Góðan dag veröld - Síberíukúrinn rifjaður upp

Það var árið 2006 sem ég fór að grínast með einhvers konar kúr sem ég gaf heitið Síberíukúrinn. Það er ekkert "vit" í honum en virkar vel fyrir þá/þær sem eru orðnir örvæntingarfullir með kílóin sín. 

Hann er ekki eins dramatískur og Landspítalakúrinn sem gekk hér mun fyrr, en það var megrunarkúr sem uppistóð af svörtu kaffi, molasykri og skinku eða einhverju álíka gáfulegu en sumir keyptu, já ótrúlegt en satt.  Mataræðið skipitir eflaust um 70%  þegar þú ert að reyna að létta þig, en hreyfing hjálpar svo sannarlega til, auk þess sem það styrkir. 

Ég, ásamt fleirum eigum það til að safna óþarfa forða yfir veturinn - og tja, jafnvel yfir sumarið líka. En þeir sem eru agaðir geta náð af sér kílói á viku með réttu mataræði og hreyfingu og í dag stefni ég á það. Það þýðir að í dag er fyrsti dagur í "Síberiukúr" hjá mér og systur minni, en ég ætla að vera "sponsorinn" hennar í aðhaldinu. 

 Auðvitað á Síberíukúrinn ekkert skylt við Síberíu fyrir utan það að virka frekar óspennandi, en það er hægt að leika sér með ýmislegt þar.  Erfiðast er að sleppa kaffinu.  

Svona lítur hann út í sinni einföldustu mynd:

 Sleppa:

  1. öllum sætindum
  2. snakki
  3. öllu brauði nema spelt- og hrökkbrauði
  4. hvítu hveiti og hrísgrjónum
  5. allri mjólkurvöru
  6. majonessósum
  7. kaffi og gosi
  8. áfengi
Borða:
  1. Ávexti
  2. grænmeti
  3. kjúklingabringur og fisk (allt kjöt ókey nema alls ekki unnar kjötvörur)
  4. baunir af öllum sortum og gerðum
  5. fræ
  6. hummus eða avocado í stað smjörs
  7. brún grjón
  8. grænt te
  9. vatn - lots of it

Brauð dagsins:  Speltbrauð smurt með avocado og ferskum tómatsneiðum - pipar malaður yfir. Nammi namm. 

Njótum þess að borða og aldrei borða með samviskubiti.

Svo er góður siður að borða ekki á kvöldin, þá vaknar maður miklu gáfaðri og ferskari á morgnana Wizard
Fékk annars martröð að ég var látin stíga á vigt fyrir framan alla eins og "The Biggest Looser" ég ætla ekki að gera það en mun gefa upp vigt eftir viku - eftir að hafa farið eftir eigin reglum.

 

 

handklae_i.jpg

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

You go girl!

Langar samt að vara þig við hrökkkexinu, plenty af hvítu hveiti í því.

Líst hins vegar rusalega vel á Síberíukúrinn!

www.zordis.com, 25.5.2010 kl. 08:18

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég safna líka óþarfa forða á veturna. Líst vel á þennan Síberíukúr.

Annars held ég að við Íslendingar séum alltof útlits-orienteraðir. Stundum er hið viðkunnanlegasta fólk hálfpartinn í depru með sjálft sig (fullkomlega af ástæðulausu) af því það lítur ekki út eins og kvikmyndastjörnurnar á rauða dreglinum gerir.

Marta B Helgadóttir, 25.5.2010 kl. 11:03

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Passa mig á að borða bara hrökkbrauð úr spelti líka, takk fyrir ábendinguna Þórdís.

Það er rétt Marta, að margir ætlast til of mikils af sjálfum sér og verða kannski aldrei ánægðir.

Persónulega þarf ég bara að passa í fötin mín, svo ég þurfi ekki að fara að fjárfesta í fleiri/stærri fötum svo þetta er hálfgert sparnaðarráð ..

Annars er ég búin með 5 tíma af Síberíukúr, hef haldið mig við vatn og te, hollt grænmeti í hádeginu og svo er bara að halda út daginn. Þetta er svona "dag í senn" áskorun. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 25.5.2010 kl. 12:40

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...eitt andartak í einu....

Hrönn Sigurðardóttir, 26.5.2010 kl. 16:22

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Jamm, þetta gengur þannig sko!

Jóhanna Magnúsdóttir, 26.5.2010 kl. 18:33

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...og nú er ég eins og hver annar trúarnöttari með þennan sálm í raulinu

Hrönn Sigurðardóttir, 26.5.2010 kl. 21:09

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

hahah... nr.  712  í sálmabók, ég söng í kirkjukór í 2 ár

Jóhanna Magnúsdóttir, 26.5.2010 kl. 22:54

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Af hverju hættirðu?

Hrönn Sigurðardóttir, 27.5.2010 kl. 22:07

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hehe, það man ég ekki - kannski vegna þess að ég hafði svo mikið annað að gera!

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.5.2010 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband