Síberíukúrsfærsla: 6,5 kg farin á 6 vikum, 1 vika eftir til að ná takmarkinu!

Ég hef verið að blogga vikulega um aðhaldið mitt,  það er aðhald í sjálfu sér að hafa þetta opinbert svo vona ég að það hjálpi öðrum (gefi von) sem eru að berjast við aukakílóin. 

Konan er ekkert smá stolt af úthaldinu, en nú er kominn 6. júlí og liðnar 6 vikur síðan ég byrjaði á svolkölluðum "Síberíukúr" sem er reyndar enginn kúr, bara að sleppa úr eða borða minna af ákveðnu fæði. (Hægt er að skoða listann með að smella á hlekk hér fyrir neðan á upphafsfærsluna mina).  Ég var alveg "heilög" fyrstu 2-3 vikurnar, en hef núna lært að blanda inn í því "óholla"  en stóra málið er að fá sér bara pinkulítinn skammt og alls ekki að fá sér aftur á diskinn.

Ég vonast til að temja mér þetta sem lífstíl,  því það er - eða mér finnst það alla veganna - miklu þægilegra að vera í kjörþyngd en að bera of mörg kíló.  

Þessi vika hefur verið mikil veislu - og út að borða vika, en samt hef ég misst 200 grömm og er alveg sátt við það þar sem þarsíðustu viku fóru 1400 grömm sem er eiginlega óeðlilega mikið. 

En hvað um það, nú er ég alveg að komast í  "Normal Weight"  með BMI (Body Mass Index) 25, vantar bara að missa 500 grömm,  en þann 25. maí var ég  27.1

Pósta hér töflunni -  Hér er hlekkur þar sem þið getið fundið út ykkar þyngdarstuðul. 

 

BMI Categories:

  • Underweight = <18.5
  • Normal weight = 18.5–24.9
  • Overweight = 25–29.9
  • Obesity = BMI of 30 or greater

En svona lítur þetta út: 

Eftir viku 6 eru 6,5 kg farin (200 gr á viku)   ... ath! 13 smjörlíkisstykki vigta 6,5 kg 

Hér er tengill á blogg eftir viku 5  -6,3 kg farin (1400 gr á viku)

Her er tengill á blogg eftir viku 4  -4,9  (800 gr á viku)

Hér er  tengill á blogg eftir viku 3. - 4,1 kg (-200 gr á viku)

Hér er slóð á blogg eftir viku 2.  -3,9 kg  (-900 gr á viku)

Og svo hér eftir viku 1. - 3,0 kg (- 3000 gr á viku)

Og hér startið, 25. maí 2010.

Set bara inn listann til að létta lífið:

Svona lítur hann út í sinni einföldustu mynd:

 Sleppa:

  1. öllum sætindum
  2. snakki
  3. öllu brauði nema spelt- og hrökkbrauði
  4. hvítu hveiti og hrísgrjónum
  5. allri mjólkurvöru
  6. majonessósum
  7. kaffi og gosi
  8. áfengi
Borða:
  1. Ávexti
  2. grænmeti
  3. kjúklingabringur og fisk (allt kjöt ókey nema alls ekki unnar kjötvörur)
  4. baunir af öllum sortum og gerðum
  5. fræ
  6. hummus eða avocado í stað smjörs
  7. brún grjón
  8. grænt te
  9. vatn - lots of it

Já, já Smile

basinger

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Flott mynd af þér! Þú ert alveg stórglæsileg! Mér finnst þú ekkert þurfa að grennast...

Óskar Arnórsson, 6.7.2010 kl. 06:20

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Góður Óskar! ... Kim Basinger er flott, enda er myndin af henni, svona er maður (kona) fyndin.

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.7.2010 kl. 06:34

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þú ert soldið lík henni það sem maður sér af þér..

Óskar Arnórsson, 6.7.2010 kl. 08:17

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

 ... Kim er takmarkið!

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.7.2010 kl. 10:09

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æði, til lukku enn og aftur, lífið er svo miklu auðveldara þegar maður nær að létta sig, ég tala af reynslu.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.7.2010 kl. 10:57

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þakka pent, ég er alsæl!

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.7.2010 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband