Samtal við Guð

Ef þú kafar djúpt í trúna verður hún andleg, sama í hvaða trúarbrögð þú leitar.

- Ef þú skoðar aðeins grunnt, lest aðeins grunnt og skoðar aðeins yfirborðið,  verður trúin aldrei annað en hugmyndafræði.  (þá verður trúin hvorki einlæg né heiðarleg). 

Trúarbrögð geta því verið inngöngudyr til andlegs lífs,  en þau geta einnig virkað til að loka á andlegt líf.   

-  Við getum flokkað okkur sem kristin, en virðum leiðir annarra að Guði. 

Það hefur enginn einkaleyfi á Guði. 

Það er ekki okkar að skapa Guð í okkar mynd (eins og reyndin hefur oft verið)  við erum sköpuð af Guði í Guðs mynd.    

Guð ER og þú ERT.  Það er alveg nóg og þú ert nóg

Að þekkja sjálfa/n sig er að þykja vænt um sig, - elska sig

Því þú ert bara barnið sem fæddist í þennan heim, - þú ert ekki starfið þitt, þú ert ekki hlutverkið þitt, stétt eða staða. 

Þú þarft að koma fram við þig af þeirri elsku sem þú myndir koma fram við barnið sem þú varst við fæðingu.   

Að þekkja sjálfan sig er að þekkja vilja sinn. Vilji Guðs er vilji þinn. (Þinn raunverulegi vilji, sem stundum er erfitt að kannast við þegar við vitum ekki einu sinni hver við erum.)

Þess vegna segjum við í Faðirvorinu: "Verði Þinn vilji" .. 

Streitumst ekki á móti vilja Guðs, vilja sem er okkar raunverulegi vilji. 

Ef þú veist ekki hvað þú vilt, þá spurðu Guð og hlustaðu vel. Taktu út allt sem stelur athygli þinni frá þér,  sjónvarp, blöð, útvarp.  Gefðu þér næði og gefðu þér frið.  Kveiktu kertaljós og upplifðu sjálfa/n þig með Guði.  Ekki reyna neitt,  hættu stríðinu og leyfðu andanum að flæða. 

Þannig myndar þú skjól, næði -  þar sem þú getur átt þitt einkasamtal við Guð.

candlelight_1117350.jpg

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Fékk þessa athugasemd á Facebook, en langar að færa hana hingað:

"Guð er sannleikur, kærleikur og lífið.. þar sem er sannleikur, kærleikur og líf.. þar er Guð.. Í flest öllum trúarbrögðum er einhver sannleikur.. þó mis mikill... en það var Jesús sem sagði.. ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið.. engin kemur til föðurinn nema fyrir mig.. þar sem "sannleikur" er, þar er frelsi.."

Hefðbundin túlkun er eflaust að trúa því að það sé engin leið að Guði nema í gegnum Jesú Krist.  Ég hef oft heyrt þessa skýringu að það sé aðeins til ein rétt leið og það sé í gegnum Jesú, því að hann sé sannleikurinn. 

Hvað með það fólk sem hefur aldrei heyrt um einstaklinginn Jesú Krist?  Er þá búið að útiloka það frá Guði? -  

Ég túlka þennan texta þannig að leið Guðs sé í gegnum manninn.

Guð er á sem er djúp og breið og hún rennur til mín og hún rennur til þín.

Eins og Guð varð maðurinn, manneskjan Jesús tók á móti sannleikanum, verðum við sem manneskjur að taka á móti Guði, á móti sannleikanum. 

Hver og ein manneskja er sönn, en vill oft týna sjálfri sér - týna sannleikanum. Jesús var sannur og Jesús var heill. Það er þegar við finnum okkur, komum heim til okkar að við komum til Guðs, komum til sannleikans og verðum heil.

(þetta er djúpt - en það þarf að kafa djúpt). 

Jóhanna Magnúsdóttir, 22.10.2011 kl. 11:34

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 22.10.2011 kl. 11:35

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Smá umorðun: Hver og ein manneskja er sönn (enda sköpuð í Guðs mynd), en þegar hún hefur fjarlægst sjálfa sig þá hefur hún fjarlægst Guð - fjarlægst sannleikanum. Jesús var sannur og Jesús var heill. Það er þegar við komum heim til okkar að við komum til Guðs, komum til sannleikans og verðum heil.  Guð sem kom fram sem maðurinn Jesús var að gefa fyrirmynd um leiðina, - það er varla hægt  að útiloka aðra, sem t.d. aldrei hafa heyrt eða lesið um Jesú frá Guði.

Við mannfólkið erum í raun alltaf í leit að Guði, leitum í maka okkar, leitum í afþreyingu, leitum í alls konar fíknir - meira að segja í súkkulaði! -  En hvaða tilfinning er það í raun.  Er það ekki bara tómið þar sem plássið fyrir Guð er? - 

Heil manneskja tekur á móti heilli manneskju. 

Par er ekki tveir hálfir einstaklingar, heldur tveir heilir. 

Heil manneskja er manneskja sem er heiðarleg við sjálfa sig og aðra. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 22.10.2011 kl. 11:45

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Smá meðvirknilærdómur í viðbót:

Jesús er fyrirmynd fyrir allar manneskjur, Guð í mannsmynd:  - þú ert vegurinn, sannleikurinn og lífið, - og þú kemur til föðurins fyrir þig (ekki fyrir aðra og ekki vegna þess að þú last það í bók)  - því að þú ert sköpuð/skapaður (eins og Jesú) í Guðs mynd. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 22.10.2011 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband