Færsluflokkur: Lífstíll

Ertu matur eða manneskja? Erum við það sem við borðum eða erum við það sem við erum? Veistu hver þú ert?

Svolítið dramatískur titill, að sjálfsögðu skiptir máli að maturinn sem við látum ofan í okkur sé næringarríkur, það er bara almenn skynsemi.  Hér er ég meira að tala um að virði mannssálarinnar, virði okkar er eigi metið né vegið eftir hvað við borðum.    

Hvað segir þú um að skoða  þann möguleika að vandamál tengd offitu hafi ekkert eða lítið með mat að gera?  Það sé aðeins birtingarmynd,  aðeins toppurinn á ískjakanum!  Líkamsþyngdin sé aðeins birtingarmynd vandans?

Sumir eru andlegir offitusjúklingar og það sést aldrei utan á þeim. Það þarf hugrekki til að ganga inn í tilfinningar sínar, að horfast í augu við lífið, upplifa höfnun, upplifa sorg - við eigum það til að svæfa þær með neyslu, fáum okkur bjór, vín, mat,  leitum í tölvur, vinnu...

Þegar þú hefur leitað sátta milli líkama og huga, sátta við sjálfa þig hættir þú að nota mat sem huggun, þunglyndis-eða deyfilyf.  Þú lærir að hlusta á líkama þinn og virða, borða þegar þú ert svöng  og nýtur þess, en hættir þegar þú ert södd. 

Hvað ef umgengni þín við mat endurspeglar umgengni þína við allt annað í lífinu? ... Missir þú meðvitund þegar þú borðar?   Viltu lifa í meðvitundarleysi og hvað segir það um lífið þitt almennt?  Hvað þarf að skoða?

"Food for thought"

Af hverju þarftu að borða popp og drekka kók í bíó á meðan að þú ert að njóta veislu fyrir hugann?  Hver græðir á því?  Af hverju ekki að njóta þess að borða popp og drekka kók með fullri meðvitund, eða er myndin ekki nógu góð til að sleppa því að borða á meðan?

Í námskeiðinu "Meðvitund í stað megrunar"  skoðum við saman rótina fyrir meðvitundarleysinu og vöknum!  Nokkur pláss laus - byrjum í kvöld kl. 20:00 ;-)   Vertu með - vertu hugrökk!

Hægt að skrá sig hér:  Lausnin.is

p.s. ég er að byrja að vinna með þessa lausn,  þess vegna er verði haldið í lágmarki.  Fyrsta (vonandi af mörgum) námskeiðið verður haldið fyrir konur.  Ef  fólk hefur áhuga á þessu málefni er möguleiki að halda fyrirlestur fyrir hópa eða stofnanir.  

Upplýsingar:  johanna.magnusdottir@gmail.com

 

----

Smá "viðbót" um hugrekkið:

Hugrekki .. að lifa af heilu hjarta

Innblástur frá Brene Brown - „The Power of Vulnerability"

Máttur berskjöldunar - Máttur varnarleysis -  Máttur þess að fella varnir

 

Hugrekki - Courage

Íslenska orðið hugrekki vísar til hugans, en courage vísar til hjartans, en er komið af latneska orðinu core, sem þýðir hjarta. Á frönsku er hjartað:  coeur.  Í enskunni er orðið core notað fyrir kjarna.

En hugrekkið er eitthvað sem kemur frá kjarnanum, frá hjarta manneskjunnar.  Það er þó umdeilt í  andans fræðum hvort að kjarni hugsunar manneskjunnar sé í maganum (gut feeling)  eða hjartanu (follow your heart). 

En hvaða hugrekki er Brene Brown að tala um? 

Hún er að tala um hugrekkið: 

- við að sætta sig við að vera ófullkomin/n

- við að leyfa sér að lifa,

- við að  lifa eins og við sjálf viljum 

-  að lifa eins og við erum í innsta kjarna en ekki eins og utanaðkomandi vilja eða halda að maður vilji lifa

-  til að meta sjálfa sig sem gilda og verðuga  manneskju

 --------

Fólk sem er tilbúið að taka utan um sig sjálft fyrst og svo aðra, er hugrakkt.

 Fólk sem er tilbúið að vera það sjálft,  láta af því að vera það sem aðrir vildu að þeir væru er hugrakkt.

Fólk er hugrakkt sem er tilbúið til að samþykkja varnarleysi sitt eða viðkvæmni sína,  það að fella varnir er nauðsynlegt.

Hvað er að fella varnir?   Það er að horfast í augu við lífið eins og það er,  taka á móti því sem koma skal,  en ekki flýja af hólmi, hörfa undan eða deyfa sig.

Það þarf hugrekki til að ganga inn í erfiðar tilfinningar, við eigum það til að svæfa þær eða deyfa með neyslu, fá okkur tvo bjóra, rauðvínsglas, of mikið af mat - leita í tölvur, vinnu.. allt sem tengja má við fíkn.   En málið er að það skilar okkur ekki hamingjusömum. 

 

Til að geta upplifað hamingju, gleði, ást - þá þurfum við líka að hafa hugrekki til að ganga inn í andstæðuna; óhamingju, sorg, reiði o.s.frv.  Það er það sem það þýðir að vera tilfinningavera.

Ef við brynjum okkur,  er hætta á að við brynjum okkur líka (óvart) fyrir hinu góða.

Að fara inn í sorgarferli krefst því hugrekkis.  Nýlega var grein í fjölmiðlum þar sem var rætt um að fólki væri gefið lyf við sorg.  Það er ekki lækning, aðeins deyfing. 

Hugrekki - er þá þor til að takast á við tilfinningarnar, horfast í augu við þær, vera sýnilegur þeim og fólki út á við.  Jafnvel að  bera þær á torg, sem þótti mikið tabú hér áður.

Við þurfum að hafa hugrekki til að ganga inn í aðstæður, án þess að vita hver útkoman verður. Hætta að strengja öryggisnet fyrir tilfinningar. 

 

Ástæðan fyrir því að við oft höfnum ást er óttinn við að vera hafnað sjálfum,  eða óttinn við að særa aðra.   Það þýðir að við erum farin að setja óttann í forgang fyrir ástina.  Hugrekki er að fara af stað þrátt fyrir óttann, þannig sigrumst við á honum. Útkoman verður bara að koma í ljós, en ef við stöðvum okkur vegna óttans verður engin útkoma og við lifum í stöðnun.  

Við eigum  ekki alltaf að þurfa að vita "hvað næst" og hvernig þetta eða hitt fer.  Það stöðvar mann í áskorunum sem okkur er ætlað að takast á við, aftengir okkur frá fólki sem okkur er ætlað að þekkja og kynnast.  Við þurfum ekki, og eigum ekki, að vera alltaf að skammast okkar fyrir þetta og hitt.  "Skammastu þín" er eitt það ljótasta sem hægt er að segja við fólk,  hvað þá við okkur sjálf. 

Viðbót:

Hér er mikið fjallað um að gera eins og maður sjálfur vill, en ekki alltaf vera að fara eftir öðrum.   Sjálfsþekking,  þekking á eigin vilja er því bráðnauðsynleg.  Hver erum við í okkar innsta kjarna,  hverju þurfum við að eyða af harða diskinum til að geta lifað sem 100% við sjálf? .. 

p.s. er það hægt?

Það sem hér á undan kemur er blanda af mínum eigin hugrenningum og Brene Brown. 

Jóhanna Magnúsdóttir

Maí 2011


Að skera af sér hæl og tá ... til að ná takmarkinu - í tilefni megrunarlausa dagsins

Við þekkjum eflaust flest söguna um Öskubusku og systurnar tvær - allar höfðu þær hið sama takmark; að eiga prinsinn og lifa hamingjusamar eftir það.

Margar konur - og reyndar menn líka, álíta að hamingjan felist í því að vera mjó/r.   

Það er ekki alveg svo einfalt, svo sannarlega er æskiegt að vera í kjörþyngd, ekki of feit og ekki of mjó.  En þeir vita það sem hafa prófað að hamingjan þarf að koma innan frá.  Hún fæst með sjálfsþekkingu, að skynja sjálfan sig og að elska sjálfan sig.  Ef við erum óánægð með útlit okkar elskum við ekki sjálf okkur.  

Í staðinn fyrir að röðin sé: 

1.  Grenna mig   2.  elska mig  3. vera hamingjusöm  

er betra að hún sé 

1. Elska mig  2. vera hamingjusöm  3. kemst í kjörþyngd 

Kjörþyngd er heilsufarslegt atriði,  en það er vitað að offita og/eða vannæring veldur aukinni hættu á ótímabærum dauða.  Fólk getur verið of feitt en vannært,  vissuð þið það?   

Þegar við elskum okkur og virðum - og elskum lífið,   já, akkúrat eins og við  erum í dag, þá elskum við og virðum líkama okkar,  hreyfum okkur,  borðum af hófsemi og skynsemi.  Það er allt í lagi að fá sér bananasplitt eða eplaköku með rjóma með,  við erum að tala um hófsemd,  hinn gullna meðalveg. 

Spurðu bara líkamann hvað hann vill og hvernig honum líður vel. 

Kæri líkami viltu að ég reyki smá reyk ofan í þig? .... "Nei takk" .. 

Kæri líkami viltu að ég borði meiri djúpsteiktar rækjur (þrátt fyrir bakflæðið og ég sé pakksödd fyrir?)  .." ö, nei takk"

Kæri líkami,  ég er svöng og hef ekkert borðað síðaðn klukkan þrjú og nú er kominn kvöldmatur, viltu fá svona kjúkling með tómatmauki,  og ég lofa að borða bara þar til ég er södd?  ... "Jei, já takk" .. 

Ef við setjum okkur markmið með því að ná af okkur kílóum þá verðum við að hafa það í huga að það skiptir máli hvers vegna við erum að því og hvaða aðferðafræði við notum.  

Það væri hægt að skera af sér fótinn,  þá myndi vigtin örugglega sýna lægri tölur.

Megrun er í raun álíka "gáfuleg" og að skera af sér hönd eða fót. 

Ég segi þetta af reynslu - því ég er, eins og þið þarna úti mörg,  búin að prófa flest átaksnámskeið sem í boði eru, brennslutöflur, trimform,  djúskúra o.fl.  

Fattaði ekki að ég þyrfti bara að tala við líkama minn og spyrja hvað hann vildi, fattaði ekki að ég þyrfti bara að elska sjálfa mig og sýna mér virðingu þá kæmi hitt að sjálfu sér.  

Þessa uppgötvun fékk ég í gegnum ýmsa aðila og miðla,  og er nú að miðla henni í námskeiði á vegum Lausnarinnar.  En Lausnin  er grasrótarsamtök um meðvirkni.  

Meðvirkni er þegar við höldum að við séum að vera góð en erum í raun að ala á slæmri hegðun (mjög mikil einföldun). 

Þegar að manneskja sem er í áhættu vegna þyngdar sinnar ætlar að vera "góð" við sig og/eða verðlauna sig með því sem er fitandi,  er hún ekki góð,  heldur að ýta undir vonda breytni.  Þannig verðum við í raun meðvirk með sjálfum okkur. 

"Það er skammgóður vermir að missa piss í skóna" .. segir í textanum .. 

Ef við erum að bögglast við heilsufarið, leitum þá annarra leiða til að vera "góð" við okkur en að borða  þegar við erum ekki svöng, rifjum upp áhugamálin,  fáum fullnægju í öðru en súkkulaði eða frönskum karftöflum.  Eru ekki til aðrar og betri leiðir til að vera góð við okkur sjálf og ná langtímamarkmiðum?  Langtímamarkmiðum sem liggja m.a.  í góðu heilsufari og fleira sem því fylgir.

Það þarf hugrekki til að ganga inn í erfiðar tilfinningar, við eigum það til að svæfa þær eða deyfa með neyslu, fá okkur tvo bjóra, rauðvínsglas (glös) eða of mikið af mat.  En málið er að það skilar okkur ekki hamingjusömum. 

Til að geta upplifað hamingju, gleði, ást - þá þurfum við líka að hafa hugrekki til að ganga inn í andstæðuna; óhamingju, sorg, reiði o.s.frv.  Það er það sem það þýðir að vera tilfinningavera.

Að fara inn í sorgarferli krefst hugrekkis.  Nýlega var grein þar sem var talað um að fólki væri gefið lyf við sorg. Það er ekki lækning, aðeins deyfing. 

Kannski eigum við eftir að gera upp eitthvað í fortíðinni, eða erum að takast á vði nútíðina með því að deyfa okkur. 

Ég verð með kvennanámskeið þar sem ég mun deila mínum "uppgötvunum" sem hefst á mánudag 9. maí kl. 20:00 í Lausninni   Meðvitund í stað megrunar, og býð einnig einstaka fyrirlestra um málið fyrir fyrirtæki og stofnanir,  leitið endilega upplýsinga hjá mér þið sem hafið áhuga;  johanna.magnusdottir@gmail.com   (skráning á sama stað) 

Það er frelsi að losna úr megrunarkúrum og kaloríutalningum. Við þurfum ekki að skera af okkur hæl eða tá til að ná að takmarki okkar.  Við erum ekki föst á milli steina eins og fjallgöngumaðurinn sem þurfti að skera af sér fótinn til að losna.  Steinarnir eru okkar eigin hugarsmíð. 

Misbjóðum ekki líkama okkar, hvorki með því að bjóða honum upp á það sem veikir okkur (reykingar, matur sem er okkur óhollur)  né með að skera af okkur tær eða hæla.  Þannig verður lífsgangan sjálfsskipuð þrautaganga. 

p.s. af hverju ætli  ævintýrin endi alltaf við brúðkaupið? ...  Wizard  Hvað svo? 

 

cinderella.gif

 

 

 


Sólarhylling ..

Ég get ekki státað af mikilli hreyfingu undanfarið. Rölt í vinnuna fram og til baka og léttir göngutúrar við og við var svona það mesta, en svo gerðist það bara alltíeinu, réttara sagt í dag, að konan hreyfði sig. 

Ég er búin að fá að heyra það úr mismunandi áttum að hreyfing sé alveg svakalega lífsnauðsynleg, ekki minna fyrir sálina en líkamann.   Sumir taka það djúpt í árinni að þú bara hreinlega verðir þunglyndur ef þú hreyfir þig ekki. 30 mínútur á dag lágmark - það er málið!

Jæja, Hulda systir spurði mig í gær hvort ég vildi fara að ganga með henni á morgnana klukkan 7:30, og ég var fljót að svara játandi, reyndar ekki bara hlaupa heldur að fara í eitthvað hlaupaprógram "From Couch to 5K" ..  K stendur þá fyrir kílómetrar.   

Hún mætti stundvíslega klukkan hálfátta fyrir utan dyrnar hjá mér og við lögðum af stað út í veðurblíðuna.  Hlupum 8 x 1 mínútu og gengum í 3 mínútur á milli (held ég).  Hlupum út á Seltjarnarnes!  Fór svo í vinnuna og var með einn nemanda í viðtali klukkan 10,  en þar sem veður var svo gott stakk ég upp á útiviðtali, eða labbrabbi sem hún tók bara mjög vel í.  Gengum við í tæpan klukkutíma - næstum út í Nauthólsvík.   

Eftir vinnu fór ég svo á lífsgæðanámskeiðið mitt í HR og þá var okkur boðið í klukkutíma Jógatíma með Auði Bjarnadóttur,  - og það úti í sól og sumaryl á grasbala við sjóinn.  Það var FRÁBÆRT .. mæli með svona sólarhyllingu úti í góða veðrinu. 



sun-salutation.jpg

 

 


Ef að líkaminn gæti talað ..

fat-woman.jpg

Líkami:  Ég er svangur

Hugur:  Ég skal gefa þér að borða 

Líkami: Ég er saddur

Hugur:  Æ, það er eitthvað tómarúm í mér ég ætla að borða meira

Líkami: Nei, nei, ég mótmæli, mér er farið að líða illa og er orðinn veikur .. 

Hugur: Piff, hlusta ekki á þig líkami, heyri ekki í þer og held bara fyrir eyrun .. 

 

 

skinny-woman.jpg

 Líkami: Ég er svangur

hugur: ég ætla ekki að gefa þér að borða þú átt ekki að stjórna, heldur ég 

Líkami: Ég mótmæli mér er farið að liða illa og orðinn veikur 

hugur: Piff líkami, ég hlusta ekki á þig .. 

 

 

 

 

 

Að elska sjálfa/n sig er að elska sig allan sem heild. Líka líkama sinn. Þarna gæti líka verið mynd af reykingarmanni,  einhverjum sem hreyfir sig aldrei .. eða hvað sem við leggjum á líkama okkar sem er honum slæmt og hefur varanlegar afleiðingar. 

Ég trúi því ekki að einhver vilji einlæglega misbjóða líkama sínum með ofeldi, vannæringu  og að neita að hlusta á hann,  en við þurfum að spyrja okkur hvers vegna við gerum það,  þegar að líkaminn er hluti af okkur?   

Getur verið að þarna vanti einhver tengsl, þarna sé brot í sálinni sem þarf að skoða, neikvæð skilaboð frá umhverfi sem við hlustum frekar á en okkar eigin..  ?

Ég er að kenna sjálfri mér að elska sjálfa mig og rækta, og hef fundið það út að sambandsleysi líkama og hugar er eitt af því sem hindrar okkur í því að lifa heilbrigð.

Þegar þetta sambandsleysi er milli líkama okkar og hugar þá þurfum við að íhuga að laga það. 

Við megum og eigum að láta okkur þykja vænt um okkur sem heila manneskju.  Vanda sig á lífsgöngunni og með því uppskera betri heilsu: líkamlega, andlega og félagslega. 

Að borða með meðvitund,  er að muna eftir því að hlusta á líkamann - garnagaulið, pirringinn þegar við erum svöng,  og einnig hlusta þegar við erum södd.

Geneen Roth setur upp "guidelines" til að hjálpa okkur við að læra að borða með meðvitund, og ljáir þannig kærleikanum rödd. "If love could speak" ..  þessar ráðleggingar eru í takt við að þykja vænt um líkama sinn, um sjálfa/n sig. 

  • Eat when you are hungry.
  • Eat sitting down in a calm environment. This does not include the car.
  • Eat without distractions. Distractions include radio, television, newspapers, books, intense or anxiety-producing conversations or music.
  • Eat what your body wants.
  • Eat until you are satisfied.
  • Eat (with the intention of being) in full view of others.
  • Eat with enjoyment, gusto and pleasure.

Með þessu ertu að segja skilið við kúra, að telja kaloríur, vigta ..hætta stríðinu,  en auðvitað þarf að vita hvað það er sem er gott fyrir líkama sinn. 

Ég hef verið að kynna mér það sem Geneen hefur verið að segja frá í bókinni Women, Food and God, an Unexpected path to almost everything,  langar til að deila því og verð með námskeið sem hefst 9. maí og hægt að skrá sig hjá www.lausnin.is    

"Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli."

Heart 

 

 


Þakklæti ..

Fyrir einhverju síðan, ekkert allt of löngu, ákvað ég meðvitað að reyna að breyta viðmóti mínu og viðhorfi. Ég segi "reyna" þótt það sé t.d. bannorð í Dale Carnegie, við eigum bara að gera en ekki reyna.  Ástæðan fyrir þessu "reyna" er að mér tekst það svona 90% því að stundum læt ég hluti og fólk fara í taugarnar á mér, en það er ekki partur af planinu! ..

En til að koma mér að efninu, þá hefur lífið komið til móts við þessa lífstílsbreytingu í viðhorfi og þegar ég tala um lífið þá er allt innifalið.  Fólk líka. 

Gærdagurinn: 

Ég var frekar sein af stað í vinnuna, en komin út í bíl - en bíllinn startaði ekki. Hann var rafmagnslaus og sá ég að ástæðan var að kveikt var á ljósinu í loftinu.  Ég ætlaði að detta í pirringsgírinn, m.a. út í dóttur mína sem hafði verið með bílinn kvöldið áður og yfir því að þurfa að labba í vinnuna þegar það var ekki á planinu. En ákvað að snúa þessu við og fagna því að fá þetta tækifæri til útivistar og hreyfingar. Ég íhugaði að hringja í hana og röfla smá, en þegar ég hugsaði "hvað kemur gott út úr því?" .. ekkert - ég vara hana bara við þessu næst þegar hún fær lánaðan bílinn og málið er dautt. 

Það geta allir lent í því að gleyma að slökkva ljós (og ég hef sjálf gert það sjálf). 

Ég sendi sms á soninn sem á startkapla og bíl - og hann átti leið í bæinn eftir hádegið svo það gat ekki verið betra.  Labbaði svo frísk og glöð til vinnu,  stöðvaði við gangbrautarljósið yfir Hringbraut en þar var fyrir faðir með tvö börn í kerru.  Þar af kotroskna dömu sem tilkynnti mér hátíðlega að hún væri búin að ýta á takkann.  Börn eru svo yndisleg, hrein og bein - og saman kættumst við þegar að græni kallinn birtist og hún sagði mér að nú mættum við ganga yfir. 

Það er ágætt að muna eftir þessum græna og rauða kalli þegar við íhugum viðhorf okkar.  

Sá rauði táknar að við eigum að stöðva og sá græni að halda áfram.  Næst þegar við ætlum að pirrast eða skammast, dæma, gagnrýna o.s.frv.  munum eftir rauða kallinum og barninu sem er búið að ýta á takkann, stoppum um stund og íhugum hvað er til góðs og hvernig við leysum best úr okkar lífsverkefum og tökum á fólkinu í kringum okkur. 

Ég er svo þakklát fyrir alla þá kennslu sem ég hef verið að fá undanfarið, á námskeiðum, af samferðafólki, af lífinu sjálfu og þess vegna langar mig að deila því. 

Seinni partinn í gær var ég að læra á námskeiði um Lífsgæði í HR um Heilbrigði 

1) Líkamlegt heilbrigði

2) Andlegt heilbrigði

3) Félagslegt heilbrigði 

Það er mikilvægt að rækta þessa (heilögu þrenningu). 

Hreyfing 30 mínútur á dag er nauðsynleg hverjum manni og börn 60 mínútur á dag, pælið í því! .. 

Aðal afsökun fólks fyrir hreyfingarleysi er að það hafi ekki tíma, t.d. til að fara út að ganga. En ef fólk prófar að skera sjónvarpið niður og tölvunotkun,  þá er fljótlega komið rými fyrir þessar 30 mínútur ef ekki meira. Hreyfing gefur manni meiri orku, betri svefn, betri heilsu og fólk fær betri líkamlegri og andlegri heilsu, og eflaust félagslegri líka, því að fólk sem líður vel líkamlega og andlega á yfirleitt mun auðveldara með samskipti! 

En yfirskrift bloggsins er ÞAKKLÆTI og ég ætla ekki að gleyma að þakka fyrir hann Ísak Mána sem er 7 ára í dag, elsta barnabarnið mitt, sem er búsettur ásamt mömmu sinni, pabba og litlu systur í Danmörku.  Ég fann fyrir brosinu hans í símanum í morgun. Hann er yndi og þau bæði.

barnabornin_i_danmorku.jpg

 

Ísak Máni og Elisabeth Mai í sumrinu í Danmörku! 


Matur og sælgæti sem verðlaun fyrir börn og síðar fyrir okkur sjálf - röng og e.t.v. hættuleg skilaboð? ...

Offituvandamál er eitt af stærri vandamálum hins vestræna heims.  Börn eru í auknum mæli yfir kjörþyngd, bæði vegna hreyfingarleysis og rangs mataræðis.  Börn eru mjög oft verðlaunuð með sælgæti eða mat. Að sama hætti  er nammi eða matur stundum notað í huggunarskyni. 

Getur verið að þau skilaboð séu röng? 

Þurfum við að verðlauna börn fyrir góða hegðun  á svipaðan hátt og við gerum við hunda, "good dog" "good boy"? ..  Höfum við virkilega ekki meira vit en dýrin?

Er það matur eða sælgæti sem börnin þurfa í verðlaun, eða getur það verið eitthvað annað? 

Langtímamarkmið með að ýta undir góða hegðun barna hlýtur að vera það að lokum þurfi þau ekki verðlaun fyrir að hegða sér vel, það komi "automatískt" .. eða eðlilega. 

Hvað gerist þegar börn eru verðlaunuð með mat eða sælgæti? 

  • Ýtir undir ofát á sykri eða fitu og kennir börnum að borða þegar þau eru ekki svöng.  Það kennir þeim einnig að verðlauna sig sjálf með met og tengja mat við skap.  Velgengni = matur.
  • Ýtir undir slæma heilsu, og vinnur gegn heilbrigðum lífsstíl.


Með því að gefa börnum tómar kaloríur fyrir góða hegðun, erum við að segja "Hérna er svolítið óhollt fyrir þig því að þú hegðaðir þér svo vel."

Hvaða skynsemi er í því? 

Hvernig getum við þá verðlaunað börn?

Verðlaun geta verið í formi ýmiss smádóts, samveru, sögu, útivistar, göngutúrs o.s.frv. 

Tími okkar með börnunum eru bestu verðlaunin. 

Með því að verðlauna í gegnum munninn, nú eða deyfa sársauka -  getum við verið að plægja akurinn fyrir framtíð offitusjúklings eða matarfíkils. 

Pælum í því! .. Shocking

Kannast þú við það að hafa fengið verðlaun eða huggun í formi matar eða sælgætis sem barn?  Ef svo er notar þú þau verðlaun, huggun enn í dag? ...  

Er það að gera þér gott?  

Ég er með námskeið þar sem við pælum m.a. í þessu. Námskeið sem byrjar næsta mánudag, sérsniðið fyrir konur - sjá www.lausnin.is  Meðvitund í stað megrunar.

 

kid_watermelon.jpg


Sigrún Óskarsdóttir douze points ..

Sigrún, fersk,  frjálslynd og flott fyrirmynd fyrir jafnrétti  ... enda ein af þeim sem gekk í forgöngu fyrir jöfnum hjúskaparlögum. 

Með kosningu Sigrúnar eygi ég von um bjartari framtíð fyrir þjóðkirkjuna á Íslandi.  


mbl.is Kosning vígslubiskups kærð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og orðið varð hold .. hugsað upphátt

Ég ætla ekki að fara að ræða kristindóminn hér,  en langar aðeins að minna  okkur á það hvernig orð eru til alls fyrst.

Tökum einfalt dæmi:  

Ég ætla að fara að baka súkkulaðiköku, þá birtist í huganum mynd af kökunni  (orðið kaka) sem þú hafðir hugsað þér, jafnvel uppskriftabókin líka. Það er fyrsta skrefið í því að baka,  það er að hugsa sér baksturinn, en síðan kemur framkvæmdin þegar búið er að yrða hana.  

Auðvitað getum við komið með þessa fullyrðingu, en snúist hugur (segjum þá með sjálfum okkur) "ætla EKKI að fara að baka" ..  allt eru þetta ákvarðanir,  orsakir og afleiðingar. 

Ef við höfum ætlað að baka bara til að gleðja okkur sjálf og aðra þá er afleiðingin ekkert stórkostleg, en segjum að þarna hafi verið um afmæli að ræða og þú brygðist sjálfri/sjálfum þér og engin afmæliskaka væri fyrir hendi,  þar sem þú hefðir ekki bakað kökuna! 

Afleiðingin er sú að þú bregst þínum væntingum og annarra.  Maður klikkar ekki svona stórt!

Ef við tökum annað dæmi og ákveðum (yrðum)  að við ætlum að spara peninga þennan mánuðinn.  Þá þurfum við að sjá fyrir okkur hvernig,  jú, kaupa ódýrara inn í matinn, segja kannski upp einhverri áskrift,  nota peninga í stað kreditkorts, ganga og hjóla í stað þess að keyra o.s.frv.   Við verðum að sjálfsögðu að trúa að við getum þetta, annars fellur það um sjálft sig.

Það er ágætis vani að skrifa þennan ásetning niður á blað, og þegar við framkvæmum að lýsa hann upp með endurskins yfirstrikunarpenna.   Sko okkur! ..

Til að orðið geti orðið að rauveruleika þurfum við að holdgera það.  Hugurinn býr til orðin, en framkvæmdin verður að ná holdtekju. 

Það sama gildir um stærri markmið en að baka eða spara. Við hugsum okkur að skrifa bók, já, já, hugsi, hugsi, hugs.. Whistling ..  skritið, engin bók! .. Kannski við ættum að hugsa nákvæmar?  Hvenær ætlum við að byrja, um hvað ætlum við að skrifa, eða ef við erum þannig týpur - að hreinlega bara beita okkur aga, setjast niður (í holdi) og byrja að skrifa. 

Ég veit um einn mann sem var búinn að hugsa um að skipta um ljósaperu í útiljósinu í 10 ár (þetta er örlítið ýkt) svo einn daginn fór hann á námskeið þar sem hann fékk áskorun um að gera eitthvað af því sem hann hefði hugsað um í mörg ár,  og viti menn - og hann sagði "Verði ljós"  og hann skrúfaði lokið af útiljósinu og skipti gömlu perunni út fyrir nýja.

Um hvað hefur þú hugsað lengi, kannski mörg ár?  ....

Maðurinn er skapaður til að skapa, í upphafi var orðið og orðið varð hold ..

Rekiði mig af stað í vinnuna áður en ég missi mig í enn frekari pælingar! .. 

Ekki nóg að vera þar í orði, heldur þarf ég að birtast þar í holdi! 

Gamanaðessu ..


Meðvitund í stað megrunar - námskeið fyrir konur ;-) ...

Viltu losna við samviskubitið þegar þú borðar?

Viltu njóta þess að borða?

Notar þú mat sem deyfilyf eða snuð?

Heldur þú áfram að borða þrátt fyrir að vera södd? 

Ef þú svarar einni eða fleiri af þessum spurningum játandi áttu erindi á námskeiðið:

Meðvitund í stað megrunar.  


Byggt m.a. á hugmyndum Geneen Roth, höfund bókarinnar Women, Food and God og hugmyndum um gjörhygli (mindfulness).

Sjá nánar á Facebook 


Sjá einnig með að smella hér


Súkkulaði og rjómi ...

Fyrirsögnin er villandi, en þó ekki þegar þú hefur lesið það sem hér stendur. 

Við sjálf erum yfirleitt þau sem setjum sjálfum okkur hindranir,  og við sjálf erum jafnframt þau sem erum líklegust til að ná árangri.  Líkaminn framkvæmir það sem hugurinn dvelur við. 

Þetta er lausleg þýðing á eftirfarandi: 

"Our limitations and success will be
based, most often, on our own
expectations for ourselves. What the
mind dwells upon, the body acts upon."
         Denis Waitley

Eftirfarandi er svo útlegging á þessu skv. Wes Hopper. 

Hefur þú einhvern tímann tekið eftir því hvað fólk sem gengur vel í lífinu er að fá enn betri hugmyndir og sambönd?  Það er ekki tilviljun því að þetta fólk hefur þjálfað hugann í að sjá hvers það þarfnast. 

Hugurinn á við það vandamál að stríða,  með hin fimm skilningarvit, að fá á sig gífurlega mikla skothríð upplýsinga, í orðum myndum og upplifunum hverja einustu mínútu dagsins. 

Magnið er svo stórkostlegt, en þú verður aðeins meðvitað var/vör við lítið magn, minna en 1% (pælið í því). 

Hugurinn þarf að sortera það sem þú ætlar að taka inn í meðvitundina.  Það sem hugurinn notar fyrst er að skoða hvort að hætta steðjar að, sbr. bíll sem kemur aðvífandi.  Það næsta er allt tengt súkkulaði (segir Wes Hopper í gamni,  en segir það eflaust aðeins bundið við hann og konu sína) Ég þekki það af eigin reynslu að þegar að auglýst er að rjómi verði á boðstólum í kvikmyndaklúbbnum mínum,  þá fer fókusinn oft af kvikmyndinni yfir á rjómann! .. Það sem ég hugsa um á leiðinni í klúbbinn er eplakaka með rjóma LoL

Svona til að fara aftur inn á brautina þá er það reyndar  þannig að eftir að búið er að útiloka hættu, þá leiti hugurinn að því sem er þér mikilvægast,  byggt á þeim upplýsingum sem þú hefur fóðrað hugann með, eða sagt sjálfri/sjálfum þér. 

Hvernig æfir þú þig í að tala til hugans?  Þú fókuserar hugsanir þínar á það sem þú vilt.  Þú merkir við það sem er mikilvægt með athygli þinni.  (Það sem þú veitir athygli vex).  Þú veitir því skýra athygli með að að hugleiða það og vera einbeitt/ur. 

Fólk sem nær árangri hefur lært að nýta sér þetta til að verða vör við það sem skiptir máli í þeim mikla fjölda upplýsinga sem berst til okkar á hverjum degi.   Þau sjá hluti sem aðrir taka ekki eftir,  og nýta þá.  Hin góða hugmynd, eða góða samband eða tenging,  er ekki látin fljóta framhjá óséð.

Fólk sem nær árangri hefur meiri stjórn á huganum, með því að fókusera á það sem það vill, og tapar ekki niður viljastyrk eða hikar, með því að bakka inn í ótta, efa og áhyggjur alla tíð. 

Þú getur gert þetta líka, það er æfing. Æfingin skapar meistarann.  Við lærum ekki að lesa öðru vísi en með endurtekningu,  aftur og aftur.  Hugrækt er eins og líkamrækt,  hún er ekki átak, heldur stöðug. Við erum ekki meistarar í Bubbles eða öðrum tölvuleikjum á einu augabragði, heldur krefst það æfingar. 

Við þekkjum það að sumt fólk gengur um með áhyggjuský yfir höfðinu.  Munið eftir muninum á Andrési Önd og Hábeini frænda hans.  Þetta eru ekkert ný sannindi sem Wes Hopper er að flytja.  Andrés trúði því að hann væri óheppinn og Hojben trúði því að hann væri heppinn. Og þeir voru akkúrt það.  Sumt fólk er alltaf visst um að það komi eitthvað slæmt fyrir það og verður eins og segulstál á óheppni.  Það fólk hefur því miður stillt fókusinn á það sem það vill EKKI. 

 andres_1077813.jpg

Við erum "þetta fólk" þekkjum það öll að detta í þann gírinn.  Það er mikilvægt að stunda jákvætt sjálfstal,  segja  "Ég vil vera heilbrigð/ur"   .. það er betra að nota það en "Ég vil ekki vera veik/ur" en þá ertu búinn að stilla fókusinn á veikindi í stað heilbrigðis.  

 

Stilltu athyglina á það sem þú vilt,  e.t.v. viltu hamingju, gleði, heilsu, efnahagslegt öryggi,  fjölskyldu o.s.frv. Settu niður smáatriðin líka og hugur þinn mun styðja þig í að uppgötva þá útkomu sem þú vilt fá.  

Þetta var svona í bland í boði Wes Hopper og mín. 

Ég ætla að prófa þetta (enn meira en ég hef hingað til) og þið fáið svo sannarlega að fylgjast með "my fellow citizens on planet earth") ... Wizard

Best að fara að fókusera á hreina ibúð, er í fríi frá vinnu í dag, þar sem krakkalingarnir (nemendur)  eru í páskafríi og lítið fyrir konuna að stússa án þeirra. 

Höldum fókus og förum með friði í Andabæ. 

Namaste 

 

hojben.jpg

 




« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband