lita út fyrir eins og þú."

Svo er hér ferilskráin fyrir þau sem hafa beðið um CV! .. 

Jóhanna Magnúsdóttir

Kt. 211161-7019
Holtsgata 3,
101 Reykjavík
Sími: 567-6119
Gsm: 895-6119
Tölvupóstur: johanna@lausnin.is



------- M e n n t u n


2006 - 2007 Kennaraháskóli Íslands - Nám til kennsluréttinda. Einkunn: I. 8,37

1998-2003 Háskóli Íslands, guðfræðideild - Embættispróf í guðfræði (auk starfsþjálfunar) Einkunn: I. 7.42
Kjörsviðsritgerð: Betra ljós? Hvíldardagurinn í Gamla testamentinu og upphaf sögulegra biblíurannsókna á Íslandi.

1977- 1980 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti - Stúdentspróf af málabraut

---------------- N á m s k e i ð

2011
HR - Well being (12 vikur)
2010 Dale Carnegie þjálfun, (12 vikur)
2005 IMG - Stjórnun fyrir nýja stjórnendur (16 klst)
2005 Samstarfsverkefni Fræðslusviðs Biskupsstofu, ÆSKR, Æskulýðsnefnd Kjalarnessprófastsdæmis, KFUM og KFUK á Íslandi - Stúlkna og drengjamenning (6 klst)

2004 Söluskóli Gunnars Andra - Gæðasala
2002 Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar - Konur eru konum bestar (6 klst)

2002   Leiðtogahæfni, námskeið hjá Sæmundi Hafsteinssyni sálfræðing


2000 - 2003
Ýmis smærri námskeið, yfirleitt tengd kirkjunni, þó ekki innan guðfræðideildar, svo sem prédikunarnámskeið, námskeið um ofbeldi, skilnað, hamingju o.s.frv.

----------------- S t ö r f


2011 Lausnin, grasrótarsamtök um bætt mannleg samskipti
, ráðgafahlutverk.

2011 Reykjavíkurborg - Vann í samstarfsverkefninu "Vesturbæjarvinir" á vegum þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar og Hagaskóla.  Sinnti þar hópi fimmtán ára nemenda, veitti þeim hvatningu og stuðning í námi.  Markmið verkefnis var að forvörn gegn brottfalli úr framhaldsskóla.  Var ein af tveimur "Vesturbæjarvinum" - en samstarfsmaður var Elvar Geir Sævarsson, sem er í hljómsveitinni Hellvar. 


2010 Atvinnulaus frá september - desember. Það var mikil lífsreynsla og skóli fyrir mig að vera atvinnulaus, og áttaði ég mig á því hversu mikil hætta er á að missa dampinn, - það hvatti mig þó áfram til að leita leiða, horfa í eigin barm, spyrja mig hvað ég gæti gert sjálf, en ekki hvað hinir gætu gert fyrir mig. 


2005 -2010 Menntaskólinn Hraðbraut
- aðstoðarskólastjóri.
Starfið fólst m.a. í stjórnun, daglegum rekstri, umsjón með innra neti skólans; uppsetningu námskeiða og gagna, viðtölum og utanumhald um nemendur og kennara. Einnig kenndi ég félagsfræði og tjáningu. Hélt utan um hönnun og uppsetningu á bæklingi skólans.


2004 - 2005 Menntaskólinn Hraðbraut
- yfirseta og skólaritari.
Starfið var tvískipt, annars vegar yfirseta og umsjón með bekk tvo daga í viku, hins vegar almenn ritarastörf og símvarsla.

2004 B. Magnússon
- fatasölukona
Seldi kvenfatnað á kvöldin í heimahúsum, fór á ýmis námskeið þessu tengdu.

2003-2004 Steinsmiðjan S. Helgason
- sölustjóri legsteina
Hafði yfirumsjón með sölu legsteina og ferlinu þar til steinninn var kominn á leiðið. Reikningagerð og pöntun á fylgihlutum frá birgjum erlendis. Hannaði einnig auglýsingabækling og auglýsingar.

2003 Hjúkrunarheimilið Eir
- aðhlynning
Starfið fólst í aðhlynningu aldraðra, andlegri og líkamlegri.

2002-2003 Víðistaðakirkja - leiðtogi í kirkjustarfi og námskeiðahald
Starf með námi í guðfræði, hafði umsjón með barnaguðþjónustum og réði mér aðstoðarfólk. Var einnig með kennslu fyrir 7-9 ára börn einu sinni í viku. Aðstoðaði einnig við fermingarfræðslu og hélt námskeið fyrir konur í sjálfsstyrkingu og hugleiðslu.

1991-1997 Innnes ehf,
heildverslun - marghliða starsfmaður
Í starfinu fólust ýmis ábyrgðarstörf varðandi fjármál, færsla á vskm. bókhaldi, útsending reikninga, fjármála- og gjaldkerastörf, ferðir í banka, sölu-og kynningarstörf.

1987-1989 Hátækni ehf
- sölumaður og ritari.

1982-1984 Flugleiðir ehf - ritari farmsöludeildar

1981 Landsbanki Íslands - vélritun reikninga 

----------------- T u n g u m á l

Íslenskukunnátta ágæt. Ég tala og skrifa ensku og dönsku mjög vel, hef einnig lært þýsku og frönsku en kunnáttan er aðeins sæmileg. Lærði forngrísku og hebresku í guðfræðideild. 

---------------- T ö l v u r

Ég hef mikið notað tölvur í námi mínu og störfum. Hef meðal annars notað word,
excel og powerpoint. Er mjög fær í notkun internetsins og mjög fljót að læra og tileinka mér nýja hluti hvað varðar tölvunotkun.

----------------- Á h u g a m á l og f é l a g s s t ö r f


Mannrækt og mannleg samskipti eru mitt stærsta áhugamál og þar er ég sterkust. Finnst gaman að setja hugsanir mínar á blað og hef skrifað smásögur fyrir sjálfa mig. Held úti bloggi þar sem ég segi mínar skoðanir á mbl.is og set þar inn ólíkt efni, þ.m.t. hugvekjur um félagsleg mál. Hef einnig prédikað og flutt hugvekjur í kirkjum og fyrir félagasamtök. Ég les mikið t.d. um sjálfsrækt og vinnuanda.

Ég hef áhuga á rækt líkama og sálar og fer í göngur á jafnsléttu sem á fjöll. Tók m.a. upp á því í starfi mínu sem aðstoðarskólastjóri að fara með nemendur á fjöll tvisvar á ári, en það var að sjálfsögðu ekki í starfslýsingu.

Söng í Kirkjukór Hafnarfjarðarkirkju i tvö ár. Smakka vín í hófi og hef aldrei reykt. Er almennt mjög hraust

Ég hef lengi haft mikinn áhuga á félagsmálum og skipti mér af þar sem mér finnst þörf á.
Meðan börnin mín þrjú voru í grunnskóla (frá 1986 - 1998) var ég m.a:

- í stjórn og formaður Foreldrafélags Flataskóla
- í stjórn Foreldrafélags Garðaskóla,
- formaður og stofnandi Foreldrafélags Skólakórs Garðabæjar
- í stjórn Foreldrafélags Skíðadeildar Breiðabliks
- i launaðri nefnd á vegum Garðabæjar um einsetningu grunnskóla.

Ég stofnaði Starfsmannafélag Innnes ehf ca. 1993 og stýrði starfsmannafundum

Í guðfræðideild:


2000
- Fulltrúi nemenda í námsnefnd og á deildarfundum

2000-2003 Stjórn félags guðfræðinema


2003-2005  Stofnfélagi og í stjórn Félags guðfræðinga


Var forsprakki varðandi uppákomur hjá starfsfólki Hraðbrautar og hélt utan um myndasíður, auk þess sem ég skrifaði fréttabréfið „Föstudagsfréttir" í léttum dúr.

--------- F j ö l s k y l d u h a g i r

Ég bý ein, - á þrjú uppkomin börn og þrjú barnabörn. 

Lífsgildi: 

Heiðarleiki, víðsýni, hófsemi, jafnrétti. 

---

Að lokum; þeir sem hafa raunverulegan áhuga á að kynna sér hver Jóhanna Magnúsdóttir er, eða réttara sagt mína hugmyndafræði geta lesið pælingar mínar hér á "naflaskoðun" - auk þess að ég hef skrifað greinar á www.pressan.is 

Að lokum: 

Takk fyrir að gefa þér tíma til að lesa, ég vil meira látleysi í forsetaembættið, yfirvegun og hófsemi. "Þjónandi forysta" er hugtak sem er í hávegum haft nú á dögum, enda uppruni orðsins embætti komið af orðinu "ambátt"  ..

Við erum öll perlur í perlufesti heimsins, - ég er að temja mér að elska allt fólk, virða manngildi þess án tillits til kyns, kynhneigðar, útlits, stöðu, stéttar o.s.frv.

Ferilskráin okkar segir ekki allt, og minnst um það hvernig við komum fram við náungann. 

 Læt lokaorð mín að þessu sinni vera orð Gandhis

"Be the change you want to see in the world"

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flott svar við fréttinni, þú færð mitt atkvæði

Ásdís Sigurðardóttir, 19.9.2011 kl. 11:02

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk mín kæra

Jóhanna Magnúsdóttir, 19.9.2011 kl. 11:04

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þetta er fólk af vinalista mínum á Facebook,  sem þekkir mig og hefur sýnt mér stuðning:

Jóhanna Magnúsdóttir, 19.9.2011 kl. 11:05

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Það eru að sjálfsögðu fleiri, - en ég kemst ekki inn á alla á "stuðningsmannasíðunni" þar sem þar ráða þær Ragnheiður og Róslín ríkjum! ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 19.9.2011 kl. 11:07

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Eraðspá íetta djobb líka, hvar sækir maður um ?

Mar er sona þokkalegur á tölvu, kann ensku og er hreinlegur og sona..

hilmar jónsson, 19.9.2011 kl. 11:08

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Kann bara ekkert áetta feibúk dæmi..Þarf maður að kunna það ?

hilmar jónsson, 19.9.2011 kl. 11:10

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sæktu endilega um Hilmar, ef það er einlægur vilji þinn. Svona djobb þarf ástríðu! 

ég held að maður lýsi bara yfir áhuga og vilja, - svo væntanlega tekur einhver stuðningsmaður við keflinu hjá þér, og býr til stuðningsmannasíðu - eins og hún Ragnheiður gerði hjá mér. 

p.s. gott þú ert hreinlegur, hreinleikinn gæti komið þér alla leið ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 19.9.2011 kl. 11:20

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Jamm, kíkja áetta.. takk.

hilmar jónsson, 19.9.2011 kl. 11:24

9 identicon

Við Magnús styðjum þig og fylgjumst vel með frá Gautaborg!

Katrin Jonsdottir (IP-tala skráð) 19.9.2011 kl. 13:48

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk Kata mín, - kærar kveðjur!

Jóhanna Magnúsdóttir, 19.9.2011 kl. 13:58

11 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jóhanna. Ert þú tilbúinn að fara eftir stjórnarskrá íslands. Ert þú tilbúinn að berjast gegn Alþingi þegar þeir gera á hlut okkar íbúa landsins. Ert þú tilbúinn að tala ísland upp þegar aðrir tala það niður og þar á meðal stjórnarliðar jafnt sem stjóraandstaðan. Í dag viljum við forseta sem hefir bein í nefi sínu til þess að berjast gegn ofuröflum íslenskra hryðjuverkamanna sem reyna að koma þessari þjóð undir erlend yfirráð. Ég mun kjósa  Ólaf aftur þetta tímabil nema einhver komi með þessa kosti sem hann er með. Ég hef ekkert gegn þér Jóhanna en það er of mikið í húfi til þess að vera með einhvern leikaraskap.

Valdimar Samúelsson, 19.9.2011 kl. 15:32

12 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hvað segir Löng CV ferilskrá. Reynsla eða ístöðuleysi. ???

Valdimar Samúelsson, 19.9.2011 kl. 15:39

13 Smámynd: Dexter Morgan

Hmm, finnst nú vera svolítil "Friðar2000" lykt af þessu. Aldrei heyrt á þig minnst og sammála Valdimar um ístöðuleysið. Því miður, þú átt ekki séns ef ÓRG býður sig fram aftur eða einhver "þekkt" persóna.

Dexter Morgan, 19.9.2011 kl. 16:19

14 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Jóhanna og til hamingju með þessa ákvörðun. Þú viðurkennir að hafa gengið með þetta embætti "í maganum lengi" sem hlýtur að mega skiljast sem svo að þú álítir að þú gætir gert betur en núverandi forseti. - En hvernig hefðir þú brugðist við hvað varðar þær ákvarðanir sem þyngst hafa vegið á ferli Ólafs. Hefðir þú t.d. samþykkt Icesave lögin? - Einnig, má skilja sem svo að þú viljir gegna þessu embætti á hugsjónalegum forsendum og lífsgildum sem þú tiltekur. Finnst þér að Ólafur Ragnar ekki hafa sýnt af sér heiðarleika, víðsýni, hófsemi, eða staðið vörð um jafnrétt? -

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.9.2011 kl. 16:24

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir innleggin ykkar, Valdimar, Dexter Morgan og Svanur Gísli. Ég er upptekin, en á eitthað af greinum þar sem ég tala Íslendinga "upp":

Byrjum á þessari: "Til varnar Íslendingum" 

Jóhanna Magnúsdóttir, 19.9.2011 kl. 17:01

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Til Varnar Íslendingum

Ég hef verið að skoða Icesave umræðuna frá báðum hliðum, þetta er ekki kappleikur og það mun enginn sigra, en þjóðin tapar stærst ef hún klofnar því að sameinuð stöndum við en sundruð föllum við.

Mér finnst hafa hitnað óþægilega í kolunum og fólk farið að vera býsna neikvætt. Undanfarna daga hef ég verið að lesa alhæfingar eins og "Íslendingar eru heimskir" Íslendingar eru vitlausir" "Íslendingar eru fífl" ..  Mikið er þetta nú eitthvað uppbyggilegt og vænlegt til að byggja upp þjóðarsálina. Eða eru menn að reyna að gera út af við þjóðarsálina. Er hún óæskileg?

Einum manni hefur sérstaklega verið hampað en hans síða er www.jonas.is  en eftirfarandi grein er eftir hann: 

 "31.12.2009
Einstaklega heimsk þjóð
Íslendingar hafa ætíð verið heimskir, enda innræktaðir á fámennu útskeri. Allar aldir hafa þeir leyst vanda sinn með afneitun hans. Eyddu auðlindum til lands og sjávar og veðsettu restina. Kenna útlendingum um vanda sinn, hvort sem hann heitir Uppkastið eða IceSave. Þjóðrembdir eru Íslendingar með afbrigðum, enda að mestu einangraðir um aldir frá erlendum samskiptum. Í umheiminum er almennt litið á Íslendinga sem sviksöm fífl. Þeir standi ekki við skuldbindingar sínar og þurfi á refsingu að halda. Nú erum við komin á núllpunkt vegna þessa, en höfum enga greind til að læra af biturri reynslu."

Nú eigum við s.s. að kinka kolli og samþykkja að við séum einstaklega heimsk þjóð. 

Ég þekki allt of mikið af vel gefnum Íslendingum og virkilega klárum bara, til að geta samþykkt þetta. Þessir sem ég þekki eru heldur varla undantekning sem sannar regluna. 

Kennum við útlendingum um vanda okkar?  Það hef ég sjaldnast heyrt eða a.m.k. ekki oftar en ég hef heyrt talað um útrásarvíkinga, um Davíð Oddsson, um Sjálfstæðisflokkinn, um Framsóknarflokkinn, um Samfylkinguna og um Vinstri græn,  Landsvirkjun, Orkuveituna, kirkjuna o.s.frv. ég er ekki sérfróð í þessu,  en að íslensk þjóð kenni útlendingum eingöngu um vanda sinn er ekki rétt. 

Íslendingar eru ágætlega sigldir, og ekki veit ég hvort að þeir bötnuðu eitthvað við útrásina og þau erlendu samskipti? 

Jónas segir að í útlöndum sé yfirleitt litið á Íslendinga sem "sviksöm fífl."  Jónas tali fyrir sig sjálfan og sína fjölskyldu. Ég og mín fjölskylda höfum umgengist slatta af útlendingum og þeir hafa bara allir ágætis álit á Íslendingum.  Það er engin afneitun í gangi þar. 

Við vitum öll að einhverjir Íslendingar voru sviksamir, en að lýsa því yfir að þjóðin öll sé slík er alhæfing sem ég neita að taka undir. 

Svartsýni og neikvæðni sem kemur fram í þessari hnyttnu grein Jónasar á ágætlega heima í Woody Allen mynd, en virkar aðeins til niðurbrots en ekki uppbyggingar.  Íslendingar þurfa ekki á þessu að halda. 

Ég er þeirrar skoðunar að Íslendingar skuli svo sannarlega halda í hönd erlendra þjóða, ef svo má að orði komast,  en til að haldast í hendur þarf að standa  á sama palli, hvorki ofar né neðar.

Lítillækum okkur ekki með svona neikvæðni. Ef við virðum okkur ekki sjálf sem þjóð er það gefið mál að aðrar þjóðir munu ekki heldur virða okkur.

Svo burt með svona vanvirðingu í eigin barm og upp með þjóðarsál. Elskum okkur og virðum sjálf svo við getum elskað og virt aðra og aðrir virt okkur! 

Upp upp mitt geð og öll mín sál. 


Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.1.2010 kl. 14:11 | Facebook

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Augnablik... Vakta athugasemdir Þú ert að vakta athugasemdir við þessa færslu. Hætta að vakta
1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

p.s. tökum því sem að höndum ber, ef að Ólafur Ragnar skrifar undir þá tökum við því og vinnum út frá því. Brettum upp ermar og róum bátnum.

Ef að Ólafur Ragnar skrifar ekki undir og  málið í þjóðaratkvæðagreiðslu tökum við því á sama hátt. 

Róum í sömu átt og reynum að gera það með gleði en ekki í fýlu, það verður svo miklu skemmtilegra. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.1.2010 kl. 22:15

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Hef ekki lesið þessi skrif Jónasar,en séð tilvitnanir í þau hér á blogginu. Þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem Jónas gerir sér og sínum til skammar með skrifum sínum.

Tek heilshugar undir orð þín, þurfum frekar á sjálfstrausti og samheldni til að vinna okkur út úr þessum vanda.

Ragnar Gunnlaugsson, 2.1.2010 kl. 22:22

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir athugasemdina Ragnar. Jónas er mjög góður penni og ekki skrítið að fólk láti hrífast, ég er bara hrædd um að það sem hann segi sé frekar til niðurbrots en uppbyggingar.  Hér er tengill á síðuna hans.

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.1.2010 kl. 22:29

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"Ef IceSave lendir í þjóðaratkvæði, fær þjóðin þá vondu útkomu, sem hún á skilið. Er kannski hollt fyrir alla"

Nýjasta "gullkornið" .. þjóðin á s.s. skilið vonda útkomu. Er þessi maður að tala um börnin sín? 

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.1.2010 kl. 22:41

5 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Mikið er ég núna sammála þér Jóhanna.  Þetta hefur satt að segja lengið verið að erta mig.  Mér finnst svo mikið um fólk sem hefur tamið sér þennan ósið, þ.e.a.s. að tala niður til eigin þjóðar, rétt eins og það eitt standi upp úr.  Sérstaklega hefur auðvitað borið á þessu núna í seinni tíð.  Þetta er ekki það sem við þurfum á að halda núna, heldur þvert á móti að einblína á það sem okkur finnst gott í eigin fari.  Leiðum svona raddir hjá okkur.

Svakalega var þetta eitthvað hátíðlegt hjá mér:)

Theódór Gunnarsson, 2.1.2010 kl. 23:23

6 identicon

Mér detta í hug:

Richard 3: -A horse, a horse! My kingdom for a horse!

Jónas er alveg ósáttur við þjoðin: -Skipti hana út!

Hérna er alveg talið um fyrirlitingu á mig og þig. Skil ekki svona bull. En það þarf nú ekki sálfræðingur til að sjá að hér byggur eitthvað persónlegt bak við þessu (kannski svekktur yfir eitthvað, reiði). En hvað það er, veit ég ekki.

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 23:35

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Theódór þú segir: "Mér finnst svo mikið um fólk sem hefur tamið sér þennan ósið, þ.e.a.s. að tala niður til eigin þjóðar, rétt eins og það eitt standi upp úr."

Nákvæmlega, varla er maðurinn að tala um sjálfan sig?  Við höfum öll gerst sek um þetta einhvern tímann, svona þegar ég fer að hugsa til baka, en ég held að þetta sé eitthvað sem við eigum ekki að temja okkur. Svona neikvæð umræða um þjóðarheildina.

Spurning um hverja Jónas er í raun að tala, því að eins og ég segi varla lítur hann á sig sem heimskan, eða hvað? 

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.1.2010 kl. 23:42

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Jakob, einmitt, er þetta ekki einmitt oft spurning um hvernig viðhorf manns verða eftir því hvernig manni sjálfum líður?

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.1.2010 kl. 23:43

9 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæl Jóhanna,þú færir okkur eitt gullkornið enn.Vissulega er það rangt leggja ástandið þannig fram að Íslendingar séu heimskir.Einstakir menn sáu leiðir til auðgast á því,að margir af okkar embættisfólki voru sofandi á verðinum,ekki aðeins hér á landi.Engu síður voru erlendir embættismenn um víða veröld sofandi.Útrásar víkingarnir voru ekki heimskir,þeir sáu smugurnar á reglugerðum og lögum og léku sér við að fara eftir þeim.Þetta gerðu þá að auðkýfismönnum,sem gleymdu sér alveg í heimi græðgis og óheiðarleika.

Þjóðin veit,að þarf að leysa úr þeim vanda,sem þessir synir þjóðarinnar eru búnir að koma henni í.En því miður lánaðist okkur að mynda þjóðastjórn,sem tæki sameiginlega á málum.Á Alþingi er karpað,bara til að reyna ná völdum,yfir þjóðfélaginu,en ekki verið að leysa úr málum,sem virkilega er brýn þörf á.

En það er rétt hjá þessum Jónasi,að það er virkileg hætta á því,að heimurinn álítur Íslendinga heimska,ef við stöndum ekki saman og förum að starfa,eftir markmiðum þjóðfundarins í haust.Við eigum eftir að leysa okkar mál,en til þess þarf samheldni og samvinnu,allir fyrir einn og einn fyrir alla. 

Ingvi Rúnar Einarsson, 3.1.2010 kl. 00:06

10 identicon

Jóhanna

Alveg sammála.

Er það hægt að taka eitt skref afturbak, að finna hlutlaus punkt í tilveruni og segja: -ég hef yfirsýn yfir öllu?

Nei, segja ég.

Ef þú ert súr, þá er heimurinn súr.

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 00:10

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sýnist á öllu að nefndur Jónas sé góður penni, leiðinlegt að hann skuli spandera þessum hæfileika í svona neikvætt, óþarfa bull

Jónína Dúadóttir, 3.1.2010 kl. 00:12

12 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæl Jóhanna og gleðilegt ár.

Það er gaman að "tylla sé við eldhúsborðið hjá þér" og taka þátt í fjörlegum umræðum.

Þetta með ummæli Jónasar, þau dæma sig auðvitað sjálf. Það þarf ekki skarpan einstakling til að skilja þá einföldu staðreynd, að Íslendingar eru bara fólk,með sömu kosti og galla og útlendingar. Ég hef aldrei heyrt neina kenningu þess efnis, að fólk sé eitthvað öðruvísi, þótt það sé fætt á Íslandi, við erum af tegundinni "homo sabiens eins og restin af heiminum ekki satt?

Það er sennilega til haugur af "Jónösum" út um allan heim og eflaust hópa þeir sig saman og ræða málin, samkvæmt sínum "Jónasar-gildum".

Jón Ríkharðsson, 3.1.2010 kl. 00:57

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já merkilegt nokk þá hefur þetta loðað við okkur svo langt aftur sem ég man og eru það æði mörg ár, að tala niður til, munurinn sem ég finn á framsetningu fólks í svoleiðis tali er að meiri heift er í öllu í dag heldur en fyrir 40 - 50 árum.

Fólk er afar reitt og hatast út í allt og alla, sem er bara af hinu illa og gerir ekkert fyrir land og þjóð.

Gangi okkur bara vel í að sameinast um frið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.1.2010 kl. 10:17

14 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Leiðrétting.Við innlegg vantaði orðið"ekki,í annari málsgrein,annari línu.

En því miður lánaðist okkur ekki að mynda þjóðstjórn.

Ég biðst velviljannir á því.

Ingvi Rúnar Einarsson, 3.1.2010 kl. 12:41

15 Smámynd: Jón Vilhjálmsson

Jóhann Steingrímur J hefur haldið svo skelfilega illa á þessu máli að almenningi er stórlega misboðið og nú eftir að forsetin hefur tekið sér umhugsun þá er hann með nánast hótanir og yfirlýsingar um að allt fara til fjandans ef hann skrifar ekki undir.

Með því finnst mér hann gefa þjóðinni fingurinn hann telur almenning svo ( vitlausa) að þeir geti ekki kosið um þennan samning, en ég tel að það stæðu allir sterkari eftir hvort sem samningurinn yrði samþykktur eða feldur, þjóðin væri búin að seigja sitt álit og eftir því yrði að fara og hinir erlendu samningsaðilar sæju að ekki yrði lengra komist nema að höfða mál og það er þeim að sjálfsögðu heimilt og enginn á móti því.

En að lítilsvirða þjóðina með þeim yfirlýsingum sem hann Steingrímur J hefur látið frá sér er ekki ráðherra sæmandi.

Jón Vilhjálmsson, 3.1.2010 kl. 13:43

16 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það vill svo til að hluti af minni fjölskyldu býr og starfar í útlöndum, meira segja í sama landi og George nokkur Brown.  Íslendingar eru einfaldlega vel liðnir þar og almennt litið á þá sem duglega og áreiðanlega. Auðvitað geta verið undantekningar, en það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það.

Ég tek undir með þér þegar þú segir að við verðum að standa saman og bretta upp ermar, hvort sem Ólafur Ragnar skrifar undir eða ekki..  Nú er kominn tími til að horfa jákvætt fram á veginn...

Ágúst H Bjarnason, 3.1.2010 kl. 15:34

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tjah, hvur fjandinn. Sammála þér aftur.  Þetta gengur ekki.

Jónas og Gunnar Smári eru hladnir einhverskonar Garðar Hólm syndrómi og segja náttúrlega mest um sjálfa sig með þessum skrifum. Þetta er raunar hámark allrar nesjamennsku að tala svona.

Maður veltir fyrir sér hvort þeir eru meðmæður sínar og börn inni í menginu líka, eða hvort þetta sé frátekið fyrir þá sem ekki eru sammála þeim í pólitík. Mig grunar að hið síðara sé málið.  

Ég verð samt líka að bæta við að sú lenska að skrifa um okkur sem sérstaka og skrítna þjóð, sem partýar ofsa vel á helgum, sé af Víkingum og trúi á álfa, jafn niðurlægjandi og óþolandi. 

Við erum bara borgarar eins og borgar eru flestir í flestum löndum. 

Jón Steinar Ragnarsson, 3.1.2010 kl. 15:40

18 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jónas getur þakkað fyrir að við erum ekki jafn kúltiveraðir og borgarar hámenningarlandsins Frakklands t.d.  Ekki hellum við landbúnaðarafurðum á stræti og torg og kveikjum í bílum ef skattar eru hækkaðir á smjör.

Hann má þakka sínum sæla fyrir að vera meðal svo jafnlyndra. Já bara það að svona skriffinska skuliu tekin með góðlátlegu glotti og litið á hana sem barnalegan sjálfbyrging.  Í hákúltúrlöndum eins og uppáhöldunum hans á Ítalíu og Franz, þá hefði hann sennilega verið fláður og spýttur á kamarvegg öðrum til varnaðar.

Já.  Gæfuamir eru þeir. Það má nú segja.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.1.2010 kl. 15:45

19 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hó, hó, takk fyrir athugasemdir, ég hef lesið en hef ekki haft og hef ekki tíma til að svara, þið segið allt sem þarf eða svo til.

Ég er reyndar alveg hissa á því að enginn skuli enn hafa komið hér inn og sagt: 

"Víst er ég heimskur og kenni útlendingum um allt enda er ég í þeirra augum sviksamt fífl" eða eitthvað í þá áttina.

Jóhanna Magnúsdóttir, 3.1.2010 kl. 16:58

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef rætt við margt fólk á erlendri grun, í sumar þegar ég fór í mikið ferðalag fra Helsinki yfir til Eistlands og niður alla Evrópu til Serbíu með stoppi í Warsaw og Pforsheim og svo Belgrad.  Allir sem ég hitti voru íslandsvinir og höfðu áhyggjur af okkur, allir vöruðu okkur við ESB og töldu sjálfsagt að við færum með gát í Icesave.  Enginn sem ég talaði við, taldi okkur kjána eða vitleysinga.  Heldur sögðu jafnvel að þeir fylgdust með hvað við myndum gera, og margir sögðu að þeir vonuðu að við byðum ESB og ASG birginn, því þá vonuðu þeir að skriða færi af staða að þetta bákn tvístraðist.  Almenningur í Þýskalandi, Póllandi og Danmörku til dæmis er ekki hrifin af veru landanna í ESB.  Þannig standa málin fyrir mér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.1.2010 kl. 18:13

21 identicon

Góð grein Jóhanna og alger óþarfi að tala þjóðina á þá skoðun að við erum heimsk... það er nógu erfitt fyrir stolta þjóð að kyngja því að kjörnir valdhafar og græðgisfíklar hafi komið okkur í þessa ótrúlega fáránlega vondu stöðu...

Ég tek undir það að hver svo sem ákvörðun valdmannsins á Bessastöðum verður, þá verður að sameina þjóðina og hætta hræðslu jafnt sem sjálfsniðurlægingartali.

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 18:28

22 Smámynd: Ragnheiður

Þetta er oft inngróið í þjóðarsálina og þykir sumum "fínt". Lestu blogg sumra stormsveitarpennanna hér, þeirra efstu, og sjáðu orðavalið. Margt af þessu er alveg hræðilega erfitt að lesa, manni líður illa við lesturinn.

Þetta er ekki það sem þarf og nú breyti ég, ég get bara breytt hjá mér. Þetta ár verður grundvallað á jákvæðni og hjálpsemi.

Fólk fær þá bara æluna upp í háls yfir því haha

Ragnheiður , 3.1.2010 kl. 18:28

23 Smámynd: Sigurður Eðvaldsson

Ég er nú á sömu skoðun og þú Jóhanna. Ég hef aldrei orðið var við það að við séum álitin glæpamenn hvarvetna um heiminn. Að sjálfsögðu eigum við krimma rétt eins og aðrar þjóðir og við höfum svo sannarlega fengið að kenna á þeirra meðulum. En aldrei skal ég skrifa undir það að íslendingar séu almennt álitnir heimsk svikul fífl um allan heim. Það kann vel vera að það sé reynsla Jónasar sjálfs af útlendingum og sannast því hið fornkveðna að líkur sækir líkan heim.

Sigurður Eðvaldsson, 3.1.2010 kl. 19:43

24 Smámynd: Billi bilaði

Ég las jonas.is í rúmt ár, þar til nú í desember, að hann var búinn að kalla mig heimskan einu sinni of oft.

Undanfarin 2 ár hef ég verið mikið í Ástralíu. Hef ekki verið talinn heimskur þar, og íslendingar ekki heldur.

Billi bilaði, 3.1.2010 kl. 21:57

25 identicon

Kjarni vitiborinnar umræðu snýst um að þora að hugsa, án þess að hugsa alltaf um hvað hinn aðilinn hugsar...eða ekki hugsar.  Þess vegna er síða þín, Jóhanna, góð. 

Græðgis-kapítalismi undangenginna 10 ára er að hrynja út um allan heim.  Þess vegna skilur hið venjulega fólk, hvort sem það býr í Bretlandi, Hollandi eða Íslandi, að við þurfum að hafa dug til að byrja að hugsa upp á nýtt, óháð múlbindingi flokks-skírteina, óháð blindum sérhagsmunum. 

Margar viðteknar stofnanir ríkisins og valdakerfisins hafa sofið á verðinum.  Þær verða að vakna og spyrja sig gagnrýninna spurninga um hvað þeim var ætlað að sinna, hvert hlutverk og markmið þess áttu að vera. 

Þessar stofnanir eru td. Alþingi, dómstólar, stjórnmálaflokkar, fjármálastofnanir, stofnanir atvinnulífsins (SA og ASÍ innifalið) og síðast en ekki síst fjölmiðlar.  Þangað til þessar stofnanir vakna af sofandahætti sínum getum við ekki annað en sett spurningarmerki við tilverurétt þeirra.

Við erum hvorki meira né minna að spyrja um sjálfa hornsteina lýðræðisins.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 22:33

26 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég á nokkra vini í Finnlandi og hafa þau varað mig við inngöngu í ESB.  Flestir smábændur sem ræktuðu sauðfé og voru með lítil bú voru flæmdir burt úr búskap með reglugerðum.  Það verður allt að borga sig, og stærri bú og færri bændur er það eina sem getur borgað sig. Hinir eru settir af, og fá enga fyrirgreiðslu nema til þess að hætta. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.1.2010 kl. 01:29

27 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Jóna Kolbrún,

Það er einmitt þetta sem mér stendur ógn af í sambandi við Evrópusambandið.  Þetta hefur tröllriðið okkur Íslendingum undanfarna áratugi, rétt eins og öllum nágrannaþjóðunum, þ.e.s. þessi ofsalega krafa um hagnað og samkeppni.  Ekkert lítið fær lengur þrifist.  Allt verður að vera risastórt og í hámarkssamkeppni til að lýðurinn fái allt sem ódýrast.  Sem dæmi má nefna bílaverksmiðjur.  Þær þurfa að selja hundruð þúsunda bíla á ári til þess eins að standa á núllinu, þannig að það er í rauninni nánast engin framlegð af hverjum og einum bíl.

Mér finnst Evrópusambandið undirstrika þessa framtíð.  Allt verður að vera stórt og einstaklingurinn hættir nánast að vera til.  Kanske er þetta samt bara óumflýjanlegt.

Theódór Gunnarsson, 4.1.2010 kl. 13:15

28 identicon

Jæja elskurnar mínar... þá er komið að því!

Erum við virkilega heimsk? Barnaleg eða bara óreynd þegar það kemur að alþjóða fyrirtækja braski?

Ég er virkilega sammála almenningi hér, að við erum EKKI heimsk, fífl eða verra! Líka verð ég að vera sammála því að Jónas ætti að halda þessari neikvæðu hugsun innan síns heimilis. En í gegnum tíðina hefur alltaf verið hægt að finna skemmt epli í ávaxtakörfu íslendinga! Það eina getur skemmt útfrá sér ef við gerum ekkert til að stöðva það.

Sjálfur hef ég ekki fylgst mikið með IceSave málum þar sem ég bý í Bandaríkjunum og hef haldið mig frá íslenskum fjár- og stjórnmálum síðastliðin 15 ár. Þrátt fyrir það er nánast vonlaust að heyra ekki eitthvað um þessi mál þegar rætt er við vini og vandamenn, eða litið í blöð á netinu.

Ég get hinsvegar staðfest það héðan að "útlendingar" almennt bera ekki illan hug til Íslendinga. Því síður. Íslenska þjóðin er hörku þjóð, sem er í vanda stödd þar sem ríkjandi ríkissjórn var ekki alveg að fylgjast með hvað var um að vera... eða vissi og gerði ekkert vegna eigin hagsmuna.

Jú íslendingar eru í miklum vanda staddir vegna skulda og skemmda nokkura aðila - en það er ekki vegna þess að við erum heimsk. Til er virkilega heimskt fólk... og hefur það jafnan verið kosið í stór embætti hér innan Bandaríkjana. Ég læt ykkur um að geta í þær eyður sjálf.

Ég held að við verðum að gera það sem Jóhanna mælir með, hvernig sem fer - STÖNDUM SAMAN!

Gleðilegt Ár og ég vona að við snúum þessu við sem fyrst - fjármálum, stjórnmálum og áliti okkar sjálfra á okkur sjáfum!

Reynir Hauksson (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 18:19

29 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þakka ykkur fyrir að leggja orð í belg ágæta fólk; Reynir Hauksson, Theódór, Jóna Kolbrún, Pétur Örn, Billi Bilaði, Sigurður Eðvaldsson, Ragnheiður, Ólafur í Hvarfi, Ásthildur, Jón Steinar, Ágúst H., Jón Vilhjálmsson, Ingvi Rúnar, Milla, Jón Ríkharðsson, Ragnar Gunnlaugsson og Jakob Andersen.

Jóhanna Magnúsdóttir, 4.1.2010 kl. 20:58

30 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held í heimsku minni að íslensk stjórnvöld hafi engan tíma til að hugsa eins og Íslendingar. Ég er dauðhræddur um að exelsófétið hafi takið af þeim öll ráð og engin ákvörðun sé tekin eftir skoðun á samfélagsgerð, atvinnuháttum, verkþekkingu og reynslu fólks af því að lifa í eigin umhverfi. Enginn taki mið af því að enda þótt við séum kannski ekkert frábrugðin öðrum þjóðum- betri-verri-heimskari-gáfaðri, þá búum við í afar sérstöku eylandi þar sem allar ákvarðanir þarf að taka með hliðsjón af mörgum þessum þáttum.

Ég leyfi mér að efast um að snillingurinn exel sé búinn að fattaðetta.

Árni Gunnarsson, 4.1.2010 kl. 21:39

31 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fólk talar um að Jónas sé góður penni.

Reglur Jónasar um stíl eru nokkrar þar á meðal þessi sem hann hefur númer sex.: "Notaðu stuttan, skýran og spennandi texta"

Ég renndi aðeins yfir skrifin hans. Þar tröllríður neikvæðni öllu og þá mest neikvæðni á garð náungans. 

Það eina sem mér fannst spennandi við hans stíl er að hann notar zetuna. Mun í framtíðinni halda áfram að kíkja á þig og láta Jónas eiga sig.

Hrönn Sigurðardóttir, 5.1.2010 kl. 10:58

Jóhanna Magnúsdóttir, 19.9.2011 kl. 17:19

17 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Við bíðum bara þolinmóðir eftir svörunum :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.9.2011 kl. 17:20

18 identicon

Mig langar til þess að segja það hér og nú að ég mun styðja Jóhönnu heilshugar í framboði sínu. Það vita auðvitað ekki margir hver Jóhanna er né hvers hún er verðug. Hinsvegar get ég ekki annað en sagt mína sögu af henni. Í þau tvö ár sem ég gékk í Manntaskólanum hraðbraut, þá var ein stoð og stytta í gegnum allt námið, það var hún Jóhanna. Hún hefur ótrúlega hæfileika er varða mannleg samskipti og hef ég sjaldan upplifað eins einlæga og yndæla konu eins og hana. Það yrði mér því heiður að fá hana sem forseta Íslenska lýðveldisins.

Ég hef séð það í skrifum hér á bloggsíðunni og á DV að fólk talar eins og hann Valdimar, hér fyrir ofan mig. Þar finnst mér nokkrir hlutir mjög eftirtektaverðir. Fyrst ber að nefna hvernig fólk talar um störf forseta sem störf Ólafs. Hann setti svo sannarlega svip á embættið og gerði það eflaust pólitískara en það hefur nokkur sinni verið. Hvort sem því er kreppu, rembing eða tækifæri sem varð því valdandi, veit ég ekki. Það er þó víst að embættið mótar ekki manninn, heldur maðurinn embættið. Það er mjög góður samanburður á framkvæmd Vigdísar og Ólafs á sama embættinu. Jóhanna hefur sjálf sagt að hún ætli sér ekki að bjóða sig fram á pólitískum forsendum og telur sig mjög óháða pólitískum öflum í landinu. Núna eftir valdatíð eins pólitískasta og mesta tækifærissinna forseta íslandssögunar er það mín skoðun að embættið mætti þokast í þá mynd sem það var upphaflega - eða var ætlað að vera.

Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að embætti forseta sé ekki rétt í þeirri mynd sem það birtist okkur í dag. Það var í brennidepli í umræðunni um stjórnlagaráðið hvort efla ætti embætti forseta eða ekki. Sjálfur er ég þingræðissinni og tel það fráleitt að við eflum embættið og ætti einn maður ekki að geta stoppað vilja heils þings. Þegar stjórnarskráin var færð íslensku þjóðinni var skilgreining á forsetanum í nær alla staði sammarkt við konung danmerkur. Sú skilgreining hefur ekkert breyst. Það er því löngu kominn tími til þess að við endurskilgreinum hlutverk forseta og þá helst í það var sem tíðkast víðast hvar í Evrópu, hið ópólitíska og valdalitla embætti sem það hefur verið á undan tíð Ólafs.

Fólk má fara fögrum orðum um lýðræðiskenndir Ólafs og hvernig hann bjargaði þjóðinni. Við skulum þó muna að við kusum á þing á pólitískum forsendum en forsetann á öðrum. Ég vil sjá málskotsrétt forseta vægari og þess vegna mun ég kjósa manneskju sem hefur sterkann persónuleika, hlýtt hjarta og burði í að vera sameiningartákn þjóðarinnar (í heild sinni(eða að mestu)) og tekur ekki ákvarðanir í þágu þjóðarinnar er varðar einungis brot hennar. Þess vegna kýs ég Jóhönnu.

Jökull Torfason (IP-tala skráð) 19.9.2011 kl. 17:31

19 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þakka þér hjartanlega fyrir, Jökull!

Jóhanna Magnúsdóttir, 19.9.2011 kl. 21:33

20 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"Hvað segir Löng CV ferilskrá. Reynsla eða ístöðuleysi. ???"

Valdimar Samúelsson, 19.9.2011 kl. 15:39 

Stóð ágætlega í ístöðunum í starfi, - valdi sjálf að stíga af baki þegar mér fannst tími til kominn, - í tveimur tilfellum vegna barneigna, en í "gamla daga" þurftu konur að segja upp starfi sínu ef þær vildu vera meira en 3 mánuði heima með börnum sinum. Ég fékk að vísu þann fjórða í "bónus" þegar ég tók upp á því að eiga tvíbura.  

Ég álít það plús að hafa unnið fjölbreytt störf, með fólki á öllum aldri - þannig að ég get sett mig í spor bæði þeirra sem baða eldri borgara og þeirra sem baða út öngum í félags-og barnastarfi ;-) 

Jóhanna Magnúsdóttir, 19.9.2011 kl. 21:46

21 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Valdimar þú spyrð: "Jóhanna. Ert þú tilbúinn að fara eftir stjórnarskrá íslands."

Já, forseti hlýtur að þurfa að fara eftir stjórnarskrá landsins. 

"Ert þú tilbúinn að berjast gegn Alþingi þegar þeir gera á hlut okkar íbúa landsins. Ert þú tilbúinn að tala ísland upp þegar aðrir tala það niður og þar á meðal stjórnarliðar jafnt sem stjóraandstaðan."

Ég mun standa með íbúum landsins gegn hvers konar óréttlæti og ofbeldi.  Eins og sýnishornið hér að ofan sýnir, er ég tilbúin að styrkja sjálfsmynd þjóðar. 

"Í dag viljum við forseta sem hefir bein í nefi sínu til þess að berjast gegn ofuröflum íslenskra hryðjuverkamanna sem reyna að koma þessari þjóð undir erlend yfirráð. Ég mun kjósa  Ólaf aftur þetta tímabil nema einhver komi með þessa kosti sem hann er með. Ég hef ekkert gegn þér Jóhanna en það er of mikið í húfi til þess að vera með einhvern leikaraskap." (sagði Valdimar)

Mér finnst ég nú bara með þokkalega sterkt bein í nefinu að þora að stíga fram með framboð mitt.  Ég ver það sem þarf að verja, fyrir þeims sem þarf að verja það fyrir.  Ofbeldi er ekki minn tebolli.  Ég er ekki með leikaraskap, mér er alvara, myndi ekki verja tíma mínum í þetta, nema mér væri alvara. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 19.9.2011 kl. 22:12

22 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"Hmm, finnst nú vera svolítil "Friðar2000" lykt af þessu. Aldrei heyrt á þig minnst og sammála Valdimar um ístöðuleysið. Því miður, þú átt ekki séns ef ÓRG býður sig fram aftur eða einhver "þekkt" persóna.

Dexter Morgan, 19.9.2011 kl. 16:19" 

Hr. Dexter Morgan, - Friðarboðskapur er alltaf jákvæður, - finnst þér öruggara að kjósa einhvern sem hefur unnið hjá ríkinu í 30 ár, heldur en manneskju með reynslu úr ólíkum áttum?  Þú hefur heyrt á mig minnst núna, - og ef áhugi er fyrir hendi þá er upplagt að fylgjast með.  Vonandi verð ég orðin "þekkt" þegar nær dregur kosningum. - Annars hefur hver rétt á sinni skoðun og ég er þakklát fyrir að þú kemur hreint fram Hr. Morgan. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 19.9.2011 kl. 22:20

23 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"Sæl Jóhanna og til hamingju með þessa ákvörðun. Þú viðurkennir að hafa gengið með þetta embætti "í maganum lengi" sem hlýtur að mega skiljast sem svo að þú álítir að þú gætir gert betur en núverandi forseti. - En hvernig hefðir þú brugðist við hvað varðar þær ákvarðanir sem þyngst hafa vegið á ferli Ólafs. Hefðir þú t.d. samþykkt Icesave lögin? - Einnig, má skilja sem svo að þú viljir gegna þessu embætti á hugsjónalegum forsendum og lífsgildum sem þú tiltekur. Finnst þér að Ólafur Ragnar ekki hafa sýnt af sér heiðarleika, víðsýni, hófsemi, eða staðið vörð um jafnrétt? -"

Svanur, ég er búin að ganga með þessa hugmynd alveg frá því að Vigdís var kjörin forseti. Hún er vissulega mín fyrirmynd að hugrekki, að þora að koma fram. Ég var á frönskunámskeiði  í dásamlegu þorpi í Suður-Frakklandi,  Cap-d-ail, og þar var okkur sagt að segja frá fyrirmyndum okkar á frönsku.  Ég var nýgræðingur, en gat samt komið því frá mér að ég hún væri fyrirmynd og ég vildi gjarnan verða forseti eins og hún síðar.  Auðvitað aldrei "eins og hún" - það getur bara hver og einn verið hann sjálfur.  Þannig að hugmyndin er fyrir tíð ÓRG. 

Ég sé fyrir mér ákveðið látleysi á Bessastöðum.  

Ólafur Ragnar hefur staðið sig vel og Dorrit líka. Ég er örugglega líkari henni í mér, en honum. 

Ef ég fengi áskorun frá stórum hluta þjóðarinnar um að synja lögum sem þættu ólög, og það væri í stjórnarskrá að ég hefði neitunarvald, myndi ég beita því.  En að sjálfsögðu eftir ráðgjöf og yfirlegu. 

Ég er bara að segja frá mínum lífsgildum, ég ætla ekki að fara út í að segja til um lífsgildi ÓRG. 

Ég skoða stöðuna dag í senn, eitt andartak í einu. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 19.9.2011 kl. 22:33

24 Smámynd: hilmar  jónsson

Smakkarðu vín ?

Hvenær ferðu að hátta á kvöldin ?

Er grænn litur fallegri en rauður, og ef svo er hvernig skýrirðu það ?

Ertu eyðslusöm ?

hilmar jónsson, 19.9.2011 kl. 23:29

25 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Af hverju er himininn blár?

Jóhanna Magnúsdóttir, 20.9.2011 kl. 06:38

26 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hilmar góður

Jóhanna Magnúsdóttir, 20.9.2011 kl. 06:38

27 identicon

Sæl Jóhanna og til hamingju með þessa ákvörðun þína, en það hlýtur að vera óhjákvæmilegt að spyrja þig um hver afstaða þín er til ESB??

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 14:16

28 Smámynd: Ragnheiður

Voðalegar langlokur eru hér inn á milli Jóhanna mín og einhverjir pistlar sem jaðra við að eiga að fara á þjóðminjasafnið :)

ég styð þig heilshugar. 

Sum kommentin á DV fóru fyrir brjóstið á mér - fólk heldur að það megi bara segja hvað sem er út í loftið (internetið) 

Gangi þér vel 

Ragnheiður , 21.9.2011 kl. 04:29

29 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk mín kæra Ragga, - ég held að sum viðbrögðin lýsi bara óöryggi þeirra sem þau skrifa, - svolítið skondið að það sé skilyrði að hafa verið á forsíðu Séð og Heyrt, til að bjóða sig fram í embætti ;-) ...

Takk, takk. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 21.9.2011 kl. 08:08

30 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Helgi Rúnar, - ég styð þjóðaratkvæði um ESB, - "spyrja salinn" ;-)  og reyndar styð ég líka þjóðaratkvæði um kvótalög og samband ríkis og kirkju. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 21.9.2011 kl. 08:10

31 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

p.s. Helgi, - takk fyrir hamingjuóskir, reyndar er ég að íhuga þetta, ekki búin að taka endanlega ákvörðun.  Ligg undir feldi.

Jóhanna Magnúsdóttir, 21.9.2011 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband