"Whatever works", skilaboð inn í árið 2010

Á meðan kærleiksfærslan mín er enn að malla í hinum heita bloggpotti og menn enn að bæta í hana, ætla ég að skrifa nokkurs konar niðurstöðu í nýju bloggi.

Þann 30. desember sl. ákváðum við Hulda systir að okkur piparjúnkurnar langaði ekki að fara bara beint heim eftir jólaboð svo við keyrðum í Háskólabíó og ákváðum að finna bara einhverja mynd.  Vorum hvorugar stemmdar fyrir Avatar, en ég sá að verið var að sýna Woody Allen myndina "Whathever works." 

Verð að viðurkenna að ég hafði ekkert heyrt af henni.  Án þess að fara að skemma fyrir neinum, þá langaði mig að segja að þessi mynd hafði heilmikinn boðskap að færa, og var auðvitað troðfull af trúar-og siðferðisstefjum.  Þrjár af persónum myndarinnar, og þar af önnur aðalpersóna komu frá Eden Missisippi, en nafnið á bænum var engin tilviljun.  Þarna var um að ræða bókstafstrúarfólk. 

Sá sem var aftur á móti sögumaður og aðalpersóna myndarinnar var á allt annarri línu, reyndar svartsýnismaður og kvíðasjúklingur en skemmtilegur lífsheimspekingur. 

Hans fílósófía var "Whatever works"   eða að fólk ætti að tileinka sér það sem gengi upp fyrir því. 

Ég held að það séu ágæt skilaboð fyrir okkur öll. 

Ef að Winston Churchill vildi kalla þunglyndið sitt svarta hunda þá mátti hann bara alveg kalla það svarta hunda.  Það virkaði fyrir hann. Það þurftu ekki einhverjir betruvitringar að segja honum að þunglyndi væri þunglyndi og svartir hundar svartir hundar. 

Það fór fyrir brjóstið á sumum í "kærleikspistlinum" mínum að ég segði að ég setti samansemmerki á milli Guðs og kærleika.  Það virkar fyrir mig og ég var einmitt að segja frá því að þar væri ég að stilla upp mínum forsendum fyrir Guðstrú minni.  

Athugasemdir voru komnar út um víðan völl, og út í óendanlegar víddir og orðið vídd var orðið að aðalumtalsefni og það leystist síðan upp í bjór! Wizard ..   

Öll innlegg skipta máli, ef það er þetta sem kemur í huga fólks við að lesa það sem ég skrifa.  En samt skildi ég þau nú ekki öll og því get ég ekki alltaf svarað, bæði þess vegna og/eða vegna tímaskorts.  Ég nenni heldur ekki að vera í yfirheyrslu eins og sumir stunda grimmt, en segja minnst frá sér sjálfum.  

Enginn einn hefur réttara fyrir sér en annar. 

"Whatever works" eða hvað sem virkar fyrir hvern og einn í átt til þess að gera viðkomandi hamingjusamari og að honum eða henni líði betur,  þá er það mér að meinalausu.  Að sjálfsögðu þarf alltaf að slá varnagla að það sem við gerum eða tileinkum okkur eða verk okkar meiði ekki aðra. 

Þetta þurfum við að hafa í huga. 

Þar með býð ég velkomið árið 2010, min heit fyrir árið eru m.a.  að bæta við mig ca. 80 - 100 kg fyrir næstu áramót. LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Andreas Andersen

Ég átti að fara á "Whatever works" í staðan fyrir Avatar. Konan og ég fóru heim eftir hlé. Búin að fá nógu. Engin persónusköpun og sagan var ég búinn að sjá 1000 sinum áður. En allt var rósalegt flott, 3d og allt það. En það dúga bara ekki ef sagan er zero spennandi. Það var eins og að drekkja rjómi.

Óskiljanlegt (eða kannski ekki) að það fór fyrir brjóstið á sumum að þú setti samansemerki á milli Guðs og kærleika. Þar er lang hefð fyrir því. En sumir gagngrýna trúin án að hafa lesið neitt um hana eða gera sig grein fyrir að oft er alvöru pælingar í gangi hjá "trúfólki".

Jakob Andreas Andersen, 1.1.2010 kl. 20:11

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Jakob, þetta fór ekki fyrir brjóstið á nokkrum.  Aftur á móti var bent á að þetta er merkingarlaust.  Það hefur svo komið betur í ljós í umræðum.

Jóhanna, þú gleymir að taka fram að sögumaður var líka trúlaus.

Matthías Ásgeirsson, 1.1.2010 kl. 21:59

3 identicon

Ok, Matti

Kannski merkingarlaust fyrir þig. En ekki fyrir Jóhönnu. Er það þá samt merkingarlaust alment vegna þess að þér finnst það?

Þó að ég er ekki trúaði, þá viðurkenni ég alveg að það hefur merking fyrir Jóhönnu. Viðurkenningur og virðingur hanga saman, Matti. En þú ert kannski alt of þröngsynn til að fatta það?

En kannski gæti við verum sammála um að Woody er einskonar "faithist" (jf. Kristinn). En so what? Á það að vera eitthvað neikvætt?

En burt séð frá því, gleðilegt nýtt ár. "And let the sun bless you where ever you go in your tourney life".

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 22:39

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Nei, þetta er merkingarlaust fyrir alla aðra en Jóhönnu.  Meira að segja þeir sem segjast sammála henni skilja ekkert í því sem hún er segja - en þykjast gera það - geta samt ekki útskýrt það.

Slepptu því að tala um þröngsýni Jakob.

Woody er trúleysingi, persónan í myndinni er trúleysingi.

Matthías Ásgeirsson, 1.1.2010 kl. 23:47

5 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Jóhanna,

Þú segir:

Enginn einn hefur réttara fyrir sér en annar. 

Stenst þetta nánari skoðun?

Theódór Gunnarsson, 2.1.2010 kl. 05:18

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gleðilegt nýtt ár mín kæra, megi það færa þér hamingju, frið og farsæld... og þá líka þessi 80-100 kíló sem þig langar svo íTakk fyrir öll samskiptin á árinu og góðar færslur, það er alltaf gaman að fylgjast með pælingunum þínum

Jónína Dúadóttir, 2.1.2010 kl. 05:40

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gleðilegt ár Jóhanna mín og takk fyrir það gamla.  Rökleiðsla trúaðra endar á ama veg sem endra nær í "af því bara" og "liggaliggalá".  Þannig er jú með alla þykistuleiki og öðruvísi getur það varla orðið.

"Whatever works"  segja líklega líka þeir, sem bjóða svarteygðar meyjar á himnum fyrir líf ungra drengja, sem vilja sprengja sig í loft upp. Whatever works, hefur líklega líka verið mottó Jim Jones og hverra þeirra sem vilja réttlæta það að ganga á skjön við mannréttindi og siðgæði.  Whatever works er á Íslensku: "Tilgangurinn helgar meðalið." Hljómar kannski meira fancy á útlensku, hvað veit ég.

Tilgangurinn er annars aldrei skýrður í trúarbrögðum, né eru markmiðin ljós, nema að því leyti að ala á óskhyggju um að misheppnuð tilvera sumra hljóti uppreisn æru í annarri vídd. 

Þú getur haft það eins og þú vilt að sjálfsögðu. 2+2=simsalabimm, dugar augljóslega fyrir einhverja. Ávinninginn hef ég enn ekki séð.  Þetta snýst jú um einhverskonar ávinning er það ekki? Raunverulegan eða ímyndaðan.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.1.2010 kl. 06:49

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Heil og sæl á nýju ári, er stödd í sveitinni og fékk lánaðan pung til að kíkja inn á bloggið, mun "kommenta" á "komment" síðar í dag.

Vil benda á þennan varnagla sem ég setti við "whatever works"

"Að sjálfsögðu þarf alltaf að slá varnagla að það sem við gerum eða tileinkum okkur eða verk okkar meiði ekki aðra."

Skjáumst síðar!

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.1.2010 kl. 12:42

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hef ekki séð þessa mynd, er reyndar langt síðan ég hef farið í bíó.  En rökræðurnar hér að ofan eru dæmigerðar fyrir þröngsýni íslendinga.  Það er alltaf farið ofan í skotgrafirnar og fundið eitthvað hak til að hengja sig á, í stað þess að leyfa fólki að hafa það sem virkar best fyrir það sjálft.  Gleðilegt nýtt ár Jóhanna mín og megi þú og þínir eiga hamingjuríkt nýtt ár.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.1.2010 kl. 13:18

10 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ásthildur,

Ef Jóhanna vill fá frið fyrir okkur skotgrafabrjálæðingunum, eða að minnsta kosti mér, þá þarf hún ekki að gera annað en að segja mér að hún kæri sig ekki um athugsemdir frá mér.  Þá skal ég bara láta hana í friði.  Auk þess getur hún bara lokað á okkur og þannig fengið eintóman jákór, en ég hef bara á tilfinningunni að henni finnist lúmskt gaman að takast á við okkur þröngsýna liðið.

En svo ég snúi mér að Woody Allen, þá er hann í miklu uppáhaldi hjá mér.  Mér finnst hann svo skemmtilegur spekúlant á mannlegt eðli.  Mínar uppáhaldsmyndir eftir hann eru: Deconstructing Harry, Crimes and Misdemeanors og Mighty Aphrodite, en svo er af nógu að taka því að hann hefur gert svo margar frábærar myndir.  Það er líka stórmerkilegt hvað einkalíf hans sjálfs er búið að vera skrautlegt.  Það væri auðveldlega hægt að gera dæmigerða Woody Allen mynd um hann sjálfan

Theódór Gunnarsson, 2.1.2010 kl. 14:37

11 Smámynd: Anna Guðný

Svei mér þá ef þessi skrif þín urðu ekki til þess að ég fékk pínu en þó bara pínu áhuga á að sjá myndina. En þó ekki nóg til þess að ég færi að leggja það á mig að horfa á heila mynd með Woody Allen. Hann finnst mér leiðinlegasti leikari allra tíma. En svona er smekkur okkar misjafn.

Bara svo að þú vitir það Jóhanna þá skil ég þig alveg og er sammála þér í flestu sem þú hefur skrifað hér. Fyrirvarann set ég á það sem hugsanlega gæti hafa farið fram hjá mér. Ef þetta þýðir  að ég sé í einhverjum jákór með þig sem stjórnanda, ja þá er það hið besta mál.

Vonandi hafðir þú það gott í sveitinni.

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir samskiptin á nýliðnu ári.

Anna Guðný , 2.1.2010 kl. 15:39

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Halló, halló, komin úr sveitasælu í borgarsælu, og reyndar alla leið í bloggheima!

Anna Guðný, Woody Allen leikur ekki í myndinni - þannig að þú þarft ekki að kvíða þess að horfa á hann.  Myndin er skemmtilegur orðaleikur og ég mæli alveg með henni. Skilst samt að hún hafi ekki fengið neitt sérstaka dóma hjá gagnrýnendum.

Takk fyrir að koma inn og kommenta, tek undir það að þó að fólk sé endrum og eins og næstum alltaf sammála þá heitir það ekki endilega jákór. Kannski hugsum við bara mörg lík.  Hinir myndi þó kallast neikór og held ég að þeir vilji ekkert láta flokka sig í þann kór.

Gleðilegt ár og takk sömuleiðis fyrir samskiptin á árinu 2009 og hlakka til þeirra 2010! .. Ársins sem rís vonandi upp úr ólgusjó. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.1.2010 kl. 16:44

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sæl elskulega Ásthildur,  ég held að sumir gefi ekki athugasemdir nema þegar þeir séu á móti.  Ég skrifa oft færslur sem þeir eru e.t.v. sammála eða finnst bara sætar og elskulegar,  þá koma þeir ekkert inn og segja, "já elsku Jóhanna þessu er ég sammála" .. til þess eru þeir kannski of miklir naglar.

Trúlausu og/eða Vantrúarpennavinirnir mínir eru vonandi farnir að átta sig á því að ég er ekkert ferköntuð, en þeim finnst það e.t.v.spælandi og vilja hafa allt svart á hvítu. Lífið er bara ekki svart hvítt, heldur eru í því óteljandi litbrigði. 

Það sem ég segi verður því froða, grænsápa, blahblah, eða eitthvað álíka og sumum finnst skemmtilegast að reyna að veiða mig í rökræðugildrur.  

Mér finnst samt umræðan oft fara út fyrir það sem verið er að tala um, eins og kemur fram í færslunni. 

Við verðum alltaf að horfa á hið stóra samhengi, en ekki tína út setningar úr samhengi og snúa út úr fyrir fólki. Slíkt er ekki mjög uppbyggilegt. 

Gleðilegt ár til þín og þinna Ásthildur mín.

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.1.2010 kl. 16:54

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

 Theódór, þú spyrð hvort að yfirlýsing mín: "Enginn einn hefur réttara fyrir sér en annar." standist nánari skoðun. 

Framsetningin var kannski ekki nógu skýr, þetta átti að lesast í samhengi við annan texta í blogginu.  

Enginn hefur réttara fyrir sér en annar í trúmálum eða lífsfílósófíu, - og alltaf tek ég fram að þá er ég í raun alltaf að gefa mér forsendur, og vænti þess að lesendur hafi þær forsendur líka að ekki sé um eitthvað að ræða sem er sjúkt eða ofbeldisfullt. 

Ég var að klára að lesa bókina um Magneu. Magnea er kona sem gengur í gegnum mikla erfiðleika,  Magnea eignast fjögur börn þar af þrjú  með mjög sjaldgæfan sjúkdóm - eitt þeirra missir hún eins árs og tvö rétt á unglingsaldri. 

Magnea leitar í hið andlega, handanheim og hún trúir að hún finni návist þessara barna sinna. Þetta hjálpar Magneu við að höndla lífið.  Þetta virkar fyrir Magneu, en mér finnst eins og sumir vilji dæma þá sem hafa aðra skynjun og þeirra stærsta mál sé að afsanna allan spíritisma.  

Hefur Magnea rétt fyrir sér eða hefur sá vantrúaði rétt fyrir sér í málefnum Magneu.  Hafa þau ekki bara bæði rétt fyrir sér, en það sama virkar ekki fyrir bæði. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.1.2010 kl. 17:04

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Meira fyrir Theódór;  Það er alveg rétt að ég hef gaman að því að rökræða og ég tel mig læra mikið af því.  Mér finnst sniðugt að þú játar ykkur "þröngsýna liðið"  og ekki er ég viss um það að allir "trúleysisbræður" þínir séu sammála því að þið séuð þröngsýnir.  Held að í raun sé þú ekki eins þröngsýnn eins og margir ónefndir.

Að sama skapi og trúaðir eru misjafnir og ólíkir, eru trúlausir mjög ólíkir. Mér finnst misþægilegt að tala við ykkur - og þið sendið ólíka orku eða anda frá ykkur, jafnvel í gegnum bloggið. (Förum nú samt ekki að rökræða orku ) ..  

Þið feðgar eruð orðnir eins og heimilisvinir, og farið stundum á persónulegu nóturnar -  og þá finnst mér ég vera að ræða á jafnréttisgrundvelli.  Fólk á alveg að geta rætt saman á vinsamlegum nótum, þó það sé ekki sammála - en eins og ég tek fram hér að ofan, er sumt teygt og togað og klippt úr samhengi. 

Varðandi Woody Allen, eða myndir hans - þá eru þær margar í uppáhaldi. Ég held í raun að hans líf endurspeglist að miklu leyti í myndum hans, og ekki síst þeirri nýjustu.  Mér finnst hann flinkur að velta upp spurningum sem í raun liggja hjá okkur mörgum. 

Nýjasta myndin er á þann veg að maður verður eiginlega að sjá hana aftur! 

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.1.2010 kl. 17:13

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Gleðileg ár Jón Steinar minn, nú erum við orðin minn og mín   og það er nú ekki slæmt! 

Mér finnst ég kannski hafa svarað þér svolítið hér að ofan í svarinu til Theódórs, með hvað ég meina með:  whatever works  í dæminu um Magneu.  

Auðvitað eru sjálfsmorðsárásir pjúra ofbeldi og ég talaði um það í bloggfærslunni að það sem virki fyrir okkur megi ekki vera á þann máta að það meiði aðra. 

Sjálf tel ég að allur tilgangur trúarbragða eigi að vera til að bæta heiminn. Tilgangurinn sé því elska, kærleikur, eða hvað sem fólk vill kalla hið góða. 

Trúarbrögð hafa því miður oft snúist upp í andhverfu - og er það auðvitað okkar mannanna, okkar mannanna græðgi og sjálfhverfa - að gleyma að elska

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.1.2010 kl. 17:22

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir mig Jónína mín, Gleðilegt ár og þakka góð bloggsamskipti.  Það er ekki slæmt að fá inn á milli svona "thumbs up" frá þér.

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.1.2010 kl. 17:23

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sæll Matti, - "hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn" !!..   Þú slóst í gegn hjá mér á nýju ári. 

--

Þú talar um að ég hafi gleymt að minnast á það að aðalpersóna myndarinnar hafi verið trúleysingi. Ég er ekki alveg sammála því að hann hafi verið trúleysingi. Trúði hann ekki á ástina. Hvað með það að hann lenti í fangi á konu sem varð hans?  Taldi hann það tilviljun eða eitthvað æðra?  Hann trúði kannski ekki á Guð, en trúleysingi held ég að hann hafi ekki verið. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.1.2010 kl. 17:31

19 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sæll Jakob, og velkominn í umræðuna líka. Ég enda á þér þó þú hafir komið með fyrsta komment,... þeir fyrstu verða síðastir og öfugt

Þið frúin hefðuð örugglega haldið út myndina "Whatever works"  miðað við hvað þú hefur tjáð þig um trúmál.  Ég fer örugglega að sjá Avatar síðar, svona bara til að sjá tæknina, en mér skilst að boðskapurinn sé eitthvað skrítinn. - Ekki að ég geti dæmt um það áður en ég sé myndina. 

Varðandi að segja að Kærleikurinn er Guð, þá er það svipað og myndmál í ljóði.  Við sleppum oft að segja "eins og" ..  

Þó að Matthías segi að það skilji  ekki allir skrif mín, jafnvel þeir sem eru jákvæðir, og það er eflaust rétt, þá - þetta hljómar kannski undarlega -  eru orðin ekki allt, þó að þau segi mikið.  Þeir sem eru farnir að átta sig á mínum þankagangi og mínu viðhorfi til samferðafólks vita að ég meina gott með því að tala um guðsmynd mína sem kærleika og samþykkja mig sem persónu með þá guðsmynd. 

Fyrir mig virkar að vera "barnaleg"  bjartsýn og trúa á kærleikann, jafnvel þó að ég viti af ljótleika og hatri í heiminum.  Ef við einblínum of mikið á það lendum við kannski bara í dimmri gryfju sem erfitt er að komast upp úr - og verður erfitt að sjá ljósið. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.1.2010 kl. 17:42

20 Smámynd: Jens Guð

  Vegna þess að minnst er á svarta hunda í færslunni leiddi það hugann að þessu: Það sem við Íslendingar köllum "þynnku" eða "timburmenn" kalla Færeyingar að vera hundasjúkur.   Færeyingar hafa ekki getað upplýst mig um tilurð þess að þeir kenna vondar eftirstöðvar drykkju við hundasýki.  En þarna er komin samlíking við svörtu hundana hans Churchills.

Jens Guð, 2.1.2010 kl. 21:16

21 identicon

Ég er bara sammála Jóhanna varðandi Woody. Það skipti ekki málið - eins og Matti kannski gefur í skýn - að hann sé trúlaus eða ekki. Hann er að velta fyrir sig hlutir varðandi trú. Ég fá á tilfining að það má helst ekki samkvæmt t.d. Matti. Í það minnsta er það rósaleg mikilvægt fyrir hann að benda á að Woody er trúlaus. Ég segi aftur: -so what.

Og svo komum við aftur af þetta "óvissa", sem ég hef á tilfiningu að Vantrú og aðrir helst ekki vilja tala um (samkvæmt t.d. Kristinn á bloggi hans). Óvissan sem visindahyggjan ekki getur og vill ekki tala um vegna þess að það sé ekki hægt að fullyrða neitt "vísindalegt" um það. Ég segi bara: Auðvitað eigum við að tala um það. Í ljóðum, í draumum, í vonum og þess vegna í hræðslum.

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 21:52

22 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Varðandi að segja að Kærleikurinn er Guð, þá er það svipað og myndmál í ljóði.  Við sleppum oft að segja "eins og" ..  

Frábært. Okkur miðar áfram. Og að hvaða leyti er guð eins og kærleikur?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.1.2010 kl. 21:55

23 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Guð er langlyndur, Guð er góðviljaður. Guð öfundar ekki.
Guð er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp.
Guð hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin,
Guð reiðist ekki, er ekki langrækinn.
Guð gleðst ekki yfir óréttvísinni en samgleðst sannleikanum.
Guð breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.
Guð fellur aldrei úr gildi.

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.1.2010 kl. 22:25

24 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Jakob,

Þú ert..... Nei, annars.  Fæst orð bera minnsta ábyrgð.  Sleppum þessu bara.

Theódór Gunnarsson, 2.1.2010 kl. 22:27

25 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Jóhanna,

Þetta er aldeilis ljómandi Guð.

Hefurðu tekið eftir að allir þessir kostir eru einmitt andstæður venjulegustu mannlegu lasta?  Nákvæmlega andstæðan við það sem þú vilt ekki vera.

Theódór Gunnarsson, 2.1.2010 kl. 22:35

26 identicon

Theódór,

Þú getur samt ekki sleppt það...Ég hef áhyggjur. Hljómar eins og...þú veist, á bar, áður en hnefana tala. Hvers vegna - í öskupum - fara ég svona á taugum á þér? Skil það ekki.

Ok, svarið kemur líklegt bráðum: -Ég er heimskur og fattar ekki neitt.

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 22:51

27 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jóhanna, allt í lagi. Þarna ertu að vitna í 1Kor og setur guð inn í staðinn fyrir kærleika. Allt þetta eru einhvers konar persónueinkenni, þeas þú gætir alveg eins sagt að sá sem er "kærleiksríkur" sé allt þetta. Er ekki alveg jafngilt að segja "Guð er kærleiksríkur." ef þetta er merkingin?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.1.2010 kl. 23:05

28 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Jakob,

Þú ert svo mikill já-kall, þ.e.s. þegar fjallað er um trúarbrögð, bull og bábylju.  Þá ert þú alltaf frekar á vængnum með með þessu svokallaða andlega þenkjandi fólki.  Stundum ertu svo rosalega kjánalegur að maður fer hjá sér fyrir þína hönd, af því að þú vilt svo mikið vera svo óhlutdrægur, en ert það ekki í raun.  Þú ert botnlaust fordómafullur í garð trúleysingja.

Svo ertu bara alltaf á annarri skoðun.  Það er bara regla.

Ég fá á tilfining að það má helst ekki samkvæmt t.d. Matti. Í það minnsta er það rósaleg mikilvægt fyrir hann að benda á að Woody er trúlaus. Ég segi aftur: -so what.

Þetta er bara eitthvað svo lame.

En ekki hafa áhyggjur.  Ég er bara lítill rindill, orðinn hundgamall og hef aldrei getað slegist.  Þessi samskipti eru heldur ekki eðlileg.  Stundum missir maður sig kanske dálítið.

Theódór Gunnarsson, 2.1.2010 kl. 23:11

29 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hjalti, ég veit þú ert að reyna að veiða mig ;-) ..

Ég skipti auðvitað út Guð fyrir Kærleikann í Óðnum til kærleikans, til að sýna fram á hvernig ég hugsaði Guð og hversu auðvelt það er að skipta þessu tvennu.

Segðu mér hvaða leikur kemur í framhaldi ef ég myndi segja Guð er kærleiksríkur, eins og þig langar svo svakalega til?

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.1.2010 kl. 23:28

30 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Theódór,  er nokkuð að því að Jakob "sé á vængnum með andlega þenkjandi fólki" .. hvað er svona slæmt við að vera andlega þenkjandi? 

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.1.2010 kl. 23:33

31 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Thódór vertu ekkert með svona neikvætt sjálfstal - ussfuss - vertu bara ánægður að hafa aldrei  getað slegist.

Ég tek undir að svona skrifleg samskipti, gefa aldrei rétta mynd af samskiptum. Við erum sem betur fer oftast betri "up close and personal" .. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.1.2010 kl. 23:35

32 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jóhanna, ég er bara að reyna að "veiða" almennilegt svar úr þér.

Ef þú myndir segja að þetta sé í raun og veru sama og að segja: "Guð er kærleiksríkur." þá myndi ég benda á að það er einmitt annar valkostanna sem ég benti upphaflega á. Að þetta þýði bara eitthvað í líkingu við: "Guð er alveg svakalega góður."

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.1.2010 kl. 00:12

33 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Jóhanna,

Nákvæmlega.  Ég stend mig að því hér á blogginu að segja hluti sem ég myndi aldrei segja augliti til auglitis.  Svo getur maður líka verið svo yfirvegað andstyggilegur.  Ég hef stundum verið búinn að skrifa alveg svakalega harkalega og meiðandi hluti, en náð að sjá að mér.  En stundum nær maður ekki alveg að halda aftur af sér.

Það er ekkert að því að Jakob sé þar sem hann vill vera.  Konan mín er t.d. á þessum andlega væng.  Við erum oft eins og olía og vatn þegar sum mál ber á góma, en við erum hætt að láta það verða að ágreiningi á milli okkar.  Ég á líka góðan vin sem lifir og hrærist i stjörnuspeki og telur sig vera trúaðan.  Við eigum oft heitar samræður, en við höldum alltaf áfram að vera vinir.

En, getur verið að við séum hérna einmitt vegna þess að formið gerir manni mögulegt að fara dálítið út fyrir rammann sem samskipti augliti til auglitis hafa?

Theódór Gunnarsson, 3.1.2010 kl. 00:14

34 identicon

Theódór,

Ég veit ekki ef ég er þar sem ég vil vera. En ok með það. Ég þekki þig ekki. Ég er alveg viss um að við gæti drukkið bjór á krá og skemmt okkur vel.

Ég reyni yfirleit að taka fullyrðingar fólks alveg út á ysta nöf. Það þýður að ég skjóta yfir markið stundum...en stundum verða fólk þó að svara fyrir sig: -er það það sem ég virkileg er að segja...

Skilurðu hvert ég er að fara...

Ok, nóg af telegramstíl,

Jakob

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 01:01

35 identicon

Theódór

Aðeins að bæta við. Hjalti Rúnar notir sama "tækni". Að spyrja og spyrja.

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 01:04

36 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jakob, það er svona þegar fólk vill eða getur ekki útskýrt hvað það á við, þá verður maður að spyrja og reyna að fá það til að koma því einhvern veginn frá sér.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.1.2010 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband