Færsluflokkur: Trúmál

Íhaldssemi, róttækni og biskupskjör 2012

Við Hreðavatn stendur okkar gamli og lúni (en mjög svo elskaði) fjölskyldubústaður sem kallaður er Lindarbrekka. 

Nafnið kemur frá lindinni sem gefur okkur vatn og stendur neðar í brekkunni.

Í gamla daga var vatnið sótt í fötur, en nú er komin dæla upp í bústað. -  Þessi bústaður var upphaflega bústaður afa míns og ömmu,  en tilheyrir nú stórfjölskyldunni og um hann hefur ríkt friður og sátt,  þó einstaka umræða hafi komið upp hverju eigi að breyta og hvað má bæta. 

Til vorhreingerninga er kallað á hverju ári til að hreinsa út og viðra fyrir sumarið.  

Þegar afi og amma fjárfestu í bústaðnum var hann ekki sérlega stór, en afi bætti við geymslu, forstofu, eldhúsi og tveimur herbergjum.  En afi var þúsund þjala smiður, - fyrir utan það að vera prestur og prófessor. -  Ekki var amma mín síðri, og lagði sitt af mörkum á ólíkan máta með sínum dugnaði, með sitt glaða geð, umhyggju,  hlýju og bros. 

En hvað kemur Lindarbrekka biskupskjöri árið 2012 við? 

Ég notaði líkinguna um Lindarbrekku í lokaprédikuninni minni  í guðfræðideild árið 2003, þar sem ég talaði um hina eilífu lind og læki lifandi vatns sem þessa óendanlegu og gefandi uppsprettu, og nú ætla ég að nota Lindarbrekku sem líkingu fyrir kirkjuna. -

Það hefur komið upp sú staða í umræðunni að sumir segja það betra fyrir jafnréttið og breytingar innan kirkjunnar að kjósa sr. Sigurð Árna en sr. Agnesi,  og á einum stað var skrifað að Agnes þætti of íhaldssöm miðað við Sigurð. - 

Ekki veit ég hvort að allir séu sammála þeirri greiningu. 

- Og hversu miklu viljum við halda og hvað slíta upp með rótum? - 

Ef við lesum það sem sr. Agnes hefur að segja og treystum að hún sé fylgin málefnum sínum og gildum.  þá eru þar ýmsar breytingar frá því sem áður hefur verið. -  

Til dæmis að taka tillit til margumræddrar jafnréttisstefnu, - auglýsa öll embætti,  hlúa að starfsfólki, bæta stjórnsýslu kirkjunnar o.s.frv. -  (Þarna hefur s.s. verið brotalöm á fyrir þau sem ekki vita). Agnes var heldur ekki íhaldssamari en það að skrifa undir áskorun presta, djákna og guðfræðinga um jafngilda vígslu samkynhneigðra.  

Nú væri gott að fá á hreint hvar íhaldssemin liggur? -  

Er ekki íhaldssemi að kjósa karlmann sem biskup í 111 skiptið? - 

Er sú íhaldssemi betri en íhaldssemi Agnesar,  hver svo sem hún er?

Þegar skip hefur hallað á eina hlið í nær þúsund ár,  þá þarf býsna mikið átak til að fá ballestina til halla á hina. - 

Kannski þarf að gera það í skrefum, en spurningin sem eftir stendur sem áður:  

"Hvort er betra skref og þjónar betur jafnréttinu og kirkjunni þá um leið að kjósa konu, sem sumir segja íhaldssama, eða karl sem sumir segja ekki íhaldssaman? 

Ég er ekki að taka undir og hef ekki persónulega sannfæringu um hvort biskupsefnið er íhaldssamara,  þannig ég er ekki að fella neinn dóm á það.  

Svo er það nú þannig að sum íhaldssemi og sumar hefðir eru býsna góðar,  svo íhaldssemi er ekki öll af hinu vonda. 

Og nú förum við aftur að Lindarbrekku. 

Þar er ákveðin rómantík fólgin í því gamla, ákveðinn andi sem ekki er hægt að skipta út og fylgir t.d. ýmsum gömlum hlutum eins og þeim sem afi smíðaði.

Það eru alveg afskaplega miklar tilfinningar tengdar þessum bústað og ég skrifaði einu sinni pistil sem ég kalla "Barn í Paradís"  og ég mun setja hér hlekk á í lok greinarinnar. -

Það er ekki svo að einhverju hafi ekki verið breytt í Lindarbrekku á undanförnum árum, - eins og kom fram hér í upphafi er komin dæla í lindina, svo vatnið berst hraðar og betur til okkar og er enn sem áður "besta vatn í heimi" - (auðvitað huglægt fyrir þá sem það þiggja). -  

Maður sem er kvæntur inn í fjölskylduna hafði það einhvern tímann að orði að það ætti bara að rífa þennan gamla og byggja nýjan bústað, það svaraði ekki kostnaði að halda þessum við. -  Hann sagði þetta í gríni,  því hann vissi hvað þessi staður og það sem tilheyrði væri okkur hjartfólgið. - Þetta var næstum ekki fyndið í mín eyru,  svo sterkar eru taugarnar þó vissulega eigi maður ekki að hengja sig á veraldlega hluti. - Andinn liggur þó oft og tengist gömlu hlutunum,  hann hverfur ekkert alveg. - 

Við höfum þurft að taka niður fúna veggi og henda út því sem mýsnar hafa komist í.  Höfum þurft að velja og hafna.  Nýta hið heila og það sem okkur er kært en henda því sem lyktar illa og hefur skemmst.  -  Það er búið að koma upp sólarsellu,  þannig að við getum farið á klósett (en áður var kamar) um miðja nótt án þess að þurfa að kveikja á kerti.  (Ég viðurkenni að ég var ekkert voða sátt við þessa sólarselluframkvæmd í upphafi,  en einmitt fegin þegar ég dvaldi ein í bústaðnum síðastliiðið sumar að geta kveikt lítið ljós yfir rúminu). - 

Kirkjan þarf að þora að gera það líka, hreinsa burt fúna veggi, setja upp dælu til að vatnið berist betur til sem flestra og setja upp sólarsellur. -   En um leið virða hið gamla,  hið tilfinningalega og það sem var byggt af smiðnum. - 

Í framhaldi af öðrum umræðum, en þó skyldum á fésbókinni nýlega fékk ég eftirfarandi spurningu frá sr. Þóri Jökli Þorsteinssyn:    Hvað með rót-tæka trú Jóhanna? :-)  Til hvaða rótar á hún að taka til að njóta sannmælis heldurðu?

En svarinu leyfði ég koma frá hjartanu - ætlaði fyrst að fara að "spekúlera" en svo bara kom það áreynslulaust og ég svaraði: 

Svona fyrstu viðbrögð eru að rót kristinnar trúar liggi í orði Guðs: Jesú Kristi, orðinu sem varð hold og gekk í gegnum og lifði mennskuna og deildi sér og gildum sínum með öðrum mönnum og þjónaði. - Rót sem gaf af sér fallega rós sem ilmar enn. -

Í biskupskjöri þurfa menn og konur (þessir u.þ.b.  500 kjörmenn) fyrst og fremst að viðra fyrir sér gildi og hæfni þeirra kandidata sem bjóða sig fram, inn í hvaða samfélag verið er að tala árið 2012, - og hvað þjónar kirkjunni best sem samfélag jafnréttis, bræðra- og systralags, - og síðast en ekki síst þarf að opna vit sín fyrir ilminum og leyfa honum að virka. - 

red_rose_flowers.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Barn í Paradís - óður til afa og ömmu 


Messa eins og gott rauðvín .. og sorg eftir skilnað -

Þegar ég var í guðfræðideildinni frá 1997 - 2003 lærði ég að meta það að mæta í messu. - Mér þótti margar þeirra þungar og leiðinlegar til að byrja með, en þegar ég var farin að njóta þess að fara eftir handbókinni, samfélagsins, söngvanna, prédikunar (naut ekki allra) o.s.frv. en þó aðallega það að taka frá tíma í samfélag.  Samfélag með mér, með fólki og þar sem hið ytra var ekki að trufla.  Slökkt á farsímum, tölvum og tækjum. - Reyndar jókst messusókn mjög mikið, þar sem ég fór að syngja í kirkjukór Hafnarfjarðarkirkju og það er erfitt að vera ekki í sjálfum sér, þegar sungið er ;-) .. Líkaminn er jú hljóðfærið okkar. -

En þessi inngangur er aðeins upphafið að öðrum pistli sem ég skrifaði á síðuna mína - mjög persónulegum pistli, þar sem ég miðla af minni reynslu, ekki síst í þeirri von að aðrir geti samsamað sig og séð að þeir eru ekki einir, þ.e.a.s. fólk í sorg, - og þessi pistill fjallar sérstaklega um fólk í sorg eftir skilnað. -  

Sjá nánar ef smellt er HÉR 


Samtal við Guð

Ef þú kafar djúpt í trúna verður hún andleg, sama í hvaða trúarbrögð þú leitar.

- Ef þú skoðar aðeins grunnt, lest aðeins grunnt og skoðar aðeins yfirborðið,  verður trúin aldrei annað en hugmyndafræði.  (þá verður trúin hvorki einlæg né heiðarleg). 

Trúarbrögð geta því verið inngöngudyr til andlegs lífs,  en þau geta einnig virkað til að loka á andlegt líf.   

-  Við getum flokkað okkur sem kristin, en virðum leiðir annarra að Guði. 

Það hefur enginn einkaleyfi á Guði. 

Það er ekki okkar að skapa Guð í okkar mynd (eins og reyndin hefur oft verið)  við erum sköpuð af Guði í Guðs mynd.    

Guð ER og þú ERT.  Það er alveg nóg og þú ert nóg

Að þekkja sjálfa/n sig er að þykja vænt um sig, - elska sig

Því þú ert bara barnið sem fæddist í þennan heim, - þú ert ekki starfið þitt, þú ert ekki hlutverkið þitt, stétt eða staða. 

Þú þarft að koma fram við þig af þeirri elsku sem þú myndir koma fram við barnið sem þú varst við fæðingu.   

Að þekkja sjálfan sig er að þekkja vilja sinn. Vilji Guðs er vilji þinn. (Þinn raunverulegi vilji, sem stundum er erfitt að kannast við þegar við vitum ekki einu sinni hver við erum.)

Þess vegna segjum við í Faðirvorinu: "Verði Þinn vilji" .. 

Streitumst ekki á móti vilja Guðs, vilja sem er okkar raunverulegi vilji. 

Ef þú veist ekki hvað þú vilt, þá spurðu Guð og hlustaðu vel. Taktu út allt sem stelur athygli þinni frá þér,  sjónvarp, blöð, útvarp.  Gefðu þér næði og gefðu þér frið.  Kveiktu kertaljós og upplifðu sjálfa/n þig með Guði.  Ekki reyna neitt,  hættu stríðinu og leyfðu andanum að flæða. 

Þannig myndar þú skjól, næði -  þar sem þú getur átt þitt einkasamtal við Guð.

candlelight_1117350.jpg

 

 


"Þú uppskerð eins og þú sáir" ... morgunhugleiðing á laugardegi

tinkerbell.jpg Hvað þýðir að uppskera eins og við sáum?

Ef við sáum stríði - fáum við stríð.

Ef við sáum kærleika - uppskerum við kærleika.

Ef við sáum trú - uppskerum við trú.

 

Það er ekki nóg að sá, ef það er ekki gert af einlægni. 

Ef þú sáir trú og lætur efasemdarfræin og óttafræin falla með, þá er hætta á að þau vaxi upp sem illgresi og kæfi blómin sem vaxa upp af trúarfræjunum. 

Þess vegna er svo mikilvægt að hreinsa út óttann og efann, - óttann við að mistakast, efasemdir um sjálfa þig og efasemdir um tilveruna. 

Sérstaklega er þetta mikilvægt þegar fer að ganga vel, - að fara ekki í þann farveg að hugsa

"Oh, þetta er of gott til að vera satt!, eitthvað hlýtur að fara að klikka" ..   hvað erum við búin að gera þá?

Jú sá efasemdar-og óttafræjum og veita þeim athygli og hlúa að þeim! .. 

Leyfðu þér að trúa, hreinsaðu út óttann ...  þú hefur valið: að reisa innri hindranir eða fella! 

Þú getur ekki stjórnað hinu ytra, en þú getur stjórnað hinu innra, viðhorfi og hverju þú veitir athygli. 

Kæfum óttann og ræktum fræ elskunnar. 

Samþykktu þig, elskaðu þig, fyrirgefðu þér, sinntu þér vel og virtu þig;  líkama, huga og sál.  

Aðeins þannig færð þú nægilegt súrefni og úthald til að sinna öðrum.


Þegar fyrirgefningin verður okkur um megn er gott að setja Guð inn í jöfnuna ..

Mikið hefur verð spáð og spekúlerað í fyrirgefningunni undanfarið.  Hvað fyrirgefningin tákni, hvort henni sé beint að öðrum eða sjálfum sér.  Rætt er um þessa stóru gjöf.

Vissulega gjöf fyrir þann sem fyrirgefur, en líka er gott þegar okkur er fyrirgefið af öðrum. Sérlega þegar það er gert af einlægni.

Reyndar er það svo að fæstir vilja þiggja fyrirgefningu nema hún sé gefin af heilum hug.

Hvað sagði Jesús á krossinum "Faðir, fyrirgef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gjöra" .

Við getum kannski snúið þessu upp á öll ofbeldis - og níðingsverk?  

Af hverju sagði Jesús ekki bara "Ég fyrirgef ykkur því að þið vitið ekki hvað þið eruð að gera" ..  

Kannski vegna þess að hann í hlutverki manns, með mannlegar tilfinningar, manns af holdi og blóði?  Kannski vegna þess að fyrirgefningin var honum um megn.  

Þegar að við upplifum sársaukann og/eða reiðina svo sterkt að það er ekki í okkar mannlega valdi að fyrirgefa  - þá getum við beðið Guð um að gera það.  Sumir kalla það að viðurkenna vanmátt sinn. 

Með því að varpa fyrirgefningunni til Guðs, erum við að sleppa takinu og upplifa frelsið. Sjá þú um þetta Guð, ég get þetta ekki - ég viðurkenni  það bara hér og nú, ég ætla ekki að þykjast vera ofurmannleg eða ofurmannlegur.

Við megum leggja þennan beiska bikar í hendur Guðs.  Það er gjöf Guðs til okkar.

forgiveness-quotes.jpg


Verum hendur Guðs, enginn getur hjálpað öllum en allir geta hjálpað einhverjum ...

Hætti við að hafa upphaflega fyrirsögn sem var; "Já, fandans Þjóðkirkjan" (fannst það bara óþægilegt!)  ;-) en ég veit bara að neikvæðar fyrirsagnir eru meira skoðaðir og mér finnst að þessi boðskapur eigi erindi við okkur öll. Mér finnst kirkjunni ekki veita af jákvæðu PR og leiðist að fókusinn í fjölmiðlum sé yfirleitt settur á neikvæðar hliðar hennar og hið góða fær minni eða enga athygli.  (Allt sem maðurinn kemur nálægt hefur sitt upp og niður). 

Ætla að skilja ykkur eftir með hann Ármann vin minn, sem er þarna vel dúðaður að tala við myndavélina.  Þetta verður líka mitt páskablogg, en er á leið í sveitina að hitta stórfjölskylduna með Simba ofurhund og frí frá tölvunni. 

 besta_kirkjan.jpg

 

 Verum hendur Guðs ...við getum ekki hjálpað öllum, en allir geta hjálpað einhverjum..

GLEÐILEGA PÁSKA ..og sumar!

 

 

 

 


"Hvað ef maður fer að efast um Jesú" ?

Ungur maður var með efasemdir um Jesú, og spurði mig þessarar spurningar. Hann hafði áhyggjur af því að hann ætti erfitt með að trúa á Jesú, sérstaklega þar sem nú væri hann búinn að horfa á myndir og heyra frásögur af trúarbrögðum sem innihéldu frásagnir sem væru svo líkar sögunni af Jesú. Efasemdir eru góðar, þær benda til þess að fólk sé að hugsa. 

Mín útlegging eða hugmyndafræði  er langt í frá hefðbundin, enda eigum við ekki að þurfa að trúa einhverju sem aðrir trúa, heldur því sem við sjálf trúum. Þess vegna get ég ekki svarað unga manninum með konkret svari: "sko staðreyndin er að Jesús er svona og Jesús er hinsegin." Við erum ekki að tala um staðreyndir heldur trú.  Þess vegna svara ég núna hvernig mín trú er: 

Ég álít að fólk þurfi að hugsa mun meira abstrakt og að Biblían sé í raun frekar abstrakt listaverk en kennslubók í lögum, félagsfræði, sagnfræði eða náttúruvísindum  til að mynda. 

Ef svo væri hefðum við sparað ógrynni í námgagnaframleiðslu og bókalistar skólanna yrðu einfaldaðir til muna. Félagsfræði 103 - Biblían,  Saga 103 - Biblían,  Náttúrufræði 103 - Biblían o.s.frv... 

Það er að sjálfsögðu margt í Biblíunni sem rúmast innan minnar hugmyndafræði um spurninguna:  "Hver er Jesús" og ætla ég að taka það sérstaklega fram hér. 

Guð hefur mörg birtingarform (meira að segja í Biblíunni)  og Guð gaf okkur trú, Guð gaf okkur skynsemi, Guð gaf okkur tilveruna - náttúru og andrúmloftið og Guð gaf okkur okkur sjálf.   Guð er s.s. bæði umvefjandi OG í okkur.  Guð gaf okkur EKKI trúarbrögð, við vorum einfær um að skapa þau. 

Jesús er birtingarmynd tengsla manns og Guðs. 

Á þessum tíma var þetta sett upp sem tengsl karlmanns og föður hans. Það skiptir engu máli, þetta getur líka verið maður og móðir hans eða kona og móðir hennar.  Kynið skiptir þarna engu máli - en gerði það á ritunartíma Biblíunnar. Til eru rit sem tala um móður jörð og föður himinn. Móðir jörð var strokuð út, en eftir stóð faðir himinn og er það auðvitað út af karllægum áherslum. 

Áður en einhver fer að súpa hveljur - þá vil ég ítreka að þetta er aðeins hvernig ÉG trúi þessu og er ekki að ætlast til að neinn annar geri það,  og ég tel ekki að það sé til ein RÉTT guðfræði,  við höfum öll okkar guðfræði út frá okkar nafla.  Að sjálfsögðu getum við séð guðfræði sem stemmir við okkar hugmyndir,  því ekkert er nýtt undir sólinni,   þó við höfum ekki endilega rekist á það. 

Í umræðu hjá Mofa nokkrum sem skrifar hér á blogginu þar sem hann hefur áhyggjur af því að hans heimsmynd sé að hrynja vegna þess að hvíldardagurinn sé ekki haldinn heilagur,  lesbía sé kjörin biskup o.fl. sem honum finnst ekki lögmálsvænt, skrifaði ég eftirfarandi og bæti hér ýmsu í:

Trúðu á tvennt í heimi.
Tign sem æðsta ber.
Guð í alheims geimi.
Guð í sjálfum þér.

Þetta ljóð er eftir Steingrím Thorsteinsson sem var uppi frá 1831 - 1851, svo hugmyndafræðin um Guð í sjálfum okkur eða vera af Guði er ekkert ný af nálinni. 

Í Biblíunni stendur:

"Sá sem er af Guði heyrir Guðs orð."  Jóh. 8:47 

Þið sem teljið ykkur trúa á Guð, hafið sjálfstraust til að bera til að trúa því að þið séuð af Guði og hafið Guð í ykkur. 

Horfum á stóru myndina, en liggjum ekki yfir smáatriðum. Smáatriði er eins og hvers kyns við erum, hverrar kynhneigðar eða hvaða litarháttur er á okkur.  Stóra myndin felur í sér að við erum manneskjur sem þurfum að lifa í sátt og samlyndi á einni jörð. 

Við erum öll jöfn fyrir Guði, og það sem þarf til að vera þjónandi leiðtogi er að vera virtur sem manneskja fyrir góð verk.  Þá skiptir kyn, kynhneigð eða hverjum viðkomandi er giftur - eða hversu oft viðkomandi hefur verið giftur nákvæmlega engu máli.  Það skiptir hins vegar máli hvernig við komum fram við aðra menn og konur, við maka og börn.  Viðmót okkar skiptir máli og verkin okkar skipta máli.

Kærleikurinn er það sem skiptir máli og það er STÓRA málið.

Hvort sem að Jesús var til eða ekki til, er nóg að hann sé til í huga okkar og við megum sjá hann eins og við viljum. Margir hafa aldrei lesið Biblíuna, en þekkja Biblíusögur og söngva. Eflaust er það "hollasta" myndin sem hægt er að hafa. Sú sem birtist í söngnum "Jesús er besti vinur barnanna" - á meðan að það er gott þá er það að sjálfsögðu í lagi. 

Jesús sagði hluti sem skipta mjög miklu máli fyrir trúna okkar.  Hann sagði sögu af miskunnsömum manni sem hjálpaði náunga sínum án tillits til lögmáls og trúarbragða. Bara vegna þess að náunginn þurfti hjálp. Aðrir mönn sem töldu sig bundna af lögmáli um að mega ekki snerta blóð t.d. gengu fram hjá honum.  Þeir hjálpuðu ekki manninum vegna þröngsýni og lögmálskenninga. Halló! 

Jesús benti líka á það að auðvitað mætti gera nauðsynjaverk eins og lækningar á Hvíldardegi, og tók það fram að  Hvíldardagurinn væri gerður mannsins vegna en ekki maðurinn vegna Hvíldardagsins. 

Þessi framangreindu atriði skipta einna mestu máli í allri minni Biblíulesningu. Jesús fór eftir EIGIN sannfæringu - og gaf fyrirmynd í því.  

Ef að barn væri að drukkna í laug á þriðjudegi og í Biblíunn stæði: Ekki bleyta fætur yðar á  þriðjudegi, skyldu menn hika við,  eða muna að kærleikurinn trompar allt?  .. Þetta er einfalt atriði, en samt sem áður er fólk sem er þannig forritað í dag að það trúir svona í blindni á ákveðna texta eða textabrot.  "Enginn verður verri þótt hann vökni." 

Æðsta boðorðið er um kærleikann, að elska Guð, elska náunga sinn og að elska sjálfan sig til að geta elskað Guð og náungann.  

Hvað með Jesú?  Ekki hafa áhyggjur hvort að Jesús var til eða ekki, ekki hafa áhyggjur af því hverju þú átt að trúa - trúðu ef þú trúir,  trúðu ekki ef þú trúir ekki.  En fyrst og fremst þarftu að lifa sem heil manneskja og koma fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig. 

Það er alveg nóg. 

Ef að seremóníurnar í kirkjunum eru farnar að virka hlægilegar eða vandræðalegar í augum þínum þá skaltu bara horfa á þær sem leikrit.  Það þarf ekki að skaða trú þína.  En auðvitað er gott að eiga kirkju þar sem við fáum innblástur,  gleði og fleira sem gaman er að innbyrða í samfélagi og þiggja sem nesti sem okkur vantar í daglegu amstri. 

 Það sem ég skrifa hér að ofan er ÉG - "Hvernig á ég að vera eitthvað annað" eða að hafa skoðanir annarra.  Um leið og ég fer að "hlýða" lögmáli sem ég er ósammála er ég ekki lengur ég.  Viljum við vera önnur en við erum?

Virðum rétt náungans til að vera hann, hún, það - á meðan hann brýtur ekki á náunga sínum, heldur elskar hann.  

Það á ekki að neyða Jesú upp á neinn - það er sjálfsagt að við segjum frá okkar hugmyndafræði - en að segja að eitthvað sé staðreynd sem við getum ekki sannað er ekki sérlega gáfulegt. Það getur verið staðreynd í okkar huga og fullvissa, en það þarf ekki að vera það hjá öðrum. 

Það er mikilvægt að kenna börnum frá grunni gagnrýna hugsun og leyfa þeim að finna síðan út hvað þau vilja gera og jafnframt læra af þeim og þeirra hugsanagangi.

Aðal málið er að upp vaxi góðar og sterkar manneskjur sem þora, mega og vilja vera þær sjálfar. 

Að hlýða Guði er ekki endilega að taka upp orð í bók og fara eftir því, það er að trúa því að við séum sköpun Guðs og að okkur sé gefin sú skynsemi og það hjarta að gera gott okkur og náunga okkar til heila.  

Allt hér niðurskrifað er mín sýn,  ég virði annarra sýn á meðan hún er ekki slík að hún bitni á meðbræðrum og systrum eða verði til fordóma í þeirra garð.  


Trúfrjáls ?

Mér var tilkynnt það af trúlausum að þeir notuðu orðið trúfrjáls um sig vegna þess að það væri frelsi frá trú.

En er frelsi alltaf notað í þeirri merkingu um að hafa frelsi frá einhverju? 

Er ekki jafn rétt að nota trúfrjáls um það að hafa frelsi til trúar?  

Set hér uppáhaldið mitt með; 

 

Ó, hvílíkt frelsi að elska þig! 

 

 


Af hverju má ég ekki vera trúhneigð?

Ég er trúhneigð. Já, mér finnst gott að trúa á Guð. Sumir eru inni í skápnum með það því þeir eru hræddir um að það sé asnalegt og það sé gert grín að þeim. Sú hræðsla er ekki að tilefnislausu, því það þykir svona frekar "lame" í sumra augum að vera trúaður og vera eitthvað að tala um það yfirhöfuð eða opinbera.

Svo er það náttúrulega þannig að sumir fullyrða allt illt sé framkvæmt af trúhneigðum. Þeir halda að mín trúhneigð felist í því að ég sé að fremja níð á börnum, smali þeim nauðugum viljugum inn í sunnudagaskólann troði lygi ofan í hálsinn á þeim og lesi yfir þeim helvítisprédikanir. "Submit or burn" segir felumaðurinn DoctorE að ALLIR trúhneigðir segi við litlu saklausu börnin. Hann er þá eflaust að vitna í eitthvað brjálað myndband sem hann hefur grafið upp í leit sinni að einhverju vondu um trúhneigða. Svo sannarlega finnur hann eitthvað vont, en ef hann færi í leit að myndböndum um trúlausa ætli hann fyndi engin voðaverk framkvæmd af þeim. Er heimurinn ekkert nema sól og gleði og valhoppandi DoctorarE-ar í kærleikshalarófu í anda Lotusdömubinda ef að trúhneigðum er útrýmt?

Öll voðaverk heimsins eða a.m.k. langflest eru skv. "þeim sem vita betur" framkvæmd af trúhneigðum og þess vegna vilja þeir af-trúa mig. Þeir telja nefnilega að trúhneigð sé svo hættuleg að hún sé hættulegri en að reykja sígarettur og vilja bjarga trúhneigðum frá sjálfum sér og öðrum.

Ég elska samkynhneigða, gagnkynhneigða, tvíkynhneigða, sjálfkynhneigða, ókynhneigða, trúhneigða og ótrúhneigða alveg jafn mikið. Ég fatta ekki hvað trúhneigð eða kynhneigð kemur við hvort manneskjan telst ill eða góð. Allir þurfa að bera ábyrgð á eigin illsku og samkynhneigðir eru ekkert verri  eða betri en annað fólk vegna kynhneigðar  og trúhneigðir eru  hvorki verri né betri vegna trúhneigðar.

Það kemur hneigðinni bara ekkert við. Ef fólk er vont er það vont, ef fólk er vitlaust er það vitlaust, ef fólk er gott er það gott.

Auðvitað eru til sumir trúhneigðir sem stunda ofbeldi og segja það sé vegna þess að þeir séu trúhneigðir að ofbeldisguði sem segi þeim í Biblíunni að dæma fólk  t.d. með aðrar hneigðir og þeir séu sko miklu betri en hinir því þeir séu með rétta hneigð "DÖH" .. við önsum essu ekki.

Á hvaða öld lifum við? Lifum við árið 0 eða 2009? Eigum við að fara eftir símaskrá sem var skrifuð árið 0?  Hver ætli svari?  Það þarf að fatta að það er búið að endurnýja símaskrána. Reyndar engir símar árið 0 en það er aukaatriði ;-)

Live and let live og látum hvort annað í friði með trú eða trúleysi okkar .. virðum lífsskoðanir og lífsgildi náungans ... Að sjálfsögðu berjumst við gegn hinu illa, það er til gott fólk í öllum trúarbrögðum og gott fólk í Vantrúarbrögðum (sem eru ekki trúarbrögð, svo ég særi nú engann)  ..  Vinnum saman að hinu góða og berjumst gegn hinu illa, en verum ekkert að pæla hvar í flokki við stöndum, já já konan bjó til mengi  í blogginu á undan - en það var bara til að leika smá ..  búum nú til eitt sammengi þar sem hið góða fær að þrífast og pælum ekki í hneigð hvers annars ..  Á að vísu við í pólitíkinni líka, en það er efni í annað blogg..

Give peace a chance .. InLove

p.s. mig langar að biðja þá sem ætla sér að skrifa og eru eitthvað reiðir, leiðir eða sárir, að anda djúpt finna hvað það er yndislegt að vera á lífi og tjah.. bara taka þetta svolítið á "chillinu" .. 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband