Jantelagen - Janteloven í gildi á Íslandi?

Janteloven er orð  ættað úr skrifum Aksel Sandemose's 1933 ‘En flygtning krydser sit spor' (A Fugitive Crosses His Tracks)  sem er sviðsett í tilbúna bænum Jante í Danmörku.

Í hinum ímyndaða smábæ í Jante eru óformleg, en þrúgandi lög sem banna hverjum og einum að standa upp úr þvögunni.  

Janteloven

1. Þú skalt ekki halda að þú sért eitthvað sérstök/sérstakur.

2. Þú skalt ekki halda að þú sért eins góð/ur og við. 

3. Þú skalt ekki halda að þú sért vitrari en við.

4. Þú skalt ekki hrífast meira af sjálfum/sjálfri þér en við. 

5. Þú skalt ekki halda að þú kunnir meira en við.

6. Þú skalt ekki halda að þú sért okkur meiri.

7. Þú skalt ekki halda að þú sért einhvers virði.

8. Þú skalt eigi hlægja að okkur.

9. Þú skalt ekki halda að einhvern varði um þig.

10. Þú skalt eigi halda að þú getir kennt okkur eitt eða neitt. 

11. Þú skalt eigi halda að það sé ekki eitthvað sem við vitum um þig. 

Þeir sem viðhalda lögunum eru að sjálfsögðu sama fólkið og er kúgað af þeim, borgararnir í Jante. Sandemosa sagði það vera í menningu Skandinava að halda hvert öðru niðri. 

Hvað með okkur Íslendinga? 

Könnumst við við þetta?

Hægt að lesa um þetta á Wikipedia


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Já Jóhanna, Janteloven eru í fullu gildi á Íslandi. Því miður. Reiðin sem þrúgar okkur eftir hrunið hjálpar til við að viðhalda þeim og gera þau harðneskjulegri en ella. Það er snúið út úr því sem sagt er og valtað yfir fólk með rógi. Ég er ekki viss um að þú sért mér sammála en ég vil benda á þjóðaríþróttina að níða niður útgerðarfyrirtæki landsins. Fiskifræðinga og fl.

Þakka þér fyrir að mynna á Janteloven þau vekja mann til umhugssunar.

Snorri Hansson, 21.9.2011 kl. 02:44

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 21.9.2011 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband