Að skera af sér hæl og tá ... til að ná takmarkinu - í tilefni megrunarlausa dagsins

Við þekkjum eflaust flest söguna um Öskubusku og systurnar tvær - allar höfðu þær hið sama takmark; að eiga prinsinn og lifa hamingjusamar eftir það.

Margar konur - og reyndar menn líka, álíta að hamingjan felist í því að vera mjó/r.   

Það er ekki alveg svo einfalt, svo sannarlega er æskiegt að vera í kjörþyngd, ekki of feit og ekki of mjó.  En þeir vita það sem hafa prófað að hamingjan þarf að koma innan frá.  Hún fæst með sjálfsþekkingu, að skynja sjálfan sig og að elska sjálfan sig.  Ef við erum óánægð með útlit okkar elskum við ekki sjálf okkur.  

Í staðinn fyrir að röðin sé: 

1.  Grenna mig   2.  elska mig  3. vera hamingjusöm  

er betra að hún sé 

1. Elska mig  2. vera hamingjusöm  3. kemst í kjörþyngd 

Kjörþyngd er heilsufarslegt atriði,  en það er vitað að offita og/eða vannæring veldur aukinni hættu á ótímabærum dauða.  Fólk getur verið of feitt en vannært,  vissuð þið það?   

Þegar við elskum okkur og virðum - og elskum lífið,   já, akkúrat eins og við  erum í dag, þá elskum við og virðum líkama okkar,  hreyfum okkur,  borðum af hófsemi og skynsemi.  Það er allt í lagi að fá sér bananasplitt eða eplaköku með rjóma með,  við erum að tala um hófsemd,  hinn gullna meðalveg. 

Spurðu bara líkamann hvað hann vill og hvernig honum líður vel. 

Kæri líkami viltu að ég reyki smá reyk ofan í þig? .... "Nei takk" .. 

Kæri líkami viltu að ég borði meiri djúpsteiktar rækjur (þrátt fyrir bakflæðið og ég sé pakksödd fyrir?)  .." ö, nei takk"

Kæri líkami,  ég er svöng og hef ekkert borðað síðaðn klukkan þrjú og nú er kominn kvöldmatur, viltu fá svona kjúkling með tómatmauki,  og ég lofa að borða bara þar til ég er södd?  ... "Jei, já takk" .. 

Ef við setjum okkur markmið með því að ná af okkur kílóum þá verðum við að hafa það í huga að það skiptir máli hvers vegna við erum að því og hvaða aðferðafræði við notum.  

Það væri hægt að skera af sér fótinn,  þá myndi vigtin örugglega sýna lægri tölur.

Megrun er í raun álíka "gáfuleg" og að skera af sér hönd eða fót. 

Ég segi þetta af reynslu - því ég er, eins og þið þarna úti mörg,  búin að prófa flest átaksnámskeið sem í boði eru, brennslutöflur, trimform,  djúskúra o.fl.  

Fattaði ekki að ég þyrfti bara að tala við líkama minn og spyrja hvað hann vildi, fattaði ekki að ég þyrfti bara að elska sjálfa mig og sýna mér virðingu þá kæmi hitt að sjálfu sér.  

Þessa uppgötvun fékk ég í gegnum ýmsa aðila og miðla,  og er nú að miðla henni í námskeiði á vegum Lausnarinnar.  En Lausnin  er grasrótarsamtök um meðvirkni.  

Meðvirkni er þegar við höldum að við séum að vera góð en erum í raun að ala á slæmri hegðun (mjög mikil einföldun). 

Þegar að manneskja sem er í áhættu vegna þyngdar sinnar ætlar að vera "góð" við sig og/eða verðlauna sig með því sem er fitandi,  er hún ekki góð,  heldur að ýta undir vonda breytni.  Þannig verðum við í raun meðvirk með sjálfum okkur. 

"Það er skammgóður vermir að missa piss í skóna" .. segir í textanum .. 

Ef við erum að bögglast við heilsufarið, leitum þá annarra leiða til að vera "góð" við okkur en að borða  þegar við erum ekki svöng, rifjum upp áhugamálin,  fáum fullnægju í öðru en súkkulaði eða frönskum karftöflum.  Eru ekki til aðrar og betri leiðir til að vera góð við okkur sjálf og ná langtímamarkmiðum?  Langtímamarkmiðum sem liggja m.a.  í góðu heilsufari og fleira sem því fylgir.

Það þarf hugrekki til að ganga inn í erfiðar tilfinningar, við eigum það til að svæfa þær eða deyfa með neyslu, fá okkur tvo bjóra, rauðvínsglas (glös) eða of mikið af mat.  En málið er að það skilar okkur ekki hamingjusömum. 

Til að geta upplifað hamingju, gleði, ást - þá þurfum við líka að hafa hugrekki til að ganga inn í andstæðuna; óhamingju, sorg, reiði o.s.frv.  Það er það sem það þýðir að vera tilfinningavera.

Að fara inn í sorgarferli krefst hugrekkis.  Nýlega var grein þar sem var talað um að fólki væri gefið lyf við sorg. Það er ekki lækning, aðeins deyfing. 

Kannski eigum við eftir að gera upp eitthvað í fortíðinni, eða erum að takast á vði nútíðina með því að deyfa okkur. 

Ég verð með kvennanámskeið þar sem ég mun deila mínum "uppgötvunum" sem hefst á mánudag 9. maí kl. 20:00 í Lausninni   Meðvitund í stað megrunar, og býð einnig einstaka fyrirlestra um málið fyrir fyrirtæki og stofnanir,  leitið endilega upplýsinga hjá mér þið sem hafið áhuga;  johanna.magnusdottir@gmail.com   (skráning á sama stað) 

Það er frelsi að losna úr megrunarkúrum og kaloríutalningum. Við þurfum ekki að skera af okkur hæl eða tá til að ná að takmarki okkar.  Við erum ekki föst á milli steina eins og fjallgöngumaðurinn sem þurfti að skera af sér fótinn til að losna.  Steinarnir eru okkar eigin hugarsmíð. 

Misbjóðum ekki líkama okkar, hvorki með því að bjóða honum upp á það sem veikir okkur (reykingar, matur sem er okkur óhollur)  né með að skera af okkur tær eða hæla.  Þannig verður lífsgangan sjálfsskipuð þrautaganga. 

p.s. af hverju ætli  ævintýrin endi alltaf við brúðkaupið? ...  Wizard  Hvað svo? 

 

cinderella.gif

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband