Skuld og bundin

Nú opna ég ekki sjónvarp, útvarp eða les Facebook-statusa eða blogg án þess að bregði fyrir orðinu skuldbinding. Allir að tala um að við Íslendingar ætlum að standa við skuldbindingar okkar.

Mikið andskoti (ég blóta ekki oft) mega þessir kallar (og kellingar?) sem stofnuðu banka og þeir/þær sem samþykktu að borga fyrir þá, skammast sín.   Það er víst búið að skuldbinda mig, þig, vini og vandamenn.

Ég má auðvitað skammast mín líka fyrir að treysta í blindni á fjármálaeftirlit, seðlabankastjóra, ríkisstjórn o.fl.  ekki það að þeir sem ég hef kosið hafi nokkurn tímann komist í ríkisstjórn! :-/ 

Ef við íhugum orðið skuldbundin, þá er það að sjálfsögðu samsett úr skuld og bundin. Það getur verið óþægilegt að vera bundin skuldum. 

Skuldbönd eða skuldabönd eru eins og gaddavír, þau eru ekki þægileg og virkilega heftandi.

Við viljum helst fá að ákveða sjálf hverjum við erum skuldbundin og hverjum við skuldum. 

Ég hef ekki mikið vit á fjármálum, en hef yfirleitt spurt þá sem betur vita ef ég er í vafa. En þar sem ég þarf núna að kjósa um IceSave langar mig að spyrja (svona til að byrja með):

1)  Hver (nákvæmlega) skuldbatt mig? 

2) Er löglegt að þessi eða þessir aðilar skuldbindi fólk? 

Fyrir mína hönd og annarra skuldbundinna vandamanna. 

Jóhanna sem tilheyrir nú þjóð í ruslflokki Frown

 Bundin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Flott myndin við hjá þér ...

Ragnheiður , 5.1.2010 kl. 19:55

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Mér líður eiginlega svona núna

Jóhanna Magnúsdóttir, 5.1.2010 kl. 20:00

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

p.s. þetta er "Eight of Swords" í Tarot.  Talan 8 er þó jákvæð, hún er merki Krists, svo kannski kemur bara Jesús og losar böndin.    Held það sé eina lausnin eins og málin standa í dag.

Jóhanna Magnúsdóttir, 5.1.2010 kl. 20:01

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Flott grein hjá þér.

Nú verður þjóðin að standa saman og fá stjórnendur í lið með sér.

Hrannar Baldursson, 5.1.2010 kl. 20:35

5 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Tíu ára drengur skrifar Jóhönnu og Steingrími,og segir:"Ég á ekki að vera skuldsettur,af því einhver banki úti í heimi,fer á hausinn.

Slík er hugsun barna,og skilur ekki hvað fullorðna fólkið hefur gert á þeirra hlut.

Ingvi Rúnar Einarsson, 5.1.2010 kl. 21:40

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Rétt athugað Hrannar, .. við þurfum að standa saman.   Leiðinlegt þetta skítkast sem er orðið á milli "gáfnaljósa" og "heimskingja" ..

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.1.2010 kl. 00:06

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk Ingvi, þarna er annað orð í skuldaorðabankann; skuld-sett, við erum sett í skuld.

Stundum geta börnin orðað flókna hluti á einfaldan hátt. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.1.2010 kl. 00:08

8 identicon

Vel dregið Tarot Jóhanna,

Réttlæti og fjötrar.... Karma að verki !

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 00:20

9 identicon

Gott fólk hér á blogginu...lesið grein og viðtal við Hollenskan fjármála sérfræðing í mogganum 06.01.10  nafn hans er: Sweder van Wijnbergen....athyglisvert lesefni...næst er mér spurn hvort núverandi fýlupokar ríkistjórnar hafi bara si svona ætlað að blóðmjólka íslenska alþýðu....??  það verður gaman hjá þessu tvíeyki..vinstri/grænum og samfylkingu að svara  spurningum í næstu alþingiskostningum.....hvaða hvítlýgi verður þá dregin fram sér til málsbóta?? Var eftir alltsaman forsetinn að skamma leikskólann á alþingi fyrir að hafa ekki hugmyndafræðileg úræði?  ... er farin að hallast að því að núverandi ríkistjórn sé ekki hótinu betri en illa innréttaðir útrásavíkingar.....vill lifa og nærast á græðginni!!

geiri (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 08:12

10 identicon

Upphæðin, sem Íslendingar ætla að endurgreiða, jafnvirði um 700 milljarða króna, virðist ekki há í augum Breta. En á Íslandi búa aðeins rúmlega 300 þúsund manns og upphæðin svarar því til um 40 þúsund punda á fjölskyldu, jafnvirði 8 milljóna króna. Þá svarar hún til þess að Bretar greiði yfir 40 milljarða punda á ári, um helming þeirrar fjárhæðar sem þarf til að reka breska heilbrigðiskerfið.

Úr fréttum (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband