"Þú uppskerð eins og þú sáir" ... morgunhugleiðing á laugardegi

tinkerbell.jpg Hvað þýðir að uppskera eins og við sáum?

Ef við sáum stríði - fáum við stríð.

Ef við sáum kærleika - uppskerum við kærleika.

Ef við sáum trú - uppskerum við trú.

 

Það er ekki nóg að sá, ef það er ekki gert af einlægni. 

Ef þú sáir trú og lætur efasemdarfræin og óttafræin falla með, þá er hætta á að þau vaxi upp sem illgresi og kæfi blómin sem vaxa upp af trúarfræjunum. 

Þess vegna er svo mikilvægt að hreinsa út óttann og efann, - óttann við að mistakast, efasemdir um sjálfa þig og efasemdir um tilveruna. 

Sérstaklega er þetta mikilvægt þegar fer að ganga vel, - að fara ekki í þann farveg að hugsa

"Oh, þetta er of gott til að vera satt!, eitthvað hlýtur að fara að klikka" ..   hvað erum við búin að gera þá?

Jú sá efasemdar-og óttafræjum og veita þeim athygli og hlúa að þeim! .. 

Leyfðu þér að trúa, hreinsaðu út óttann ...  þú hefur valið: að reisa innri hindranir eða fella! 

Þú getur ekki stjórnað hinu ytra, en þú getur stjórnað hinu innra, viðhorfi og hverju þú veitir athygli. 

Kæfum óttann og ræktum fræ elskunnar. 

Samþykktu þig, elskaðu þig, fyrirgefðu þér, sinntu þér vel og virtu þig;  líkama, huga og sál.  

Aðeins þannig færð þú nægilegt súrefni og úthald til að sinna öðrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það skaust allt í einu upp í huga minn hugsun sem ég leyfi yfirleitt ekki að dafna í mínum huga þegar ég las þetta hjá þér. Hugusunin er þessi, ég var alltaf mjög gott barn og trúuð, sáði kærleik og gleði kringum mig, átti góða að og var góð manneskja, samt var ég komin undir hnífinn nær dauða en lífi aðeins 13 ára og hef barist við heilsuleysi síðan. Áfram hélt ég og var áfram ljómandi góð manneskja sem elskaði samferða mína, kynntist ástinni, gifti mig og eignaðist yndislega dóttir og átti góðan mann, þegar ég gekk með barn no. 2 dó maðurinn minn sviplega af slysförum og eftir stóð ég ein, stefnulaus og villt, það sem bjargaði mér var trúin á það góða og kærleikurinn til barna minna, samt viltist ég af leið um tíma og fann mig ekki í lífinu, en það lagaðist.  Pælingin er semsagt, hverju var ég búin að sá þegar þetta dundi allt yfir?  bara góðu hélt ég.  Ég veit að þetta er ekki svona svart/hvítt og margir fæðast til þess eins að deyja og margir eru alltaf veikir eða lánlausir, en þetta bara svona poppaði upp í huga mínum, varð að deila því. Þú ert frábær og gaman að lesa hjá þér að vanda. Knús

Ásdís Sigurðardóttir, 17.9.2011 kl. 11:47

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir einlægt og persónulegt innlegg Ásdís, - það sem þú ert með í huga er spurningin sem margir spyrja: "Why do bad things happen to good people" - eða  "Hvers vegna gerast vondir hlutir fyrir gott fólk" .. 

Í raun fjallar pistillinn minn einmitt um það að við stjórnum ekki hinu ytra, en við stórnum hinu innra. Við tökum því sem að höndum ber, þegar það kemur, en óttumst það ekki fyrir fram og búumst ekki alltaf við hinu versta. 

Ég trúi að við getum haft áhrif á minni atburði eins og ef að við hugsum mikið um að detta, þá dettum við frekar.  - Sbr. maður segir við barn "ekki hella niður" og þá er líklegra að það helli niður ..en ef við létum vera að segja það!  

Þú hefur heldur betur sáð í kringum þig, þú værir ekki sú sem þú ert í dag elsku Ásdís nema vegna þess sem þú hefur gengið í gegnum, og vegna þess hvernig þú tókst á því sem að höndum bar.  

Því miður er lífið ekki sanngjarnt, ef að lífið væri sanngjarnt myndu engin börn deyja. 

Við getum breytt sumu, og öðru þurfum við bara að taka á móti þegar það kemur. 

Í því felst æðruleysisbænin, "Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli." 

Kjarkurinn eða hugrekkið eru af sama meiði og trúin, - þ.e.a.s. að við trúum að við getum breytt einhverju.  

Það getur verið erfitt fyrir svona konur eins og okkur, sem viljum öllum vel að fá stundum lífið framan í okkur eins og blauta tusku, - en ég held að við skiljum það alltaf - þegar upp er staðið, hvers vegna það var. 

Ég hef þurft að ganga á margar ytri hindranir og eiga við erfitt fólk, - stundum hef ég orðið barnslega sár, - vegna þess að ég hef ekki skilið hversu sumir geta verið grimmir.  En svo skil ég það seinna, skil hvað ég var að læra með því og skil að það gerir mig að sterkari manneskju og ég á auðveldara með að setja mig í spor annarra.  Sorgin er eins og þroskaferli, - og ég hef þá trú að lífsgangan sé leið til þroska.  Hún er býsna strembin á köflum, eins og þú hefur svo sannarlega reynt á eigin skinni,  en við getum valið með hvaða hugarfari við tökum á móti storminum,  ætlum við að klæða okkur vel og fara út í hann, eða hræðast hann og fela undir rúmi? 

Haltu endilega áfram að sá kærleika og gleði, - ég held að flestir finni hvað þú gefir mikið af þér og Guð finnur það 100%    Þú ert þú sem þú ert í dag vegna þess sem þú hefur gengið í gegnum og einskis annars.  

Við getum gert ýmislegt til að forðast veikindi og lánleysi, þó við getum ekki gert allt. Oft er það sjálfsáskapað,  það vitum við báðar.  

Jóhanna Magnúsdóttir, 17.9.2011 kl. 16:29

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

p.s. vona að þetta skýri eitthvað út ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 17.9.2011 kl. 16:36

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skil þig mjög vel Jóhanna mín, langaði bara eitthvað svo til að ræða þetta þegar ég var búin að lesa pistilinn þinn, skil þetta eins og þú og hef auðvitað lært helling og þroskast mikið, er bjartsýn og glöð og læt ekkert stoppa mig í þeirri viðleitni minni að lifa góðu lífi og sá kærleik og vera umfram allt góð manneskja, hef eins og þú, oft orðið barnslega sár þegar fólk sýnir grimmd sína, er stundum eins saklaus og barn.  Gott að spjalla aðeins um þetta við þig, hef reyndar aldrei litið á uppákomur í lífi mínu sem hefnd, heldur bara tekið öllu þegar það hefur komið og gert mitt besta.  Hafðu það sem best og takk fyrir að nenna að svar mér

Ásdís Sigurðardóttir, 17.9.2011 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband