Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
16.5.2010 | 11:04
Sunnudagsprédikun 16. maí 2010
Í færslunni hér á undan var ég að vekja athygli á því að einn daginn kæmi að því að ekki þyrfti að taka það fram í fréttaflutningi hverrar kynhneigðar manneskja væri sem tæki að sér leiðtogahlutverk innan kirkjunnar.
Bloggarinn Jens Guð setti þá inn hlekk á lag Bob Marley "War no more trouble" en þar syngur Marley um að við munum ekki vera laus við stríð fyrr en við erum hætt að flokka manneskjur í fyrsta og annars flokks fólk. Þakka þér Jens.
Biskup?
Við verðum að athuga vel að sama hvaða titil eða starfsheiti við berum í þessu lífi megum við aldrei gleyma að við erum öll jöfn, ekkert starf eða titill er stærra manneskjunni sjálfri. Hún verður alltaf að svara fyrir sig og taka ábyrgð sem manneskja. Fara eftir eigin sannfæringu en ekki flokksins, hreyfingarinnar, samtakanna o.s.frv. ef það samræmist ekki hennar eigin. þannig sigrumst við kannski loksins á hinu rangláta þegar við förum að neita að taka þátt í ranglæti.
Hér er texti Bob Marley´s og síðan lagið á Youtube.
Until the philosophy which hold one race superior
And another
Inferior
Is finally
And permanently
Discredited
And abandoned -
Everywhere is war -
Me say war.
That until there no longer
First class and second class citizens of any nation
Until the colour of a man's skin
Is of no more significance than the colour of his eyes -
Me say war.
That until the basic human rights
Are equally guaranteed to all,
Without regard to race -
Dis a war.
That until that day
The dream of lasting peace,
World citizenship
Rule of international morality
Will remain in but a fleeting illusion to be pursued,
But never attained -
Now everywhere is war - war.
And until the ignoble and unhappy regimes
that hold our brothers in Angola,
In Mozambique,
South Africa
Sub-human bondage
Have been toppled,
Utterly destroyed -
Well, everywhere is war -
Me say war.
War in the east,
War in the west,
War up north,
War down south -
War - war -
Rumours of war.
And until that day,
The African continent
Will not know peace,
We Africans will fight - we find it necessary -
And we know we shall win
As we are confident
In the victory
Of good over evil -
Good over evil, yeah!
Good over evil -
Good over evil, yeah!
LOVE ALL SERVE ALL
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Einu sinni var það frétt í hinum vestræna heimi að:
- konur fengu að kjósa
- svartir fengu að taka sama strætó og hvítir
- kona varð forseti
- svartur maður varð forseti
Einn dag verður það bara þannig að það þarf ekki að taka fram kynið, litarháttinn eða kynhneigðina við frétt. Þessi eða hin MANNESKJAN var kjörin í embætti.
En þangað til eru það vissulega góðar fréttir að verið er að brjóta niður múra sem byggja á aðgreiningu vegna kynhneigðar.
Einn dag verður það EKKI frétt að lesbía verði kosin biskup
![]() |
Lesbía kosin biskup |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
30.4.2010 | 09:41
"Sterk öfl í kirkjustjórn munu nota ráð, eða gera það að verkum að ekki verði komið til móts við samkynhneigða" ....
Það er ekk að spyrja að "spádómsgáfu" dr. Péturs Péturssonar sem sagði þetta í viðtali eftir prestastefnu 2007.
Trúmál og siðferði | Breytt 2.5.2010 kl. 02:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
29.4.2010 | 20:16
Hvernig væri að "þjóð" kirkjan færi að lifa í núinu?
"Prestar vildu lýsa yfir stuðningi við ný hjúskaparlög á prestastefnu en fengu það ekki.
Vísað til biskups og kenningarnefndar" Hef þetta eftir presti sem var á prestastefnu.
Lýðræðislegt?
Jæja, ég hef ákveðið að segja mig úr þjóðkirkjunni, en mun endurskoða afstöðu mína þegar nefndin hefur lokið störfum.
Hef ekki geð í mér til að tilheyra stofnun sem fer í manngreinarálit - á meðan Guð gerir það ekki.
- við erum til NÚNA, Guð er NÚNA -
Love all serve all
![]() |
Tóku ekki afstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
10.4.2010 | 12:24
Jesús er fórnarlamb barnaníðinga
"Ábendingar bárust um kynferðislegt ofbeldi fyrrum Þrándheimsbiskups gegn altarisdreng fyrir um 20 árum ... "
Hvenær er mælirinn fullur? Hversu mörgum börnum þarf að fórna til þess að kaþólska kirkjan og verndarar hennar fari að líta í eigin barm og átta sig á því að stofnunin og dogmað er gróðrastía fyrir barnaníð?
Menn verða að viðurkenna að kynlíf er eðlilegt, eðlilegt með jafningja, hvort sem um er að ræða kynlíf kynlíf gagnkynhneigðra eða samkynhneigðra.
Á meðan að kirkja kennir annað og styður bælingu eðlilegs og heilbrigðs kynlífs þá mun barnaníð halda áfram að grassera innan hennar.
Á meðan kirkja veitir skjól slíkum mönnum til athafna, munu fleiri sem eru sjúkir leitast við að starfa undir hennar þaki - þar sem þeir fá aðstöðu til að nálgast börn.
Svo segir fólk; "Þetta er ekki bara tengt kaþólsku kirkjunni, þetta þrífst alls staðar, ekki vera að ásaka kirkjuna eða leggja hana í einelti" ..
Kirkjan á að vera fyrirmynd, þjónar hennar að bera kærleikanum vitni, en ekki illskunni. Kirkjan á að vera börnunum skjól en ekki skjól fyrir ofbeldisverk barnaníðinga.
Jesús grætur, ég græt svo sannarlega með honum, og ég veit að þú grætur líka - því að hann sagði: Hvað sem þér gjörið einum mínum minnstu bræðra það gjörið þér mér
Jesús er því fórnarlamb barnaníðinga.
Hvenær ætlar okkur að lærast það?
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
19.2.2010 | 21:57
VVV - MANNRÆKT ... Virðing - Vinátta - Viska
Ágæta manneskja sem þetta lest,
Nú langar mig að segja þér frá draumnum mínum, og jafnframt að bjóða þér að vera þátttakandi.
Draumur minn er að stofna félag með því markmiði að rækta hið góða í okkur öllum. Félagsskap þar sem við öll, hvernig sem við erum, getum átt samanstað og fengið viðurkenningu.
Samfélag sem jafnrétti ríkir og fólk er metið fyrst og fremst eftir viðmóti en ekki eftir kyni, kynhneigð, trú, trúleysi, menntun o.s.frv. Ég er ekki svo bláeyg að ég geri ekki ráð fyrir að ýmis vandamál komi upp, en þá er ætlunin að leysa úr þeim.
Þetta félag/söfnuður/skóli eða hvað sem við viljum kalla þetta er til að byrja með aðeins til sem hópur sem var stofnaður af undirritaðri á Facebook, undir nafninu VVV - MANNRÆKT og þar standa þessi þrjú Vöff fyrir Virðingu - Vináttu og Visku.
Virðing er mikilvæg, til að við getum talað saman af virðingu þó við séum með ólíkar skoðanir. Það er þó eitt sem við getum ekki borið virðingu fyrir og það er ofbeldi eða valdníðsla. Auðvitað getum við eflaust tínt fleira til.
Viska er mikilvæg, held það þurfi varla að útskýra það nánar.
Vinátta er mikilvæg - enda manneskjan ekki eyland og þrífst í samfélagi við aðrar manneskju, og þó að við drögum okkur í hlé við og við þá hverfur ekki alvöru vinátta.
Nú er ég að byrja að sá fyrstu fræjunum í VVV - MANNRÆKT en trúi og treysti að þau eigi eftir að spíra og verða að fallegum jurtum.
Mér finnst mikilvægt að taka það fram að það þarf ekkert að flokka fólk eftir á hvað það trúir, eða hverju það trúir ekki og það á ekki að segja fólki hverju það á að trúa, slík trú er ekki einlæg.
Ef við lítum á það starf sem ég vonast til að hægt sé að vinna undir hatti Mannræktar í framtíðinni, þá hæfist það þegar börnin eru lítil - þar sem þau fengju að læra heimspeki og gagnrýna hugsun.
Það sem ég sé að vantar í þjóðfélaginu eru ráð og samverustaður fyrir hina mismunandi hópa, bæði eftir aldri og reynslu.
Sjálf fékk ég hjálp á sínum tíma í hópi kvenna sem voru að upplifa líf eftir skilnað og ræddum við þar einmanaleikann og þá sorg - nú og stundum frelsi - sem getur fylgt skilnaði.
Fyrir rúmu ári síðan fékk ég krabbamein - sem ég er nú laus við, en nýlega kom nemandi til mín sem hafði greinst með sams konar krabbamein og gátum við talað saman um þá upplifun að fá svona "dóm" og hvernig við brugðumst við honum. Það er eitthvað svo mikilvægt að geta talað við fólk sem hefur reynt það sama og maður sjálfur, og það er nú þannig að enginn veit fyrr en reynt hefur.
Það eru margir vanræktir hópar í samfélaginu sem myndu vilja hittast, og þessu fólki væri gott að búa vettvang til að ræða sín mál og gefa hvert öðru ráð.
Þarna væri líka hægt að kalla til fagfólk til að flytja fyrirlestra - og/eða koma af stað hópum.
Það sem ég sé fyrir mér í framtíðinni er líka samfélag svipað og í kirkjunni, þar sem væri hægt að gefa fólk saman í hjónaband og þar væri gagnkynhneigðarhyggjan ein ekki ríkjandi.
Ég er búin að gefa einum trúlausum vini mínum hér á blogginu "undir fótinn" með að hann myndi jafnvel taka þátt í að vera leiðandi í trúlausum athöfnum, þar sem ég hef tekið eftir að hann er tilbúinn að veita þessum þremur Vöffum athygli.
Hér er auðvitað ekki verið að kalla alla til, þetta er bara valkostur sem ég er að ræða hér, valkostur þeirra sem ekki eru endilega sammála öllu því sem boðað er í hefðbundinni kirkju en vilja sjálfir fá að velja sér sinn "matseðil" .. Auðvitað hollan og uppbyggilegan matseðil.
Það á eftir að skoða allt sem heitir fjármögnunarhlið, og ég er ekki að gera þetta til að græða - eða jú græða sár kannski ...
Þetta er minn tilgangur í lífinu, að reyna að gera heiminn betri, og ég veit að svo marga vantar tilgang, en hvað er fallegri tilgangur en að rækta okkur og aðstoða annað fólk við að blómstra, vaxa og dafna? Hvað ef að lífsreynsla þín getur verið til þess að hjálpa öðrum. Þú gætir t.d. deilt með öðrum hvernig þú komst yfir erfiðan hjalla í þínu lífi ?
Mikið er rætt um forvarnir, en ég tel að sterkir einstaklingar eigi auðveldara með að standast freistingar. Í Mannræktinni myndum við styrkja hvert annað, styrkja börnin og styrkja unglingana.
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, þetta eru grunnhugmyndir - endilega skrifa hér í athugasemdir eða senda mér email á johanna.magnusdottir@gmail.com ef þið viljið deila einhverju eða taka þátt.
Kannski vill einhver skammast í mér, að ég sé ekki hlýðin og ég sé lélegur guðfræðingur, ef einhverjum líður betur við það þá er það mér að meinalausu.
MANNRÆKT mun standa fyrir líkams - og hugarrækt og ætla ég að bjóða þeim sem vilja að ganga með mér í kringum Tjörnina í Reykjavík á sunnudag kl. 13:00 - við leggjum af stað frá Iðnó.
Hægt að koma með brauð fyrir "bra bra" og taka með börnin - endilega.
Hlakka til að sjá ÞIG
Takk fyrir að lesa ..
9.2.2010 | 08:04
Óhlýðni og sérviska?
Athugasemd Jóns Vals Jenssonar úr bloggi mínu um "Orð Guðs" og Biblíuna:
"Jóhanna vill ekki taka undir þann boðskap bæði Gamla og Nýja testamentisins, að samfarir fólks af sama kyni séu synd. Það er því miður bara eitt af fleiri dæmum um óhlýðni hennar og sérvizkubrautir um trú og siðferði."
Í þessu bloggi var ég að benda á hversu hættulegt það væri að kalla Biblíuna orð Guðs, því að menn eins og Jón Valur Jensson tileinka sér þau félagslegu viðmið sem voru við lýði á ritunartímum bóka Biblíunnar. Tileinka sér þau vegna þess að það séu "orð Guðs" .. og þeim beri að hlýða.
Þetta sannar enn og aftur hvað hættulegt það er að gefa Biblíunni þetta vægi að kalla hana "Orð Guðs" í heild sinni.
Margir svara því til, og það gerði ég líka áður en ég áttaði mig, að Biblían sé jafn hættuleg og símaskráin, þar sem hver valdi er á haldi.
En símaskráin er ekki kölluð "Orð Guðs" .. Sá sem velur sér manneskju úr símaskránni til að meiða eða særa gerir það á eigin forsendum - ekki til að hlýðnast einhverju eða einhverjum. En sá sem velur sér að fordæma manneskju vegna samkynhneigðar, eða vegna þess að hún stundar kynlíf með manneskju af sama kyni, telur sig ekki vera illan eða vera að beita ofbeldi því að sá hinn sami sé að fara eftir orði Guðs.
Trú mín snýst ekki um hlýðni, trú mín snýst um einlægni. Ég trúi ekki einhverju af því að ég á að gera það eða af því að það stendur í bók.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 08:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
7.2.2010 | 08:56
Biblían = Orð Guðs? NEI
Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var ..... Bók?
Sr. Þórhallur segir frá tilurð Biblíunnar eða rita Biblíunnar í sínu bloggi og gerir það ágætlega svo ég þarf ekki að rifja það upp hér, en þar kallar hann Biblíuna jafnframt Orð Guðs.
Ég tel það vægast sagt hættulegt að stilla þessu gamla riti eða safni rita, sem vissulega hefur sögulegt, menningarleg og tungumálalegt gildi og svo má lengi telja, sem Orði Guðs.
Þegar það er gert þá getur hvaða sækópati sem er týnt úr Biblíunni þær setningar sem honum hentar og falið sig á bak við að það sé "Orð Guðs"..
Ég hef svo lengi sem ég man eftir mér, barist fyrir jafnrétti. Meðal annars jafnrétti kvenna og karla, jafnrétti samkynhneigðra sem gagnkynhneigðra en vissulega er í fleiri horn að líta. Við erum að tala um jafnrétti svo langt sem það nær. Aldrei geta allir verið 100% jafnir, því erum misjöfn (sem betur fer). Líffræðilega erum við með mismunandi eiginleika og andlega að sjálfsögðu líka.
En af hverju er ég farin að tala um jafnrétti þegar ég er að fjalla um Biblíuna?
Þegar eg fjallaði um jafnrétti samkynhneigðra nýlega kom einn Biblíutrúarmaðurinn af mörgum inn á síðuna mína of fór að vitna í "Orð Guðs" gegn samkynhneigð. Ég var að sjálfsögðu ósammála manninnum, og fór að vitna í félagslegar aðstæður þessara setninga og draga úr o.s.frv. en eins og allt of allt of margir, þá trúir hann að þessi ljótu og særandi orð, sem reyndar jaðra við hegningarlög séu "Orð Guðs" ..
Ég fékk í framhaldinu áminningu frá lögmanni Mbl.is um að taka út þessar setningar úr athugasemdakerfi mínu, því þær brytu í bága við almenn hegningarlög.
Setningarnar sem um ræðir ætla ég ekki að setja hér inn, enda bryti ég landslög. En fólk getur flett þeim upp í Biblíunni sinni, sem hefur engan varúðarstimpil á sér, eða rautt merki eins og ofbeldismyndirnar í sjónvarpinu. Þetta eru þessar tvær setningar úr Gamla testamentinu:
3.Mós.18:22 3.Mós.20:13
Að mati lögmanns Morgunblaðsins eru þessar setningar brot á ákvæðum 233. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og er því óheimilt að birta á mbl.is
Ef fólk álítur að allt sem skrifað er í Biblíuna sé "Orð Guðs" þarf ekki aðeins að fara að endurskoða uppfræðslu þ.m.t. presta?
Úr lögum mbl.is
"Notandi samþykkir að miðla ekki ólöglegu efni, áreiti, hótunum, særandi skrifum eða nokkru öðru sem getur valdið skaða. Notandi samþykkir sérstaklega að miðla ekki háði, rógi, smánun, ógnun eða ráðast á mann eða hóp manna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar, í samræmi við ákvæði 233. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940."
Ég held að fólk þurfi að vakna til meðvitundar um það að þó það sjálft sé alveg með það á hreinu að það eigi ekki að tileinka sér neitt nema það sem gott er og uppbyggilegt úr þessu annars stórkostlega bókmenntariti (sem mér finnst það vera) þá eru milljónir manna sem taka hverju orði og hverjum bókstaf sem "Orði Guðs" ..
Biblían er ekki við hæfi barna og viðkvæms fólks, setningar í henni varða við landslög, hvað ætlum við að gera í þessu? Er það bara ofsatrúarfólk í Ameríku sem misnotar hana eða erum við með fólk á Íslandi sem gerir það líka og notar hana sem valdatæki til að halda öðrum niðri?
Já, mín hefur talað og tel mér það rétt og skylt í anda þeirrar hugsjónar minnar að tala fyrir réttlæti.
Þetta þýðir þó langt í frá að ég missi trú, því trú mín hefur aldrei byggst á bók.
Það er margt gott í bókinni, margt rétt og margt fallegt, alveg eins og í lífinu sjálfu, en lífið hefur sínar ljótu hliðar og þeim eigum við ekki að halda á lofti, heldur að berjast gegn þeim eins og okkur er mögulega unnt.
Love all serve all ...
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (227)
28.12.2009 | 21:31
Guðsmyndin mín er kærleikur ..
Margir hafa beðið mig um að skilgreina Guð. Ég get aðeins skilgreint hvað Guð er fyrir mér, því ég stend á mínum sjónarhóli með mínar forsendur.
Guð sem ég held að allur heimur gæti sameinast um er kærleikur, því að ekkert vont eða illt þrífst í kærleika. Orðið agape er notað um kærleika í Biblíunni, en það er ýmist þýtt elska eða kærleikur.
Þegar ég skrifa hef ég bara látið vaða og skrifað það sem andinn hefur blásið mér í brjóst. Hef ekki verið að fletta í Biblíunni því að hún flækir oft málin, þar sem þar stendur svo margt ljótt líka.
Ég skrifaði blogg nýlega um að við ættum að næra elskuna og svelta óttann.
Þó það standi margt ljótt í Biblíunni, er samt klárlega margt gott þar og margt sem er góður grunnur. Ég ætla að setja inn þennan kafla úr Fyrsta Jóhannesarbréfi 4. kafla:
"Guð er kærleikur og sá sem er stöðugur í kærleikanum er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í honum. Fáum við elskað hvert annað og lifað eins og Kristur lifði hér á jörð, verðum við full djörfungar á degi dómsins. Ótti er ekki í elskunni. Fullkomin elska rekur út óttann. Því að óttinn býst við hegningu en sá sem óttast er ekki fullkominn í elskunni."
Persónulega hef ég enga trú á "Degi dómsins" enda þarf ekki að vera sammála öllu sem aðrir menn eða konur skrifa.
Að ég skuli stilla jöfnunni upp sem Guð = kærleikur segir ekki að þeir sem trúa ekki á Guð hafi ekki kærleika. Slík krafa er líka býsna ósanngjörn.
Ég tel að Guð sé í öllum, birtingarmynd Guðs og upplifun er kærleikur, en við þurfum alls ekkert að kalla elskuna eða kærleikann Guð nema ef við viljum.
Þeir sem lifa skv. kærleika hafa Guð og öfugt.
Guð er kærleikur, er s.s. mín skilgreining á Guði. EKKI að Guð sé karlmaður í dómarasæti með sítt grátt skegg. Ég trúi heldur ekki að Jesús hafi verið Guð, en hann hafði Guð/kærleika í sér eins og við öll höfum kærleika innbyggðan í okkur. Það er síðan okkar að leysa þennan kærleika úr læðingi. Það er hægt að hefta kærleikann, kæfa hann - og það alversta dulbúast kærleika/Guði en vera illa innrætt. Dæmi um það eru títtnefndir barnaníðingar eða ofbeldismenn sem koma fram "Í Jesú nafni" Slíkt er ofbeldi við Líkama Krists og er ekki kærleiki heldur krabbamein á þeim líkama.
Fólk sem leyfir kærleikanum að blómstra verður Guði líkt, verður kærleikur.
Matti, Hjalti Rúnar og Brynjólfur sem eru nú að velta fyrir sér og leika sér með kærleikann á síðu Hjalta gætu haft mun meiri kærleika/Guð innanbrjósts en sá sem bara segist hafa kærleika.
Ef við fyllum okkur kærleika/elsku/Guði þá er það það sem við getum gefið.
Það er mér að meinalausu að fólk vill ekki nefna Guð, vill halda sig við kærleikann. Gott mál.
Ástæðan fyrir því að ég tengi kærleikann við Guð er að ég tel að það sé gjöf frá Guði.
Kærleikur getur aðeins gefið af sér kærleika.
=
Úr Fyrra Kórintubréfi:
"Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt."
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (90)
25.12.2009 | 23:17
Vafasamur heiður kirkjunnar
Tekið úr meðfylgjandi frétt:
"Donal Murray biskup sagði af sér fyrr í þessum mánuði eftir að birt var skýrsla þar sem biskuparnir eru sakaðir um að hafa haldið leyndri vitneskju um kynferðislegt ofbeldi presta gegn börnum. Þeir héldu þessum upplýsingum leyndum til að verja heiður kirkjunnar."
Þegar stofnanir og hefðir eru orðnar verðmætari en sálarheill barna erum við komin langt út af "veginum, sannleikanum og lífinu" og þar með komin langt frá Kristi
"Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér" er setning sem sagt er að Kristur hafi sagt..
Kirkjustofnunin er því skv. hugmyndum biskupanna orðinn mikilvægari en Kristur, og búið er að níðast á Kristi og vanvirða. Hræsni er það og hræsni verður það á meðan svona er haldið áfram.
Það þarf að ekki aðeins að sópa í kirkjunni, það þarf að setja á hana háþrýstislöngu og spúla hræsni, hroka og ógeð sem þrífst undir hennar þaki.
![]() |
Fleiri biskupar segja af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |