Til Varnar Íslendingum

Ég hef verið að skoða Icesave umræðuna frá báðum hliðum, þetta er ekki kappleikur og það mun enginn sigra, en þjóðin tapar stærst ef hún klofnar því að sameinuð stöndum við en sundruð föllum við.

Mér finnst hafa hitnað óþægilega í kolunum og fólk farið að vera býsna neikvætt. Undanfarna daga hef ég verið að lesa alhæfingar eins og "Íslendingar eru heimskir" Íslendingar eru vitlausir" "Íslendingar eru fífl" ..  Mikið er þetta nú eitthvað uppbyggilegt og vænlegt til að byggja upp þjóðarsálina. Eða eru menn að reyna að gera út af við þjóðarsálina. Er hún óæskileg?

Einum manni hefur sérstaklega verið hampað en hans síða er www.jonas.is  en eftirfarandi grein er eftir hann: 

 "31.12.2009
Einstaklega heimsk þjóð
Íslendingar hafa ætíð verið heimskir, enda innræktaðir á fámennu útskeri. Allar aldir hafa þeir leyst vanda sinn með afneitun hans. Eyddu auðlindum til lands og sjávar og veðsettu restina. Kenna útlendingum um vanda sinn, hvort sem hann heitir Uppkastið eða IceSave. Þjóðrembdir eru Íslendingar með afbrigðum, enda að mestu einangraðir um aldir frá erlendum samskiptum. Í umheiminum er almennt litið á Íslendinga sem sviksöm fífl. Þeir standi ekki við skuldbindingar sínar og þurfi á refsingu að halda. Nú erum við komin á núllpunkt vegna þessa, en höfum enga greind til að læra af biturri reynslu."

Nú eigum við s.s. að kinka kolli og samþykkja að við séum einstaklega heimsk þjóð. 

Ég þekki allt of mikið af vel gefnum Íslendingum og virkilega klárum bara, til að geta samþykkt þetta. Þessir sem ég þekki eru heldur varla undantekning sem sannar regluna. 

Kennum við útlendingum um vanda okkar?  Það hef ég sjaldnast heyrt eða a.m.k. ekki oftar en ég hef heyrt talað um útrásarvíkinga, um Davíð Oddsson, um Sjálfstæðisflokkinn, um Framsóknarflokkinn, um Samfylkinguna og um Vinstri græn,  Landsvirkjun, Orkuveituna, kirkjuna o.s.frv. ég er ekki sérfróð í þessu,  en að íslensk þjóð kenni útlendingum eingöngu um vanda sinn er ekki rétt. 

Íslendingar eru ágætlega sigldir, og ekki veit ég hvort að þeir bötnuðu eitthvað við útrásina og þau erlendu samskipti? 

Jónas segir að í útlöndum sé yfirleitt litið á Íslendinga sem "sviksöm fífl."  Jónas tali fyrir sig sjálfan og sína fjölskyldu. Ég og mín fjölskylda höfum umgengist slatta af útlendingum og þeir hafa bara allir ágætis álit á Íslendingum.  Það er engin afneitun í gangi þar. 

Við vitum öll að einhverjir Íslendingar voru sviksamir, en að lýsa því yfir að þjóðin öll sé slík er alhæfing sem ég neita að taka undir. 

Svartsýni og neikvæðni sem kemur fram í þessari hnyttnu grein Jónasar á ágætlega heima í Woody Allen mynd, en virkar aðeins til niðurbrots en ekki uppbyggingar.  Íslendingar þurfa ekki á þessu að halda. 

Ég er þeirrar skoðunar að Íslendingar skuli svo sannarlega halda í hönd erlendra þjóða, ef svo má að orði komast,  en til að haldast í hendur þarf að standa  á sama palli, hvorki ofar né neðar.

Lítillækum okkur ekki með svona neikvæðni. Ef við virðum okkur ekki sjálf sem þjóð er það gefið mál að aðrar þjóðir munu ekki heldur virða okkur.

Svo burt með svona vanvirðingu í eigin barm og upp með þjóðarsál. Elskum okkur og virðum sjálf svo við getum elskað og virt aðra og aðrir virt okkur! 

Upp upp mitt geð og öll mín sál. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

p.s. tökum því sem að höndum ber, ef að Ólafur Ragnar skrifar undir þá tökum við því og vinnum út frá því. Brettum upp ermar og róum bátnum.

Ef að Ólafur Ragnar skrifar ekki undir og  málið í þjóðaratkvæðagreiðslu tökum við því á sama hátt. 

Róum í sömu átt og reynum að gera það með gleði en ekki í fýlu, það verður svo miklu skemmtilegra. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.1.2010 kl. 22:15

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Hef ekki lesið þessi skrif Jónasar,en séð tilvitnanir í þau hér á blogginu. Þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem Jónas gerir sér og sínum til skammar með skrifum sínum.

Tek heilshugar undir orð þín, þurfum frekar á sjálfstrausti og samheldni til að vinna okkur út úr þessum vanda.

Ragnar Gunnlaugsson, 2.1.2010 kl. 22:22

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir athugasemdina Ragnar. Jónas er mjög góður penni og ekki skrítið að fólk láti hrífast, ég er bara hrædd um að það sem hann segi sé frekar til niðurbrots en uppbyggingar.  Hér er tengill á síðuna hans.

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.1.2010 kl. 22:29

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"Ef IceSave lendir í þjóðaratkvæði, fær þjóðin þá vondu útkomu, sem hún á skilið. Er kannski hollt fyrir alla"

Nýjasta "gullkornið" .. þjóðin á s.s. skilið vonda útkomu. Er þessi maður að tala um börnin sín? 

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.1.2010 kl. 22:41

5 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Mikið er ég núna sammála þér Jóhanna.  Þetta hefur satt að segja lengið verið að erta mig.  Mér finnst svo mikið um fólk sem hefur tamið sér þennan ósið, þ.e.a.s. að tala niður til eigin þjóðar, rétt eins og það eitt standi upp úr.  Sérstaklega hefur auðvitað borið á þessu núna í seinni tíð.  Þetta er ekki það sem við þurfum á að halda núna, heldur þvert á móti að einblína á það sem okkur finnst gott í eigin fari.  Leiðum svona raddir hjá okkur.

Svakalega var þetta eitthvað hátíðlegt hjá mér:)

Theódór Gunnarsson, 2.1.2010 kl. 23:23

6 identicon

Mér detta í hug:

Richard 3: -A horse, a horse! My kingdom for a horse!

Jónas er alveg ósáttur við þjoðin: -Skipti hana út!

Hérna er alveg talið um fyrirlitingu á mig og þig. Skil ekki svona bull. En það þarf nú ekki sálfræðingur til að sjá að hér byggur eitthvað persónlegt bak við þessu (kannski svekktur yfir eitthvað, reiði). En hvað það er, veit ég ekki.

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 23:35

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Theódór þú segir: "Mér finnst svo mikið um fólk sem hefur tamið sér þennan ósið, þ.e.a.s. að tala niður til eigin þjóðar, rétt eins og það eitt standi upp úr."

Nákvæmlega, varla er maðurinn að tala um sjálfan sig?  Við höfum öll gerst sek um þetta einhvern tímann, svona þegar ég fer að hugsa til baka, en ég held að þetta sé eitthvað sem við eigum ekki að temja okkur. Svona neikvæð umræða um þjóðarheildina.

Spurning um hverja Jónas er í raun að tala, því að eins og ég segi varla lítur hann á sig sem heimskan, eða hvað? 

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.1.2010 kl. 23:42

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Jakob, einmitt, er þetta ekki einmitt oft spurning um hvernig viðhorf manns verða eftir því hvernig manni sjálfum líður?

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.1.2010 kl. 23:43

9 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæl Jóhanna,þú færir okkur eitt gullkornið enn.Vissulega er það rangt leggja ástandið þannig fram að Íslendingar séu heimskir.Einstakir menn sáu leiðir til auðgast á því,að margir af okkar embættisfólki voru sofandi á verðinum,ekki aðeins hér á landi.Engu síður voru erlendir embættismenn um víða veröld sofandi.Útrásar víkingarnir voru ekki heimskir,þeir sáu smugurnar á reglugerðum og lögum og léku sér við að fara eftir þeim.Þetta gerðu þá að auðkýfismönnum,sem gleymdu sér alveg í heimi græðgis og óheiðarleika.

Þjóðin veit,að þarf að leysa úr þeim vanda,sem þessir synir þjóðarinnar eru búnir að koma henni í.En því miður lánaðist okkur að mynda þjóðastjórn,sem tæki sameiginlega á málum.Á Alþingi er karpað,bara til að reyna ná völdum,yfir þjóðfélaginu,en ekki verið að leysa úr málum,sem virkilega er brýn þörf á.

En það er rétt hjá þessum Jónasi,að það er virkileg hætta á því,að heimurinn álítur Íslendinga heimska,ef við stöndum ekki saman og förum að starfa,eftir markmiðum þjóðfundarins í haust.Við eigum eftir að leysa okkar mál,en til þess þarf samheldni og samvinnu,allir fyrir einn og einn fyrir alla. 

Ingvi Rúnar Einarsson, 3.1.2010 kl. 00:06

10 identicon

Jóhanna

Alveg sammála.

Er það hægt að taka eitt skref afturbak, að finna hlutlaus punkt í tilveruni og segja: -ég hef yfirsýn yfir öllu?

Nei, segja ég.

Ef þú ert súr, þá er heimurinn súr.

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 00:10

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sýnist á öllu að nefndur Jónas sé góður penni, leiðinlegt að hann skuli spandera þessum hæfileika í svona neikvætt, óþarfa bull

Jónína Dúadóttir, 3.1.2010 kl. 00:12

12 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæl Jóhanna og gleðilegt ár.

Það er gaman að "tylla sé við eldhúsborðið hjá þér" og taka þátt í fjörlegum umræðum.

Þetta með ummæli Jónasar, þau dæma sig auðvitað sjálf. Það þarf ekki skarpan einstakling til að skilja þá einföldu staðreynd, að Íslendingar eru bara fólk,með sömu kosti og galla og útlendingar. Ég hef aldrei heyrt neina kenningu þess efnis, að fólk sé eitthvað öðruvísi, þótt það sé fætt á Íslandi, við erum af tegundinni "homo sabiens eins og restin af heiminum ekki satt?

Það er sennilega til haugur af "Jónösum" út um allan heim og eflaust hópa þeir sig saman og ræða málin, samkvæmt sínum "Jónasar-gildum".

Jón Ríkharðsson, 3.1.2010 kl. 00:57

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já merkilegt nokk þá hefur þetta loðað við okkur svo langt aftur sem ég man og eru það æði mörg ár, að tala niður til, munurinn sem ég finn á framsetningu fólks í svoleiðis tali er að meiri heift er í öllu í dag heldur en fyrir 40 - 50 árum.

Fólk er afar reitt og hatast út í allt og alla, sem er bara af hinu illa og gerir ekkert fyrir land og þjóð.

Gangi okkur bara vel í að sameinast um frið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.1.2010 kl. 10:17

14 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Leiðrétting.Við innlegg vantaði orðið"ekki,í annari málsgrein,annari línu.

En því miður lánaðist okkur ekki að mynda þjóðstjórn.

Ég biðst velviljannir á því.

Ingvi Rúnar Einarsson, 3.1.2010 kl. 12:41

15 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Jóhann Steingrímur J hefur haldið svo skelfilega illa á þessu máli að almenningi er stórlega misboðið og nú eftir að forsetin hefur tekið sér umhugsun þá er hann með nánast hótanir og yfirlýsingar um að allt fara til fjandans ef hann skrifar ekki undir.

Með því finnst mér hann gefa þjóðinni fingurinn hann telur almenning svo ( vitlausa) að þeir geti ekki kosið um þennan samning, en ég tel að það stæðu allir sterkari eftir hvort sem samningurinn yrði samþykktur eða feldur, þjóðin væri búin að seigja sitt álit og eftir því yrði að fara og hinir erlendu samningsaðilar sæju að ekki yrði lengra komist nema að höfða mál og það er þeim að sjálfsögðu heimilt og enginn á móti því.

En að lítilsvirða þjóðina með þeim yfirlýsingum sem hann Steingrímur J hefur látið frá sér er ekki ráðherra sæmandi.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 3.1.2010 kl. 13:43

16 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það vill svo til að hluti af minni fjölskyldu býr og starfar í útlöndum, meira segja í sama landi og George nokkur Brown.  Íslendingar eru einfaldlega vel liðnir þar og almennt litið á þá sem duglega og áreiðanlega. Auðvitað geta verið undantekningar, en það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það.

Ég tek undir með þér þegar þú segir að við verðum að standa saman og bretta upp ermar, hvort sem Ólafur Ragnar skrifar undir eða ekki..  Nú er kominn tími til að horfa jákvætt fram á veginn...

Ágúst H Bjarnason, 3.1.2010 kl. 15:34

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tjah, hvur fjandinn. Sammála þér aftur.  Þetta gengur ekki.

Jónas og Gunnar Smári eru hladnir einhverskonar Garðar Hólm syndrómi og segja náttúrlega mest um sjálfa sig með þessum skrifum. Þetta er raunar hámark allrar nesjamennsku að tala svona.

Maður veltir fyrir sér hvort þeir eru meðmæður sínar og börn inni í menginu líka, eða hvort þetta sé frátekið fyrir þá sem ekki eru sammála þeim í pólitík. Mig grunar að hið síðara sé málið.  

Ég verð samt líka að bæta við að sú lenska að skrifa um okkur sem sérstaka og skrítna þjóð, sem partýar ofsa vel á helgum, sé af Víkingum og trúi á álfa, jafn niðurlægjandi og óþolandi. 

Við erum bara borgarar eins og borgar eru flestir í flestum löndum. 

Jón Steinar Ragnarsson, 3.1.2010 kl. 15:40

18 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jónas getur þakkað fyrir að við erum ekki jafn kúltiveraðir og borgarar hámenningarlandsins Frakklands t.d.  Ekki hellum við landbúnaðarafurðum á stræti og torg og kveikjum í bílum ef skattar eru hækkaðir á smjör.

Hann má þakka sínum sæla fyrir að vera meðal svo jafnlyndra. Já bara það að svona skriffinska skuliu tekin með góðlátlegu glotti og litið á hana sem barnalegan sjálfbyrging.  Í hákúltúrlöndum eins og uppáhöldunum hans á Ítalíu og Franz, þá hefði hann sennilega verið fláður og spýttur á kamarvegg öðrum til varnaðar.

Já.  Gæfuamir eru þeir. Það má nú segja.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.1.2010 kl. 15:45

19 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hó, hó, takk fyrir athugasemdir, ég hef lesið en hef ekki haft og hef ekki tíma til að svara, þið segið allt sem þarf eða svo til.

Ég er reyndar alveg hissa á því að enginn skuli enn hafa komið hér inn og sagt: 

"Víst er ég heimskur og kenni útlendingum um allt enda er ég í þeirra augum sviksamt fífl" eða eitthvað í þá áttina.

Jóhanna Magnúsdóttir, 3.1.2010 kl. 16:58

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef rætt við margt fólk á erlendri grun, í sumar þegar ég fór í mikið ferðalag fra Helsinki yfir til Eistlands og niður alla Evrópu til Serbíu með stoppi í Warsaw og Pforsheim og svo Belgrad.  Allir sem ég hitti voru íslandsvinir og höfðu áhyggjur af okkur, allir vöruðu okkur við ESB og töldu sjálfsagt að við færum með gát í Icesave.  Enginn sem ég talaði við, taldi okkur kjána eða vitleysinga.  Heldur sögðu jafnvel að þeir fylgdust með hvað við myndum gera, og margir sögðu að þeir vonuðu að við byðum ESB og ASG birginn, því þá vonuðu þeir að skriða færi af staða að þetta bákn tvístraðist.  Almenningur í Þýskalandi, Póllandi og Danmörku til dæmis er ekki hrifin af veru landanna í ESB.  Þannig standa málin fyrir mér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.1.2010 kl. 18:13

21 identicon

Góð grein Jóhanna og alger óþarfi að tala þjóðina á þá skoðun að við erum heimsk... það er nógu erfitt fyrir stolta þjóð að kyngja því að kjörnir valdhafar og græðgisfíklar hafi komið okkur í þessa ótrúlega fáránlega vondu stöðu...

Ég tek undir það að hver svo sem ákvörðun valdmannsins á Bessastöðum verður, þá verður að sameina þjóðina og hætta hræðslu jafnt sem sjálfsniðurlægingartali.

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 18:28

22 Smámynd: Ragnheiður

Þetta er oft inngróið í þjóðarsálina og þykir sumum "fínt". Lestu blogg sumra stormsveitarpennanna hér, þeirra efstu, og sjáðu orðavalið. Margt af þessu er alveg hræðilega erfitt að lesa, manni líður illa við lesturinn.

Þetta er ekki það sem þarf og nú breyti ég, ég get bara breytt hjá mér. Þetta ár verður grundvallað á jákvæðni og hjálpsemi.

Fólk fær þá bara æluna upp í háls yfir því haha

Ragnheiður , 3.1.2010 kl. 18:28

23 identicon

Ég er nú á sömu skoðun og þú Jóhanna. Ég hef aldrei orðið var við það að við séum álitin glæpamenn hvarvetna um heiminn. Að sjálfsögðu eigum við krimma rétt eins og aðrar þjóðir og við höfum svo sannarlega fengið að kenna á þeirra meðulum. En aldrei skal ég skrifa undir það að íslendingar séu almennt álitnir heimsk svikul fífl um allan heim. Það kann vel vera að það sé reynsla Jónasar sjálfs af útlendingum og sannast því hið fornkveðna að líkur sækir líkan heim.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 19:43

24 Smámynd: Billi bilaði

Ég las jonas.is í rúmt ár, þar til nú í desember, að hann var búinn að kalla mig heimskan einu sinni of oft.

Undanfarin 2 ár hef ég verið mikið í Ástralíu. Hef ekki verið talinn heimskur þar, og íslendingar ekki heldur.

Billi bilaði, 3.1.2010 kl. 21:57

25 identicon

Kjarni vitiborinnar umræðu snýst um að þora að hugsa, án þess að hugsa alltaf um hvað hinn aðilinn hugsar...eða ekki hugsar.  Þess vegna er síða þín, Jóhanna, góð. 

Græðgis-kapítalismi undangenginna 10 ára er að hrynja út um allan heim.  Þess vegna skilur hið venjulega fólk, hvort sem það býr í Bretlandi, Hollandi eða Íslandi, að við þurfum að hafa dug til að byrja að hugsa upp á nýtt, óháð múlbindingi flokks-skírteina, óháð blindum sérhagsmunum. 

Margar viðteknar stofnanir ríkisins og valdakerfisins hafa sofið á verðinum.  Þær verða að vakna og spyrja sig gagnrýninna spurninga um hvað þeim var ætlað að sinna, hvert hlutverk og markmið þess áttu að vera. 

Þessar stofnanir eru td. Alþingi, dómstólar, stjórnmálaflokkar, fjármálastofnanir, stofnanir atvinnulífsins (SA og ASÍ innifalið) og síðast en ekki síst fjölmiðlar.  Þangað til þessar stofnanir vakna af sofandahætti sínum getum við ekki annað en sett spurningarmerki við tilverurétt þeirra.

Við erum hvorki meira né minna að spyrja um sjálfa hornsteina lýðræðisins.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 22:33

26 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég á nokkra vini í Finnlandi og hafa þau varað mig við inngöngu í ESB.  Flestir smábændur sem ræktuðu sauðfé og voru með lítil bú voru flæmdir burt úr búskap með reglugerðum.  Það verður allt að borga sig, og stærri bú og færri bændur er það eina sem getur borgað sig. Hinir eru settir af, og fá enga fyrirgreiðslu nema til þess að hætta. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.1.2010 kl. 01:29

27 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Jóna Kolbrún,

Það er einmitt þetta sem mér stendur ógn af í sambandi við Evrópusambandið.  Þetta hefur tröllriðið okkur Íslendingum undanfarna áratugi, rétt eins og öllum nágrannaþjóðunum, þ.e.s. þessi ofsalega krafa um hagnað og samkeppni.  Ekkert lítið fær lengur þrifist.  Allt verður að vera risastórt og í hámarkssamkeppni til að lýðurinn fái allt sem ódýrast.  Sem dæmi má nefna bílaverksmiðjur.  Þær þurfa að selja hundruð þúsunda bíla á ári til þess eins að standa á núllinu, þannig að það er í rauninni nánast engin framlegð af hverjum og einum bíl.

Mér finnst Evrópusambandið undirstrika þessa framtíð.  Allt verður að vera stórt og einstaklingurinn hættir nánast að vera til.  Kanske er þetta samt bara óumflýjanlegt.

Theódór Gunnarsson, 4.1.2010 kl. 13:15

28 identicon

Jæja elskurnar mínar... þá er komið að því!

Erum við virkilega heimsk? Barnaleg eða bara óreynd þegar það kemur að alþjóða fyrirtækja braski?

Ég er virkilega sammála almenningi hér, að við erum EKKI heimsk, fífl eða verra! Líka verð ég að vera sammála því að Jónas ætti að halda þessari neikvæðu hugsun innan síns heimilis. En í gegnum tíðina hefur alltaf verið hægt að finna skemmt epli í ávaxtakörfu íslendinga! Það eina getur skemmt útfrá sér ef við gerum ekkert til að stöðva það.

Sjálfur hef ég ekki fylgst mikið með IceSave málum þar sem ég bý í Bandaríkjunum og hef haldið mig frá íslenskum fjár- og stjórnmálum síðastliðin 15 ár. Þrátt fyrir það er nánast vonlaust að heyra ekki eitthvað um þessi mál þegar rætt er við vini og vandamenn, eða litið í blöð á netinu.

Ég get hinsvegar staðfest það héðan að "útlendingar" almennt bera ekki illan hug til Íslendinga. Því síður. Íslenska þjóðin er hörku þjóð, sem er í vanda stödd þar sem ríkjandi ríkissjórn var ekki alveg að fylgjast með hvað var um að vera... eða vissi og gerði ekkert vegna eigin hagsmuna.

Jú íslendingar eru í miklum vanda staddir vegna skulda og skemmda nokkura aðila - en það er ekki vegna þess að við erum heimsk. Til er virkilega heimskt fólk... og hefur það jafnan verið kosið í stór embætti hér innan Bandaríkjana. Ég læt ykkur um að geta í þær eyður sjálf.

Ég held að við verðum að gera það sem Jóhanna mælir með, hvernig sem fer - STÖNDUM SAMAN!

Gleðilegt Ár og ég vona að við snúum þessu við sem fyrst - fjármálum, stjórnmálum og áliti okkar sjálfra á okkur sjáfum!

Reynir Hauksson (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 18:19

29 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þakka ykkur fyrir að leggja orð í belg ágæta fólk; Reynir Hauksson, Theódór, Jóna Kolbrún, Pétur Örn, Billi Bilaði, Sigurður Eðvaldsson, Ragnheiður, Ólafur í Hvarfi, Ásthildur, Jón Steinar, Ágúst H., Jón Vilhjálmsson, Ingvi Rúnar, Milla, Jón Ríkharðsson, Ragnar Gunnlaugsson og Jakob Andersen.

Jóhanna Magnúsdóttir, 4.1.2010 kl. 20:58

30 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held í heimsku minni að íslensk stjórnvöld hafi engan tíma til að hugsa eins og Íslendingar. Ég er dauðhræddur um að exelsófétið hafi takið af þeim öll ráð og engin ákvörðun sé tekin eftir skoðun á samfélagsgerð, atvinnuháttum, verkþekkingu og reynslu fólks af því að lifa í eigin umhverfi. Enginn taki mið af því að enda þótt við séum kannski ekkert frábrugðin öðrum þjóðum- betri-verri-heimskari-gáfaðri, þá búum við í afar sérstöku eylandi þar sem allar ákvarðanir þarf að taka með hliðsjón af mörgum þessum þáttum.

Ég leyfi mér að efast um að snillingurinn exel sé búinn að fattaðetta.

Árni Gunnarsson, 4.1.2010 kl. 21:39

31 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fólk talar um að Jónas sé góður penni.

Reglur Jónasar um stíl eru nokkrar þar á meðal þessi sem hann hefur númer sex.: "Notaðu stuttan, skýran og spennandi texta"

Ég renndi aðeins yfir skrifin hans. Þar tröllríður neikvæðni öllu og þá mest neikvæðni á garð náungans. 

Það eina sem mér fannst spennandi við hans stíl er að hann notar zetuna. Mun í framtíðinni halda áfram að kíkja á þig og láta Jónas eiga sig.

Hrönn Sigurðardóttir, 5.1.2010 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband