Tvær systur á Síberíukúr og 4,9 kíló farin af á tæpri viku

Ég veit að einhverjar og einhverjir sem lesa bloggið eru að pæla í að létta sig svo ég held áfram að lýsa ótrúlegum árangri okkar systra í aðhaldinu.

Við héldum Eurovisionpartý á laugardag og þá útbjó ég rækju- og humarsalat með káli, spínati,  tómötum, púrrulauk, cashew hnetum, smá sesam olíu, hvítlauk o.fl.  

eurovisionsalat_001.jpgMynd af Eurovisionsalatinu! 

 

Um kvöldið þegar aðrir lágu í Doritos og nammi borðuðum við niðurskornar gúrkur, sveppi, vínber og fleira gott með avocado ídýfu og hummus.  Kristall var drykkurinn og te hjá mér en systirin er enn í kaffi.  

 

Sjálf trúði ég ekki eigin augum í morgun þegar ég steig á vigtina, en ég er búin að missa 3 kg síðan á þriðjudagsmorgun (25. maí)  og systir mín 1,9 kg fékk ég á sms (þau eru þung þessi sms!) síðan á miðvikudagsmorgun (26.maí). Eini munurinn á okkar aðhaldi er að hún drekkur ennþá kaffi, en ég sleppi því og drekk mikið af grænu tei, sem er um leið afeitrandi. 

Í gærkvöldi eldaði systir mín grænmetissúpu og settum við smá kjúkling útí,  algjört sælgæti. Mig vantar að vísu uppskrift af súpunni en hún var matarmikil og bragðgóð. 

Í kvöld ætla ég svo að ganga rösklega með mánudagsgönguhópnum,  en reyni að gera það annan hvern mánudag.  

Það merkilega við svona mataræði er að maður/kona léttist ekki bara líkamlega heldur andlega líka!

Skora á þá sem eru að berjast við aukakílóin að fara að nota réttu vopnin - þ.e.a.s. breyta mataræði og auðvitað gott að hreyfa sig eitthvað með.  

Allt um árangurinn og mataræðið sjálft er hægt að lesa ef smellt er á "Lífstíll"  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Flott hjá ykkur

Jónína Dúadóttir, 1.6.2010 kl. 07:45

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flott 

Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2010 kl. 15:32

3 identicon

Glæsilegt hjá ykkur systrum - þið eruð frábærar!

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 18:04

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk, takk og takk ... nú er systir mín í útlöndum svo að það reynir heldur betur á. Ég missti 100 grömm í viðbót frá því í gær, svo nú eru komin 3,1 kg.

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.6.2010 kl. 21:00

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hér má lesa (já smelltu á hér má lesa) hverju á að sleppa og hvað á að borða.  Auðvitað þurfa skammtastærðir að vera innan marka,  ágæt að ákveða skammtinn og fá sér svo ekki aftur. Allt í lagi þó að borða ótakmarkað af t.d. káli, gúrku og svoleiðis.

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.6.2010 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband