Þakklæti ..

Fyrir einhverju síðan, ekkert allt of löngu, ákvað ég meðvitað að reyna að breyta viðmóti mínu og viðhorfi. Ég segi "reyna" þótt það sé t.d. bannorð í Dale Carnegie, við eigum bara að gera en ekki reyna.  Ástæðan fyrir þessu "reyna" er að mér tekst það svona 90% því að stundum læt ég hluti og fólk fara í taugarnar á mér, en það er ekki partur af planinu! ..

En til að koma mér að efninu, þá hefur lífið komið til móts við þessa lífstílsbreytingu í viðhorfi og þegar ég tala um lífið þá er allt innifalið.  Fólk líka. 

Gærdagurinn: 

Ég var frekar sein af stað í vinnuna, en komin út í bíl - en bíllinn startaði ekki. Hann var rafmagnslaus og sá ég að ástæðan var að kveikt var á ljósinu í loftinu.  Ég ætlaði að detta í pirringsgírinn, m.a. út í dóttur mína sem hafði verið með bílinn kvöldið áður og yfir því að þurfa að labba í vinnuna þegar það var ekki á planinu. En ákvað að snúa þessu við og fagna því að fá þetta tækifæri til útivistar og hreyfingar. Ég íhugaði að hringja í hana og röfla smá, en þegar ég hugsaði "hvað kemur gott út úr því?" .. ekkert - ég vara hana bara við þessu næst þegar hún fær lánaðan bílinn og málið er dautt. 

Það geta allir lent í því að gleyma að slökkva ljós (og ég hef sjálf gert það sjálf). 

Ég sendi sms á soninn sem á startkapla og bíl - og hann átti leið í bæinn eftir hádegið svo það gat ekki verið betra.  Labbaði svo frísk og glöð til vinnu,  stöðvaði við gangbrautarljósið yfir Hringbraut en þar var fyrir faðir með tvö börn í kerru.  Þar af kotroskna dömu sem tilkynnti mér hátíðlega að hún væri búin að ýta á takkann.  Börn eru svo yndisleg, hrein og bein - og saman kættumst við þegar að græni kallinn birtist og hún sagði mér að nú mættum við ganga yfir. 

Það er ágætt að muna eftir þessum græna og rauða kalli þegar við íhugum viðhorf okkar.  

Sá rauði táknar að við eigum að stöðva og sá græni að halda áfram.  Næst þegar við ætlum að pirrast eða skammast, dæma, gagnrýna o.s.frv.  munum eftir rauða kallinum og barninu sem er búið að ýta á takkann, stoppum um stund og íhugum hvað er til góðs og hvernig við leysum best úr okkar lífsverkefum og tökum á fólkinu í kringum okkur. 

Ég er svo þakklát fyrir alla þá kennslu sem ég hef verið að fá undanfarið, á námskeiðum, af samferðafólki, af lífinu sjálfu og þess vegna langar mig að deila því. 

Seinni partinn í gær var ég að læra á námskeiði um Lífsgæði í HR um Heilbrigði 

1) Líkamlegt heilbrigði

2) Andlegt heilbrigði

3) Félagslegt heilbrigði 

Það er mikilvægt að rækta þessa (heilögu þrenningu). 

Hreyfing 30 mínútur á dag er nauðsynleg hverjum manni og börn 60 mínútur á dag, pælið í því! .. 

Aðal afsökun fólks fyrir hreyfingarleysi er að það hafi ekki tíma, t.d. til að fara út að ganga. En ef fólk prófar að skera sjónvarpið niður og tölvunotkun,  þá er fljótlega komið rými fyrir þessar 30 mínútur ef ekki meira. Hreyfing gefur manni meiri orku, betri svefn, betri heilsu og fólk fær betri líkamlegri og andlegri heilsu, og eflaust félagslegri líka, því að fólk sem líður vel líkamlega og andlega á yfirleitt mun auðveldara með samskipti! 

En yfirskrift bloggsins er ÞAKKLÆTI og ég ætla ekki að gleyma að þakka fyrir hann Ísak Mána sem er 7 ára í dag, elsta barnabarnið mitt, sem er búsettur ásamt mömmu sinni, pabba og litlu systur í Danmörku.  Ég fann fyrir brosinu hans í símanum í morgun. Hann er yndi og þau bæði.

barnabornin_i_danmorku.jpg

 

Ísak Máni og Elisabeth Mai í sumrinu í Danmörku! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Jóhanna og kærar þakkir fyrir þeta yndislega fallega blogg sem er sannarlega algert hunang.Mér finnst síðan þín vera eins og vin í eyðimörk bloggheima  og vera svo gefandi að það liggur við að mér finnist þú vera komin í kaffi til mín :)

Sólrún (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 11:18

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert frábær Jóhanna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2011 kl. 11:24

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Amen

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.4.2011 kl. 12:39

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta var gott að lesa...

Til hamingju með ömmugullið þitt

Jónína Dúadóttir, 27.4.2011 kl. 15:15

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk innilega Sólrún,  - annars var verið að hvetja mig til að færa mig á annað bloggsvæði en mbl.is. Ég ætla að sleppa því, en er að búa til síðu sem ég mun blogga á síðar, undir nafninu lifshamingjan.is 

Jóhanna Magnúsdóttir, 27.4.2011 kl. 16:57

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk sömuleiðis Ásthildur

Jóhanna Magnúsdóttir, 27.4.2011 kl. 16:57

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hallelúja Jóna Kolla

Jóhanna Magnúsdóttir, 27.4.2011 kl. 16:58

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk Jónína 

Jóhanna Magnúsdóttir, 27.4.2011 kl. 16:58

9 Smámynd: Hörður Þórðarson

Þetta er ágætt blogg, eins og venjulega en ég skil ekki alveg eitt. Dóttirin gerði bílinn rafmangslausan en þú vildir ekkert vera að pirra hana með því að biðja hana um að bæta fyrir mistökin og setja rafmagn á bílinn. Þess í stað sendir þú sms á soninn. Finnst þér ekkert undarlegt við það að gefa þeim sem gerði mistökin ekki færi á að bæta fyrir þau en "pirra" þess í stað aðila sem engan hlut átti að þessu máli?

Kannski hefur mér sést yfir eitthvað, en mér líður sjaldan betur en þegar ég hef getað lagað einhver mistök sem ég hef gert. Getur ekki verið að dóttir þinni liði betur ef þú hefðir gefið henni færi á að redda þessu sjálf?

Hörður Þórðarson, 28.4.2011 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband