Messa eins og gott rauðvín .. og sorg eftir skilnað -

Þegar ég var í guðfræðideildinni frá 1997 - 2003 lærði ég að meta það að mæta í messu. - Mér þótti margar þeirra þungar og leiðinlegar til að byrja með, en þegar ég var farin að njóta þess að fara eftir handbókinni, samfélagsins, söngvanna, prédikunar (naut ekki allra) o.s.frv. en þó aðallega það að taka frá tíma í samfélag.  Samfélag með mér, með fólki og þar sem hið ytra var ekki að trufla.  Slökkt á farsímum, tölvum og tækjum. - Reyndar jókst messusókn mjög mikið, þar sem ég fór að syngja í kirkjukór Hafnarfjarðarkirkju og það er erfitt að vera ekki í sjálfum sér, þegar sungið er ;-) .. Líkaminn er jú hljóðfærið okkar. -

En þessi inngangur er aðeins upphafið að öðrum pistli sem ég skrifaði á síðuna mína - mjög persónulegum pistli, þar sem ég miðla af minni reynslu, ekki síst í þeirri von að aðrir geti samsamað sig og séð að þeir eru ekki einir, þ.e.a.s. fólk í sorg, - og þessi pistill fjallar sérstaklega um fólk í sorg eftir skilnað. -  

Sjá nánar ef smellt er HÉR 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband