Trúfrjáls ?

Mér var tilkynnt það af trúlausum að þeir notuðu orðið trúfrjáls um sig vegna þess að það væri frelsi frá trú.

En er frelsi alltaf notað í þeirri merkingu um að hafa frelsi frá einhverju? 

Er ekki jafn rétt að nota trúfrjáls um það að hafa frelsi til trúar?  

Set hér uppáhaldið mitt með; 

 

Ó, hvílíkt frelsi að elska þig! 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hvar er DoctorE?

Jóhanna Magnúsdóttir, 19.1.2010 kl. 19:35

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Já. Frelsi frá höftum. Frelsi til að gera.

Trúfrelsi þýðir náttúrulega að viðkomandi hefur val um að trú einhverju, trúa engu, trúa öllu, eða trúa ekki einhverju. 

Er þetta eitthvað flóknara?

Hrannar Baldursson, 19.1.2010 kl. 19:40

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Frelsi til að velja... að gera eitthvað eða gera ekki

Jónína Dúadóttir, 19.1.2010 kl. 19:44

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ekkert flókið fyrir mér reyndar, og ég túlka þetta eins og þú Hrannar. 

Viðræðufélagar mínir voru hins vegar búnir að "eigna" sér hugtakið á þann hátt að trúfrjáls þýddi trúlaus - punktur.  

Væri gaman að fá einhvern af þessum höfðingjum til að rökstyðja það. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 19.1.2010 kl. 19:51

5 identicon

Frelsi til trúar vs að vera trúfrjáls er ekki sami hluturinn... obvious fyrir alla sem hanga ekki í bókstafnum..
Fyrir utan það að þið segist telja ykkur hafa frelsi til að trúa því sem þið viljið.. sem er ekki alskostar rétt... þið eruð forrituð til að trúa á Sússa & Gudda.. rétt eins og ef þið ættuð heima í Saudi þá væruð til forrituð í að trúa á Alla og Mumma;
Reyndar eru Alli og Guddi sami gaurinn.. aðeins Mummi og Sússi aðskilja ykkur.... hvernis sem það nú er þá eruð þið hlekkjuð í málgagn fornmanna.

Ta da

DoctorE (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 22:06

6 identicon

Ég tel orðið trúfrjáls eiga vel við þann sem er laus undan kennisetningum trúarbragða... ekki endilega að vera laus frá því að bera einhverskonar trú í brjósti.

Eins og ég hef sagt áður þá trúi ég á tilvist mína... en ég efast um allt sem skrifað er í bækur :)

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 22:14

7 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Þarna sérðu Jóhanna, það er ekki nóg með að ég sé búinn að skilgreina þig sem guðlausa, heldur viltu nú sjálf fara að kalla þig trúfrjálsa ofan á það.

Skynsemin verður ekki hamin!

Kristinn Theódórsson, 19.1.2010 kl. 22:15

8 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Trúfrelsi, sem stjórnskipaður réttur er ávöxtur baráttu prótestanta í evrópu. Þetta flyst með þeim yfir til N-Ameríku.

Sem sagt réttur "kristinna" til að hafa þá útgáfu trúar sem þeim hentaði. Á þeim tíma var "guðleysi" ekki inni í myndinni sem eiginlegur valkostur. Gyðingar voru lengi litnir hornauga enda trú þeirra tæplega "viðurkennd". Heiðingjatrúboð varð ljúf skylda. Ekkert trúfrelsi í nýlendunum takk.

Tuttugasta öldin hefur í raun gefið "guðleysingjum" þá hugmynd að trúfrelsi felist í því að trú eigi helst ekki að sjást og heyrast nema í lokuðu rými svipað og "reykherbergi" á sjúkrahúsi.

Umræðan er farin að snúast um þetta að miklu leyti. Persónuleg trú er ekki lengur um innileika trúarinntaksins heldur í bókstaflegri merkingu: þetta kemur þér einum við og láttu mig í friði.

- Svona ætlar þetta trúfrelsi að snúast í höndunum á okkur. Kristnir menn vilja í orði styðja trúarviðleitni annara trúarbragða en okkur er í raun mein illa við að fá moskur inn í landið. Ekki svo mikið af trúarástæðum heldur af félagslegri tortryggni, sem er skiljanleg en þetta finnst "guðleysingjunum" gott á okkur! Búddistar og Hindúistar eru betur liðnir vegna þess að þeir ógna ekki félagslegum gildum okkar. Á þetta jafnt við kristna og guðleysingjana.

Kristni er orðin samheiti yfir ansi margbreytilega trúariðkun og þakkar maður það trúfrelsinu. Nýjasta útgáfa af "kristni" er Siðment og líklega Vantrú. Þetta er allt sama tradisjónin. Tradisjón er það sem blífur. Það er samt enginn að segja að menn eigi að viðurkenna það. Það mega allir hafa sína trú í friði fyrir mér.

Gísli Ingvarsson, 19.1.2010 kl. 22:18

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Kristinn, ég veit að þú ert Jóhönnutrúar, það nægir mér

Jóhanna Magnúsdóttir, 19.1.2010 kl. 22:53

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Og þarna kom DoctorE, what kept you away? Oh you were praying.

Jóhanna Magnúsdóttir, 19.1.2010 kl. 22:54

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ólafur,  já, skemmtilegra að trúa á eigin tilvist - og friðarboðskapurinn blívur.

Jóhanna Magnúsdóttir, 19.1.2010 kl. 22:55

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Gísli, þetta er svo heavy innlegg hjá þér - verð að kommenta á það þegar ég er ekki svona syfjuð og í áfallastreituröskun eftir tapleikinn áðan.

Jóhanna Magnúsdóttir, 19.1.2010 kl. 22:56

13 identicon

Gísli fór alveg í köku þegar hann fer út í að bera saman yfirnáttúrulega trú og siðmennt/vantrú; Hann stimplaði sig algerlega út.
Atheismi er raunverulega ekki til.. þetta er ekkert annað en margir einstaklingar að berjast gegn dogma fortíðar.. og einnig nútímans.. eins og td vísindakirkju, sem var sköpuð af álíka vitleysing og önnur trúarbrögð...
Þegar trúarbrögð deyja út.. þá deyr atheismi með ...

Hver og einn má alveg eiga sína trú.. en þegar skipulag eru komið á sauðina, pólitík + að menn eigi að dansa eftir pípu einhverra fantasíu, sníkjandi peninga, lofa lækningum... þar verður að setja stopp á.

DoctorE (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 22:57

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

DoctorE ég skal senda þér góða strauma og dreyma eitthvað fallegt fyrir þig og framtíð þinni.

Spái að þú getir ekki hætt að reykja og munir aldrei koma út úr skápnum sem trúmaður, ég er ótrúlega góð spákona.

Þú færð þó lækningu við þráhyggjunni ef þú tekur brokkolípillurnar frá Brasilíu.  

Jóhanna Magnúsdóttir, 19.1.2010 kl. 23:20

15 identicon

Auðvitað get ég hætt að reykja.. meira að segja cold turkey, bara áskorun og skemmtilegt.

Það er röng greining að segja að ég sé með þráhyggju.. amk hafa trúaðir alls ekki efni á að segja slíkt um mig... ekki er ég með tilbeiðsluhallir, sníkjandi peninga um allar trissur, lesandi sömu bókina dag efitir dag.. ár eftir ár.. ekki klæðist ég furðufötum.. svona eins og stökkbreyttur lundi í himnadildó.. öskrandi eftir undirgefni við súper mega lundann í bjarginu að handan..
Trúaðir eru þráhyggju fólk dauðans..
:)


DoctorE (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 23:56

16 Smámynd: Zaraþústra

Það er hefð fyrir því að nota orðið um frelsi til þess að aðhyllast ákveðna trú eða frelsi undan því að vera ekki kúgaður til þess að trúa einhverju ákveðnu (eins og þegar börn eru sjálfkrafa sett í trúfélag móður sinnar, oft ánvitneskju foreldra).  Þannig gæti verið merkingarmunur á orðinu eftir skilningi einstaklinga, ef marka má vangaveltur hugmyndafræðingsins Isaiah Berlin. Ef einhver kýs að nota orðið í annarri merkingu, til dæmis um að vera frjáls undan trú með öllu, ætti hann að gæta þess að skilgreina það vel í upphafi máls.  Hins vegar væri það óráðlegt, enda betra að nota þau orð sem við höfum fyrir og allir skilja.  Ef einhver notar orðið svona myndi ég benda honum á að lesa ritreglur Orwells (þó þær eigi við enskt mál, má yfirfæra margt af þeim yfir á íslensku).

Zaraþústra, 20.1.2010 kl. 02:48

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki trúfrelsi líka frelsi frá lögskipaðri og ríkistyrkri trú?  Frelsi frá því að vera skráðurómálga í trúfélög og skilgreindur og dreginn í dilka eftir trú foreldra? Frelsi frá trúarinnrætingu í skólum.  Frelsi til að marka sér afstöðu þegar fólk hefur vit og þroska til.

Þann skilning legg ég í trúfrelsi.  Það hefur verið baráttumál trúlausra og jafnvel sumra trúaðra, en ekkert virðist þokast í skilningi á því. Á meðan erumvið ekki trúfrjáls. Trúlausirhafna allri yfirnáttúru og innrætingu í þá veru og telja sig því frjálsa frá þessum dogmatísku þrætubókum, sem trúfélög og trúarbrögð hrærast í.

Ég er trúfrjáls.  Þú ekki.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.1.2010 kl. 06:32

18 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það sem ég á við, er að þú ert skilyrt inn í lögbundna trúarstefnu og verð hana. Ég hef hafnað slíku ófrelsi.  Ég hef hafnað því að skattpeningar mínir fari í að fita þennan fjóspúka.

Í gær var alþjóðlegur bænadagur. Sérstakt átak þar sem trúarhópar innan kristni ákvaðu að slíðra sverðin í einn dag til að biðja saman. Það segir manni ýmislegt, þegar það þarf sérstakt átak og opinbert vopnahlé til að fá þetta fólk af kverkum hvers annars.  Ef þú vilt líkja þessu við frelsi, þá er það að sjálfsögðu þitt mál.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.1.2010 kl. 06:37

19 identicon

Alþjóðlegur bænadagur... það er svona eins og ef fangar í útrýmingarbúðum myndu biðla til fangelsisstjóra að henda þeim ekki í ofnana... Munið Guddi er líka með ofna sem hann hendir andstæðingum sínum og þeim sem eru honum ósammáli í...

Staðreynd samkvæmt biblíu...

DoctorE (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 09:15

20 Smámynd: Arnar

Ef þú ert meðlimur einhverra skipulagðra trúarbragða þá ertu ekki trúfrjáls, því öll (amk. flest) skipulögð trúarbrögð útiloka öll hin.  Um leið og þú ert meðlimur í ákveðnum trúarhóp þá ertu ekki lengur trúfrjáls.  Þú hefur hinsvegar fullt frelsi til að trúa hvaða bulli sem er, svo framarlega sem það skaðar ekki aðra.

Mér finnst trúfrjáls hinsvegar ekkert sérstaklega gott orð.

Einhverjir hópar (erlendis) hafa tekið upp á því að kalla sig Brights

What is a bright?

  • A bright is a person who has a naturalistic worldview
  • A bright's worldview is free of supernatural and mystical elements
  • The ethics and actions of a bright are based on a naturalistic worldview

Arnar, 20.1.2010 kl. 15:27

21 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Skrítið að hér sé hvergi vísun í freethinkers.  Ég get svo svarið að ég hafi bent þér á það hugtak í umræðu um daginn. 

Matthías Ásgeirsson, 20.1.2010 kl. 16:21

22 identicon

Tilhvers á aðeins maðurinn trú?

Allar aðrar lífverur kæra sig kollóttar.

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 16:53

23 identicon

Það er fullt að fólki sem er ágætlega "bright-freethinkers"  og sér guðdóm í allri náttúrunni... guð er varla náttúrulaus ef náttúran er er ytri birting guðdóms... væri ekki nær að ætla að maðurinn hafi ekki skilning á allri náttúru og kallar það sem hann ekki skilur "yfir-náttúru".....

En það breytir því ekki að skipulögð trúarbrögð er valdapýramídi ... ef menn geta losað sig við kennivald-prentsvertunnar og kennivald trúarbragðanna er nokkuð víst að auðveldara er að sjá hlutina í skýrara ljósi.

"Freethinkers" er ágætis orð og hentar hvort sem menn leita dýpri skilnings á tilveru sinni eða ekki.

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 17:07

24 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Freethinkers >  Fríhyggja > Vantrú eða skynsemistrú ..

En er trúfrelsi sama og fríhyggja?   Ef við segjum að það ríki trúfrelsi á Íslandi, ríkir þá vantrú eða skynsemistrú á Íslandi?

Jóhanna Magnúsdóttir, 20.1.2010 kl. 17:59

25 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Matti, jú, jú, þú varst búinn að benda á þetta - ég vildi bara skilja allt eftir opið og leyfa fólki að koma með sitt og þar af leiðandi þér þína "Freethinkers"

Jóhanna Magnúsdóttir, 20.1.2010 kl. 18:00

26 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Svo getur trú verið býsna opið hugtak, það er að segja það er hægt að hafa sína trú sem er þín eigin uppskrift, en að sjálfsögðu úr fyrirliggjandi hráefnum.

Jóhanna Magnúsdóttir, 20.1.2010 kl. 18:02

27 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Jón Steinar; þú hefur frelsi frá, en ég hef frelsi til.  Trompar frelsi frá einhverju frelsi til einhvers?

(stal þessu með trompið frá þér)

Jóhanna Magnúsdóttir, 20.1.2010 kl. 18:06

28 identicon

Ég endurtek Jóhanna. .að vera trúfrjáls er ekki það sama og trúfrelsi
Og plís hættið að reyna að skeita TRÚ aftan eða framan við það sem er ekki trú.

Á íslandi er ekki fullt trúfrelsi.. ekki á meðan hér er ríkistrú og sjálfvirk innskráning í trúarbrögð, ekki á meðan ríkið pungar sérstaklega undir suma kufla...
Eina hlutverk ríkis í trúabrögðum er að hafa eftirlit með þeim.. td með því að loka á þá sem selja veiku fólki hallelúja lækningar...

DoctorE (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 18:11

29 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Já, já, DoctorE þú ert frjáls til að trúa hverju sem þú vilt 

Ég er nú svona að stríða í aðra röndina, en ég er ekki sannfærð um að orðið trúfrjáls sé einkahugtak trúlausra. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 20.1.2010 kl. 19:33

30 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kíkti hér inn í sakleysi mínu, hér sé stuð   guði sé þökk fyrir frelsið sem ég bý við.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2010 kl. 19:40

31 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Freethinkers voru einmitt ekkert endilega trúleysingjar, en þeir börðust gegn ofríki kirkjunnar og fyrir frelsi manna.

Matthías Ásgeirsson, 20.1.2010 kl. 21:06

32 identicon

Bara að muna það Jóhanna mín að þegar þú eða einhver segir að við sem trúum ekki á guði séum trúaðir.. þá eruð þið bara kjánaleg, svona eins og þessi nunna sem segir að trúlausir séu trúlausir vegna þess að við séum hræddir við guð... við erum svo rosalega hræddir við það sem er EKKI til, við hlægjum að þessu guðatali ykkar :)
http://news.bbc.co.uk/2/hi/programmes/newsnight/8171293.stm

Nunnan er náttlega snargeðveik.. klædd eins og ruglukollur úr the twilight zone.. og GIFT ZOMBIE úr skáldsögu.. gerist ekki mikið geggjaðra en þetta :)

DoctorE (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 22:49

33 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Ef ég má vera ósammála mínum trúlausu skoðanabræðrum að þessu sinni þá finnst mér "trúlaus" miklu betra og skýrara en "trúfrjáls" og ef það fer fyrir brjóstið á trúuðum eða veldur misskilningi finnst mér sjálfsagt að nota einfaldlega "trúlaus".

Á sama hátt megið þið trúuðu kannski hætta þessum útúrsnúningum að halda því fram að við trúlausir séum víst trúaðir. Það er jafn fráleitt og að við værum stöðugt að staglast á því að trúaðir séu í rauninni ekkert trúaðir.

Og eiginlega virðingarleysi við það trúfrelsi sem þið segið að ríki hér - en ég get verið sammála Doktor og fleiri að það mætti vera meira - að geta ekki viðurkennt okkar skoðanir.

Valgarður Guðjónsson, 21.1.2010 kl. 10:46

34 identicon

Ég kýs frekar að líta á mig sem trúfrjálsann einstakling en trúlausann. Það er í raun ekki til neitt sem heitir trúleysi.

Skilgreining trúaðra á trúfrjálsum sem trúleysingjum er eins og að kalla einhvern sem aðhyllist ekki kapítalisma "kapitalistaleysingja". Það að við aðhyllumst ekki ykkar dogma er í raun forréttindi sem við þökkum fyrir frekar en vöntun á einhverju.

Okkar frelsi frá þröngsýni gefur okkur í raun þá yfirsýn að geta dæmt fólk útfrá gjörðum þeirra án þess að setja eitthvað gervisiðferði sem mælistiku. Tökum lækna án landamæra versus trúboðalækna. Læknar án landamæra hjúkra fólki allstaðar án nokkura skilyrða. Trúboðalæknar blanda alltaf guði inn í hjúkruninna og nýta sér fáfræði fólks til að breiða út boðskap sem er í raun óþarfur.

Gissur Örn (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 17:08

35 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Ekki veit ég hvernig á að svara þessu:

Það er í raun ekki til neitt sem heitir trúleysi.

og þessu:

...einhvern sem aðhyllist ekki kapítalisma "kapitalistaleysingja"

af fullri kurteisi, ég skal reyna.

Það að trúa ekki á neitt, aðhyllast engin trúarbrögð, er trúleysi.

Og kapitalisma samlíkingin er auðvitað fráleit, kapitalismi er ein stefna í stjórnmálum. Þessi líking ætti kannski við ef trúlausir kölluðu sig "kristnilausa", en það er ekki málið, við trúlausir erum ekki að hafna einni trú, heldur öllum.

Ég veit ekki hvort þetta er vísvitandi útúrsnúningur, einfaldlega greindarskortur eða minnimáttarkennd að geta ekki skilið og viðurkennt trúleysi sem afstöðu.

Valgarður Guðjónsson, 21.1.2010 kl. 17:57

36 identicon

Takk fyrir kurteisina Valgarður

Þá skal ég sýna þér sömu kurteisi og þú sýndir mér.

Það er ekki hægt að trúa á ekki neitt. Allir trúa á eitthvað. Hvort sem það er að trúa á sjálfan sig, Guð, náttúrulegt val, pabba sinn eða þúsundir annara hluta sem fólk gerir að sannleikanum sínum í lífinu. Ergo það er ekki hægt að vera trúlaus. 

Að aðhyllast ekki á ákveðið trúkerfi sem kallast trúarbrögð er ekki nálægt því að vera trúleysi og í raun afhjúpar þú þröngsýni þína með yfirlýsingunni þinni um þetta.

Kapítalismi er ekki ein stefna í stjórnmálum heldur ákveðin kenning. Þú getur til dæmis ekki kallað social demókrata kapítalista né kommúnista. Þeir eru sambland að því ásamt fleirri kenningum.

Ekki það að ef þú vilt endilega kalla þig trúlausan vegna þess að þú aðhyllist ekki skipulögð trúarbrögð þá er það auðvitað þinn réttur. 

Ég kýs að kalla þetta trúfrelsi.

Að virkilega halda að ég sé ekki að viðurkenna trúleysi sem afstöðu þó ég kalli sama hlutinn annað segir kannski meira um greindaskort og minnimáttarkend þína en mína. Lestu það sem ég skrifaði aftur.

Ég tek dæmi um lækna sem stunda fag sitt án þess að láta trúarbrögð trufla. Ég set út á trúboðalækna. Hvernig er ég að snúa útúr?

Gissur Örn (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 18:38

37 identicon

Gissur er ekki í lagi hjá þér.. þú ert að bera saman epli og appelsínur.. að trúa á sjálfan sig, mannkynið.. er ekki sambærilegt við að trúa á himnapabba, álfa og tröll, galdra og voodoo...
Við sem erum trúlausir/frjálsir höfnum tilvist guða og yfirnáttúrulegs rugls.. ekki hægt að bera saman við að aðhyllast einhver stjórnmál eða annað sem er í raunveruleikanum..
Við trúum ekki á þróun/náttúruval á sama máta og fólk sem trúir á guði, drauga og forynjur..

Heldur þú virkilega að þetta snúist bara um að trúa ekki á skipulögð trúarbrögð.. sheesh

DoctorE (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 19:33

38 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Það er ekki hægt að trúa á ekki neitt

Víst.

Allir trúa á eitthvað.

Nei.

Ég veit fyrir víst að ég trúi ekki á neitt. Mér er fyrirmunað að skilja þá takmörkun hjá þér að geta ekki eða vilja ekki skilja það - eða skilja og vilja ekki viðurkenna.

Þú getur ekki mögulega fullyrt að þú vitir betur um mína afstöðu en ég. Það er útúrsnúningur... og reyndar eru til miklu kjarnyrtari og meira viðeigandi lýsingarorð.

Þetta eru álíka vitlaust og segja "allir halda með einhverju fótboltaliði".

Já, og þetta röfl um lækna og kapítalisma kemur málinu auðvitað nákvæmlega ekki neitt við.

Valgarður Guðjónsson, 21.1.2010 kl. 20:22

39 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Valgarður og Gissur Örn

Þið eruð bara að reka ykkur þrönga og víða skilgreiningu á orðinu trú.

Gissur kallar alla afstöðu til lífsins trú, Valgarður kallar það trú að trúa á yfirnáttúru af einhverju tagi.

Það er að sjálfsögðu ónákvæmt að kalla trú á yfirnáttúru trú í sama skilningi og að finna hvatningu í einhverju jarðbundnu, en þann leik vilja samt margir leika.

Trúleysi er vitaskuld sú hugmynd að maður trúi aðeins á hluti sem sannanlega finnist. Hitt er útúrsnúningur, þó Gissur meini ábyggilega vel.

Kristinn Theódórsson, 21.1.2010 kl. 20:58

40 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Má vera... og sennilega rétt, en af hverju að skilgreina "trú" út úr öllu korti til að geta fullyrt að ég sé trúaður? Af hverju ekki að nota hefðbundna skilgreiningu og viðurkenna einfaldlega að ég ég er trúlaus? Svo má tala um lífsskoðun eða afstöðu til lífsins í réttu samhengi.

Valgarður Guðjónsson, 21.1.2010 kl. 21:34

41 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Frelsi er einfaldlega eitthvað sem þú hefur val um. Frelsið nær hins vegar aldrei lengra en að næsta manni - að mínu mati.

En talandi um elsku.... stendur þá ekki einhversstaðar í Biblíunni að þú megir elska guð. Þú þarft þess ekki en þú mátt það.

Það er ákveðið frelsi ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 21.1.2010 kl. 22:40

42 Smámynd: Jakob Andreas Andersen

Valgarður

Það er nú frekar einfalt. Þú trúi á lifsskoðun þinn, ekki satt. Þú munir ekki segja að þú veist að lifsskoðun þin sé sönn.

Ef við tökum húmanisma sem dæmi, svo er hún með einskonar "trúarsetningar", sem hægt er að lesa um í Amsterdam Declaration 2002. Bíblían er líka með trúasetningar.

Það er ekki hægt að sanna eða afsanna húmanisma. Nákvæmlega eins og það er ekki hægt að sanna eða afsanna tilvist Guðs. Ef þú væri húmanisti þá væri skoðun og afstaða þín til hlutar í tilverunni háð lifskoðun þin (húmanisma). Fólk sem trúa á Guð, Allah og Buddha hafa skoðun og tekur afstaða samkvæmt trú þeirra.

Líkleg er það ekki rétt að segja að þú serð trúaður ef það merkir að vera andlega sinnaður. En skoðun þín og afstaða til tilverans er þó háð það sem þú trúi á.

Jakob Andreas Andersen, 21.1.2010 kl. 23:16

43 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Það er einhver meinloka í Jakobi hvað varðar húmanisma.

Það er ekki trúað á neitt í húmanisma sem ekki er hægt að sanna að sé til, aðeins er trúað að stefnur sem erfitt er að sanna að séu besta leiðin, en margt bendir þó til.

Jakob er bara að halda áfram með undarlega vítt skilgreinda trú, þótt oft sé búið að benda honum á takmarkaða merkingu slíks.

Það er nefnilega vel hægt að sanna og sannreyna flest gildin sem húmanismi byggir á, og restina má færa góð rök fyrir, sem eru þó varla trúarstökk heldur val.

Að líkja kennisetningum trúarbragða við húmanisma er ágæt tilraun, en fremur merkingarlítil. Það er enga fullyrðingu um skapara eða vilja tilverunnar að finna í húmanisma, aðeins reglur um hvernig menn telja best að fara með hverja aðra.

Ég legg til að við reynum að gera ekki hverju öðru hluti sem við viljum ekki að séu gerðir okkur. Við "trúum" á ágæti þeirrar hugmyndar

Hvað hefur þetta með trú í trúarbragðalegum skilningi að gera?

Kristinn Theódórsson, 21.1.2010 kl. 23:28

44 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Halló Hafnarfjörður, hér hafur spunnist frjálst tal um trú, trúleysi o.fl. og ber að þakka þátttökuna.

Trú er opið hugtak eins og ég sagði einhvers staðar miklu ofar. 

Til dæmis er átrúnaður annað en að trúa einhverju. Við getum trúað að það séu til álfar (eins og DoctorE, sem ég held að sé álfur) og svo getum við trúað á eitthvað. 

Svo getum við haft trú á fólki t.d. eða hugmyndum. 

Trúarbrögð eru svo sér kapítuli. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 22.1.2010 kl. 00:00

45 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Skil ekki þessa þörf fyrir að skilgreina "trú" sem eitthvað annað en hún er. Það er miklu auðveldara að ræða hlutina ef við köllum "trú" "trú" og "lífsskoðun" "lífsskoðun".

Þetta er einhvern veginn eins og að detta inn í umræðu um skák og hluti hópsins er alltaf að skilgreina handbolta sem skák.

Eiginlega vonlaust að taka þátt í svona umræðu, og ekki tilgangurinn, ætlaði bara að taka undir að sleppa hugtakinu "trúfrjáls".

Að lokum, Jakob, "Þú trúi á lifsskoðun þinn, ekki satt"- Nei, ekki satt. Það hefur ekkert með trú að gera.

Valgarður Guðjónsson, 22.1.2010 kl. 00:18

46 Smámynd: Anna Guðný

Hér er fjör eins og venjulega Jóhanna. Nennti ekki að lesa allt. Þurfti þess ekki. Nú orðið kíkir maður frekar á nöfnin hjá þér og rennir svo yfir.

Hafðu það gott  

Anna Guðný , 22.1.2010 kl. 00:26

47 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Neeee DoctorE. Þá mundi ég bara fara frá þér. Ég hefði nefnilega frelsi til þess :)

Hrönn Sigurðardóttir, 22.1.2010 kl. 07:28

48 identicon

....og þá komum við aftur að því sem ég nefndi í upphafi með frelsið Dr.E - Það nær aldrei lengra en að næsta manni.

Frelsið er yndislegt en um leið og þú ert farinn að misnota það þá heitir það helsi!

Hrönn Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 08:36

49 identicon

Jóhanna,

Því miður, ef við tökum orð Valgarðs trúanleg (hö, hö) svo er það ekki hægt að hafa trú á heimsmynd (og hér geng ég út frá því að t.d. húmanísma er einskonar heimsmynd).

Við megum sem sagt ekki segja að Valgarður trúa á lifskoðun sinn.

Er ég bara svo lélegur í íslensku að ég skil ekki orðið "trú"?

Á dönsku geti ég sagt með goðu samvísku: -han tror på humanisme. Engin mundi kvarta. Ég mun þýða orðið "trúaður" sem "religiös" á dönsku. Ég helt að flestir í Denmörku mundi motmæla ef ég sagði að t.d. Valgarður væri "religiös". Vegna þess að religiös vísir til religion (trúarbrögð). Það væri hægt að segja að Valgarður væri t.d. "en meget troende humanist". En það er samt á mörkum. Best væri að segja að hann væri "en overbevist humanist" (sannfærður húmanisti).

En svona er málið. Skemmtilegt en stundum ruglingslegt ef fólk eru ekki sammála um merking orðanna.

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 12:58

50 identicon

Kristinn,

Þarna kom það loksins. Húmanismann er sannur. Hann er ekki einu sinni heimspeki, lifsskoðun eða heimsmynd. Hann er sannur eins og þróunarkenningin og t.d. þyngdakraftinn.

Flest kristið fólk segja að trú þeirra og sannfæring um tilvist Guðs eru þeirra persónlegu mál. Þeir gera greinamun á að trúa og vita. En ekki þú, Kristinn. Þú tel þig trú um að skoðun þín er sönn. Og ekki nogu með það. Húmanísmi er vísindalegu sannur (eins og þú skrifar: "Það er nefnilega vel hægt að sanna og sannreyna flest gildin sem húmanismi byggir á").

Persónlegt finnst mér svona skoðun nánast hættulegt því hún gæti réttlætt ýmislegt í nafni "sannleikans". En það er svo annað mál.

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 13:25

51 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Jakob

Þú bullar svo mikið að mig svimar við að lesa delluna sem þú setur á blað.

Þú ert ekki viðræðuhæfur pungurinn minn.

Ef þú skildir eitthvað af því sem verið er að segja, þá mætti segja þér að annarsvegar er verið að fullyrða hluti um heiminn: trúarbrögð, og hinsvegar einfaldlega verið að sammælast um hvaða gildum (hegðun) eigi að lifa eftir til að tryggja sem flestum góða tilveru: húmanismi.

En þú ert búinn að bulla þetta hundrað sinnum og ég leiðrétta þig hundrað sinnum. Þetta er bara nokkuð sem þú skilur ekki garmurinn minn.

Haltu bara áfram að snúa út úr einföldum hlutum og brosa hringinn í eigin glundroða.

Kristinn Theódórsson, 22.1.2010 kl. 13:44

52 identicon

Kristinn,

Varstu ekki að skrifa: "Það er nefnilega vel hægt að sanna og sannreyna flest gildin sem húmanismi byggir á"? Núna er það allt í einu orðin: "einfaldlega verið að sammælast um hvaða gildum (hegðun) eigi að lifa eftir til að tryggja sem flestum góða tilveru: húmanismi."

Að "sanna og sannreyna" er alt í einu orðin "að sammælast". Þú veist bara ekki hvað þú vilt meina. So sorry.

En ef þú ert ennþá sannfærð um að það sé hægt að sanna og sannreyna flest gildin sem húmaismi byggir á þá verð ég að endurtaka að mér finnst svona skoðun hættuleg. Marxistar og nazistar voru líka sannfærðir um að "lifsskoðun" þeirra voru byggðu á vísindi.

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 16:41

53 Smámynd: Kristinn Theódórsson

He he, það er einfaldlega til marks um takmarkað getu þína til svona umræðna, að þú skulir halda að þú sért að segja eitthvað af viti þegar þú berð saman þessar tvær setningar mínar.

Sanna og sannreyna er ekki skyndilega orðið að sammælast. Þú ert bara ekki nægilega með á nótunum til að skilja hvað verið er að segja garmurinn minn.

Líking þín við sannfæringu nasista fellur um sig sjálfa og er með því heimskulegra sem ég hef heyrt. Það er einfaldlega ekki verið að halda neinu fram í húmanisma sem líkja má við fullyrðingar trúarbragðanna um eðli heimsins og það er heldur ekki verið að halda neinu fram af blindri pólitískri sannfæringu, nema ef vera skyldi að allir skuli jafnir að mannréttindum.

Reductio ad Hitlerum í þessu samhengi er auk þess of klént til að eyða frekari orðum í.

Þú ert hriplegur belgur Jakob, hriplekur.

Kristinn Theódórsson, 22.1.2010 kl. 17:52

54 identicon

Ok, Kristinn

Hvað er hægt að gera? Þú vilt ekki einu sinni gangist við það sem þú skrifar.

Að sammælist um eitthvað er ekki það sama sem að það sé satt. Við getum værið sammála um að jörðinn er flatur. Er hann þá flatur vegna þess að við erum sammála um það? Ha?

Þú skrifaði að það væri "vel hægt að sanna og sannreyna flest gildin sem húmanismi byggir á". Þarf ég í alvöru að endurtaka það? En ok, þú átt grenileg erfitt við að lesa það sem þú sjálfur varst að skrifa. Ég spyr, hvernig sýnir þú fram á að "flest gildin sem húmanismi byggir á" eru sanna?

Og svo er ég í vafa um að þú skilur hvað "reductio ad hitlerum" þýður. Ég er ekki að halda því fram að húmanisma er það sama og nasisma. Ég er að segja að fólk sem TRÚA að "lifskoðun" þeirra er rétt og sönn vegna þess að hún byggur á vísindi eru á hála braut.

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 19:49

55 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"Notandi samþykkir að miðla ekki ólöglegu efni, áreiti, hótunum, særandi skrifum eða nokkru öðru sem getur valdið skaða. Notandi samþykkir sérstaklega að miðla ekki háði, rógi, smánun, ógnun eða ráðast á mann eða hóp manna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar, í samræmi við ákvæði 233. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940."

DoctorE ég læt ekki Mbl.is ávíta mig aftur svo ég verð að fjarlægja eitthvað af þínum athugasemdum, enda vil ég ekki brjóta hegningarlög. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 22.1.2010 kl. 19:54

56 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Að vísu eru alveg örugglega fleiri særandi skrif hérna, - mér finnst að þú mættir vera kurteisari Kristinn við Jakob, eða er það ósanngjörn krafa?

Jóhanna Magnúsdóttir, 22.1.2010 kl. 19:59

57 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Annars gleðilega bóndadag!

Jóhanna Magnúsdóttir, 22.1.2010 kl. 20:00

58 identicon

Iss.. ég braut ekkert af mér.. það er bara í huga þér, þú hreinlega þolir ekki þegar bent er á hvað guðinn á rosalega mikið sameiginlegt með einræðisherrum.... ég réðst ekki á þig eða neinn annan.... ég tæklaði dogmað ykkar.

Bottom læn: Léleg afsökun fyrir að ritskoða réttmæta skoðun á dogma ykkar... mbl myndi vara þig við.. ef þeir hefðu gert það þá væru þeir með kínverka ritskoðun ala Mao

DoctorE (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 20:11

59 Smámynd: Jakob Andreas Andersen

Jóhanna

Tak fyrir! Láttu bara Kristinn fá útrás.

Ég hef hugsað mér að skrifa bók sem heitir "Hroki og Viðkvæmni" stæling á Austin. Aðalpersónan Theó K verður fyrir áfalli þegar hann mætir smá mótlæti í lifinu og finnur ekki lengur örrug skjól í það sem hann trúaði á áður... To be continue...Nei, joke.

Jakob Andreas Andersen, 22.1.2010 kl. 20:27

60 Smámynd: Kristinn Theódórsson

- mér finnst að þú mættir vera kurteisari Kristinn við Jakob, eða er það ósanngjörn krafa?

Nei, alls ekki. Þar er bara frústrerandi að tala við menn sem eru bæði í senn hrokafullir og með takmarkaðan málskilning.

Hann skilur bara ekki neitt drengurinn, en talar samt af yfirlæti þess sem allt skilur.

Ég læt sauðinn vera.

Kristinn Theódórsson, 22.1.2010 kl. 20:31

61 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

DoctorE,  ég er persónulega ekki viðkvæm, en aðrir eru það og finnst óþarfi að hýsa níð eða róg - sérstaklega ef það er búið að vara mig við, sem vissulega hefur verið gert. 

Til að róa þig aðeins þá get ég upplýst þig um það að margar setningar teknar beint upp úr Biblíunni standast ekki hegningarlög og eru ekki leyfðar skv. lögmanni mbl.is, ég gerði fyrirspurn um það. 

Prófaðu að tjá þig án þess að vera í róg- eða níðgír .. skemmtilegt að fara út fyrir þægindarammann ;-) 

Jóhanna Magnúsdóttir, 22.1.2010 kl. 20:44

62 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Æ, ég er ekki búin að lesa allt á milli ykkar Kristinn og Jakob, en eitt er víst að "kemistríunni" er þar ekki fyrir að fara.

Mig grunar samt að þar sé oft misskilningur á ferð.

Du skal også være söd Jakob, men behöver ikke holde kjæft. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 22.1.2010 kl. 20:46

63 identicon

Og hvað.. á ég bara að láta fólk, lítil börn trúa því að biblían og guð hennar séu KÆRLEIKUR... HELL-ó
Eiga prestar og trúboðar að komast upp með að velja út það sem hneykslar ekki fólk.. það er fáránlegt... það er eins og að segja að helförin hafi ekki gerst, að Hitler hafi verið góður gaur...

Er ég með róg og níð þegar ég bendi á þessar staðreyndir... er ég ofstopamaður þegar ég segi að það sé mjög svo óviðeigandi að þetta sé sagt vera hornsteinn íslands.. órjúfanleg frá menningu íslendinga...

Hvað er meiri níð og rógur.. að segja sannleikann um þetta.. eða að segja það ekki.. bara handvelja einhverjar sweet setningar... svo kirkjan og trúarplottið fái að lifa áfram eins og ekkert sé, að þessu sé dælt ofan í börn... meira að segja börnin mín tekin úr skóla og farið með þau í dýrkunarhöll þessa guðs.. HELL-ó
WAKE UP BABY

DoctorE (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 21:07

64 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

DoctorE af hverju var þér úthýst af Moggabloggi en ekki Kristni, Hjalta og fleirum trúlausum?

Getur ekki verið að það sé hægt að koma skoðunum sínum á framfæri án þess að vera með upphrópanir og ofstopa? .. 

Fólk útí bæ sem les bloggið mitt spyr mig  hver sé "þessi klikkaði maður" sem skrifi undir nafninu DoctorE.  

Sorry dude

Jóhanna Magnúsdóttir, 22.1.2010 kl. 21:25

65 identicon

Þegar ég sagði að sjáandinn ógurlegi væri geðveik eða glæpakvendi, það var notað sem átylla til að banna mig.. .pure and simple.

Engar aðvaranir hef ég fengið erlendis.. zero, null... ég tala tæpitungulaust, ég veit að það má ekki á spillingarbælinu íslandi...

Hvaða fólk úti í bæ.. vinir þínir í guðfræðinni.. aðrir krissar.. ef ég er klikkaður(sem ég er.. alveg eins og allir).. .þá kemst það ekki í hálkvist við þá sem trúa á gamlar draugasögur.. uppvakning sem er sonur master of the universe, sem fórnaði sjálfum sér til sjálfs sín svo hann þyrfti ekki að brenna alla fyrir það sem þeir eru saklausir af.. ef þeir kyssa á honum afturendann..
:)

DoctorE (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 21:33

66 Smámynd: Jakob Andreas Andersen

Ha, ha. Jóhanna.

Jeg er altid sød. Særlig mod Kristinn, den stakkel.

Jakob Andreas Andersen, 22.1.2010 kl. 21:36

67 identicon

Að auki hef ég ekki komist nálægt því sem margir bloggarar hér hafa gert.. eins og margur ofurkrissinn hér... eins og eðalvinir sjálfstæðisflokks sem hafa talað um að taka eigi fólk af lífi án dóms og laga... ekkert mál ef það eru sjálfstæðismenn að tala um óvini sjálfstæðismanna..
Þú ert bara hlægileg þegar þú telur að það sem mér til vamms að vera bannaður af málpípu sjálfstæðisflokks.. sem nota bene telur kristni eitt mikilvægasta mál íslands...

Þvert á móti er það heiður fyrir mig að vera bannaður af þessu vesæla blaði..

Sorry Jóhanna en FAIL :D

DoctorE (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 21:44

68 Smámynd: Jakob Andreas Andersen

Kristinn,

"Ég læt sauðinn vera". Loksins er þú búinn að fatta það. Ekki látta frústratíon drepa þig. Þú þroskast, það er gott.

Jakob Andreas Andersen, 22.1.2010 kl. 22:02

69 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég er fótboltafrjáls, ég hef nákvæmlega engan áhuga fyrir fótbolta. Mér er svo mikið sama hver kaupir hvern og hver skoraði hvað.  En kemur mér það við að fótbolti sé stundaður á Íslandi og jafnvel að peningar skattgreiðenda fari í fótboltaiðkun barna, unglinga, kvenna og karla?

Börnin mín þurftu að læra fótbolta í skóla, og ég fékk bara engu um það ráðið, ég var ekki einu sinni spurð! Ég meina börn geta meitt sig í fótbolta, þarf ég að stofna sérstakt félag um þetta og fara að skipta mér að fótboltaáhuga annarra?

Góðar stundir

Guðrún Sæmundsdóttir, 22.1.2010 kl. 23:20

70 identicon

Já Guðrún.. á nú að fara að bera saman íþróttir og trú á geimgaldrakarla.. og gamlar bækur.. að hér gangi um menn í furðufötum með kraga.. með gamla bókarskræðu sem er uppskálduð af kaþólsku kirkjunni.. sem segir að allir fáir extra líf í lúxus ef þeir skrái sig inn og borgi sjálfskipuðum umboðsmönnum galdrkarlsins ógurlega...

Það er kristaltært að þessi sama Guðrún yrði trítilóð ef börnin hennar væru numin á brott úr skólanum til að kenna þeim hversu kúl gæjar Mummi og Alli eru.. (Alli er Yahweh og vísa versa); Þeir sem vita ekki hver Yahweh er.. hann er guðinn hennar Guðrúnar... og einnig múslíma og gyðinga..
Þið megið ekki heyrast minnst á moskur or nuthing.. slík er hræsni trúaðs fólks.. og svo þykist þið vera svo libbó og næs.. það er ekki von á góðu þegar guð ykkar er eins og honum er lýst í kóran og biblíu..


DoctorE (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 23:34

71 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahha dr. E alveg að missa sig.....?

Hrönn Sigurðardóttir, 23.1.2010 kl. 00:37

72 Smámynd: Sævar Finnbogason

Mér finnst að við sem trúm ekki á hjátrú, hvort sem það er Óðinn, Shiva eða guð þrufum ekki að réttlæta neitt fyrir neinum. Þar af leiðir að við eigum ekki að skilgreina okkur sem manneskjur á nokkurn hátt á þeimm forsendum að okkur "skorti" hjátrú og kalla okkur eitthvað jafn fáránlegt og "trúfrjáls" eða "trúleysingi"

Ég þarf ekki að sanna neitt fyrir neinum. Ég hef ekki neinar undarlegar kenningar um yfirnáttúrulega hluti sem ég þyrfti að sanna. Slíkt er mál þeirra sem vilja "trúa" frekar en að skilja náttúruna og manninn frekar en að trúa bara einhverju um þessa hluti, það fólk ætti að skilgreina sig út frá skorti á einhverju, t.d. forvitni eða skynsemi.   

Sævar Finnbogason, 23.1.2010 kl. 03:37

73 Smámynd: Billi bilaði

Mér sýnist ýmsir hér trúa sterkt á bæði trúfrelsið og trúleysið.

Billi bilaði, 23.1.2010 kl. 04:45

74 identicon

Er ég að missa mig... vá typical trúarleg viðbrögð :D

DoctorE (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 12:02

75 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sævar, sammála þér við erum bara það sem við erum og engin tvö eins. Skilgreiningar eru til trafala.

Jóhanna Magnúsdóttir, 23.1.2010 kl. 13:22

76 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

DoctorE, þegar þú ert að segja "þið" við hverja áttu? 

Jóhanna Magnúsdóttir, 23.1.2010 kl. 13:24

77 identicon

Við tilheyrum mannkyni... trúarbrögð aðskilja okkur eins og ekkert annað... lesið bara  fréttir .. td í dag, hundruð drepnir í Nígeríu vegna krissa og mús-lima
Þið eruð hluti af vandamálinu ef þið neitið að horfast í augu við þetta... að trúarbrögð eru verri en nokkur eiturlyf, verri en nokkur sjúkdómur.
Þetta stendur klárlega skrifað í gegnum mannkynssöguna...

Hvað ætlið þið að gera.. eltast við lygasögur sem segjast getað gefið ykkur eilíft líf.. eða ætlið þið að brjóta odd af oflæti ykkar of viðurkenna veruleikann.. vera partur af lausninni.
Choose
1 Part of the problem
2 Part of the solution.

Veljið viturlega... og Jóhanna ættli að sýna að kærleikur er það sem hún vill fyrir okkur öll... ekki græðgi í það sem er ekki í boði, ekki beygja sig undir geggjað dogma

DoctorE (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 13:28

78 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Lífstíll minn er "sérsniðinn" doctorE  þ.e.a.s ég vel brot af því besta - eða því besta sem hentar mér. Ég hef aldrei valið mér ofbeldi eða getur þú ímyndað þér að ég styðji fjöldamorð í Nígeríu? 

Þess vegna finnst mér merkilegt að þú flokkir alla trúaða undir sama hatt því trúin er jafnfjölbreytileg og litirnir.

Öll trú sem er þannig að þú varpar frá þér ábyrgð er að mínu mati hættuleg, því manneskjan þarf að taka ábyrgð á eigin verkum. 

Að drepa 100 manns og segja "because someone eða something said so" .. er kallað frávarp á tungumáli félagsfræðinnar, þ.e.a.s. að kenna öðrum um eigin hegðun. Í þessu tilfelli einhverju sem menn hafa þá lesið og túlkað þannig að réttlætanlegt sé að drepa annan mann.  

Ef þú ætlar að fara að orga að í Biblíunni standi að eigi að drepa, þá stendur líka í Biblíunni að það eigi ekki að drepa.  ALLTAF stendur eftir ábyrgð manneskjunnar um val á texta. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 23.1.2010 kl. 15:47

79 identicon

Well DU'H.. biblían og kóran eru svo fullar af þversögnum að það er ekkert normal.... klárlega skrifuð af ruglukollum.. meira að segja eru þessir menn svo vitlausir að ~2000 ár af ritstjórn náði ekki að tækla vitleysuna... öll helstu atriði passa ekki saman.. meira að segja sögur af krossfestingu passa ekki saman.

Að auki segir biblía einmitt að fólk þurfi EKKI að taka ábyrgða á eigin verkum ef það játast undir dogmað

Ég skal segja þér það að ef hópur glæpamanna kæmi í yfirheyrslur með svona illa samhæfða sögu.. þeir yrðu allir settir inn með tölu.

Farðu nú aðeins að hugsa Jóhanna.. ekki bara koma og segja mér og öðrum að þú veljir eitthvað sætt of dissssir allt ógeðið, makes no sense vina mín.

DoctorE (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 16:21

80 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég vel það sæta og dissa ógeðið

Jóhanna Magnúsdóttir, 23.1.2010 kl. 17:54

81 identicon

Þá ertu að gera sömu mistök og þeir sem fíluðu Hitler vegna þess að hann lagaði til og kom fólki úr atvinnuleysi.. samkvæmt þessu þá voru stuðningsmenn Hitlers fullkomlega réttlætanlegir í afstöðu sinni..
Rite...

Þú þarft enga trúarbók né guð Jóhanna... það má eiginlega segja að þú guðlastir þegar þú tekur þessa afstöðu með guð þinn og meinta bók hans.
Manstu núna síðast þegar ríkiskirkjan breytti orðalagi biblíu með samkynhneigða, til að hneyksla ekki fólk... nákvæmlega svona hefur biblían þróast frá upphafi, hún hefur ekkert með guð að gera, allt með kufla og kirkjur að gera; Bókinni óumbreytanlegu er breytt sí og æ til að viðhalda valdi og fjárstreymi til kirkna.

Við höfum einnig andstæðan pól, td Gunnar Á krossinum... hann spilar sína svikamyllu til þeirra sem vilja halda sem lengst í gamla dogmað.. en því er einnig búið að margbreyta og skálda upp í... eins og td með "Sá yðar sem syndlaus er... ", sú setning er sett í biblíu mörghundruð árum síðar.
Já öll mannana verk þróast rétt eins og lífið og allt sem í alheiminum er... ef einhver guð hefði virkilega gert biblíu eða aðrar trúarbækur... þá hefði aldrei þurft að breyta neinu... við gætum ekki karpað um innihald þeirra.. því það væri fulllkomið

DoctorE (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 18:49

82 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jesús.... ertu með aldurgreiningarmælirinn á blaðsíðunum E? ....en að nenna þessu!

Hrönn Sigurðardóttir, 23.1.2010 kl. 20:03

83 identicon

Er ég með aldursgreiningu á blaðsíðum.. uhh nei... en original biblía er ekki til, þeir fræðimenn sem eru ábyggilegir í þessum efnum hafa komist að þessari og öðrum niðurstöðum með biblíu.. sama má segja um kóran.
Þið verðið að athuga þá staðreynd að kaþólska kirkjan safnaði saman kjaftasögum, tók sögur úr öðrum trúarbrögðum og gerði að sínum sögum.. + að þýðendur biblíu þýddu rangt og eða bættu inn sínum eigin hugmyndum.. eins og þetta með "Sá yðar sem syndlaus er..."

Auðvitað er ég að nenna þessu, ef enginn nennti að standa í að segja fólki hvað raunverulega er á bakvið þessi rit öll saman.. þá hefðu prestarnir fullt frelsi til að ljúga fólk fullt af kjaftæði sjálfum sér í hagin.
Svona ala þeir í Saudi Arabíu sem plögga/prenta útgáfur af kóran og dreyfa, kosta bygginar á moskum um heim allan.

Sá sem nennir ekki að standa gegn lygamaskínu trúarbragða, sá maður er ekki mikils virði, sá maður ber ekki hag barna sinna fyrir brjósti.

Nú herja múslímar of krissar mikið á lönd í asíu, fólkið gersamlega heilaþvegið með þessu dogma... sama má segja um Afríku þar sem milljónir liggja í valnum beint og óbeint vegna trúarbragða.. með td banni á smokkum.... það eina sem þetta pakk hugsar um er að fólk ungi út fullt af sauðum í flokkinn.. fátækt er afleiðing, fáfræði einning sem og stríð og ógeð á ógeð ofan.

Kannski ert þú hluti af vandamálinu Hrönn.. ert þú með trúarvírusinn?

DoctorE (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 20:26

84 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hugsanlega er ég vandamál já.... eru ekki allir vandamál á einn eða annan hátt?

Hrönn Sigurðardóttir, 23.1.2010 kl. 21:45

85 identicon

Þú átt við vandamál að stríða ef þú hefur látið forrita þig í að trúa á guði eða annað hjátrúarbull...
Trúaðir verða að grenslast fyrir um hvað það er sem þeir láta mata sig á.. þeir verða að vera heiðarlegir við sjálfa sig... hver vill svíkja sjálfan sig.. taka svo svikin og dæla þeim í börnin sín...  óheiðarleiki dauðans.. þið voruð einnig svikin á sínum tíma, líklega sem börn.. eða á fullorðins árum vegna fíknar, sorgar, vanmáttar; Þar voruð þið tekin og heilaþvegin með Jesú eða Mumma... eða þarmasugu Jónínu Ben...
Wake up folks

DoctorE (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband