Færsluflokkur: Lífstíll
7.8.2010 | 13:54
Fyrir áhugafólk um Biblíutilvitnanir - í tilefni dagsins
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.7.2010 | 11:44
Sjö vikum og 7,2 kg síðar ....
Þann 25. maí tók ég þá ákvörðun að ég ætlaði ekki að bera aukakílóin mín lengur, það er óhollt og óhagkvæmt, klæðir mig illa og reynir á hnén.
Við vitum öll muninn á að ganga með þyngd í bakpoka og vera farangurslaus. Ég er því búin að vera að kasta af mér kílóum, gramm fyrir gramm, með - eins og þeir sem fylgst hafa með - þeirri aðferð aðallega að breyta mataræði og sýna aga.
Tíminn er dýrmætur, því eru flestir sammála og það er líkaminn okkar líka.Sumir segja að við getum allt sem við viljum, - en auðvitað er það innan ákveðinna marka. En við verðum líka að vilja nógu sterkt og stundum held ég að leti eða viljaleysi sé stærsta vandamál okkar þegar kemur að því að tapa þessum kílóum sem við erum svo ósátt við og viljum bara alls ekkert hafa utan á okkur.
Við kunnum þetta ÖLL - það þarf að borða minna og hreyfa sig meira. Einfaldasta formúla í heimi.
Við vitum þó líka að líkaminn þarf að ganga og því þarf þessi matur að koma í smáum skömmtum en reglulega svo ekki verði sykurfall eða við verðum hungruð. Það á EKKI að svelta sig. Það Á að borða. Það er kannski það flókna við þetta, það væri einfalt ef við gætum bara sleppt að borða mat - svona eins og að sleppa að reykja. En trixið er að sleppa sem mest af þeim mat sem fitar mest.
Nóg af prédikun, en s.s. niðurstaða mín "Where there is a will there is a way" Síberíukúrinn sem er ekki kúr og tengist ekkert Síberíu var "my way" .. Breyting á mataræði, borða skynsamlega og hreyfa sig örlítið meira, ekkert extreme.
Takmarkinu var náð sl. sunnudag þegar komin voru 7,1 kg, en í morgun höfðu farið af 100 grömm í viðbót. Ég eldaði í gær mat fyrir fjölskylduna, hlaðborð með ýmsu góðgæti. Allt hollt og nærandi og fitusnautt, en þó 5% sýrður rjómi og örlítill rjómaostur.
Kjúklingarétturinn var þannig að ég setti heilhveiti tortillur í botninn á fati, smurði þær með þunnu lagi af rjómaosti, steikti kjúlingalundir upp úr mexíkókryddi, raðaði þeim á tortillurnar, skar niður púrrulauk og setti yfir og nokkra jalapeno. Hellti yfir einni krukku af salsa. Lokaði svo með tortillum og setti svo tómatateninga "Diced tomatoes" yfir og bakaði þetta í ofni og setti aðeins á grillið í restina. Öllum líkaði vel og ungum frændum líka. Þetta var svona eins og mexíkó kjúklinga lasagna. Auðvitað má nota kotasælu í stað rjómaosts líka.
Meðlæti voru kjúklingabaunir, brokkolí, hvítlaukur, sveppir - allt blandað í fat, smá ólífuolía og vel kryddað með jurtasalti, chilli, pipar og einhverju kryddi sem ég átti í hillunni. Þetta bakaði ég líka í ofninum.
Steikti á pönnu teninga úr sætum kartöflum, púrrlauk og papriku og setti graskersfræ út í -kryddaði með rósmarín og jurtasalti.
Svo var ég með einfalt cous- cous.
Þetta var síðan borið fram með salsa og sýrðum rjóma (muna aðeins 5%)
Síðan fær maður sér á diskinn og þá er enn á ný tekin ákvörðun í huganum "hvað ætla ég að borða mikið?" Þú raðar á diskinn þvi sem þér finnst hæfilegt - svipað og á veitingastað og færð þér svo EKKI meira og borða aldrei þannig að þér líði illa af áti.
Þann 25. maí var ég í BMI eða þyngdarstuðli "Overweight" en hann var 27,1, en í dag 13. júlí er þyngdarstuðull 24.8 - "Normal Weight" ..
Þú getur fundið út þinn þyngdarstuðul með því að smella á þessa síðu.
- Underweight = <18.5
- Normal weight = 18.524.9
- Overweight = 2529.9
- Obesity = BMI of 30 or greater
Ég heyri stundum fólk segja í kringum: "æi áttu eitthvað líf, er þetta ekki leiðinlegt, æ, það er nú sumar" o.s.frv. NEI, þetta er æði, mér líður miklu betur bæði og sál og líkama. Ég borða áfram góðan mat, ég byrjað að drekka vín í viku 3 eða þar um bil, en auðvitað í hóf, ekki eins og ég hafi legið í því fram að þessu .. ég er enn í kaffibindindi og er að hugsa um að halda því áfram því ég hreinlega fæ bara brjóstsviða af því að hugsa um kaffi! ..
Ég hef stundum fengið email með spurningum og það er velkomið að senda mér eða segja mér árangurssögur; johanna.magnusdottir@gmail.com Ég er að hugsa um að halda pepp- námskeið í haust fyrir líkama og sál, kannski byrja í ágúst - en dagsetning er ekki komin, en ég mun örugglega auglýsa það þegar sá tími kemur. Ef þú hefur áhuga á að ég láti þig vita persónulega , sendu mér þá líka póst.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.7.2010 | 07:02
Takmarkinu náð - á undan áætlun! - 7,1 kg á sex og hálfri viku
Ég hef tekið eftir þvi að þegar ég blogga um að tapa kílóum þá rýkur upp súlan sem sýnir gestafjöldann, það segir mér auðvitað að margir hafa áhuga á aðhaldi, að missa kíló o.s.frv.
Ég verð að viðurkenna að ég vigta mig á hverjum morgni, en hef yfirleitt heyrt að maður eigi aðeins að vigta sig einu sinni í viku, en segjum bara að þetta sé "einstaklingsmiðað" hvað hentar.
Það þýðir ekkert að fara í fýlu þó að vigtin fari stundum nokkur hundruð grömm upp aftur, það er algjörlega eðlilegt - því að vökvamagn líkamans er breytilegt eftir hvað við látum ofan í okkur t.d. af matvöru sem inniheldur mikið salt.
En s.s. í morgun var vigtin komin úr 85,8 kg í 78,7 kg en það eru - 7,1 kg og 7 vikurnar ekki liðnar. Takmarkið var 7 kg, en ég er ekki hætt - því nú er komið að því sem er AÐAL málið og það er að halda vigtinni. Mig langar reyndar í 77 kg og að styrkja mig, svo kannski ég hætti að vera styrktaraðili að Laugum og fari að mæta til að "massa" mig. Ætla að hlaupa með Evu minni í Danmörku, eða a.m.k. ganga rösklega. Þyngdin segir svo sem ekki allt, ég er 178 cm há og frekar stórbeinótt og því er þungt í mér pundið eins og sumir segja.
En hér eru nokkur góð ráð sem ég nota:
VATN
Byrja daginn á því að drekka 2 - 3 glös af vatni á fastandi maga, og drekka svo alltaf vatnsglas fyrir hverja máltíð. Auðvitað muna að drekka vatn allan daginn. Vatn er í mínum huga meðal við mörgu og oft stafar höfuðverkur eða vanlíðan einungis af vatnsskorti.
MORGUNMATUR
Það er mjög mikilvægt að sleppa ekki morgunmat. Koma brennslunni í gang. Muesli með hrísmjólk eða fjörmjólk, banani út á eða til hliðar - eða annar ávöxtur, ávaxtasafi með og svo jurtate t.d. "revitalise" Pukka te sem fæst nú bara í Bónus til dæmis. Ef ég vakna of seint eða er í stressi hef ég mixað mér drykk úr línu frá Natures: "Rego-Slim" dufti, psyllium husk (fyrir meltinguna), og svo vitaminox pro og fengið mér í staðinn fyrir hefðbundinn morgunmat. Líklegast hef ég gert þetta að meðaltali svona tvisvar í viku. Ég gerðist söluaðili fyrir "Natures" vörur í janúar, en hef lítið selt öðrum en sjálfri mér. En kannski fer ég meira í það í haust!
VITAMÍN
Ég tek lýsispillur, magnesium og kalk + D vitamín og svo brokkolítöflur - (til yngingar) en þær eru líka frá Natures og heita Cognicore. Þær eru í raun konsentrerað brokkolí svo allt það besta úr því fer í líkamann. Tvær konur, mér tengdar, sem taka þetta hafa skánað, næstum batnað alveg, af mígreni, en ég held að töflurnar séu ekki seldar sem slíkar. Það er að vísu í þeim turmeric líka (eins og kryddið) sem er náttúrulega bólgueyðandi efni og gæti það haft þessi áhrif? Ég held að það sé mikilvægt að fólk passi upp á vitamínin sín. Það þarf að sjálfsögðu líka að vera einstaklingsmiðað!
HÁDEGISMATUR
Hádegismatur á að vera léttur en þó næringarríkur og orkumikill því að hann er bensínið fyrir restina af deginum. Sjálf hef ég mest borðað blandað salat, m/túnfisk eða kjúkling. Annars er Salatbarinn við hliðina á vinnunni og þar eru líka oft heitir grænmetisréttir. Allt sem fæst á Saffran er líka ótrúlega gott. Fiskur, kjúklingur og fleira. Ef fólk fær sér fajitas eða eitthvað mexíkóskt er sniðugt að velja heilhveiti tortillur, og nota meira gaucamole og minni sýrðan rjóma. Í sumum tilfellum má sleppa honum ef fólk heldur sig við mjólkurleysið.
MILLISNAKK
Ef að fólk tekur kaffitíma þá er sniðugt að fá sér gróft brauð (spelt líka) smyrja með lífrænt ræktuðu hnetusmjöri eða uppáhaldinu mínu; avocado og sólþurrkuðum tómötum og strá nýmöluðum pipar yfir. Hummus er líka gott á brauð. Ég hef algjörlega gefið ostinum frí, nema í saumaklúb fékk ég mér camembert (fékk reyndar í magann á eftir). Hnetur (ósaltaðar), möndlur og ýmis fræ er sniðugt að hafa sem nasl milli mála. Ávextir eru alltaf "in" svo endilega borða nóg af ávöxtum. Samt betra að hafa það fyrri part dags.
KVÖLDMATUR
Kvöldmatur má í raun og veru vera hvað sem fólk er vant að borða, nema auðvitað helst innan marka "Síberíumataræðis" þ.e.a.s. ekki hvítt pasta, rjómasósa, majones o.s.videre ... Venjulegt kjöt, kjúklingur, fiskur, o.s.frv. Kartöflum hef ég eiginlega alveg sleppt en sætar kartöflur má borða í staðinn, bygg, brún grjón og cous cous er meðlæti sem er fínt.
Í öllu þessu skiptir máli að borða ekki þannig að líkaminn finni til. Það er að segja að þér líði illa eftir matinn. Borða hóflega skammta og helst ákveða bara einn skammt og njóta hans vel, borða hægt, tyggja oft. Guðni í Yoga segir það "Trixið" fyrir góðri meltingu að tyggja nógu oft. Þá brennum við fyrr! Það er gott að hafa bara nógu mikið af fersku grænmeti, spínati, káli, gulrótum o.s.frv. til að fylla diskinn.
Auðvitað virar þetta fyrir allar máltíðir ekki bara kvöldmatinn.
TE Á KVÖLDIN
Ég hef skipt alveg úr kaffi í te, en ætla líklegast að byrja að drekka kaffi aftur síðar, en ekki ákveðin. Þegar ég byrjaði þennan annálaða "Síberíukúr" þá keypti ég mikið af alls konar bragðgóðu tei, Yogi te og Pukka te. Á kvöldin þegar ég er að horfa á sjónvarpið langar mig oft í eitthvað snakk en þá hita ég mér gott te, t.d. Detox eða Relax, og set í stærsta bolla sem ég á og sötra svo tesopa við og við þegar ég fæ löngun til að borða eitthvað. Það dugar mér.
GÖNGUR
"Að fara út að ganga er góð skemmtun" ..Þó að mataræðið skipti einna mestu til að létta sig (það finnst mér) þá hjálpar það vissulega til að hreyfa sig og er bara hollt og gott öllum, ekki bara þeim sem vilja létta sig. Það léttir okkur líka andlega að anda að okkur fersku lofti. Það þarf ekki að vera einhver kraftganga í klukkutíma í hvert skipti og reyndar alls ekki. 20 - 30 mínútna ganga um hverfið þar sem garðar, gluggar og blóm eru skoðuð er bara fínt og hefur hentað mér. Ég hef að vísu ágætis hvatningu sem er hundurinn Simbi, sem biður um göngutúr þegar konan í raun nennir ekki. Það á ekkert að ofætla sér því þá gefst maður upp og fer ekkert út að ganga!
Þegar fólk byrjar í ræktinni og ætlar að "taka þetta" með fimm timum í viku og svoleiðis fjöri þá springa flestir á limminu og hætta alveg að fara.
KOMA SVO! ..
Ég get þetta og ég er viss um að þú getur þetta, það er svakalega gaman að uppgötva að gallabuxurnar frá 2002 eru passlegar og öll fínu fötin sem hafa verið þröng eru orðin víð. Það er sparnaður! Ég vil ekki þurfa einhverjar aðhaldsbuxur og control top sokkabuxur til að halda inni maganum. Maginn á bara að haldast inni sjálfur. Svo nú er næsta skref hjá mér að ræktast - og ég ætla að halda þessu við og skora á ykkur að gera slíkt hið sama. Mér passar að skrifa um þetta, kannski passar það líka fyrir þig, svo endilega prófa, nú eða bara framkvæma og hætta með afsakanir fyrir spikinu.
Fyrir mér liggur svo áskorun að standa mig í kósýheitunum í Danmörku hjá dóttur minni og tengdasyni en þar er nú yfirleitt slatti af "gouf og slik" á boðstólum, en það er skemmtileg áskorun og ég mun tækla hana.
Á þriðjudag eru liðnar 7 vikur frá því að umræddur Síberíukúr hófst, og 7,1 kg farin nú þegar.
Síðan á þriðjudag hafa því farið 800 grömm, en ég set auðvitað inn færslu á akkúrat 7 vikum. Býst ekki við að ég léttist meira fyrir þann tíma, enda 800 grömm alveg feykinóg á viku.
Og svo endurtekið efni:
Hér er tengill á blogg eftir viku 6 - 6,5 kg farin ( 200 gr á viku)
Hér er tengill á blogg eftir viku 5 -6,3 kg farin (1400 gr á viku)
Her er tengill á blogg eftir viku 4 -4,9 (800 gr á viku)
Hér er tengill á blogg eftir viku 3. - 4,1 kg (-200 gr á viku)
Hér er slóð á blogg eftir viku 2. -3,9 kg (-900 gr á viku)
Og svo hér eftir viku 1. - 3,0 kg (- 3000 gr á viku)
Og hér startið, 25. maí 2010.
Set bara inn listann til að létta lífið:Svona lítur "kúrinn" út í sinni einföldustu mynd:
Sleppa (eða borða í hófi).
- öllum sætindum
- snakki
- öllu brauði nema spelt- og hrökkbrauði
- hvítu hveiti og hrísgrjónum
- allri mjólkurvöru
- majonessósum
- kaffi og gosi
- áfengi
- Ávexti
- grænmeti
- kjúklingabringur og fisk (allt kjöt ókey nema alls ekki unnar kjötvörur)
- baunir af öllum sortum og gerðum
- fræ
- hummus eða avocado í stað smjörs
- brún grjón
- grænt te
- vatn - lots of it
Þetta er mynd af síberískum mat, þó að þessi blessaði Síberíukúr tengist honum ekki neitt!
Gangi okkur svo öllum vel, lifum heil á sál og líkama.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 07:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Ég hef verið að blogga vikulega um aðhaldið mitt, það er aðhald í sjálfu sér að hafa þetta opinbert svo vona ég að það hjálpi öðrum (gefi von) sem eru að berjast við aukakílóin.
Konan er ekkert smá stolt af úthaldinu, en nú er kominn 6. júlí og liðnar 6 vikur síðan ég byrjaði á svolkölluðum "Síberíukúr" sem er reyndar enginn kúr, bara að sleppa úr eða borða minna af ákveðnu fæði. (Hægt er að skoða listann með að smella á hlekk hér fyrir neðan á upphafsfærsluna mina). Ég var alveg "heilög" fyrstu 2-3 vikurnar, en hef núna lært að blanda inn í því "óholla" en stóra málið er að fá sér bara pinkulítinn skammt og alls ekki að fá sér aftur á diskinn.
Ég vonast til að temja mér þetta sem lífstíl, því það er - eða mér finnst það alla veganna - miklu þægilegra að vera í kjörþyngd en að bera of mörg kíló.
Þessi vika hefur verið mikil veislu - og út að borða vika, en samt hef ég misst 200 grömm og er alveg sátt við það þar sem þarsíðustu viku fóru 1400 grömm sem er eiginlega óeðlilega mikið.
En hvað um það, nú er ég alveg að komast í "Normal Weight" með BMI (Body Mass Index) 25, vantar bara að missa 500 grömm, en þann 25. maí var ég 27.1
Pósta hér töflunni - Hér er hlekkur þar sem þið getið fundið út ykkar þyngdarstuðul.
BMI Categories:
- Underweight = <18.5
- Normal weight = 18.524.9
- Overweight = 2529.9
- Obesity = BMI of 30 or greater
En svona lítur þetta út:
Eftir viku 6 eru 6,5 kg farin (200 gr á viku) ... ath! 13 smjörlíkisstykki vigta 6,5 kg
Hér er tengill á blogg eftir viku 5 -6,3 kg farin (1400 gr á viku)
Her er tengill á blogg eftir viku 4 -4,9 (800 gr á viku)
Hér er tengill á blogg eftir viku 3. - 4,1 kg (-200 gr á viku)
Hér er slóð á blogg eftir viku 2. -3,9 kg (-900 gr á viku)
Og svo hér eftir viku 1. - 3,0 kg (- 3000 gr á viku)
Og hér startið, 25. maí 2010.
Set bara inn listann til að létta lífið:Svona lítur hann út í sinni einföldustu mynd:
Sleppa:
- öllum sætindum
- snakki
- öllu brauði nema spelt- og hrökkbrauði
- hvítu hveiti og hrísgrjónum
- allri mjólkurvöru
- majonessósum
- kaffi og gosi
- áfengi
- Ávexti
- grænmeti
- kjúklingabringur og fisk (allt kjöt ókey nema alls ekki unnar kjötvörur)
- baunir af öllum sortum og gerðum
- fræ
- hummus eða avocado í stað smjörs
- brún grjón
- grænt te
- vatn - lots of it
Já, já
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 06:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.6.2010 | 07:49
"Léttara" hjal eftir átök vikunnar - 6,3 kg farin eftir fimm vikur í nýjum lífsstíl
Ég startaði "opinberu" aðhaldi hér á blogginu, mér til stuðnings og að sjálfsögðu ykkur þarna úti til að þið sæjuð að þetta ER hægt. Ég hef farið eftir því sem ég kalla í leikaraskap "Síberíukúrinn" en það er nú bara mataræði þar sem óhollustu er sleppt eða haldið í lágmarki.
Ég hef leyft mér smá smakk nú síðustu vikurnar, en passa bara alltaf að gera það í hófi. Borðaði t.d. smá ístertu í kaffitímanum í gær, en borðaði reyndar mjög léttan kvöldmat í gær, en svaka góðan. Systir mín bjó til vatnsmelónusalat með rækjum, svaka gott en mjög hollt! Vatnið passa ég mjög vel og að gleyma ALDREI að borða. Það er oft stærsta vandamálið, þ.e.a.s. að verða svo svöng að ég gúffa í mig því sem hendi er næst.
Það er líka mikilvægt að vera búin að versla inn hollt og gott, svo að ef að á mann sækir hungur að eiga ávexti, hnetur, eða aðaltrixið mitt í dag - bragðgott jurtate. Það hefur róað þessa þörf á kvöldin fyrir að narta. Hægt er að lesa hvað má og hvað ekki ef smellt er á startið hér fyrir neðan, 25. maí.
Þessa vikuna fóru 1,4 kíló sem er kannski full mikið en 500 - 800 grömm er alveg nóg. Eflaust kemur þetta rólegra næstu viku. En þá eru komnar sex vikur af sjö sem ég ætlaði að gefa mér til að taka sjö kíló af! BMI eða body mass index er nú orðinn 25.1 kjörþyngd er 24.9 svo það vantar ekki mikið upp á, eða bara 1/2 kíló.
En svona lítur þetta út:
Eftir viku 5 eru 6,3 kg farin (1400 gr á viku)
Her er tengill á blogg eftir viku 4 -4,9 (800 gr á viku)
Hér er tengill á blogg eftir viku 3. - 4,1 kg (-200 gr á viku)
Hér er slóð á blogg eftir viku 2. -3,9 kg (-900 gr á viku)
Og svo hér eftir viku 1. - 3,0 kg (- 3000 gr á viku)
Og hér startið, 25. maí 2010.
Gangi okkur vel og eigum glaðan dag.
Lífstíll | Breytt 6.7.2010 kl. 05:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.6.2010 | 18:45
Hollur skyndibiti, tilheyrandi á Síberíukúr!
Þegar ég var að koma heim úr vinnunni fór matur að svífa í kringum höfuð mitt. Alls konar óhollur matur!!!
Pizzur, hamborgarar og annar skyndibiti því ég var svoooo svöng! Langaði í eitthvað bragðgott.
Ákvað þó að fallast ekki í freistni en elda eitthvað "spicy" en fljótlegt í staðinn sem væri líka hollt.
Reyndar komst ég svo að því að það sem ég eldaði tók innan við 25 mínútur.
Ég sauð bulgur hveiti (eitthvað svona lífrænt voða fínt, 2 dl í 3 dl vatni í 10 mín og lét standa í 10 mín. Setti reyndar smá Maldon salt í vatnið.
Svo hellti ég út í þetta einni dós Hunt´s Stewed Tomatoes, kryddaði með "Chili Explosion" kryddi, Herbamare salti, nýmöluðum pipar, og skar niður í þetta niðursoðinn hvítlauk. Þetta leit svipað út og myndin sýnir, en ég átti að vísu ekki svona fínt lauf (held að þetta sé basil) Örugglega gott að hafa rucola líka. Meira gerði ég ekki, en nammi, namm. Kom sjálfri mér á óvart og þurfti enga pizzu þegar svona gúmmelaði er á boðstólum. Reyndar hugsaði ég með mér að svona væri sniðugt sem meðlæti líka t.d. með lax eða kjúkling!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2010 | 07:02
- 4,9 kg eftir viku 4 - mjónublogg
Undanfarna daga hef ég aðallega verið að blogga um ein hjúskaparlög. En nú skal taka pásu og upplýsa um árangur í "opinberu aðhaldi" þar sem ég hef breytt mataræði og heldur aukið við hreyfingu. Kalla það í gamni "Siberíukúrinn" ...
Það hjálpar nú smá að nú er hundur á heimilinu tímabundið sem lætur ekki segja sér að hann fái ekki að fara út að ganga, og það helst á hverjum degi!
Ég var að vonast til að missa 900 grömm þessa viku, til að ná sléttum 5 kílóum frá upphafi 25. maí, en það voru 800 grömm og það er samt stórgóður árangur. "Body Mass Index" eða þyngdarstuðull er 25.5 en eins og ég hef upplýst er það stefnan að komast niður í eða niður fyrir 24.9 sem er kjörþyngd. Nú vantar aðeins 2.1 kg í það!!!
Nokkuð "sukk" var á minni 16. júní, en þá fékk ég mér rauðvín og smá veislumat. Það var s.s. "svindl vikunnar" en ég hef leyft mér svona svindl ca. einu sinni í viku. Ég var svo með smá eftirmiðdagsboð á 17. júní og þá bjó ég til svaka mikið salat, en keypti kökur og fínerí fyrir gesti líka, sem ég snerti að sjálfsögðu ekki. Gulrótarkakan var hryllilega freistandi, en sumir láta alltaf eins og gulrótarkaka sé voða holl, en það er auðvitað bara blekking, þar sem t.d. kremið er gert úr rjómaosti og flórsykri. Mæli s.s. ekki með henni.
Ég tók mynd af salatinu mínu, en það vara bara svona klassískt fullt af alls konar grænmeti og fræjum, og svo kjúklingalundir, notaði sesamolíu til að hafa tilbreytingu og síðan balsamic gljáa frá Sollu til að skreyta og bragðbæta. Skreytti líka með vínberjum, nammi, namm.
Efir viku 4. - 4,9 kg (-800 gr á viku)
Hér er tengill á blogg eftir viku 3. - 4,1 kg (-200 gr á viku)
Hér er slóð á blogg eftir viku 2. -3,9 kg (-900 gr á viku)
Og svo hér eftir viku 1. - 3,0 kg (- 3000 gr á viku)
Og hér startið, 25. maí 2010.
Ef þessu er deilt á fjórar vikur eru það 1,225 kg á viku sem er meira en nóg.
Það sem ber að varast er m.a. að:
- Borða ekki eða of lítið!
- sleppa úr máltíðum
- sleppa morgunmat
- gleyma að drekka vatn
- borða of stóra skammta
- borða seint á kvöldin
Ég mæli með því að halda svona "opinbera" dagbók, það veitir mér mjög mikið aðhald að falla ekki í freistni.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 07:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2010 | 07:20
Komin yfir 4 kg þröskuld eftir viku þrjú
Ég þori nú varla að skrifa fleiri mjónublogg á meðan öll þessi detox umræða er í hámæli, en mitt aðhald er á þann hátt að ég borða bara það sem ég veit að er mér hollt og gott.
Ég greindist með bólgur í vélinda og var oft með magaverki, þess vegna m.a. tók ég kaffi út af matseðlinum. Áfengi fékk að fjúka líka og er það bara hressandi, ekki heldur að ég sakni þess eins mikið og kaffisins. Snakk, sætindi (sælgæti og kökur) var strokað út, snakk og unnar kjötvörur sömuleiðis og svo felst það líka í tilrauninni að sleppa mjólkurvörum.
Ég tek vitamín eins og kalk og D- vitamín og lýsi. Enn er ég að vinda upp göngurútínu, ætlaði reyndar að ganga á Helgafell í gær með góðum konum, en þurfti að fresta því og gekk því í ca. 40 mín um miðbæinn og kringum tjörnina með hund sem hélt mér við efnið! .. Á sunnudag gengum við systur líka í klukkutíma hressandi morgungöngu í yndislegu veðri.
En vigtin miðað við síðustu viku fór 200 grömm niður, það þýðir ekkert að svekkja sig á að hún fór ekki meira, enda væri það kannski abnormal þegar á heildina er litið. Allt niður á við er gott og nú hef ég náð -4.1 kg af síðan 25. maí. Lokatakmark er 7 kg, svo 2,9 er eftir. En þá er ég að sjálfsögðu orðin PERFEKT og það er "dammdararamm" fyrir: SJÁLFA MIG. Ég náði reyndar neðar í vikunni, en vigtin sem gildir er þriðjudagsmorgunvigtin.
Ef þessum -4,1 kg er deilt á 3 vikur eru það nákvæmlega 1,3666666.... kg á viku .. sem er reyndar enn yfir mörkum, en 500 gr - kíló er mjög gott.
Núna er ég aldrei uppþanin, hringarnir "dingla" á puttunum, ég drekk heilsute og vatn eins og vindurinn og bara glöð og sátt við lífið. "We are just body" las ég hjá Anthony Robbins, kannski er það galdurinn, að þegar okkur líður vel í líkamanum þá erum við heilli og glaðari.
Í dag, eftir 3 vikur eru komin - 4,1 kg
Hér er slóð á blogg eftir viku 2. -3,9 kg
Og svo hér eftir viku 1. - 3,0 kg
Og hér startið, 25. maí 2010.
Og nú er bara að halda áfram og ganga glöð út í lífið og drekka vatn og meira vatn sem á að vera þjóðareign og er fjöregg okkar Íslendinga og við verðum að halda því þannig, allt annað er galið.
( http://kkjartansson.files.wordpress.com/2009/12/water-supply1.jpg)
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2010 | 09:04
Morgunmatur og meira mjónublogg
Góðan og blessaðan "hvíldardag" og mikið er gott að það er sunnudagur í dag, mættir reyndar alveg eins vera laugardagur, en dagurinn verður örugglega góður.
Ég fékk tölvupóst frá konu sem spurði mig hvað ég borðaði í morgunmat.
Það er stundum hausverkur að átta sig á því hvað á að borða í morgunmat þegar fólk tekur mjólkina úr mataræðinu, en við vitum að auðvitað eru til alls konar gerðir af mjólk.
Möndlumjólk, hrísgrjónamjólk, sojamjólk, en það þekkir kannski fólk sem er með mjólkuróþol best.
Ég hef sjálf ekki notað þessa mjólk, en dóttir mín kaupir og notar (að sjálfsögðu) "Rice Milk Organic" eða "Rice Milk Calcium" og hún fæst í Bónus og fleiri búðum örugglega.
Hægt er að sjá margar góðar mjólkurlausar uppskriftir á t.d. síðu Maður lifandi. Ég er ekki svona dúllerístýpa eins og Solla á Grænum kosti, eða við hvað hún er kennd núna, svo ég er bara með þetta einfalt í morgunmat.
Fæ mér spelt brauð eða spelt hrökkbrauð m/ avocado, eplum, sólþurrkuðum tómötum, bönunum, soðnum eggjum, hummus, hnetusmjöri (lífrænu) o.s.frv. Auðvitað ekki allt í einu.
Ávaxtasafa, morgundjús, goji berri djús eða eitthvað álíka. Svo eru allir ávextir góðir í morgunmat. Banani er orkumikill t.d.
Það er svo hægt að malla sér góðan hafragraut úr lífrænt ræktuðum höfrum, hörfræjum og þeir sem vilja sætuefni setja örlítið agave síróp út á.
Ég held að vísu (án þess að vita neitt um það) að það sé ekkert stórmál að fá sér bara venjulega AB mjólk út á ef að manni finnst þessir mjólkurgervingar vondir. Bara ekki borða annan mjólkurmat eins og osta. Skyrdrykkir eins og skyr.is er bara fullt af sykri og ýmis jógúrt svo það þarf að passa að fara ekki út í svoleiðis dæmi.
Ef við erum að flýta okkur og finnst erfitt að vera með hugmyndaflug, er allt í lagi að fá sér einn svona næringar/próteindrykk í morgunmat við og við. Hvaða týpu sem valið er. Ég er núna að bæta því inn hjá mér, vegna þess að ég á svona frá því ég ætlaði einhvern tímann á svoleiðis kúr, en "surprise" byrjaði í 2 daga en svo var þetta bara orðið að viðbót. Heilsustangirnar voru svo bragðgóðar að ég bætti þeim bara ofan á mataræðið! .. Þær áttu að vera til uppfyllingar en tja, kláruðust allt of hratt!
Það sem ég fæ mér þá er Rego Slim frá Natures (því ég ætlaði einhvern tímann að byrja að selja það ásamt fleiru frá Natures, og átti því 2 dunka), set út í það husk líka sem er gott fyrir ristilinn og heldur kerfinu í "action" .. Sumir eiga kannski birgðir uppí skáp af einhverju svona og þá er ágætt að nýta það.
Morgunvigtin sýndi að ég var búin að missa 400 grömm í viðbót frá síðustu vigtun 4,7 kg í heildina frá 25. maí, ég var reyndar mjög "heilög" í gær. Ég trúi varla sjálf þessari tölu, en tek það fram að ég hafði þyngst mjög hratt síðustu vikurnar áður en ég byrjaði, svo það er hreinlega ekki alveg að marka. Svo er ég búin að drekka þennan Slim drykk ca. 3svar í vikunni og e.t.v. hjálpar hann líka til.
Mataræði laugardag 12. júní 2010:
Morgunmatur 2 x hrökkbrauð með hnetusmjöri, te
Millisnakk 2-3 þurrkaðar gráfíkjur
Hádegismatur Samloka (spelt brauð) m/grænmeti og kjúkling
Kaffitími Te og hrökkbrauð m/ Jamie Oliver mauk úr ólífum og sólþurrkuðum tómötum
Kvöldmatur 2 x grænmetisvefjur (keyptur úr búð)
Kvölddrykkur Stór bolli detox te
Hreyfing: Stuttur göngutúr með Simba (hund) í grenjandi rigningu, en þó smá hreyfing!
(hefðu mátt koma ávextir þarna inn, en ég var bara búin með þá alla og á eftir að versla fyrir vikuna)
Við systir mín (hún búin að missa 2,3 kg, en passar ekki alveg eins upp á mataræðið og undirrituð, fær sér kaffi og tja, hvítvín og svoleiðis) ætlum að fá okkur góðan göngutúr á eftir og brenna smá, það geta farið 300- 400 kaloríur á góðum klukkutíma göngutúr.
Það er mikilvægt þegar við sleppum úr fæðuflokkum að taka þau vitamín sem við annars fengjum úr þessum flokkum.
Ég tek til að mynda D vitamín + kalk og lýsi, auk alls konar tilbrigða þegar ég fæ þá delluna. Eins og ólífulauf, hvítlaukshylki, cognicore brokkolítöflur, sem er líka í þessari Natures keðju.
p.s. svindl vikunnar - fékk mér 1 sneið af eplaköku með rjóma sl. þriðjudagsvöld, en ég leyfi mér eitt svindl á viku.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2010 | 06:49
"Þú ert ekki feit" .. annars komin - 4,3 kg af
Vegna þessara mjónublogga minna, eða Síberíukúrablogga halda eflaust margir að ég sé voðalega feit, eða það hélt ein bloggvinkona mín augljóslega á tímabili. Ég hafði, einhvern tímann í fyrra verið að blogga um aðhald, sem fyrr, enda búin að vera í jójó í mörg ár upp og niður um 5-8 kíló.
Svo var ég í mátunarklefa í verslun og kom fram í nýju dressi, og um leið dróst tjaldið frá öðrum klefa og ég áttaði mig á hver konan væri af myndinni af blogginu hennar og kynnti mig. Henni varð þá að orði "Þú ert ekkert feit" ... Nei, nei, ég er auðvitað engin fitubolla, en skv. bmi (þyngdarstuðli) er ég þó enn yfir kjörþyngd. Mér finnst bara gaman að vera í fínu formi og af réttri þyngd. Þyngdarstuðull er núna 25.7 en þarf að fara í 24.9 og til þess þurfa að fara 2,5 kg í viðbót. Og svo er stóra málið
"To keep it off" ..
Í gær bauð heimasætan mér upp á Sushi og hafði ég smá áhyggjur af vökvasöfnun vegna soja sósunnar sem er auðvitað full af sodium, svo eru líka í því hvít grjón, en það virðist ekki hafa verið vandamál því að í morgun höfðu farið 300 grömm síðan í gær. Svo nú er heildarsumman af kílóum orðin 4,3 frá 25. maí og þarf ekki að gráta það.
Hvít grjón eru ekki á matseðlinum mínum, en ég leyfi mér undantekningar eins og Sushi, sem er uppáhaldsmatur hjá mér ásamt humri, "Slurp" ..
Annars góða helgi og þakka þér lesturinn, eins og áður sagði virkar svona aðhald "í beinni" vel!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)