Færsluflokkur: Lífstíll

Simbi fær málið ..

Góðan dag, ég heiti Simbi og er tveggja ára hundur, þyki víst ekkert fínn pappír - ólíklegasta fólk er alltaf að spyrja hvaða tegund ég sé eins og það skipti einhverju máli.  Ekki færi einhver ókunnur að ráðast að foreldrum og spyrja þau hverrar ættar þau séu, það er nóg að þetta séu falleg og vel upp alin börn. 

Nóg um það, það er víst ekki á hverjum degi sem ég fæ að tjá mig svo ég ætla nú bara aðeins að segja frá hvað ég hef verið duglegur að draga hana "grandma" út.  Kannski rétt að koma því að að ég fæddist í Ameríku og er bara búinn að vera á Íslandi í nokkra mánuði - svo ég er tvítyngdur en gleymi mér stundum og tala bara amerísku.  Mamma mín talar líka oftast við mig á amerísku, segir "stay" og "sit" "roll-over" og "wait" .. enda skil ég það mjög vel.  Eitt af fyrstu orðunum sem ég lærði á íslensku er "út" enda hljómar það mjög svipað og "out"  og ef einhver segir óvart út fer ég að hoppa og æsast, því ekkert í heiminum jafnast á við það að fara út og þá í góðan göngu-eða hlaupatúr.

Í morgun ákvað ég að væla voðalega mikið svo að Jóga amma myndi vorkenna mér og fara með mig út. Þegar ég sá að hún fór í íþróttabuxurnar sínar kættist ég mjög og hamingjan var fullkomin þegar að hún var komin (loksins) í alla múnderinguna og við á leiðinni út.

Amma Jóga gengur eiginlega alltaf sömu leið út á Seltjarnarnes og er ég farinn að finna mína uppáhalds kúkustaði.  Hún er alltaf með eitthvað vesen með plastpoka eftir að ég losa - frekar neyðarlegt að láta einhvern hirða kúkinn sinn upp eftir sig.  Nógu erfitt er að þurfa að gera þetta svona á almannafæri! 

Amma Jóga hugsar voðalega mikið á göngunni, er að dásama fjöllin og anda að sér sjávarilmi og hugsar um lífið og tilveruna. Hún er ekkert smá heppin hvað ég er duglegur að draga hana út.  Ég er mest í því að þefa af umhverfinu og svo er mega gaman þegar ég hitti aðra hunda. Annars mættum við einum brjáluðu litlu kvikindi í morgun sem ætlaði að bíta af mér hausinn, vitleysingurinn.

Við gengum í morgun út að vatnsbrunni þar sem sú gamla fékk sér vatn og svo tók hún á sprett og hljóp til baka alla leið að bæjarmörkum Seltjarnarness og Reykjavíkur.  Hún á sér víst draum að vera svona hlaupakona, en á langt í land, er í ferlega lélegu formi!  En það kemur vonandi með kalda vatninu, sko þarna úr vatnsbrunninnum hehe.. 

Nú er ég kominn upp í sófa og ligg hér við tölvuna og amma Jóga liggur við fætur mér.  Hún ætlar að gera eitthvað uppbyggilegt í dag og fara á ball í kvöld, en þar sem ég er búinn að fá mína morgungöngu, búinn að drekka og borða (svo ekki sé talað um að kúka)  ætla ég nú bara að njóta þess að vera hundur og hafa ekki áhyggjur  hvorki af deginum i dag né morgundeginum.  Ég vorkenni aumingjans mönnunum með allt baslið, pólítík og páfavesen. 

photo_on_2010-09-05_at_17_05.jpg


Játningar Jóhönnu ..

Þetta eru ekki trúarjátningar heldur svona hálfgerðar ljóskujátningar. Hér ætla ég nefnilega að hvíla trúarbloggið en langar að deila svolítið fyndnu sem kom fyrir mig í morgun.

Ég vaknaði um áttaleytið  við ýlfrið i Simba ofurhundi, eða réttara sagt gólið því að hann á það til að fara að góla svona á morgnana. Það er verra þegar það skeður um sexleytið, sérstaklega nágrannanna vegna!

Jæja, ég ætlaði nú ekkert strax framúr, heldur greip eina af sex bókum sem eru nú í lestri hjá mér; "Leggðu rækt við ástina" .. og fór að lesa.  Ágætt að vera undirbúin ef að ástin bankar á, tilbúin með skóflu og vökvukönnuna sko!  Las slatta, en tók þá "Key to Living the Law of Attraction"  .. ágæt blanda þessar bækur, get kannski dregið að mér ástina!

Nóg um það, ég fann fyrir - á meðan að á lestri stóð,  einhvers konar pílum fyrir brjóstið. Þar sem mér fannst líklegra að þetta væri ekki neitt en að ég væri að fá hjartaáfall lét ég þetta bara eiga sig. 

Þegar Simbi fór að verða órólegur klæddi ég mig síðan upp í göngu/hlaupadressið og ég ákvað að ganga okkar klassíska göngutúr út á Seltjarnarnes. 

Eldhúsið var í smá "messi" hjá mér en ég hugsaði mér að taka til þegar ég kæmi til baka. 

Á leiðinni út fann ég aftur sting fyrir brjóstið og fór alvarlega að íhuga hvort ég ætti kannski að taka gemsann með mér ef ég dytti nú niður, en lét það eiga sig.  Svo skaut annarri, mun alvarlegri hugsun niður í kollinn!! .. Ef ég skyldi nú detta niður og lenda á spítala, þá gæti svo farið að einhver annar eða önnur kæmi að eldhúsinu í rusli! .. Auðvitað hló ég að sjálfri mér og vitleysunni, en svona getur hugurinn leikið mann.  Þarna var það orðið að stærra máli hvort að eldhúsið væri í messi eða konan lenti á spítala með hjartaáfall! ..

Það skal tekið fram að ég er við hestaheilsu og eldhúsið orðið "spik and span" gekk minn klukkutíma með Simbaling sem b.t.w. kúkaði þrisvar á leiðinni (pælið í brennslunni) en að sjálfsögðu var kúkurinn hirtur eða í einu tilfelli grafinn undir steini þar sem umhverfið bauð upp á það. 

Kom heim í dásamlega sturtu. Pressaði mér dýrðlegan morgunsafa með eplum, klementínu, gulrótum og engifer ... nammi, namm! 

Eigum góða helgi. 


Að vera ég - Dale Carnegie tími I

Nú er ég búin að vera atvinnulaus síðan 1. september og þegar fólk er atvinnulaust þá á það akkúrat að gera eitthvað sem það hefur ekki gefið sér tíma til að gera áður og ekki er verra ef það er mannbætandi.  Það sem ég er m.a. að gera núna er að undirbúa mig fyrir næstu kafla lífs míns.

Nú hugsar eflaust einhver að Dale Carnegienámskeið er ekki eitthvað sem fólk hoppar inn í. Þar sem ég hafði ekki fengið neinn styrk til námskeiða né endurmenntunar síðan 2007,  þá hreinlega sótti ég um það til fyrrverandi atvinnuveitanda að fá þetta námskeið - gerði það á meðan ég var enn skráð í vinnu, svo það er greitt úr þar til gerðum endurmenntunarsjóði.  En þar sem ég veit að ekki næstum allir geta, annað hvort tímans vegna eða af fjárhagsástæðum nýtt sér námskeiðin, þá langar mig til að deila svolítið af því sem ég læri - og það sem mér finnst kannski mikilvægast. 

Ég er ekki nýgræðingur í þessum efnum, búin að kenna tjáningu 103 í nokkur ár. Ég var því búin að komast að mörgum leyndarmálum gegnum kennsluna og gegnum mína lífsreynslu aðra. 

Það sem ég byrja alltaf að segja mínum nemendum er þetta lykilatriði þegar við erum að tjá okkur,  eða bara lykilatriði í lífinu sjálfu.  AÐ VERA MAÐUR SJÁLFUR.  (Nema þú sért á leiksviði og til þess ætlast að þú túlkir annan). 

Fjársjóður okkar liggur ekki á glámbekk.  Við sitjum á honum og við erum okkar eigin fjársjóður. 

Lífsreynsla okkar og það sem við höfum tileinkað okkur og tekið inn í gegnum lífið er það sem við skulum deila. Enginn kann betur að segja frá því en við.

Ég lærði þetta t.d. "The hard way" í guðfræðideild þegar ég átti að flytja prédikun og samdi "lærða" prédikun með alls konar háfleygum orðum og tilvitnunum sem hreinlega klæddu mig engan veginn og voru ekki ÉG.  Ég fékk líka mikla neikvæða gagnrýni og tók því svo illa að ég fór heim - undir sæng og grét og ætlaði aldrei að prédika aftur né flytja hugvekju.  Ég væri bara ómöguleg.  Seinna sótti ég svo námskeið hjá Auði Eir og þá lærði ég að tala frá hjartanu.  Segja frá og tala af einlægni.  Ég flutti síðan prédikun í Seltjarnarneskirkju og ég fann að ég var komin á rétta braut. Fékk afskaplega góð viðbrögð og mér hafði tekist það sem mig langaði svo mikið til. Að gera fólk glaðara þegar það færi út en þegar það kom til kirkju, enda er fólk oftast að koma til kirkju til að heyra fagnaðarerindi en ekki láta sér leiðast. 

En aftur að námskeiðinu í gærkvöldi. Ég ætla ekki að punkta það hér niður hvað nákvæmlega var farið í heldur hvað það gerði fyrir mig og hvað upp úr stendur og mér finnst skipta mestu máli - líka fyrir þig! 

Við vorum látin skrifa framtíðarsýn okkar, hvar við værum stödd eftir 3 - 6 mánuði í lífinu. Það var ekki skrifað sem óskalisti, heldur sem staðreynd. 

Dæmi: "Í dag er 15. janúar 2011,  ég lauk námskeiði í desember sem breytti lífi mínu til betri vegar, hjálpaði mér við að ná fókus á minni framtíðarsýn. Ég er að skrifa bókina sem ég er búin að vera með í maganum í þúsund ár, við hlið mér er sálufélagi minn.  Ég er dugleg að veita vinum mínum og börnum athygli og er sátt í hjarta við tilveru mína og stjórnandi í eigin lífi .. bla bla bla... "  Þetta skrifaði ég ekki - en þetta er dæmi og gæti alveg átt við mig.  Ég skora á ÞIG að gera þetta líka.  Ef við stefnum ekkert lendum við í engu.  Okkur var sagt frá Helen Keller sem var spurð hvað væri verra en að vera blind og heyrnarlaus,  en hún hafði svarað "að hafa enga sýn" .. (vision) ..  

Sjálf hef ég verið eins og skúta undanfarið, fljótandi um og vantað vind í seglin og ekki alveg vitað hvert ég ætti að sigla.  Nú er ég bjartsýn, fyrir utan það að ég veit að ég hef óteljandi hluti að gefa. Alveg eins og ÞÚ! 

Auðvitað fórum við í fleira, minnisatriði, hópurinn hristist saman. Við fengum hugmyndir um tæki eða tækni við að nálgast annað fólk til að víkka sjóndeildarhring okkar. 

Verkefni fyrir næsta tíma er auðvitað að lesa svolítið af bókunum sem tilheyra námskeiðinu,  en þær eru m.a. "Lífsgleði njóttu"  en það er bók sem mér skilst á fólki að hafi hreinlega breytt lífi þess.  Það segir m.a. Sigga Klingenberg á disknum sínum "Þú ert frábær" ..  sú bók breytti hennar lífi til hins betra - frá depurð í gleði.  Síðan er það bókin "Vinsældir og áhrif"  sem ég er nú þegar farin að glugga í og aðalatriðið sem ég tók eftir við upphaf bókar, er að allt fólk þarf á athygli að halda.  Þetta held ég að skipti gríðarlegu máli og þá sérstaklega gott að hafa í huga hvað varðar börn og unglinga. 

Unglingar og unga fólkið í dag þarf tíma og athygli - það er hluti af mínum reynslubanka líka. Reyndar þurfum við öll athygli - og ég þarf sjálf athygli.  Líka sjálfrar mín,  en auðvitað byrjum við alltaf á kjarnanum, þ.e.a.s. okkur sjálfum.  Við björgum ekki eða breytum heiminum, landinu, borginni, fjölskyldunni.. ef við erum sjálf í rusli og óbreytt.  (Það var líka komið inn á þetta á námskeiðinu). 

Jæja, þetta var s.s. mitt hugarflug eftir tíma eitt. Ég er gríðarlega bjartsýn á að ég eigi eftir að bæta mig, verða betri manneskja og komast út úr þeirri einangrun sem ég í raun hef lifað í.  Já, ég er umvafin vinum og fjölskyldu, og kem fyrir eins og extrovert sem blaðra um allt.  En í raun er þarna inni afskaplega lokuð manneskja sem er algjörlega fyrir sig.  Ég vil geta gefið meira af mér. 

Ég er ekki að segja að við eigum ekki að eiga prívatlíf, en ég vonast til að ef að ég rækti mína góðu eiginleika betur og ég geti hlúð betur að hinu jákvæða svo að hin "særða" ég læknist af þeirri djúpstæðu hryggð sem ég hef borið inní mér fyrir sjálfa mig og hefur truflað mig í að þiggja þann vind sem ég þarf á að halda til að mín seglskúta sigli áfram í átt að mínum sjónarmiðum.

Verkefni næsta tíma er að segja frá atvikum í okkar lífi á tímabilinu 6 - 17 ára sem breyttu lífinu og gerðu okkur að því sem við erum.  

Þeir sem þekkja til, þeir vita að sjö ára umbreyttist heimurinn hjá lítilli stelpu, "mamma ykkar hefur það gott en pabbi ykkar er dáinn"  Það er setning sem er eins og hoggin í vitund mér.  En án þess að geta sagt að það hafi orðið til góðs að pabbi dó,  þá ætla ég að leyfa mér að segja að það hafi verið ein af mínum stærstu kennslustundum i lífinu. Ég hafði verið "brjálað" barn,  eða óhemja eins og mamma orðaði það.  Ég vitkaðist við að missa pabba og fór að taka ábyrgð á sjálfri mér, og reyndar fór ég um leið að taka ábyrgð á svo mörgu og mörgum öðrum. Ég gat auðvitað ekki hagað mér eins og vitleysingur í skólanum - kastað appelsínuberki í kennarann - þegar ég var komin með ábyrgð. Ég ætla ekki að tala um neikvæðu hliðar þessarar ábyrgðar en setja upp hinar jákvæðu. Þær eru á þá lund að ég læt mig fólk varða. Mér kemur við hvernig fólki líður - hvernig "stærri máttar" koma fram við "minni máttar" og svo framvegis.  

Pabbi hafði lesið með okkur Huldu systur bænirnar á kvöldin, ég tók yfir þennan lestur þó ég væri þremur árum yngri og ég faðmaði alltaf systur mína.  -  Nú er þetta orðið voðalega langur lestur og ég gæti skrifað heilan helling i viðbót, en það sem ég er að segja að hafi gerst i mínu lífi er að ég fór að taka af skarið.  Einn vinnufélagi minn kallaði mig "afskiptamálaráðherra" það orð getur vissulega hljómað neikvætt - en ég vissi að hann meinti það ekki neikvætt.  Hann meinti það að ég læt mig málin varða,  og tek af skarið.  Ég hef í gegnum lífið verið í stjórnum og stjórnandi í ótal félögum,  og þá næstum alltaf í sjálfboðastarfi,  og jafnvel þegar ég er ekki formlega í stjórn hef ég verið spurð - hvenær er þetta eða hvenær er hitt og jafnframt verið í hlutverki trúnaðarmanns og þá milligöngumanneskja oft milli undir- og yfirmanns eða manna. 

Ástæðan?  Kannski vegna þess að ég lærði þegar ég var sjö ára að ég þurfti að taka ábyrgð, lærði að fólk og samskipti við fólk er það sem skiptir mestu máli í lífinu.  Auðvitað skiptir það eðli sem þú ert fædd/ur með máli.  Pabbi var sjálfur diplómat og vann sem starfsmannastjóri og stóð sig vel í sínu starfi,  það má þá kannski segja að genetískt hafi ég haft einhverja forgjöf.  En enn og aftur skiptir máli hvernig maður nær að virkja það, eða ná fram því sem við eigum þarna inni í okkur,  genetískt eða lært.  

Kannski væri ég alveg eins í dag, ef pabbi hefði ekki fallið frá,  hefði bara lært það á annan hátt og ekki þurft að ganga í gegnum þessa miklu sorg, sem er líklegast enn að hrærast einhvers staðar djúpt.  En ég veit að sumt skil ég betur og sumt finn ég betur með fólki vegna þess að ég hef sjálf þessa lífsreynslu og síðar á ævinni aðra lífsreynslu sem gerði það að verkum að ég á auðveldara með að setja mig í spor annarra. 

Nóg er komið,  þetta varð meira að segja miklu lengra en ég ætlaði mér. Ef þú hefur gefið þér (og mér) tíma til að lesa þá er það sem vindur í mín segl. Ef eitthvað af þessum skrifum virkar einnig þér til innblásturs þá er ég komin á fulla ferð! 

Gleði, gleði .. ;-)


Smá opin dagbók 28. ágúst 2010

Það er svo gaman hjá mér þessa dagana, að þrátt fyrir að pólitíkin sé í molum og kirkjubatteríið að hrynja þá nær það ekki til mín.  Það á ekki við alla daga, en ég á mér líka von að ný tækifæri felist í vandræðunum.  Kannski þarf að rústa til að endurbyggja?  Sérstaklega ef að veggirnir voru orðnir rotnir. 

Ég finn að sjálfsögðu til með konunum sem hafa verið að stíga fram og segja sögu sína, en um leið dáist ég að þeim og hugrekki þeirra,   ég finn til með fólkinu sem er að upplifa afleiðingar kreppunnar og finn á eigin skinni að róðurinn verður þyngri.  Ég er sjokkeruð yfir að það hafi verið að bjóða upp húsið hennar Ásthildar Cesil,  svoleiðis ætti hreinlega ekki að líðast.  

Það er voðalega margt RANGT að gerast þessa dagana.  En eins og áður sagði líður mér vel í dag. Það á ekki við alla daga. Stundum fæ ég einmanaleikaköst,  þau eru hræðileg - en vara sem betur fer stutt.  Það er svolítið fúlt að vera makalaus,  hafa engan til að kúra með, ræða daginn og veginn, "hvernig var þinn dagur elskan".. o.s.frv..  en þetta er "ástand" sem er mitt val.  Ég á erfitt með skuldbingingar (commitment) af einhverjum ástæðum og verð alltaf svolítið aðþrengd þegar ég fer í samband.  Það er algjörlega mitt vandamál.  Ekki þessara dásamlegu manna sem ég hef kynnst, - en mér finnst karlkynið yfirleitt mun vandamálalausara en kvenkynið.  Það er mín upplifun. Smile  Kannski miða ég allt út frá sjálfri mér.  

En það er s.s. margt að gerast - var í stórskemmtilegu fimmtugasafmæli í gær hjá Maríu Ólafsdóttur sem reyndar átti afmæli 15. júlí en hélt upp á það í gær.  Ég fór að heimsækja mömmu á Droplaugarstaði í gær, en hún spurði hvort að Nonni færi með mér í afmælið. (Við erum búin að vera skilin síðan 2002, en reyndar var hann boðinn líka ásamt sinni ektakvinnu þar sem Maja er sameiginleg vinkona, þau höfðu afboðað sig). Mamma krútt er með heilabilun (Vascular dementia) og á sína góðu daga og sína slæmu daga hvað minnið varðar.  Hún var annars flott í gær, nýbúin í hárgreiðslu og bara í sáttari kantinum. 

Maja þekkir svo mikið af skemmtilegu fólki og er í söngsveitinni Vox Feminae  sem tróð upp á skemmtilegan hátt með Möggu Pálma í fararbroddi.  Þarna var engin önnur en gleðibjallan Edda Björgvins sem lá ekki á skemmilegheitum og svo á Maja systurina Hallfríði (Haffý) sem spilaði á þverflautu ásamt öðrum góðum vinum, en Hallfríður þessi er engin önnur en höfundur að Maxímús Músíkús.  Þannig að ekki vantaði talentana í afmælisveisluna. 

Mamma hennar Maju heitir Stefanía María og er virðuleg kona. Hún gekk upp að mér og spurði alvarleg: "Hvernig er það með þig" .. ég skildi ekkert hvað hún var að fara.  Þá hélt hún áfram og sagðist alltaf vera að vonast eftir að heyra "prestur var séra Jóhanna Magnúsdóttir" .. hún er ekki alveg dús við að ég skuli ekki vera prestur,  en þegar nokkrir viðstaddir heyrðu um hvað hún var að ræða,  tóku þeir undir orð hennar og tilkynntu mér að ég yrði örugglega góður prestur.  Tjamm,  það er nú efni í heilt blogg í viðbót að ræða hvers vegna og hvers vegna ekki.  En þrátt fyrir allt er ég þakklát fyrir traustið sem mamma hennar Maju ber til mín, því hún er svona kona með bein í nefinu!  

Ég drakk pilsner í boðinu og var akandi.  Dansaði samt diskó en gerði engan skandal ;-)  Vígði beljukápuna mína í gærkvöldi og líka fallegan en skrautlegan kjól sem ég verslaði á útsölumarkaði í Boston.  Mjög skrautlegur,  "en alveg ég" ..sagði dóttir mín.  Skrautlegt mynstur er "my thing" .. kannski af því ég er skrautleg sjálf? 

Ég ætla ekkert að hafa þetta mikið lengra, gæti skrifað þúsund milljón hluti.  En nú er ég að fara að leggja af stað fljótlega vestur,  alla leið á Reykhóla til Elínu vinkonu minnar sem er þar einmitt prestur. Ætla að koma við í Huldukoti þar sem systur mínar liggja í bláberjalyngi og njóta.  Oh.. ekki oft sem svona margt skemmtilegt býðst eina helgi.  Í kvöld verður svo kvöldverður í íþróttahúsinu (does this sound like Kardimommubærinn or not?) og svo skemmtun og ball.  Spurning hvað ég hangi lengi uppi á fótum.    

Mig dreymdi svo mikla styrjöld í nótt, það er mjög óþægilegt og það voru svo miklar loftárásir. Mig hefur dreymt svona síðan ég var barn og er alveg óskaplega stríðshrædd þó ég hafi aldrei upplifað stríð.  Ekki það að ég hafi ekki gengið í gegnum persónuleg stríð - en þau eru af öðrum toga.

Að lokum óska ég þeim  sem las góðrar helgar og góðs veðurs.  Sendi fallegar hugsanir út í heim og til vina og ættingja og þjóðarinnar allrar - ekki veitir af að við sendum hvert öðru fallegar hugsanir. 

Eitt að því sem ég komst að í morgun þegar ég var að hugsa:

Ef að manneskja er heil þá er hún kærleikur,  þess vegna er svo mikilvægt að við höldumst heil og látum hvorki utanaðkomandi né sjálf okkur brjóta okkur niður.  

Þetta er mitt korn í dag. Heart 


Ég er Solla stirða sem þyngist við hreyfingu..

Nú er ég búin að stunda hreyfingu í lágmark klukkutíma sl. sex daga.  Vika eitt af þremur búnar í "Súperátak 3x5"  í World Class.  Hælírass, þrjúhné og ýmsar aerobikk æfingar eru stundaðar á pallinum og svitalækir leka niður eftir hryggsúlunni og handleggjunum.  Hef samt ekki pælt í að láta fjarlægja svitakirtla eins og rætt var að væri "in" í Fréttablaðinu. 

Auðvitað styrki ég bingóvöðva sem aðra vöðva,  en er pinku súr að hafa þyngst um hálft kíló síðan á mánudag,  ekki það sé dauðasök. Hef þó tekið eftir að matarlystin hefur aukist - en þá er auðvitað að eiga rétta snarlið við höndina, s.s. ávexti og grænmeti - en ekki restina af kjúklingaleggjunum frá því í gærkvöldi - "slurp" .. 

20060313-right-solla%20%28WinCE%29

Eitt sem ég er ekki;  það er liðug. Er kannski líkust Sollu Stirðu sé miðað við eitthvað Celebrity!  

Jæja,  nú fer í hönd helgarfrí frá ræktinni,  en að sjálfsögðu mun konan stunda léttar göngur áfram - ekki með hund í bandi, heldur hundur með hana í bandi! 

Heyrði annars fyndinn brandara á Útvarp Klaga í dag,  þættinum "skrúfan er laus" eða eitthvað álíka.. 

Hvernig þekkir þú hafnfirskan sjóræningja frá öðrum sjóræningum?

Hann er með leppa fyrir báðum augum! LoL

 


Leyndarmálið (The Secret) sem var ekkert leyndarmál

 Í tiltektinni minni rakst ég á punkta sem ég hafði skrifað niður eftir að hafa horft (nokkrum sinnum)  á myndina "The Secret" ...

the-secret_seal_on_dark Auðvitað eru leyndarmálin í Leyndamálinu engin leyndarmál - enda var þeim dreift um allan heim í formi myndar og bókar.

En hér ætla ég að deila áfram þessum pælingum, eða útdrætti, með ykkur:

 

 

1.  Í staðinn fyrir að lasta hið vonda eigum við að þakka hið góða.  Setja s.s. fókusinn á hið jákvæða,  t.d. í fari makans,  hjá samstarfsfólki og bara almennt í umhverfi okkar.  Svo er ekki verra að við játumst okkar eigin kostum! Smile ..  

2. a)  Við eigum að biðja  b) taka á móti  c) upplifa - og fylgja eftir. 

Þetta þýðir að við eigum að sjá fyrir okkur hlutina rætast.  Ef við viljum t.d. vera mjó,  eigum við að sjá okkur sjálf sem mjó.  Ef okkur langar að vera hamingjusöm,  þá eigum við að reyna að upplifa það í huganum hvernig okkur líður hamingjusömum.

3) Setja sjónræn markmið,  með því að skrifa þau niður og svo búa til "Vision board"  .. klippa út myndir af draumunum og setja á spjald,  nú eða upp á ísskáp.  (Það hafa nú margir hlegið yfir þessu visjónborði) .. 

4)  Við eigum að vera með en ekki á móti.  Dæmi:  Meðmælaganga - ekki mótmælaganga.  

5) Tala um lækningu en ekki sjúkdóma,  dæmi "Ég vil vera frísk"  ekki "Ég er veik" .. (gott að muna þegar Facebook-statusar eru skrifaðir! ..

Bottom Line: 

Þú  skapar þinn eigin heim -  berð ábyrgð á sjálfum þér,  enginn annar. 

Kannski ég prenti út þennan og setji hann á mitt "Vision board" .. þarf kannski ekkert annað?

happy

 


Nýja lífið og sparnaðarráðin ...

Hér ætla ég að deila ýmsum ráðum sem ég hyggst nota á næstunni,  þar sem ég verð formlega atvinnufrjáls (nota frjáls í staðinn fyrir laus) 1. september nk.  og þar sem fátt er svo með öllu illt að ei boði gott ætla ég að gera ýmislegt sem ég hef ekki haft tíma til hingað til: 

how%20to%20save%20money%20tips

1) Fara í endurvinnsluna með marga poka af flöskum og dósum sem hafa safnast upp. 

2) Sortera föt og skó og selja á barnalandi - gefa það sem ekki selst til hjálparstofnana

3) Gefa mér tíma til að versla í matinn þar sem er ódýrast og spara í öllum aðkeyptum mat,  þ.e.a.s. panta ekki mat, hvorki pizzur né kínamat. (Ekki eins og það sé daglegt brauð).  

4) Vanda mig betur við matarinnkaup,  gefa mér tíma til að sjá hvað er hagstæðast og ekki versla of mikið svo að ég sé ekki að henda því sem rennur út á dagsetningum.

5) Fara yfir tryggingamál - athuga hvort ég get fengið hagkvæmari tryggingar annars staðar. 

6) Spara í bensínkostnaði,  ganga meira og láta loksins gera við hjólið mitt og fara að hjóla.

7) Segja upp óþarfa áskriftum. 

8) Líta vel út með því að hreyfa mig og gæta að mataræði,  þá get ég notað fallegu fötin mín og þarf ekki ný. 

9) Nú ef ég fæ "urge" til að versla föt eða fylgihluti,  kaupa þá hjá Hjálpræðishernum,  hef góða reynslu af því! ...

10) Sortera í baðskápnum - svo ég sé ekki að kaupa eitthvað sem ekki vantar!!..  (er reyndar búin að því og fann a.m.k. 3 pakka af plástri!!!.. hehe)  Nú er vörutalning á hreinu svo ekki verða keypt andlitskrem eða "body lotion" á næstunni.. 

Röð og regla er málið...

.....

Kannski eitthvað fleira sem ég man ekki eftir í augnablikinu,  en þetta er a.m.k. það sem ég get gert! ..  Auðvitað eru þetta atriði sem hægt er að huga að þó fólk sé í fullri vinnu,  en mun minni tími þó.  Tíminn er svo sannarlega peningar. 

 

 


Hreyfing dagsins - "plankinn" ...

Í gær fór ég í langan göngutúr og í dag fór ég í tíma í World Class,  með ofurhressa aerobikkþjálfaranum.  

Við erum örugglega 40 eða 50 í hóp,  svona 80% konur og þá 20%  karlar.  Ég tók eftir því að karlmennirinir eiga yfirleitt erfiðara með að halda taktinum á pöllunum,  eða að ná sporunum,  sem reyndar voru ekki mjög flókin.  Sjálf ruglaðist ég smá,  og þegar mest á reyndi -  hreyfa hendur líka þá fór allt til andsk.....  þetta má ekki vera of flókið. 

Palla-æfingar gengu annars vonum framar,  svo var stöngin með lóðunum,  beygja arma, rétta arma, klappi klappi klapp... að ógleymdum hnébeygjunum og róðrinum!

Svo kom að magaæfingum - og svo var það ... PLANKINN ..úff, það er erfitt. Þá er að liggja stíf (eins og planki uppi á olnboganum og halda sér uppi.  Ég allt nema dó,  því ég vildi ekki láta mitt eftir liggja. 

Plankinn er svona eins og grískan í guðfræðinni,  eitthvað sem þú þarft að komast yfir og ná árangri í.

Ég býst við að vera með harðsperrur á morgun,  þrátt fyrir þokkalegar teygjur,  en teygði sem eflaust ekki nóg. 

Í kvöldmat var danskt rúgbrauð með lárperu (avocado) og nýmöluðum pipar.  Fékk mér burrito upp úr hádegi í dag,  svo að kvöldmaturinn var eiginlega afgreiddur þá.

Nú eru liðnir 3 dagar af 15 (virkum) dögum námskeiðsins og ég vonast til að vakna í súperformi þegar þessar 3 vikur eru liðnar!...  Wizard

p.s. er byrjuð að kikja eftir djobbi, en draumastarfið fellur vara af himnum ofan eða hvað?  Spurning um að stofna stjórnmálaflokk eða eitthvað og stefna að þægilegri innivinnu?

 


Hreyfing dagsins ..

Já nú snýst lífið hjá mér aðallega um heilsuna, vera á hreyfingu og komast í andlegt og líkamlegt form.  Eins og kunnugir kannski vita sagði ég lausu starfi mínu sem aðstoðarskólastjóra í Menntaskólanum Hraðbraut 1. maí sl., vann uppsagnarfrest og er nú í sumarleyfi til 1. september og atvinnulaus eftir það!..

Langar eiginlega bara að fara að vinna í einhverri skemmtilegri búð eða fyrirtæki í 101,  þá get ég gengið og þarf ekki bílinn nema svona til að sinna erindum eða í heimsóknir.  Miklu skemmtilegra að ferðast gangandi en akandi! 

Þegar ég skrifa að komast í andlegt form,  þá þýðir það ekki að ég sé í einhverju rusli andlega, bara var orðin mjöööög langþreytt eftir mikið álag í vinnu - við leiðinda aðstæður sem komu upp og urðu bara verri og verri þar til mín fékk sig fullsadda og svo fór sem fór.   Konan er því orðin fyrrverandi aðstoðarskólastjóri og núverandi bóhem og líkar það bara býsna vel!

Yfirskriftin á blogginu mínu er "Hreyfing dagsins" og eins gott að standa við það. 

Gekk í 55 mínútur og hljóp meira að segja svolítið líka.  Gekk mína venjulegu rútínu,  Ránargata, Vesturgata,  Grandi og alveg út á Seltjarnarnes að vatnsbrunninum og snéri þar við.  Simbi ofurhundur var að sjálfsögðu með í för og hélt mér við efnið. 

8_agust_2010_003.jpg

Á morgun fer ég svo í tíma hjá World Class og læt eflaust gera út af við mig með einhverjum maga- og rassæfingum.  Námskeiðið byrjaði í gær,  eins og fram kom í blogginu á undan og verður gaman (vonandi) að birta árangurstölur eftir þessar 3 vikur.


Í súperátaki í 800 gramma leikfimisklæðnaði ... konublogg

Ég er líklegast ekki eini aðilinn sem er styrktaraðili að líkamsræktartöð. Ég myndi miklu frekar vilja greiða fimmþúsundfjögurhundruðogáttatíu á mánuði til barns í Afríku, reyndar geri ég það líka, en í líkamsrækt þar sem peningum er varið að greiða fyrir þjónustu og aðstöðu sem ekki er nýtt!

Ég keypti s.s. árskort,  fyrir nokkuð mörgum mánuðum síðan, man ekki lengur hversu mörgum og fór einu sinni, já einu sinni og svo ekki söguna meir.  Það fyndnasta er að mér fannst óþægilegt að vera þarna fyrir framan alla á þröngum líkamsræktarklæðnaði því ég var með umframkíló,  pælið í hvað það er röng hugsun!!! ..

  Ekki það að ég hreyfi mig ekki svolítið,  en heima er ég með "einkaþjálfarann"  Simba,  sem leyfir mér ekki að sitja aðgerðalaus - heldur fer með mig í reglulegar göngur. 

Simbi

 

 

Einkaþjálfarinn Simbi, sem er þarna að skoða yfirborð sjávar,  sem betur fer leist honum þannig á að sjórinn væri of kaldur,  fyrir utan það að hann er lítið fyrir að vökna,  svo hvorki hann né ég þurftum að taka sjósundssprett.

 

Eins og þeir sem hafa lesið bloggið mitt kannsk vita, tók ég mit til og létti mig um rúm 7 kíló á svokölluðum "Síberíukúr" sem er enginn kúr - bara breytt mataræði.  Aðal málið er að vera með meðvitund þegar við borðum.  Borða þegar við erum svöng og hætta að borða þegar við erum södd, eða mett.  Þá er ég ekki að tala um þegar við erum að srpinga!!  Heldur þegar við erum hætt að vera svöng.  Svelti er ein versta tegund megrunar því að þá plötum við líkamann og teljum honum trú um að það sé hungursneið og hann fer að geyma þann litla forða sem hann fær og þegar við förum að borða af einhverju viti aftur þá erum við búin að hægja á brennslunni og barbabrellan verður slík að við skiljum ekki hversu hratt við bætum á okkur! 

Jæja, ég ætlaði að skrifa um ræktina.  "Átak" er eiginlega bannorð,  því að öll eigum við að vera í lífsstíl en ekki í átaki. Samt sem áður byrjaði ég ekki bara í venjulegu átaki í gær heldur er það kallað "súperátak"  mæting fimm sinnum í viku hvorki meira né minna! .. 

Ég er ekki mjög "up to date"  í íþróttaklæðnaði - á svona síðar útvíðar stretsbuxur sem ég að sjálsögðu dró fram og mosagrænan hlírabol sem Hulda systir erfði mig af  en komst að því að ef ég vil vera töff í ræktinni á ég  þá er þetta ekki lúkkið.  Þröngar niður buxur,  kannski bara svona rétt niður fyrir hné og með rennilás og eitthvað - og svo íþrottatoppur er málið!

Tíminn í gær fór aðallega í að mæla mitti, þyngd og þol. Vigtin hefur aðeins farið upp síðan í Síberíukúr,  sérstaklega hafði Danmerkurförin áhrif þar sem við "hugguðum okkur"  á hverju kvöldi með ýmsu góðgæti.  Líklegast hefur þyngdaraukningin verið tæp tvö kíó. 

En á vigtinni í laugum (í útvíðu buxunum og hlírabolnum)  var ég 80.8 kg - 80.0  í Evuklæðum í búningsklefanum. Fötin vega því  800 grömm! .. Þ.e.a.s.ef vigtarnar stemma saman.  Það skal tekið fram að sú sem þetta ritar er 178 cm á hæð og frekar stórbeinótt.  Takmarkið er að vera ca. 75 kg og í formi.  

Ég er búiin að ákveða að vera í svona súperlífsstíl,  ekki bara átaki - og vera í formi á fimmtugsafmælinu,  sem er reyndar ekki fyrr en eftir eitt og hálft ár. Smile

 

kroppur.jpg

Þar sem ég var að eignast skanna þá skannaði ég inn mynd af mér frá því ég var 21 árs og tekin á ströndinni  á Búðum Snæfellsnesi (fyrir ca. 15 kílóum síðan),  en átti þá samt sem áður tveggja ára barn.  Frekar mikið flott - og stefni svona í áttina að þessu,  þó ég viti að 21 verði ég aldrei aftur! Wizard   

 (Sorry hvað ég er mikið montrassgat,  að setja bikinímynd af mér á bloggið,   verst að myndin er svona úrelt .. LoL) ... 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband